Morgunblaðið - 17.04.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012
Það sjást merki þess að landinnsé að ná sér á strik.
Taktarnir minna á það sem varer sveiflan var mest á óska-
börnum þjóðarinnar, frá klapp-
stýru og niðrúr.
Þá keyptu snill-ingarnir ómál-
aða mynd af hirð-
skáldi sínu fyrir á
þriðja tug milljóna.
Sjálfsagt hefðu þeir líka keyptóort ljóð af hirðmálurum sín-
um fyrir svimandi upphæðir, ef
tími hefði gefist til.
Uppboðin eru byrjuð aftur.
Og eins og forðum er Samfylk-ingin nálæg þegar notið er
lífsins.
Nú var plastmál boðið upp ogfór það á 105 þúsund krón-
ur.
Upphæðin er aðeins skugginnaf því sem var, en þó í áttina.
Plastmálið fékk aukið verðgildivegna þess að Jóhanna Sig-
urðardóttir úr gömlu „hrunstjórn-
inni“ hafði drukkið úr því.
Listunnendur á Akureyrikeyptu málið.
En málið hefur ekki aðeins list-rænt gildi heldur einnig póli-
tískt gildi.
Því þetta er eina málið sem Jó-hanna hefur klárað á kjör-
tímabilinu.
Ekkert mál
STAKSTEINAR
Dalvegi 6-8
201 Kópavogur
S. 535 3500
www.kraftvelar.is
kraftvelar@kraftvelar.is
Kraftvélar bjóða breitt vöruúrval atvinnubifreiða frá Iveco
Kraftvélar í samvinnu við Iveco leggja áherslu á skjóta og góða varahluta- og viðgerðarþjónustu.
Hafið samband varðandi þjónustu eða ósk um tilboð í nýja atvinnubifreið.
Veður víða um heim 16.4., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Bolungarvík 5 heiðskírt
Akureyri 7 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 4 skýjað
Vestmannaeyjar 4 skýjað
Nuuk -2 snjókoma
Þórshöfn 2 alskýjað
Ósló 3 léttskýjað
Kaupmannahöfn 8 heiðskírt
Stokkhólmur 7 heiðskírt
Helsinki 5 heiðskírt
Lúxemborg 7 heiðskírt
Brussel 7 léttskýjað
Dublin 7 skúrir
Glasgow 8 léttskýjað
London 11 heiðskírt
París 10 heiðskírt
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 7 léttskýjað
Berlín 8 heiðskírt
Vín 6 skúrir
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 12 léttskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 16 léttskýjað
Aþena 18 skýjað
Winnipeg -2 skýjað
Montreal 23 alskýjað
New York 24 heiðskírt
Chicago 12 alskýjað
Orlando 25 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:47 21:09
ÍSAFJÖRÐUR 5:42 21:23
SIGLUFJÖRÐUR 5:24 21:07
DJÚPIVOGUR 5:14 20:41
Rétt eins og farfuglarnir streyma til landsins á
vordögum kemur senn að því að námsmenn
streymi út á vinnumarkaðinn til sumarstarfa að
loknum vorprófum.
„Framhaldsskólanemar almennt reyna að
vera þokkalega bjartsýnir á sumarið en gera
sér jafnframt fulla grein fyrir að margir eru
um hituna. Í það heila teljum við hjá SÍF að
stjórnvöld mættu hafa atvinnumál ungs fólks
framar í forgangsröðinni,“ segir Andri Steinn
Hilmarsson, formaður Sambands íslenskra
framhaldsskólanema (SÍF).
Hundruð umsókna
Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið og hafa
fjölmargir nemar nú þegar haft samband við
ýmis fyrirtæki og stofnanir í leit að starfi.
Hjá stórum fyrirtækjum og stofnunum nema
umsóknir um sumarstörf nú nokkrum hundr-
uðum, líkt og á síðasta ári. Fjöldi starfa í boði
ýmist stendur í stað eða dregst eilítið saman.
Til Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma
bárust yfir 700 umsóknir um sumarstörf og eru
allt að 150 ungmenni á aldrinum 16-24 ára ráð-
in til að sinna umhirðustörfum í görðunum
fimm sem eru í umsjón prófastsdæmanna. Svip-
aða sögu er að segja hjá Landsvirkjun en 740
umsóknir bárust fyrirtækinu um samtals 220
stöðugildi. Þar af eru 50 stöður eingöngu ætl-
aðar háskólanemum. Hjá Orkuveitu Reykjavík-
ur voru umsóknir 800 talsins en 70 stöðugildi í
boði.
Hjá Reykjavíkurborg hafa 3.500 einstakling-
ar sótt um sumarstarf. Endanlegur fjöldi starfa
í boði hjá borginni þetta sumarið liggur enn
ekki fyrir en auk þess að ráða fólk í sumarstörf
heldur borgin einnig úti ýmsum atvinnuskap-
andi verkefnum fyrir ungt fólk, m.a. í samstarfi
við Hitt húsið, Vinnumálastofnun o.fl.
Hafa ber í huga að umsækjendur í ofan-
greindum dæmum eru líklegir til að vera þeir
sömu hjá fleiri en einum viðmælanda. Af nið-
urstöðunum má engu að síður ráða að töluvert
vantar upp á að framboð af störfum fyrir unga
fólkið sé í einhverju samræmi við eftirspurn.
gunnhildur@mbl.is
Margir um sumarstörfin
700 umsóknir bárust um 150 störf hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma
Framhaldsskólanemar segjast þó þokkalega bjartsýnir á að fá vinnu í sumar
Morgunblaðið/Eggert
Sumarstörf Fjölmargir námsmenn streyma senn
út á vinnumarkaðinn að loknum vorprófum.