Morgunblaðið - 17.04.2012, Side 22

Morgunblaðið - 17.04.2012, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 ✝ Pétur KarlAndrésson fæddist á Stöðv- arfirði 30. janúar 1918. Hann lést á Elli- og hjúkr- unarheimilnu Grund 7. apríl 2012. Foreldrar hans voru hjónin Andr- és Lúdvík Carls- son trésmiður, f. 15. maí 1892 á Stöðvarfirði, d. 15. apríl 1965 og Vilfríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 28. september 1893 að Höfnum, d. 15. apríl 1965. Bræður Péturs voru: Haukur, f. 4. febrúar 1921, d. 21. október 2011. Andrés, f. 1. nóvember 1928, d. 16. ágúst 1983. Pétur kvæntist Öldu Jens- dóttur 1950 en hún lést 16. júní 1991. Þau áttu saman einn son, Ólaf Örn, f. 7. júlí Stöðvarfirði og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs, þá flutti hann ásamt foreldrum sínum og bræðrum til Reykjavíkur. Bjuggu þau á nokkrum stöðum í Reykjavík en lengst af í Samtúninu þar sem faðir Péturs byggði hús fyrir fjöl- skyldu sína. Pétur gekk í Ingimund- arskóla og síðan í Iðnskólann, þaðan sem hann útskrifaðist sem trésmiður og síðan húsa- míðameistari. Pétur vann alla tíð sem tré- smiður og byggði sér og fjöl- skyldu sinni hús í Smáíbúða- hverfinu. Hann rak sitt eigið trésmíðaverkstæði í Borg- artúninu í mörg ár. Hann var afbragðssmiður og liggja eftir hann mörg stór verk hér í bæ. Pétur var mikill tónlistar- unandi og spilaði bæði á píanó og harmonikku og oft spilaði hann á böllum hér áður fyrr. Hann var mikill náttúruunandi og hafði mjög gaman af að ferðast hér innanlands. Útför Péturs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 17. apríl 2012, kl. 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. 1948. Hann er kvæntur Inger Steinsson, f. 8. apríl 1948 og eiga þau tvö börn, son- inn Helga, f. 5. febrúar 1967, á hann synina Adam Karl og Hrafn Helga með fyrr- verandi sambýlis- konu sinni, Hrefnu Benediktsdóttur. Dóttirin Inger Rós, en hún á Ólaf Inga, Pétur Jarl, Helga Frey og Ingibjörgu Öldu með fyrrverandi eiginmanni sínum, Gunnari Inga Halldórssyni. Núverandi sambýlismaður hennar er Baldvin Þór Bald- vinsson. Fyrir átti Ólafur son- inn Arnar Má og á hann þrjár dætur. Alda átti son frá fyrra hjónabandi, Jens Guðna, en hann lést árið 1966. Pétur fæddist að Hóli á Elskulegur tengdafaðir minn hefur kvatt þennan heim eftir langa ævidaga, 94 ár. Það er allt- af erfitt þegar ættingi manns fellur frá en það er ótrúlega sárt að sjá á bak yndislegum vini. Pétur var ekki bara góður tengdafaðir heldur ótrúlega góð- ur vinur alla tíð. Þegar ég kom inn á heimilið hans fyrir 46 árum tengdumst við strax. Ljúf- mennska hans og rólegheit bar af öllu sem ég hef þekkt. Það var ekkert sem hann vildi ekki gera fyrir mann. Við bjuggum um tíð í sama húsi, tvær fjölskyldur, og alltaf var Pétur friðarstillirinn ef eitthvað kom upp á. Það sem ég dáðist mest að í fari hans var hvað hann var natinn og góður við eiginkonu sína, hann var fyr- irvinnan eins og tíðkaðist þá en alltaf kom hann heim í hádeginu lagaði matinn, gekk frá og lagði sig í 10 mínútur og vann til kl 18. Ég hef oft vitnað í þetta þegar fólk er að kvarta yfir tímaleysi. Hann kom sér upp einbýlishúsi með elju og krafti þó ekki hafi verið til miklir peningar. Hann var söngelskur maður og alltaf raulandi, enda spilaði hann bæði á píanó og harmonikku. Ég fékk ekki mikið að njóta þess því Pét- ur spilaði lítið eftir að við kynnt- umst vegna þess að hann hafði, eins og margir smiðir, sagað framan af nokkrum fingrum. Hann kunni alla texta og átti mikið af plötum með karlakór- um. Eftir að Alda konan hans féll frá bjó hann hjá okkur eða ekki langt frá svo við gætum litið til hans. Hann var með í öllum veislum og á stórhátíðum og hafði yndi af langafabörnum sín- um. Hann náði að koma í ferm- ingu nafna síns 1. apríl sl. og hitta alla. Hann lék á als oddi. Það gladdi hann ótrúlega mikið að heyra Helga, langafabarnið hans sem er 10 ára, spila á harmonikku í veislunni. Hann bjó síðustu árin á Grund þar sem hann fékk frábæra þjónustu og var hann mjög ánægður þar. Samverustundirn- ar okkar þar voru ljúfur tími, alltaf þakkaði hann mér í hvert skipi fyrir að koma til sín og ef ég ekki kom heldur maðurinn minn þá var alltaf spurt: Hvar er Inger? Af hverju kemur hún ekki? Þannig að maðurinn minn sagði alltaf: Pabbi vill bara fá þig, honum hundleiðist að fá mig í heimsókn. Enda þegar við fór- um um gangana á Grund reigði hann sig eins og montinn hani og sagði: Mér finnst svo flott að ganga með þér, Inger! Hann sagði mér frá tilverunni sinni hér áður fyrr og sagði alltaf í gríni að hann hefði ekki fengið nóg að borða fyrsta árið þar sem hann fæddist frostaveturinn mikla, þess vegna hefði hann ekki orðið jafn stór og bræður sínir sem voru tveggja metra menn. Ég hafði á orði að hæðin skipti ekki máli heldur hinn innri maður. Hann var ánægður með það. Pétur var alltaf í góðu skapi og kvartaði aldrei. Nú verða ferðir mínar ekki lengur á Grundina að maula með þér súkkulaði eða drekka með þér kaffi, kæri vinur minn. Þú ert kominn til þinnar heittelskuðu og sætti ég mig við það en það er ótrúlega sárt að fá ekki að halda í höndina þína lengur. Að lokum vil ég segja við þig: Eitt er það sem aldrei gleymist, það er minning þín. Þín tengdadóttir og vinur, Inger Steinsson. Pétur Karl Andrésson ✝ Bjarni HalldórÞórarinsson fæddist á Húsatóft- um í Garði 9. maí 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laug- ardaginn 7. apríl 2012. Foreldrar Bjarna voru Svein- borg Jónfríður Petrína Jensdóttir, f. 1. janúar 1894, d. 19. apríl 1970 og Þórarinn Samúel Guð- mundsson, f. 17. júlí 1896, d. 30. desember 1971. Systkini Bjarna eru Guðmundur, f. 1924, Magnþóra, f. 1926, d. 2008, Þórarinn, f. 1930, d. 2000, Þórunn, f. 1933, Magnús, Maki Kristjana Halldórsdóttir. 5) Sveinbjörn, f. 18. september 1968. Maki Ingibjörg Steinþórs- dóttir. Bjarni ólst upp í Garðinum til ársins 1950 en þá fluttist hann til Grindavíkur eftir að hafa kynnst Ásdísi. Þau bjuggu í Grindavík frá þeim tíma til dagsins í dag. Þau eiga 19 barnabörn og 20 barna- barnabörn. Bjarni var lengi til sjós, m.a. sem skipstjóri og farnaðist vel. Bjarni starfaði hjá Grindavíkurhöfn frá 1973 til ársins 1995 þegar hann lét af störfum vegna aldurs, lengst af starfaði hann sem hafn- arstjóri Grindavíkurhafnar. Eftir starfslok Bjarna vann hann sér til gamans við að valsa harðfisk hjá dóttur sinni og tengdasyni í Stjörnufiski í Grindavík. Útför Bjarna fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, þriðjudaginn 17. apríl 2012 kl. 14. f. 1937, d. 1988, Jónas, f. 1939. Sammæðra systk- ini Bjarna: Jenný, f. 1917, d. 2006, Sigurvin, f. 1916, d. 1917. Þann 31. maí 1952 giftist Bjarni Ásdísi Eyrúnu Sig- urgeirsdóttur, f. 19. ágúst 1932, frá Hlíð í Grindavík. Börn þeirra eru: 1) Einar Björn, f. 23. nóvember 1949. Maki Sæunn Kristinsdóttir. 2) Guðrún, f. 26. desember 1951. Maki Pétur Gíslason. 3) Þór- katla, f. 26. júlí 1954. Maki Lúðvík Gunnarsson. 4) Sig- urgeir Þór, f. 26. mars 1959. Elsku afi, nú er komið að þeirri stund sem ég vissi að væri ekki langt undan en vonaði svo innilega að kæmi ekki svona fljótt. Söknuðurinn er gífurlegur og í hvert sinn sem ég kem til ömmu finnst mér eins og þú sért rétt ókominn heim. Ég trúi því og finn að þú sért enn með okk- ur. Þú ert bara kominn á betri stað þar sem þér líður mun betur á en síðustu vikur meðal okkar. Það voru forréttindi að hafa fengið að dvelja hjá þér og ömmu megnið af fyrstu æviárunum mínum. Þú hefur verið svo stór hluti af lífi mín, kennt mér svo margt sem ég hef getað tileinkað mér. Þú varst alltaf svo góður og hlýr og sá allra flottasti sem ég hef kynnst. Alltaf gafstu þér tíma með mér, útskýrðir hlutina og kenndi mér hvað væri rétt frá röngu. Minningarnar um þig eru margar og margar þeirra fá mig til þess að brosa út í annað. Það eru nú ekki mörg ár síðan að við hittumst reglulega í ræktinni. Þrisvar í viku varstu mættur kl. 6:45, hjólaðir í 20 mínútur og rúllaðir þér áfram í magaæfingar eins og unglingsstrákur. Rosa- lega var ég stolt yfir að eiga svona flottan afa, kominn á átt- ræðis aldurinn og svo yndislegur í alla staði. Síðustu árin þín hjól- aðir þú á hverjum degi hringi í kringum hverfið ef veður leyfði. Stundum stoppaðir þú hjá okkur rétt til létta á þér og athuga hvort að það væru ekki allir frískir. Sem skipstjóri og fyrrum hafnarstjóri þá var sjómennskan og lífið á bryggjunni þitt yndi. Bryggjurúntarnir voru margir eftir að þú hættir störfum og allt- af varstu með á hreinu hvað hver var að fiska. Ég var svo heppin að fá að fara með þér í einum af þínum síðustu bryggjurúntum þar sem við horfðum á loðnubát- ana moka inn loðnunni rétt upp undir landi, mikið hrikalega er það mér dýrmætur tími í dag. Við barnabörnin og barna- barnabörnin áttum alltaf stóran part af hjarta þínu. Þú varst al- veg snillingur í að finna það góða í öllum. Við vorum öll í sérflokki, hvert á sínu sviði. Ég er svo fegin að Tómas Darri og Guðrún Sif fengu að kynnast langafa sínum og eyða með honum góðum tíma, það eru ekki allir svo heppnir. Þau bera með sér góðar minningar um afa Badda eins og þú kenndir þeim sjálfur að segja. Söknuður þeirra er mikill, mörg tár hafa fallið hjá Tómasi Darra og Guðrún Sif syngur um afa Badda sem er engill á himninum. Allaf kvaddir þú þau með handabandi og kossi á kinnina. En í dag kveðjum við þig öll með miklum söknuði og eftirsjá. Það sem hlýjar okkur er vitandi það að þér líður vel núna, ert sáttur og varst tilbúin að kveðja. Svo mikill friður var yfir þér þegar við kvöddum þig á spítalanum. Við hugsum vel um ömmu fyr- ir þig og sjáum til þess að krílið okkar sem væntanlegt er á næstu dögum fái að kynnast langafa sínum í gegnum yndis- legar minningar. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú gafst okkur, hvíli þú í friði. Kveðja, Ásdís Ester Kristinsdóttir og fjölskylda. Elsku afi, við fjölskyldan á Selsvöllunum söknum þín sárt og rifjum upp þær góðu minningar sem við eigum frá því að heim- sækja þig, ömmu og kisa. Þú tókst alltaf vel á móti okkur og nýttir tímann vel til að spyrja okkur út í okkar hagi; ekki lástu heldur á ráðunum til okkar sem þú hafðir við öllu sem hugsast gat. Um leið fylgdistu með hrifn- ingu með Pétri Þór elta kisa um allt hús og sást til þess að hann fengi góða hressingu í svangan maga á eftir. Að heimsókn lok- inni var maður orðinn fullviss um hvað við, öll þín barnabörn og barnabörn, værum einstök. Bestu ráðin sem við Villi sóttum til þín var þegar við settum niður kartöflurnar, því þar varstu á heimavelli og gerðir þér óteljandi heimsóknir til okkar að fylgjast með hvernig okkur gengi í kart- öfluræktinni. Við erum þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér þegar við heimsóttum hvert annað, borðuðum saman um hátíðir og aðra merkisdaga og hefði verið gaman að upplifa svoleiðis stund með þér og bumbubúanum sem þú beiðst svo spenntur eftir. Elsku afi, ég mun alltaf hugsa til þeirra góðu minninga sem við áttum saman árlega á afmælinu mínu þegar fórum tvö saman til Keflavíkur og Reykjavíkur með jólapakkana og jólakortin. Við munum ekki heyra þig lengur segja: „Allt í fína“ þegar þú kvaddir okkur eða sjá þig rúnta um á bryggjunni og þegar þú og amma voruð að gefa öndunum, en við vitum að þú ert hjá okkur. Afi, við munum halda áfram að heimsækja ömmu og kisa þar sem ég veit að þú verður með okkur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þín afastelpa, Sigurlaug Pétursdóttir. Bjarni Halldór Þórarinsson Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Arnarfelli, síðast til heimilis Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða fyrir hlýja og góða umönnun. Lilja Guðrún Finnbogadóttir, Gunnar M. Sveinbjörnsson, Þorsteinn Finnbogason, Hulda B. Skarphéðinsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Jón Pétursson, barnabörn og langömmubarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR HAFSTEINN BJÖRNSSON, Lambastöðum, Seltjarnarnesi, lést föstudaginn 13. apríl. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jónína K. Helgadóttir. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, INGÓLFS AÐALSTEINSSONAR veðurfræðings og fyrrv. forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, síðast að Hrafnistu, Hafnarfirði. Aðalsteinn Ingólfsson, Janet S. Ingólfsson, Ólafur Örn Ingólfsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Birgir Ingólfsson, Auður Jónsdóttir, Ásrún Ingólfsdóttir, Magnús Snæbjörnsson, Leifur Ingólfsson, Lilja M. Möller, Atli Ingólfsson, Þuríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN KARL NORMAN, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 6. apríl. Kveðjuathöfn fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. apríl kl. 13.00. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að hugur hans var til langveikra barna. Gréta Þórs, Einir Kristjánsson, Baldur Sigurðsson, Þór Björnsson, tengdadætur, afabörn, langafabörn og fjölskyldur. ✝ GARÐAR BJÖRNSSON bakarameistari frá Hnjúkum lést þriðjudaginn 27. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kirkjuhvols, Hvolsvelli fyrir góða umönnun. Börn hins látna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.