Morgunblaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2012
Allt útlit er fyrir að Roy Hodgson verði ráðinn
næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu
og stýri því liðinu á Evrópumeistaramótinu í
Úkraínu og Póllandi í sumar. Enska knatt-
spyrnusambandið hefur fengið leyfi WBA til
að ræða við stjórann. Stuart Pearce, þjálfari
U21-landsliðs Englands, hefur stýrt A-lands-
liðinu síðan Fabio Capello sagði upp störfum í
byrjun febrúar í kjölfar þess að knattspyrnu-
sambandið tók fram fyrir hendurnar á honum
og svipti John Terry fyrirliðastöðunni.
Eftir að Capello hætti bjuggust flestir við
því að Harry Redknapp, stjóri Tottenham,
yrði ráðinn í hans stað. Hodgson, sem hefur
gert góða hluti með WBA síðan hann var rek-
inn frá Liverpool í janúar í
fyrra, fær hins vegar þetta
tækifæri til að láta gamlan
draum rætast.
„Roy er eini stjórinn sem
við höfum rætt við og við
erum enn innan tímaramm-
ans sem við settum okkur
þegar Capello fór,“ sagði
David Bernstein, stjórn-
arformaður enska knatt-
spyrnusambandsins.
Hodgson hefur áður stýrt þremur lands-
liðum: Sviss, Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum og Finnlandi. sindris@mbl.is
Hodgson fær að láta draum rætast
Roy
Hodgson
Barcelona frestaði meistarafagnaðarlátum
Real Madrid um nokkra daga með mögn-
uðum 7:0 útisigri á Rayo Vallecano í gær-
kvöldi í fjórðu síðustu umferð spænsku 1.
deildarinnar í knattspyrnu. Real hafði unnið
Sevilla 3:0 fyrr um daginn og hefði Barcelona
tapað hefðu Madridingar getað tekið fram
kampavínið og fagnað titlinum. Nú munar
hins vegar enn sjö stigum á liðunum þegar
þrjár umferðir eru eftir.
Madridingar þurfa þó ekki að bíða lengi
með fagnaðarlætin því þeir geta tryggt sér
titilinn með sigri á Athletic Bilbao þegar liðin
mætast í Baskahéraði á miðvikudagskvöld.
Andstæðingarnir þar eru þó engir aukvisar
enda komnir í úrslitaleik
Evrópudeildarinnar.
Cristiano Ronaldo skor-
aði eitt marka Real í gær
og hefur þar með gert 43
mörk í 35 leikjum í deild-
inni á þessari leiktíð sem
er ótrúlegur árangur. Lio-
nel Messi er hins vegar
ekki síðri og hann skoraði
tvívegis í sigrinum hjá
Barcelona í gærkvöldi og
jafnaði því Ronaldo í baráttu þessara tveggja
bestu knattspyrnumanna heims um að landa
markakóngstitlinum. sindris@mbl.is
Titlinum fagnað í Baskahéraði?
Cristiano
Ronaldo
ENGLAND
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Ég er búinn að eiga mjög erfitt ár.
Það eina sem maður getur gert er að
leggja hart að sér og þá mun maður
uppskera. Núna get ég fagnað,“
sagði brosmildur Fernando Torres
eftir að hafa skorað fyrstu þrennu
sína í búningi Chelsea í gær í mögn-
uðum 6:1 sigri á QPR í ensku úrvals-
deildinni.
Jafnvel hellisbúar heimsins eru
meðvitaðir um það hve illa hefur
gengið hjá spænska framherjanum
síðan hann var keyptur til Lundúna
frá Liverpool fyrir 50 milljónir
punda í janúar í fyrra. Hann skoraði
eitt mark fyrir Chelsea í deildinni á
síðustu leiktíð og hafði skorað þrjú í
deildinni í vetur fyrir leikinn í gær.
Hæfileikar á borð við þá sem
prýða Torres hverfa hins vegar ekki
svo glatt. Með frammistöðu eins og í
gær sýndi kappinn að hann getur
tekið við því mikla hlutverki sem Di-
dier Drogba hefur haft síðustu ár.
Lengi hefur verið beðið eftir að Tor-
res springi út að nýju líkt og hann
gerði í rauðu Liverpool-treyjunni, og
sjálfstraust kappans ætti að hafa
aukist duglega síðustu vikuna með
þrennunni og markinu sem „Ma-
dridingurinn“ skoraði á Camp Nou
þegar liðið tryggði sér sæti í úrslita-
leik Meistaradeildarinnar.
Torres skoraði síðast þrennu í 6:1
sigri Liverpool á Hull haustið 2009.
„Leiktíðin hefur verið erfið“
„Síðasta þrennan mín kom fyrir
löngu svo ég er ánægður með að
hafa náð henni. Þegar ég kom fyrst
til Englands virtist allt svo auðvelt
og gekk vel, og ég skoraði nánast
daglega. Þessi leiktíð hefur hins veg-
ar verið erfið en núna gengur bet-
ur,“ sagði Torres sem er 28 ára gam-
all og lék með Atlético Madrid til
ársins 2007 þegar hann hélt til Liv-
erpool.
„Hann hefur alltaf lagt sig allan
fram fyrir liðið og skilað stoðsend-
ingum. Við erum lið og það skiptir
ekki máli hver skorar. En ég gleðst
með honum í dag og það er gaman
að hann hafi skorað þrennu. Sjálfs-
traustið eykst með sigrum og hjá
framherjum einnig með mörkum.
Liðið virðist allt fullt sjálfstrausts,“
sagði knattspyrnustjórinn Roberto
Di Matteo sem hefur blásið miklu lífi
í tímabilið hjá Chelsea.
Næst á dagskrá hjá liðinu er bik-
arúrslitaleikur við Liverpool á laug-
ardag og nú má allt í einu reikna
með að Torres reynist þar sínum
gömlu félögum erfiður ljár í þúfu. Þá
er ljóst að meiðsli Davids Villa hafa
minni áhrif en ella á gengi spænska
landsliðsins á EM í sumar haldi Tor-
res uppteknum hætti.
Chelsea er sem áður segir komið í
úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar
sem það mætir Bayern München á
heimavelli síðarnefnda liðsins. Landi
Chelsea Evrópumeistaratitlinum
fær það sæti í Meistaradeildinni á
næstu leiktíð en það myndi jafn-
framt þýða að aðeins þrjú efstu lið
úrvalsdeildarinnar kæmust þangað,
en ekki fjögur eins og venjulega.
Van Persie með 28 mörk
Tottenham er nú í 4. sætinu með
62 stig eftir 2:0 sigur á Blackburn í
gær. Rafael van der Vaart skoraði
sitt tíunda mark á leiktíðinni og Kyle
Walker bætti við öðru úr glæsilegri
aukaspyrnu. Newcastle er í 5. sæti,
jafnt Tottenham að stigum, eftir
óvænt risatap á útivelli fyrir Wigan
4:0 á laugardaginn. Arsenal er í 3.
sæti með 66 stig eftir jafntefli við
Stoke á laugardag, þar sem Robin
van Persie skoraði sitt 28. mark á
leiktíðinni, en Chelsea er í 6. sæti
með 61 stig nú þegar þrjár umferðir
eru eftir.
Torres vaknaður til lífsins
Fernando Torres fagnaði fyrstu þrennunni fyrir Chelsea vel eftir afar erfitt ár
Bikarúrslitaleikur við gömlu félagana í Liverpool er næstur á dagskrá
Reuters
Kátur Fernando Torres skorar hér fyrsta mark sitt af þremur í gær framhjá Paddy Kenny markverði QPR.
Leikjadagskráin
» Arsenal á eftir leiki við Nor-
wich (ú) og WBA (h).
» Tottenham á eftir leiki við
Bolton (ú), Aston Villa (ú) og
Fulham (h).
» Newcastle á eftir Chelsea
(ú), Everton (ú), Man. City (h).
» Chelsea á eftir leiki við New-
castle (h) og Blackburn (h).
Gylfi Þór Sig-urðsson var
valinn besti mað-
ur Swansea í
leiknum gegn
Wolves á Liberty
Stadium þar sem
Sir Alex Fergu-
son, stjóri Man-
chester United,
var á meðal áhorfenda. Swansea fór
illa að ráði sínu. Liðið komst í 3:0 og
4:1 en lokatölur urðu 4:4. Gylfi lagði
upp eitt mark og átti þátt í öðru og þá
munaði minnstu að hann skoraði en
hann þrumaði boltanum í stöngina í
seinni hálfleik. Enskir fjölmiðlar
greindu frá því í gær að Manchester
United væri að undirbúa 10 milljón
punda tilboð í Gylfa en sem kunnugt
er hann samningsbundinn þýska lið-
inu Hoffenheim.
Heiðar Helgu-son gat
ekki spilað með
sínum mönnum í
QPR í gær þegar
liðið steinlá fyrir
Chelsea á Brúnni.
Nárameiðslin
sem hafa verið að
angra Heiðar frá
því í janúar tóku sig upp en hann hef-
ur lítið komið við sögu hjá Lund-
únaliðinu á árinu 2012 en hann er
samt markahæsti leikmaður liðsins.
Grétar Rafn Steinsson var sömu-leiðis fjarri góðu gamni í liði
Bolton sem gerði 2:2 jafntefli við
Sunderland á Leikvangi ljóssins.
Grétar var ekki í leikmannahópi
Bolton vegna meiðsla en Kevin Dav-
ies skoraði bæði mörk Bolton-liðsins.
Chelsea hefurnáð sam-
komulagi við
þýska liðið Wer-
der Bremen um
kaup á þýska
landsliðsmann-
inum Marko Mar-
in. Hann er 23 ára
gamall og leikur í
stöðu miðjumanns. Marin er búinn
að semja við Chelsea um kaup og
kjör og kemur hann til félagsins í
sumar. Mörg félög hafa verið á hött-
unum eftir Marin sem hefur verið
nefndur hinn þýski Lionel Messi.
Hann hefur leikið 16 landsleiki fyrir
Þýskaland og er talið að Chelsea
greiði 7-8 milljónir evra fyrir leik-
manninn.
Antonio Cassano skoraði sittfyrsta mark fyrir AC Milan í
gær frá því hann sneri aftur inn á
völlinn eftir hjartaaðgerð í nóvember
á síðasta ári. Cassano skoraði fyrsta
mark Mílanóliðsins í 4:1 sigri á móti
Siena í ítölsku A-deildinni. Þetta var
hans fyrsta mark síðan í október.
Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði
tvö marka AC Milan í leiknum. Ju-
ventus vann sinn áttunda leik í röð
þegar það lagði Novara, 4:0, og er Ju-
ventus með fimm stiga forskot á AC
Milan þegar þrjár umferðir eru eftir.
Fólk sport@mbl.is
Southampton fylgir Reading upp í
ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu
en það varð ljóst eftir að liðið vann
stórsigur á Coventry, sem var þeg-
ar fallið úr 1. deildinni, 4:0, í loka-
umferðinni. Southampton var síð-
ast í úrvalsdeildinni 2005 eða fyrir
sjö árum og allt varð hreinlega vit-
laust á St Mary’s þegar flautað var
til leiksloka. Stuðningsmenn félags-
ins þustu inn á völlinn þar sem þeir
knúsuðu og kysstu hetjur sínar.
„Margir hafa lagt mikið af mörk-
um og unnið gott
starf hér,“ sagði
Nigel Adkins
knattspyrnu-
stjóri Southamp-
ton skömmu eftir
að liðið tryggði
sér sæti í ensku
úrvalsdeildinni
að ári. Þá sagði
stjórinn að leik-
mennirnir væru
grunnurinn að þessum árangri.
„Þeir eiga skilið allt hrósið. Þeir
eins og allir aðrir síðan ég tók við,
hafa lagt sig alla fram.“
Aron Einar Gunnarsson lék allan
tímann fyrir Cardiff sem lagði
Crystal Palace að velli, 2:1, eftir að
hafa lent undir. Cardiff endaði í
sjötta sæti deildarinnar og mætir
West Ham í umspili um eitt laust
sæti í úrvalsdeildinni en í hinni við-
ureigninni mætast Blackpool og
Birmingham.
„Við mætum mínu gamla liði,
West Ham, í umspilinu. Ég held að
sú reynsla sem mínir leikmenn
gengu í gegnum í úrslitaleiknum á
móti Liverpool í deildabikarkeppn-
inni á Wembley komi til að hjálpa
liðinu í þessum tveimur leikjum,“
sagði Malky Mackay, stjóri Cardiff
eftir leikinn.
Reading varð deildarmeistari en
liðið tapaði fyrir Birmingham í
lokaumferðinni, 2:0, þar sem Brynj-
ar Björn Gunnarsson lék síðustu 20
mínúturnar. gummih@mbl.is
Southampton í hóp þeirra bestu
Southampton fylgir Reading upp í úrvalsdeildina Aron og félagar mæta West Ham
Aron Einar
Gunnarsson