Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 5
g Morgunblaðið en segir líkamlega form- ið geta komið fljótt eftir barnsburð. „Það er vissulega mjög erftt að byrja aftur vegna þess að hugurinn er svo langt á undan fótunum. Maður er við það að hrasa í hvert skipti sem maður ætlar að rjúka af stað. Ef maður er ákveðinn í því snúa aftur á völlinn þá er þetta tiltölulega fljótt að koma en það er nokkuð einstaklingsbundið. Auka- kílóin þarf að hrista af sér og það er heljarinnar vinna en alltaf þess virði,“ sagði Hrafnhildur. Hjálpaði mér í gegnum sorgarferlið Síðasta sumar var það ekki í kort- unum að Kristín myndi vera með í vet- ur. Hún kom hins vegar inn í liðið af fullum krafti í haust eftir að að henni var kveðinn mikill harmur þegar hún missti tvíbura á síðasta þriðjungi með- göngunnar. „Þetta er mjög sérstakt ár og mjög erfitt. Það hjálpaði mér mjög mikið í gegnum allt ferlið að vera í handbolt- anum og með félögum mínum sem standa með manni og reka mann fram úr rúminu. Úrslitarimman byrjaði á styrktarleik og það var ótrúlegt fyrir mig í mínu sorgarferli að fylla húsið af fólki. Ég vil meina að sá leikur hafi hjálpað til við að fá áhorfendur á næstu leiki því fólk áttaði sig á því hvað það er gaman að fara á leiki. Það er því mjög sérstakt að uppskera svona vel og spila jafn mikið og ég hef gert í jafn lélegu formi. Eftir að hafa gengið í gegnum svona þá er geggjað að landa öllum doll- unum. Mig hafði aldrei dreymt um það,“ sagði Kristín og benti á að leik- menn sem komnir eru með fjölskyldu hafi í mörgum tilfellum meiri ánægju af boltanum. Þá upplifi leikmenn það sem forréttindi að geta æft og keppt með vinkonum sínum en leikmenn sem yngri eru taki boltanum sem sjálfsögð- um þætti tilverunnar oft og tíðum. Morgunblaðið/Eggert meistaratitill Valskvenna í röð var í höfn. raliðinu imm mæður í liðinu og eiga allar tvö ndbolta en ekki sjálfsagðan hlut ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Vodafonehöllin að Hlíðarenda, odda- leikur kvenna um Íslandsmeistaratit- ilinn, laugardag 12. maí 2012. Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 3:3, 3:5, 5:5, 9:6, 11:8, 12:8, 12:10, 14:10, 14:12, 17:13, 19:14, 20:15, 23:17, 23:19, 24:21. Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 8/1, Þorgerður Anna Atladóttir 6, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 5, Dagný Skúladóttir 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 1. Varin skot: Guðný Jenný Ásmunds- dóttir 12/2 (þar af 6 aftur til mót- herja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 6/3, Sig- urbjörg Jóhannsdóttir 4, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Sunna Jóns- dóttir 2. Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 14 (þar af 4 aftur til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson. Ágætir. Áhorfendur: 1.811.  Valur sigraði 3:2 og er Íslands- meistari 2012. Valur – Fram 24:21 HólmfríðurMagn- úsdóttir, lands- liðskona í knatt- spyrnu, skoraði öll þrjú mörk Avaldsnes á laug- ardaginn þegar liðið vann Kongsvinger, 3:0, á útivelli í norsku 1. deildinni. Hún hefur þar með skorað sex mörk og Kristín Ýr Bjarnadóttir fjögur af 11 mörkum liðsins í fyrstu fimm umferð- unum. Þetta var fjórði sigur liðsins sem er á toppi deildarinnar með 12 stig.    Kristinn Stein-dórsson og Guðjón Baldvins- son skoruðu sitt markið hvor og Kristinn lagði auk þess upp mark fyrir Halmstad sem vann 3:2- sigur á Jönköping í sænsku B-deildinni á laugardaginn. Halmstad er með 10 stig eftir sex leiki og er í efri hluta deildarinnar en liðið féll úr úrvalsdeildinni síðasta haust. Guðjón hefur skorað fjögur mörk og Kristinn tvö í fyrstu sex um- ferðunum, af þeim níu mörkum sem liðið hefur skorað til þessa.    Fyrstudeildarlið Þórs í knatt-spyrnu hefur fengið sænskan framherja, Robin Strömberg, lán- aðan frá sænska úrvalsdeildarliðinu Mjällby. Strömberg er tvítugur að aldri og hefur verið í röðum Mjällby í þrjú ár. Hann spilaði sex leiki með lið- inu í úrvalsdeildinni á síðasta ári, einn þeirra í byrjunarliði. Strömberg gæti spilað sinn fyrsta leik með Þór á mið- vikudaginn þegar Akureyrarliðið mætir KF í 2. umferð bikarkeppn- innar á Ólafsfjarðarvelli.    SelfyssingurinnÞórir Ólafs- son skoraði fjög- ur mörk fyrir lið sitt Vive Kielce á laugardaginn þeg- ar það vann Wisla Plock 28:25 í fyrsta leik úr- slitaeinvígis lið- anna um pólska meistaratitilinn í handknattleik. Vinna þarf þrjá leiki til að landa meistaratitlinum. Þórir og félagar hafa þegar fagnað bikarmeistaratitl- inum á tímabilinu.    Jón Heiðar Gunnarsson og félagarhans í Pays d’Aix tryggðu sér um helgina sæti í frönsku A-deildinni í handknattleik og leikur liðið í deild þeirra bestu í fyrsta sinn í sögu fé- lagsins á næstu leiktíð. Pays d’Aix tryggði sér sigur í B-deildinni með stórsigri á Angers, 42:24. Jón Heiðar, sem kom til félagsins fyrir tveimur árum frá FH, hefur leikið stórt hlut- verk í varnarleik liðsins. Jóni stendur til boða að spila áfram úti en hann er á heimleið af fjölskylduástæðum og hefur í hyggju að spila í N1-deildinni á næstu leiktíð.    KristjánHelgason vann öruggan sig- ur á Þorra Jens- syni, 9:1, í úrslita- leik Íslands- meistaramótsins í snóker á laug- ardaginn. Hæsta skor Kristjáns í leiknum var 96 í 8. ramma. Hann hef- ur átt góðu gengi að fagna í vetur og gerði meðal annars 147 í einu af stiga- mótunum. Kristján og Þorri verða fulltrúar Íslands á Evrópumeist- aramóti áhugamanna í Lettlandi í næsta mánuði en sigurvegari þess móts kemst inn á atvinnumanna- mótaröðina. Fólk sport@mbl.is Kristján Jónsson kris@mbl.is Segja má að Kristín Guðmunds- dóttir hafi skorað mikilvægasta mark Vals í úrslitarimmunni gegn Fram þegar hún knúði fram fram- lengingu í öðrum leik liðanna með marki undir lok venjulegs leiktíma. Valur vann þann leik og jafnaði þar með rimmuna 1:1 eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli. Í kjöl- farið náði Valur undirtökunum í rimmunni. „Þegar allt er undir þá held ég það sé bara hausinn og reynslan sem skiptir máli. Maður fékk á tilfinn- inguna í oddaleiknum að Frömurum hafi fundist of langt í land og þær voru fljótar að brotna. Mér fannst þær vera það líka í þriðja leiknum. Ég held bara að við séum með aðeins sterkari haus og hef sagt það undan- farin ár. Við sem eldri erum stígum fram og tökum af skarið. Á heildina litið held ég að Valsliðið sé sterkara andlega og það er það sem skiptir mestu máli undir lok leikja. Ef and- legur styrkur er til staðar þá finnur maður einnig síður fyrir þreytunni,“ sagði Kristín þegar Morgunblaðið ræddi við hana að oddaleiknum lokn- um. Tveggja sólarhringa yfirlega Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst með 8 mörk í odda- leiknum. Hún tók af skarið snemma í leiknum, eins og hún gerir svo oft þegar spennustigið er hátt, og það skilaði 5 mörkum af 11 í fyrri hálf- leik. „Ég var búin að liggja yfir þessu í tvo sólarhringa og var of- boðslega ákveðin í því að mæta öflug til leiks. Ég vissi að ég þyrfti að taka af skarið og vissi að ég þyrfti að halda áfram að skjóta þó öll skotin myndu ekki enda í markinu, enda er það sjaldnast þannig. Með þessu skapa ég líka pláss fyrir aðra leik- menn,“ sagði Hrafnhildur sem sagð- ist ekki muna eftir öðrum eins mannfjölda á Hlíðarenda. „Þetta var magnað og forréttindi að fá að taka þátt í svona leik þar sem sett er áhorfendamet í húsinu. Ég bjóst aldrei við svona svakalega mörgum. Fyrir tveimur árum voru Valur og Haukar í úrslitarimmu í karlaflokki og þá mættu ekki svona margir.“  Á mbl.is/sport/handbolti er að finna myndbandsviðtöl við Stefán Arnarson, Dagnýju Skúladóttur, Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur og Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur úr Val og Elísabetu Gunnarsdóttur úr Fram. Þær eldri stíga fram og taka af skarið  Andlegur styrkur skiptir mestu máli Morgunblaðið/Eggert Erfitt ár Ekki var fyrirséð að Kristín myndi spila með Val í vetur. Morgunblaðið/Eggert Stöðug Guðný Jenný sýndi stöð- ugleika í úrslitarimmunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.