Morgunblaðið - 14.05.2012, Side 7

Morgunblaðið - 14.05.2012, Side 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Robin vanPersie varð markakóngur ensku úrvals- deildarinnar með 30 mörk. Wayne Rooney kom hon- um næstur með 27 mörk og Ser- gio Agüero gerði 23. Van Persie lék frábærlega á leiktíðinni og átti stærstan þátt í því að Arsenal náði 3. sætinu og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þó ekki hafi hann skorað í 3:2 sigrinum á WBA í gær. Arsenal varð að vinna leikinn en lenti 2:1 undir í fyrri hálfleik. Varnarmennirnir André Santos og Laurent Koscielny náðu hins vegar að tryggja liðinu sigur.    Tottenham, sem var í titilbaráttufram yfir áramót, endaði í 4. sætinu stigi á eftir Arsenal. Emm- anuel Adebayor skoraði 17. mark sitt á leiktíðinni og Jermain Defoe bætti við öðru í 2:0 sigri á Fulham í gær. Tottenham þarf nú að treysta á að Bayern München vinni Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardag því annars fær Chelsea sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.    Bolton hefði getað haldið sér í úr-valsdeildinni með sigri á Stoke á útivelli í gær en mátti sætta sig við 2:2 jafntefli og endaði því stigi á eftir QPR. Mark Davies og Kevin Davies komu Bolton í 2:1 undir lok fyrri hálfleiks en Jonathan Walters jafnaði metin úr víti korteri fyrir leikslok. Bolton komst nærri því að ná sigurmarki í lokin en varð að bíta í það súra epli að falla úr úrvals- deildinni eftir 11 ára veru þar. Grét- ar Rafn Steinsson gat ekki leikið með Bolton vegna meiðsla.    Í fyrsta sinn fráárinu 2002 féll enginn af nýlið- unum þremur niður úr ensku úrvalsdeildinni í ár. Swansea end- aði frábæra leik- tíð í 11. sæti eftir 1:0 sigur á Liver- pool þar sem Danny Graham skoraði sitt 12. mark á leiktíðinni. Gylfi Þór Sig- urðsson lék þar allan leikinn. Nor- wich endaði með jafnmörg stig, 47 talsins, í 12. sætinu eftir 2:0 sigur á Aston Villa í lokaumferðinni. Villa- menn enduðu því aðeins tveimur stigum frá fallsæti.    Newcastle endaði í 5. sæti eftir3:1 tap gegn Everton í gær en það er besti árangur liðsins síðan árið 2004. Liðið leikur því í Evr- ópudeildinni á næstu leiktíð og var aðeins 4 stigum frá mögulegu Meistaradeildarsæti. Newcastle var stigi á undan Chelsea sem vann Blackburn 2:1 í síðasta leik sínum fyrir úrslitaleik Meistaradeild- arinnar. Fólk sport@mbl.is ENGLAND Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Baráttan um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð hefur verið brjál- æðislega jöfn og skemmtileg en „handritshöfundarnir“ áttu enn al- mennileg tromp á hendi fyrir loka- umferðina. Þegar 90 mínútur voru búnar af leik Manchester City og QPR var QPR 2:1 yfir en Manchest- er United að vinna Sunderland 1:0 og allt útlit fyrir að United landaði sínum 20. meistaratitli. Er nema von að einhverjir svekktir stuðnings- menn City hafi verið farnir af Eti- had-vellinum með tár á hvarmi? En leikmenn City hafa sýnt á leik- tíðinni að þeir gefast aldrei upp og þeir sem fóru of snemma fengu að heyra gríðarleg fagnaðarlæti þegar Edin Dzeko jafnaði metin í uppbót- artíma og ekki síður þegar Sergio Agüero skoraði sigurmarkið í kjöl- farið. Það mark kom úr 44. skottil- raun City í leiknum, sem er til vitnis um yfirburði liðsins í leiknum, en það eru einmitt 44 ár síðan liðið varð Englandsmeistari síðast. Í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeild- arinnar réðust úrslitin á markatölu en þar munaði átta mörkum á lið- unum. Mikilvægi leiksins í upphafi leiktíðar, þegar City vann magnaðan 6:1 sigur á Old Trafford, er því enn meira en áður. City-menn munu hugsa aftur til fleiri leikja með bros á vör, eins og þegar liðið náði 3:3 jafntefli við Sunderland þrátt fyrir að vera 3:1 undir í lokin og þegar lið- ið vann Tottenham 3:2 í blálokin. „Misstum aldrei trúna“ Leikurinn við QPR er samt sá sem mun lifa lengst í minningunni. Ekkert gekk að skora þrátt fyrir þunga sókn allan leikinn, og heimskupör Joey Barton virtust ekkert hjálpa til. Barton fékk rautt spjald hálftíma fyrir leikslok fyrir að gefa Carlos Tévez olnbogaskot og sparkaði aftan í Agüero og skallaði til Vincent Kompany á leið sinni af vellinum. Ömurleg framkoma. Tíu leikmenn QPR komust samt í 2:1 en meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir í lokin. „Ég vil vinna meira. Ég er hungr- aður. Þessi tilfinning er ólýsanleg en ég vil upplifa þetta aftur,“ sagði fyr- irliðinn Vincent Kompany sem var kjörinn besti leikmaður deildarinnar og er svo sannarlega vel að því kom- inn eftir magnaða leiktíð í hjarta varnarinnar hjá City. „Við misstum aldrei trúna. Lífið er of stutt til að kasta svona tæki- færi bara frá sér. Við gerðum það næstum því en við eigum þetta al- gjörlega skilið. Við vissum að Man- chester United væri að vinna en ein- beittum okkur alltaf bara að okkar leik því við urðum að vinna. Þessi leiktíð er búin að vera ótrúleg og þegar titillinn vinnst með svona hætti þá er bara ekki hægt að lýsa því. Ég er svo innilega ánægður fyr- ir hönd allra sem að félaginu standa,“ sagði Kompany. Roberto Mancini er orðinn að lif- andi goðsögn í hugum City-manna. Ítalski stjórinn hefur þurft að glíma við alls konar vandræði, reyna að halda stjórn á vandræðagemlingum á borð við Carlos Tévez og Mario Balotelli, láta sálfræðihernað sir Alex Ferguson ekki hafa áhrif á sig, og þannig mætti áfram telja. Hann á allt hrós skilið fyrir sinn þátt í að búa til meistaralið sem getur orðið algjört stórveldi á komandi árum. „Fimm mínútum fyrir leikslok hélt ég að við myndum ekki ná sigri en við áttum það skilið og að vinna deildina. Við vorum á toppnum í 20 umferðir. Það var gríðarlega mik- ilvægt fyrir okkur að landa þessum titli. Manchester City á núna bjarta framtíð fyrir sér,“ sagði Mancini. Ferguson: Stórkostlegt afrek Manchester United virtist vera að landa titlinum þegar sex umferðir voru eftir en þá kom tap gegn Wig- an, 4:4 jafntefli við Everton þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk á loka- mínútunum, og svo 1:0 tapið gegn City í þriðju síðustu umferð. United hefur þurft að glíma við ýmis skakkaföll á leiktíðinni en kastaði titlinum frá sér í lokin og landaði því ekki stórum titli á þessari leiktíð. „Fyrir hönd Manchester United langar mig að óska grönnum okkar til hamingju. Það er stórkostlegt af- rek að vinna úrvalsdeildina því þetta er erfiðasta deild í heimi og það lið sem nær því á það alltaf skilið,“ sagði Alex Ferguson. „Þetta var sárt en við höfum upp- lifað margt gott og slæmt þessi 25 ár mín hér og yfirleitt hafa það verið frábær augnablik. Við höfum unnið deildina þrisvar á síðustu fimm árum og vorum hársbreidd frá því nú,“ bætti hann við. Björt og blá framtíð  Man. City varð Englandsmeistari í fyrsta sinn í 44 ár eftir lygilega dramatík  Í fyrsta sinn réðust úrslit á markatölu  Mancini orðinn lifandi goðsögn AFP Sigurgleði Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, lyftir enska meistarabikarnum, fyrstur fyrirliða félagsins síðan Tony Book gerði það árið 1968. Dortmund varð í fyrra- kvöld þýskur bikarmeistari í þriðja sinn og í fyrsta skipti í 23 ár þegar liðið vann öruggan sigur á Bay- ern München, 5:2, í úrslita- leik sem fram fór á Ólymp- íuleikvanginum í München. Pólverjinn Robert Lew- andowski var maður leiks- ins en hann skoraði þrennu fyrir Dortmund sem á dög- unum fagnaði þýska meist- aratitlinum. Japaninn Shinji Kagawa og Mats Hummels gerðu sitt markið hvor fyrir Dortmund. Arjen Robben skoraði fyrra mark Bayern úr víta- spyrnu og jafnaði metin í 1:1 og Franck Ribéry skor- aði síðara mark liðsins og minnkaði muninn í 4:2. Um næstu helgi mætir Bayern Chelsea í úrslita- leik Meistaradeildarinnar og fer leikurinn fram á heimavelli liðsins, Allianz Arena. gummih@mbl.is Dortmund fór illa með Bayern Fyrirliði Sebastian Kehl lyftir bikarnum eftir sigur Dortmund. Pastor Maldonado hjá Williams fór með glæsi- legan sigur af hólmi í spænska kappakstrinum í Barcelona. Er það jómfrúsigur hans í form- úlu-1 og fyrsti sigur Williams frá því Juan Pablo Montoya vann brasilíska kappaksturinn 2004. Umskipti Williams milli ára eru ótrúleg því það var algjört botnlið í fyrra. Maldonado hóf keppni af ráspól en missti Fernando Alonso á Ferrari fram úr sér á fyrstu metrunum. Um miðbik kappakstursins – við önnur dekkjaskipti – vann hann sig fram úr Alonso og tók forystuna á ný á vel útfærðri herfræði. Undir lokin ógnaði Alonso honum aftur; dró Maldonado uppi en komst ekki fram úr. Reyndar gerði hann ekki beinlínis tilraun til þess enda báðir á frekar slitnum dekkjum þar sem þeir kusu báðir að sleppa dekkjaskipt- um á lokakaflanum til að leggja ekki sigurinn upp í hendurnar á Kimi Räikkö- nen hjá Lotus. Alonso náði aftur forystu í stigakeppninni um heims- meistaratitil ökumanna; deilir henni reyndar með Sebastian Vettel hjá Red Bull. Nánar á mbl.is/sport/formula. agas@mbl.is Glæsilegur fyrsti sigur Maldonados Pastor Maldonado

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.