Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 4
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hlyti af- gerandi kosningu ef gengið yrði til kosninga nú, eða rúmlega helming allra atkvæða. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup sem greint var frá í fréttum RÚV í gærkvöldi. Gallup lauk við könnunina í gær, en hefur frá því á sunnudag spurt 1300 manns í viðhorfshópi og 800 manna slembiúrtak úr þjóðskrá um forsetakosningarnar. Spurt var: Hvern eftirfarandi myndirðu kjósa, yrði kosið til forseta í dag? Ólafur Ragnar Grímsson fengi rúman helming atkvæða, eða 50,8%, Þóra Arnórsdóttir 33,6%, Ari Trausti 9,3%, Herdís Þorgeirsdóttir 3,4%, Andrea J. Ólafsdóttir fengi 2,5% og Hannes Bjarnason rekur lestina með hálft prósent atkvæða. Tíu prósent aðspurðra tóku ekki afstöðu eða eru óákveðin og fækkar nokkuð í þeim hópi. Fimm prósent ætla að skila auðu eða ekki kjósa. pfe@mbl.is Ólafur Ragnar með 50,8% fylgi Ólafur Ragnar Grímsson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Óvenjumikið hefur verið að gera hjá þyrlufyr- irtækjum landsins í sumar, en margir hafa und- anfarið orðið varir við aukna þyrluumferð yfir höfuðborginni. „Það er óvenjumikið að gera núna í sumar. Þyrluflotinn hefur stækkað og mikil aukning hefur verið í eftirspurn hjá ferða- mönnum,“ segir Sigurður Pálmason hjá Þyrlu- þjónustunni hf, en verkefni félagsins hafa verið af margvíslegum toga í gegnum árin og má þar nefna kvikmynda-, ljósmynda-, rannsóknar-, slökkvi-, eftirlits-, útsýnis- og farþegaflug . Ekki spillir fyrir að óvenjugott veður hefur verið á landinu í sumar, en eftirspurn eftir þyrlu- ferðum eykst til muna þegar skyggnið er gott. „Það segir sig sjálft. Þegar veðrið er gott þá er meira að gera,“ segir Sigurður. Vesturflug í Kópavogi býður einnig upp á þyrluferðir, en þeir útskýra aukna eftirspurn eft- ir þyrluferðum með sama hætti og Þyrluþjón- ustan. „Það er rosalega mikið að gera hjá okkur. Það skýrist helst með fjölgun ferðamanna og svo aukningu í verkefnum í tengslum við kvik- myndagerð, eins og kannski alþjóð veit,“ segir Sigtryggur Kristófersson, framkvæmdastjóri Vesturflugs, og bætir við að það sé meira en nóg að gera hjá öllum þyrlufyrirtækjum. pfe@mbl.is Meira en nóg að gera hjá öllum  Óvenjumikið hefur verið að gera hjá þyrlufyrirtækjum landsins  Skýringin er aukin eftirspurn ferðamanna og kvikmyndagerð Útsýnisflug Þyrluflug var mjög vinsælt þegar gosið átti sér stað í Eyjafjallajökli. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er almennt vandamál að gönguleiðir grafist niður með sívax- andi hraða. Það stefnir í óefni,“ sagði Andrés Arnalds, fagmálastjóri hjá Landgræðsl- unni, þegar hann var beðinn álits á ástandi göngu- leiða. Vinsælar gönguleiðir eru margar illa farn- ar vegna álags og vatnsrofs og á það jafnt við á hálendinu og nær byggð. Hann sagði marga samverkandi þætti valda þessu. Vinsældir göngu- ferða í íslenskri náttúru hefðu vaxið mjög og margir stunduðu göngur allan ársins hring. Þetta hefur vald- ið mjög auknu álagi á vinsælustu leiðunum. Með tímanum myndast slóð eða för og í leysingum rennur vatnið eftir förunum og grefur sig niður. „Sökudólgurinn er frekar graft- armáttur vatnsins en álagið af gönguskónum, en þetta spilar sam- an,“ sagði Andrés. Hann sagði mesta skaðann verða á veturna og vorin þegar gerði snöggar leys- ingar. Þá gætu göngustígar, sem ella eru skraufþurrir, breyst í straumharða læki. Sé jörð þíð eða hafi frostlyfting orðið geti vatnið grafið mikinn jarðveg á skömmum tíma. Þetta er orðið áberandi á fell- um og fjöllum í nágrenni Reykjavík- ur, að sögn Andrésar. Vaxandi gönguáhugi, sem er mjög jákvæður í sjálfu sér, á þátt í þessu. Oft er farið með hópa í göngur á veturna þegar jörð er blaut og mjúk. Þá myndast fljótt slóðir sem vatn leitar í og kemst ekki upp úr. Á hálendinu vaxa skemmdir á gönguleiðum ár frá ári t.d. á Laugaveginum, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, og á Fimmvörðuhálsi. Eins eru leið- ir í Þórsmörk t.d. inn að Rjúpnafelli orðnar mjög grafnar. Andrés telur að sem flestir þurfi að leggja hönd á plóginn við úrbæt- ur, jafnt stofnanir, sveitarfélög og áhugamannafélög. Hann sagði að Umhverfisstofnun hefði unnið mikið að þessum málaflokki, m.a. með sjálfboðaliðum. Einnig snerti þetta Landgræðsluna því þetta væri graf- alvarlegt vegna jarðvegseyðingar. Andrés taldi brýnt að setja meira fjármagn í málaflokkinn og fara í átak. Byrjunin gæti verið að fara skipulega um helstu leiðir og gera rásir til að beina vatni úr göngustíg- unum. Þeir liggja oft í halla og ein- falt að gera þar úrbætur. Hann benti á að gönguferðamennska skil- aði góðum tekjum og því væri mikil- vægt að halda leiðunum við. Andrés taldi vel koma til greina að inn- heimta hóflegt gjald á vinsælum gönguleiðum til að fjármagna við- hald þeirra. Gönguleiðir eru að skemmast  Göngustígar eru víða sundurgrafnir vegna álags og rofs af völdum vatns  Nauðsynlegt að grípa til aðgerða, að mati farmálastjóra hjá Landgræðslunni Ljósmynd/Andrés Arnalds Ljótt sár Vatnsrof í kjölfar álags getur valdið miklum jarðvegsskemmdum. Hér fann leysingavatn sér farveg um göngustíg og gróf sig niður. Andrés Arnalds Grunur leikur á því að kveikt hafi verið í rusli sem lá við húsvegg í húsi við Eyrar- veg á Selfossi á þriðjudagskvöld. Minnstu munaði að illa færi því eldur hafði læst sig í klæðningu áður en slökkvi- liðið náði að ráða niðurlögum hans. Nokkur samstæð hús eru við Eyrar- veg. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Árnessýslu er talið að eld- urinn hafi kviknað af mannavöld- um. Málið er í rannsókn og að sögn lögreglunnar sáu vitni til manna- ferða við húsið skömmu áður en eldurinn kviknaði. Ekki er víst að um ásetning hafi verið að ræða en stutt er í að rannsókn ljúki. Nokkr- ar verslanir eru í húsinu þar sem eldurinn kom upp. Ekki var um stórfelldar skemmdir að ræða af völdum eldsins en eitthvað um skemmdir á vörum vegna reyks í Nytjamarkaðnum. vidar@mbl.is Grunur leikur á um íkveikju á húsi við Eyrarveg á Selfossi Íkveikja Eldur við Eyrarveg á Selfossi. Áhugafólk hefur margt lagt hönd á plóginn við landgræðslu, stikun leiða og landbætur í útivistar- perlum landsins. Dæmi um það er gerð Hellismannaleiðar sem Morgunblaðið greindi frá í gær og fleiri leiða að fjallabaki. Landsvirkjun og aðilar í ferða- þjónustu hafa styrkt stikun og merkingu Hellismannaleiðar. Heildarkostnaður við efni og fæði sjálfboðaliða við merkingu um 100 km gönguleiða er áætlaður vera aðeins um 250 þúsund krónur. Þar af hafa fimm ferðaþjónustur skipt 200 þúsundum á milli sín. Mest hefur munað um fórnfúst starf sjálfboðaliða sem hafa gist saman í skálum og átt góðar stundir á fjöllum. Munaði mest um sjálfboðaliða KOSTNAÐUR VIÐ STIKUN 100 KM GÖNGULEIÐAR 250.000 KR. Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra klippti tvívegis á borða í gær til að opna formlega göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ og sam- göngustíg meðfram Vesturlandsvegi. Brúin er 60 metra göngubrú yfir Hringveg við Krikahvefi í Mos- fellsbæ. Í verkinu fellst einnig gerð göngustíga til að tengja mannvirkið við stígakerfi Mosfellsbæjar. Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar sem nú er verið að taka í notkun er um 1300 m langur samgöngustígur sem nær frá Litlaskógi við Hlíðartún og að Hamrahlíðarskógi. 60 metra göngubrú Ögmundur Jónasson Klippti tví- vegis á borða í Mosfellsbæ í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.