Morgunblaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012
C-vítamín
Styrkir ónæmiskerfið og er
andoxandi
Astaxanthin
Nærir og verndar húðina í
sólinni og eykur liðleika
Multidophilus
Bætir meltingu
Mega B-stress
Taugar, húð hár og neglur
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Vegna einstakra gæða nýtur
Solaray virðingar og trausts
um allan heim
Höldum okkur í
formi í sumar með
Flott í ferðalagið
Breska lögreglan
krafðist þess í
gær, að Julian
Assange, stofn-
andi uppljóstr-
unarvefjarins
WikiLeaks, gæfi
sig fram á lög-
reglustöð ella
yrði gefin út
handtökuskipun
á hendur honum.
Talsmaður Lundúnalögregl-
unnar Scotland Yard sagði, að um
væri að ræða hefðbundinn lið í
framsalsmálum og væri fyrsta
skrefið í slíku ferli.
Assange hefur leitað hælis í
sendiráði Ekvador í Lundúnum.
Hefur hann óskað eftir pólitísku
hæli í Ekvador.
Breskir dómstólar hafa fallist á
kröfu sænska ríkissaksóknaraemb-
ættisins um að Assange verði fram-
seldur til Svíþjóðar svo hægt verði
að yfirheyra hann vegna ásakana á
hendur honum um kynferðisbrot.
BRETLAND
Assange gefi sig
fram við lögreglu
Mótmæli til stuðn-
ings Assange.
BAKSVIÐ
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Hæstiréttur Bandaríkjanna stað-
festi í gær umbætur Baracks Obama
forseta í heilbrigðismálum. Úr-
skurðurinn þykir sigur fyrir forset-
ann og gott veganesti fyrir hann í
harðnandi kosningabaráttu.
Obama flutti sjónvarpsávarp í
Hvíta húsinu skömmu eftir að dóm-
urinn féll og fagnaði niðurstöðunni.
„Hvað sem líður allri pólitík, var úr-
skurðurinn í dag sigur fyrir fólk um
allt land þar sem líf þess er nú
öruggara vegna þessara laga og
ákvörðunar hæstaréttar um að stað-
festa þau,“ sagði Obama.
Mitt Romney, forsetaframbjóð-
andi repúblikana, ítrekaði, þegar úr-
skurðurinn lá fyrir, kosningaheit sitt
um að hann myndi afnema lögin á
fyrsta degi sínum í embætti næði
hann kjöri.
Ætlað að veita öllum tryggingu
Heilbrigðislögunum, sem voru
samþykkt í mars 2010, er ætlað að
sjá til þess að allir Bandaríkjamenn
séu með sjúkratryggingu. Repúblik-
anar hófu þegar baráttu gegn þeim
og hafa málaferli staðið yfir á hinum
ýmsu dómstigum.
Fimm dómarar staðfestu lögin.
John G. Roberts, forseti réttarins,
sem repúblikaninn George W. Bush
skipaði í forsetatíð sinni, var í meiri-
hlutanum ásamt Ruth Bader Gins-
burg, Soniu Sotomayor, Elenu Kag-
an og Stephen Breyer. Anthony
Kennedy sagði í séráliti að minni-
hlutans að fyrir honum væru lögin
ótæk í heild sinni.
Fjögur álitamál voru fyrir rétt-
inum. Í fyrsta lagi hvort það væri á
valdi þingsins samkvæmt stjórnar-
skrá að skylda einstaklinga til að
kaupa sjúkratryggingu, í öðru lagi
hvort fella bæri aðra hluta laganna
eða löggjöfina alla úr gildi væri
skylduboðinu hafnað, í þriðja lagi
hvort útvíkkun á sjúkratryggingum
fyrir þá, sem minna mega sín, væri
of íþyngjandi fyrir einstök ríki
Bandaríkjanna og í fjórða lagi hvort
yfirhöfuð mætti taka þessi mál fyrir
áður en skylduboðið tæki gildi.
Í lögunum er kveðið á um að beita
megi þá, sem ekki kaupa sér sjúkra-
tryggingu sektum. Andstæðingar
laganna líta svo á að verið sé að
skylda fólk til þess að kaupa sér
vöru og í málflutningi þeirra var
varað við að þar með yrði sett for-
dæmi, sem gæti endað með því að
fólk yrði skyldað til að kaupa sér
spergilkál til matar.
Ekki sekt heldur skattur
Meirihluti réttarins komst hins
vegar að þeirri niðurstöðu að ekki
þyrfti að lesa meira úr hinu ein-
staklingsbundna skylduboði en að
verið væri að leggja á skatt. Einu
mætti gilda þótt í lögunum væri tal-
að um „sekt“, en ekki skatt. „Þar
sem stjórnarskráin leyfir slíkan
skatt, er það ekki hlutverk okkar að
banna hann, eða dæma um skynsemi
hans eða réttlætingu,“ segir í áliti
meirihlutans, sem Roberts skrifaði.
Hvorki þeir, sem kærðu, né stjórn
Obama hélt því fram fyrir réttinum
að einstaklingsbundna skylduboðið
væri skattur. Rétturinn fékk því lög-
mann til að setja fram þau rök að
ákærurnar gegn heilbrigðislögunum
væru ótímabærar á forsendum laga
frá nítjándu öld um að ekki mætti
höfða mál vegna skatts fyrr en
skattheimta væri hafin. Ekki verður
byrjað að innheimta sektir vegna
sjúkratrygginga fyrr en eftir skil á
skattframtölum árið 2015.
Lögin kveða einnig á um að auka
umfang sjúkratrygginga til tekju-
lágra fjölskyldna (Medicaid). Fjár-
lagaskrifstofa þingsins hafði reiknað
út að 16 milljónir manna, sem áður
voru ótryggðar, yrðu sjúkratryggð-
ar fyrir vikið. Andstæðingar þessara
ákvæða héldu því fram að þau
stönguðust á við stjórnarskrá vegna
þess að ríki Bandaríkjanna væru
þvinguð til að veita þessar trygg-
ingar vegna þess að annars væri
þeim hótað því að þau fengju engin
alríkisframlög til slíkra trygg-
inga.
Dómurinn komst að
þeirri niðurstöðu að ekki
væri hægt að svipta ein-
stök ríki alríkisframlag-
inu, sem þau áttu rétt á
fyrir lagasetninguna,
þótt þau neituðu
að fylgja heil-
brigðislög-
unum að þessu
leyti.
Hæstiréttur staðfestir
heilbrigðislög Obama
Fimm dómarar af níu í meirihluta Mitt Romney ætlar að hnekkja lögunum
AFP
Umdeild lög staðfest Stuðningsmenn heilbrigðislaga Obama fagna fyrir utan hæstarétt í Washington. Andstæð-
ingar laganna fjölmenntu einnig í gær þegar rétturinn kvað upp úrskurð sinn og staðfesti lögin.
Tyrknesk stjórnvöld hafa sent her-
lið og herbúnað að landamærum
Tyrklands og Sýrlands.
Mikil spenna ríkir milli Tyrk-
lands og Sýrlands eftir að Sýrlend-
ingar skutu niður tyrkneska orr-
ustuflugvél sl. föstudag. Tveggja
flugmanna er enn saknað en vélin
sjálf hafnaði í Miðjarðarhafi.
Recep Tayyip Erdogan, forsætis-
ráðherra Tyrklands, greindi frá því
í vikunni að tyrknesk stjórnvöld
myndu gera hernaðarlegar breyt-
ingar í kjölfar árásarinnar á flug-
vélina. Hann sagði við þingmenn að
Tyrklandi stæði bein og aðsteðjandi
ógn af Sýrlandi og að það yrði litið
á það sem ögrun ef sýrlenskir her-
menn nálguðust landamærin. Tyrk-
neski herinn hefði fengið þau skila-
boð að líta á þá sem skotmörk.
Blóðug átök héldu áfram í Sýr-
landi í gær með tilheyrandi mann-
falli en talið er að minnst 69 manns
hafi látið lífið í bardögum, þar af 38
almennir borgarar.
TYRKLAND
Tyrkir með viðbúnað
á landamærunum
Viðbrögð Tyrkneskur herflutningabíll.
Danskur gæsluvarðhaldsfangi nýtur
nú frelsis eftir að hafa tekist að
grafa sig út úr fangaklefa í fangelsi í
Nakskov á Lálandi.
Fram kemur á vef Ekstra Bladet,
að fanginn, sem er 46 ára, hafi notað
brýni, hníf og hugsanlega önnur am-
boð sem hann sankaði að sér í
líkamsræktarsal fangelsisins.
Blaðið segir, að fanginn hafi grafið
sig gegnum 50 cm þykkan vegg. Eft-
ir að hafa skriðið gegnum gatið á
veggnum komst fanginn út á lokað
bílastæði. Honum tókst síðan að
klifra yfir fangelsisgarðinn á vit
frelsisins.
„Því miður gerist svona lagað
öðru hverju en það eru 16 ár frá því
fanga tókst síðast að grafa sig gegn-
um vegginn,“ hefur Ekstra Bladet
eftir talsmanni fangelsisins.
Fanginn var ófundinn í gær. Hins
vegar var búið að múra upp í gatið á
fangaklefanum.
Gróf sig út
úr fanga-
klefanum
Málflutningur fyrir hæstarétti
Bandaríkjanna vegna heilbrigð-
islaga Obama stóð í sex
klukkustundir og fór fram á
þremur dögum í mars. Rétt-
urinn hefur ekki varið jafn mikl-
um tíma í eitt mál í 45 ár. Úr-
skurðarins í gær var beðið með
eftirvæntingu og hefur mik-
ilvægi hans verið borið saman
við úrskurðinn vegna forseta-
kosninganna 2000. Atkvæði
forseta réttarins, John Roberts,
réði úrslitum. Hann þykir
íhaldssamur og höfðu spurn-
ingar hans við málflutning-
inn gefið til kynna að
afstaða hans yrði á
hinn veginn.
Óvænt
afstaða
MIKILVÆGT MÁL
John Roberts