Morgunblaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 17
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Nýtt hótel, Fosshótel Vestfirðir,
verður tekið í notkun á Patreksfirði
næsta sumar. Það verður til húsa í
gömlu sláturhúsi í bænum, sem upp-
haflega var reist sem frystihús á
fimmta áratug tuttugustu aldar. Eig-
andi hússins er Oddi hf., helsta sjáv-
arútvegsfyrirtækið á Patreksfirði. Á
kynningarfundi í gær voru undirrit-
aðir samningar um fjármögnun verk-
efnisins í gær af fulltrúum Odda hf.,
Fosshótels og Landsbankans, en
heildarfjárfesting vegna kaupa á fast-
eigninni og við breytingar á henni er
áætluð á bilinu 350-400 milljónir
króna. Þá var einnig undirritaður
leigusamningur um rekstur hótelsins
til 25 ára á milli Odda hf. og Fosshót-
els. Hótelið verður þriggja stjörnu
hótel, og verða öll 41 herbergi þess
með eigin baðherbergi, auk þess sem
veitingarekstur verður á staðnum.
Gríðarlega mikil lyftistöng
Einar Kristinn Jónsson, stjórnar-
formaður Odda hf. segir að fyrirtækið
hafi átt húsið í dálítinn tíma en lítil
sem engin starfsemi hafi verið í því
um hríð. Þá hafi sú hugmynd komið
upp að hafa hótelrekstur í húsinu:
„Við vorum svo lánsamir að hitta for-
svarsmenn Fosshótela sem leist vel á
þessa hugmynd, og þannig þróaðist
þetta samstarf áfram.“
Einar Kristinn er feginn að húsið
verði nú gert upp og verði ekki í nið-
urníðslu sem annars hefði beðið þess.
Áformin hafa þegar haft góð áhrif á
bæjarlífið á Patreksfirði samkvæmt
Einari: „Þetta verður gríðarlega mik-
il lyftistöng og maður finnur hvað
andinn í bænum hefur þegar breyst
mikið við þetta.“ Einar Kristinn segir
að nú verði t.d. hægt að skipuleggja
hringferðir um Vestfirði, sem ekki
var hægt áður vegna skorts á hóteli á
svæðinu.
Davíð Torfi Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Fosshótels, segir að
verkefnið hafi verið um tvö ár í und-
irbúningi og fagnar því að fram-
kvæmdir við hótelið séu nú hafnar.
Fosshótel hafi strax náð góðu sam-
starfi við Odda hf. og allt hafi smollið
saman. Davíð Torfi segir að um sum-
artímann verði frá 15 og upp í 20
manns sem starfi á hótelinu, en að
skert starfsemi verði á veturna í sam-
vinnu við heimamenn.
Nýtt andlit á Patreksfjörð
Framkvæmdir hafnar við nýtt hótel á Patreksfirði Húsið áður frystihús og síðan sláturhús
Gert ráð fyrir fimmtán störfum yfir sumartímann Hótelið verður tekið í notkun á næsta ári
Tölvumynd/Gunnlaugur Björn Jónsson
Nýtt hótel Svona mun hótelið koma til með að líta út samkvæmt uppdráttum, en áætlað er að það verði tekið til notkunar á næsta ári.
Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
Gamalt sláturhús Svona lítur húsið út í dag, en það hefur sinnt ýmsum
hlutverkum á Patreksfirði í gegnum tíðina.
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012
Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur
LEGUR
Í BÍLA OG TÆKI
www.falkinn.is
Það borgar sig að nota það besta!
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
TRAUSTAR VÖRUR
...sem þola álagiðKúlu- ogrúllulegur
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð,
segir að hótelframkvæmdin sé bara einn þáttur í
þeirri uppbyggingu sem hefur verið í sveitarfélaginu:
„Það er mikið að gerast þessa dagana í Vesturbyggð
og á sunnanverðum Vestfjörðum og við fögnum því
að það sé að koma hótel hingað. Þetta er mikilvægt
fyrir ferðaþjónustuna hérna, og þýðir í raun að hún er
að slíta barnsskónum og er að komast á unglings-
árin.“
Íbúar í Vesturbyggð eru nú um 930 manns, en Ást-
hildur vonast til þess að íbúarnir verði yfir þúsund
manns á næstu árum. Hótelið muni hjálpa þar til þar
sem það muni skapa meiri fjölbreytni í atvinnulífinu á svæðinu. Ásthildur
segir að það sé gott að húsið verði gert upp, en það er á mjög áberandi
stað í Patreksfirði og hefur sinnt ýmsum hlutverkum síðan það var reist.
„Þetta hús hefur verið fjölbreytt félagsmiðstöð fyrir Patreksfirðinga í
gegnum tíðina eftir að það hætti að vera sláturhús. Núna fær húsið enn
eitt hlutverkið sem hótel, og það verður alveg nýtt andlit á bænum.“
ÁSTHILDUR STURLUDÓTTIR
Ásthildur
Sturludóttir
Mikilvægt fyrir ferðaþjónustu
Ný skýrsla VSO Ráðgjafar um gisti-
staði í Reykjavík var kynnt í borg-
arráði í gær. Í henni eru margvísleg-
ar upplýsingar um gististaði í
virkum rekstri á höfuðborgarsvæð-
inu, fjölda rúma, herbergja, stjörnu-
gjöf og stærð húsnæðis.
Í skýrslunni fer fram greining á
ferðaþjónustunni og rekstrarum-
hverfi hennar. Lagt er mat á stöðu
mála í dag og sett fram greining á
þörf fyrir gistirými á höfuðborgar-
svæðinu fram til ársins 2030.
Skýrslan var unnin fyrir
skipulags- og byggingarsvið
Fram kemur í skýrslunni að 182
gististaðir séu í rekstri á höfuðborg-
arsvæðinu og þar af eru 167 í
Reykjavík og 114 í miðborginni. Af
þessum gististöðum eru 145 svoköll-
uð gistiheimili eða íbúðahótel, en
hótel eru 37 talsins.
Dæmigerður nýr gististaður und-
anfarin ár er lítið gistiheimili eða
íbúð í miðborginni, sem er mikil
breyting frá því sem var fyrir nokkr-
um áratugum síðan. Þá var algeng-
ast að reist væru stór hótel í jaðri
miðborgarinnar. Þekkt áform um
nýja gististaði eru fremur stórir
gististaðir í og við miðborgina.
Verði árleg fjölgun ferðamanna á
bilinu 5-7% á ári, þá þurfa um 180-
380 herbergi að bætast við árlega af
gististöðum í Reykjavík. Alls gæti
því þurft 3.600-7.500 ný hótelher-
bergi fram til ársins 2030.
Gistinætur eru að megninu til á
sumrin en hlutfallslega hefur lítil
breyting orðið á fjölda ferðamanna á
veturna undanfarna áratugi. Nýting
gististaða er um 65% á sumrin en
nær 35% á veturna.
Athyglisvert er að flestar gisti-
nætur eru á landsbyggðinni yfir árið
og hlutdeild Reykjavíkur í gistinátt-
afjölda sumarsins er aðeins um 20%.
Hlutdeild Reykjavíkur í gistinátt-
afjölda er hins vegar mun meiri á
veturna, eða um 80%.
pfe@mbl.is
Mikil þörf er á gisti-
rýmum í Reykjavík
Ný skýrsla um gististaði kynnt í gær
Morgunblaðið/RAX
Dæmigert Nýr gististaður er lítið
gistiheimili eða íbúð í miðborginni.