Morgunblaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Þ
að er nóg að gera hjá
söngkonunni Agnesi Þor-
steins þegar blaðamaður
slær á þráðinn til hennar,
en Agnes er í hópi nem-
enda við tónlistarháskólann í Vín sem
taka þátt í uppfærslu á Brúðkaupi
Fígarós nú í sumar. Hún fer með hlut-
verk Marcellinu í óperunni og verður
stutt hlé á viðtalinu þegar Agnes er
kölluð inn á svið til að syngja.
Lítil eins og Reykjavík
„Nú eru æfingar hjá okkur á
hverjum degi og því nóg að gera. Í
sýningunni taka eingöngu þátt nem-
endur úr skólanum og erum við á aldr-
inum 19-25 ára. Þar af eru þrír eða
fjórir úr fyrsta árgangi, tveir úr öðr-
um og restin síðan úr fjórða sem er að
klára námið núna. Hópurinn fer vel
saman og gott að fá ferskleikann frá
okkur yngri og reynsluna frá þeim
eldri. Ég hafði planað að fara heim í
sumar en þegar mér bauðst þetta
tækifæri var ekki um annað að ræða
en að segja já,“ segir Agnes sem var
ein níu nemenda af 180 sem teknir
voru inn í skólann síðastliðið haust, en
hún var valin í A-hóp sýningarinnar
sem bæði syngur á frumsýningunni
þann 12. júlí og á lokasýningu þann 22.
júlí
Hefur Agnes nú dvalið tvö ár í
Vínarborg, þar af fyrsta árið sem
gestanemenadi, og segist hún kunna
vel við borgina.
„Í fyrstu þegar maður lítur á
borgina á korti sýnist manni hún vera
stórborg á við New York. En þegar
maður fer að ganga um borgina er
þetta í raun lítið svæði og dálítið eins
og Reykjavík. Hér er gott að vera og
allt iðandi af söng og menningu enda
er sagt að maður eigi að koma hingað
stefni maður virkilega á söng,“ segir
Agnes.
Byrjaði í gestanámi
Agnes er komin af tónelsku fólki,
meðal annars Agnesi Löve, píanóleik-
ara, sem er amma hennar og nafna.
Agnes hóf söngnám í Garðabænum 13
ára gömul og hefur nú sungið í nærri
áratug. „Ég man alltaf eftir því þegar
ég var að hefja söngnámið og Jón
Svavar Jósefsson var að útskrifast úr
söngskólanum mínum. Þá sagði hann
mér að hann væri að fara til Vínar og
þá hugsaði ég strax að þangað vildi ég
fara. Síðan gleymdist það en svo
kynntist ég austurrískum tenór sem
hefur unnið mikið á Íslandi í söng-
skólum og hann vildi senda mig út
Maria Callas er
átrúnaðargoðið
Í Vínarborg býr íslenski söngneminn Agnes Þorsteins sem tekur þátt í sérstakri
nemendauppsetningu á Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart þar í borg í sumar.
Agnes stundar nám við tónlistarháskólann í Vín og var tekin inn í skólann
síðastliðið haust ásamt níu öðrum úr hópi 180 umsækjenda. Agnes kann vel
við sig í borginni og þykir skemmtilegast að syngja barokkaríur.
Marcellina Búningurinn hennar Agnesar er enn í mótun.
Tónlist skipar stóran sess í lífi
margra og sumir geta einfaldlega
ekki komist í gegnum daginn án þess
að hlusta á uppáhaldslagið sitt. Sum
tónlist hentar betur en önnur við ým-
is tækifæri og getur verið erfitt að
finna fullkomna tónlist, til dæmis til
að hafa með sér í ræktina. Tónlist
getur verið hvetjandi þegar taka skal
á því og eins getur hún hjálpað fólki
að slaka á, til dæmis við jógaæfingar.
Til að finna viðeigandi lög fyrir hin
ýmsu tilefni er sniðugt að fara inn á
síðuna Stereomood.com. Þar er hægt
að slá inn eða smella á þá athöfn eða
tilfinningu sem tónlistin á að passa
við. Þá birtist lagalisti sem hægt er
að hlusta á eins og í útvarpi með lög-
um sem eiga fullkomlega við tilefnið.
Til dæmis má finna lagið At Last í
flutningi Etta James á lagalista sem
hentar vel fyrir þá sem vilja hlusta á
tónlist meðan setið er á klósettinu.
Vefsíðan www.stereomood.com
AFP
Plötusnúður Stereomood er einskonar einkaplötusnúður fyrir öll tilefni.
Í hvernig tónlistarskapi ert þú?
Maður verður aldrei of gamall til að
leika sér. Eða ætti að minnsta kosti
ekki að verða það. Varðveittu barnið í
þér og rifjaðu upp skemmtilega úti-
leiki sem þú fórst í með vinunum í
æsku. Píluleikur er t.d. skemmtilegur
fyrir alla aldurshópa. Hann felur í sér
að þræða sig áfram eftir leiðbein-
ingum sem krítaðar hafa verið á
gangstéttina og ýmsar þrautir þarf
einnig að leysa. Svo er líka hægt að
hafa þetta einfalt og skjótast bara
aðeins út í brennó eða snúsnú. Nú
eða sýna listir sínar í körfu- eða fót-
boltaleik. Verum glöð og njótum
skemmtilegrar útiveru.
Endilega …
… farið í útileiki
í góða veðrinu
Morgunblaðið/Ernir
Krít Gaman er að vera úti og leika sér.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Ég er heppin að því leytinutil að vera tiltölulegaheilsuhraust. Engir sjúk-dómar hrjá mig, ég er
með öllu laus við ofnæmi og ég hef
hvorki fengið kóleru né ebólaveiru.
En mig hrjáir engu að síður hvim-
leitt vandamál sem hefur valdið mér
svo miklum kvölum og vandræðum í
gegnum tíðina að auðveldlega mætti
líkja við sjúkdóm. Ég þjáist af ár-
áttukenndu kæruleysi. Hliðarverk-
anir þessa vandamáls eru gleymska,
sveimhygli og athyglisbrestur. Allir
sem nokkurn tímann hafa haft kynni
af mér þekkja þetta sem mitt
stærsta sérkenni. Ég týni öllu sem
ekki er hlekkjað við mig, hendi
reglulega farsímanum í ruslið og set
húslyklana í frystinn. Þetta geri ég
án þess að svo mikið sem leiða hug-
ann að því í sekúndubrot, því það
virðist vera svo ótalmargt annað
sem tefur hugann hverju sinni.
Þetta vandamál hefur komið
mér í klandur oftar en ég hef
tölu á. Til dæmis láðist mér að
taka með mér vegabréfið í ferð
til Bandaríkjanna á dögunum,
ég týndi veskinu mínu
á fyrsta degi 5 daga
hringferðar um
landið og tók tvær
sterkar svefnpillur í
stað c-vítamíns um dag-
inn.
Tjónið sem ég hef
orðið fyrir út af gleymsk-
unni í gegnum árin hlýt-
ur að hlaupa á millj-
ónum. Farsímar, lyklar,
skartgripir, fatnaður, ipodar og
veski hafa öll horfið í eitthvert dul-
arfullt svarthol. Með reynslunni hef
ég þó lært að taka þessu óþolandi
persónueinkenni með auðmýkt og lít
svo á að ég sé með þessu að greiða
mína tíund til samfélagsins, og sé
fyrir mér að einhver heimilisleysingi
hafi getað lífgað upp á hversdaginn
með tónum úr ipodinum eða þá að
einhver gullsmiður hafi getað brætt
alla 300 lyklana og 60 hálsmenin í
einhvern guðdómlegan gullskúlptúr.
Leiðinlegri hlið vandamálsins er
hversu hrikalega gleymskan hefur
reynt á þolrif vina minna og
fjölskyldu, en þar er sam-
ankomið þolinmóðasta fólk
Norðurlandanna og þótt víð-
ar væri leitað. Mér finnst ég
einstaklega heppin að hafa
verið úthlutað svo um-
burðarlyndri fjölskyldu
og þolinmóðum vinum,
þótt ég sverji að ein-
hvern daginn, þegar ég
verð fullorðin í fjarlægri
framtíð, takist mér að
ráða bug á þessum meiri-
háttar vanda.
»Farsímar, lyklar,skartgripir, ipodar og
veski hafa öll horfið í eitt-
hvert dularfullt svarthol
Heimur Guðrúnar Sóleyjar
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
falleg minning á fingur
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
16
6
6
Giftingarhringar