Morgunblaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 11
Söngkonur Agnes með Malenu Ernman, sænsku óperusöngkonunni sem sló
í gegn í Evróvisjón, og söngkonunni Danielle DeNiese.
sem allra fyrst. Þá fór ég til Vínar sem
gestanemandi, kynntist þar kenn-
aranum mínum, og komst upp úr því
inn í skólann,“ segir Agnes.
Tengist hlutverkinu vel
Brúðkaup Fígarós er fyrsta
óperan sem Agnes tekur þátt í, en
óperan verður sýnd í Schlosstheater
Schönbrunn sem er elsta rókókóleik-
hús Vínarborgar og var opnað af Mar-
iu Theresiu keisaraynju árið 1747.
„Það er mjög lærdómsríkt að fá
að taka þátt í þessari óperu. Minn kar-
akter kemur oft fyrir og maður fær
því að gera margt en ekki bara hanga
sem tré í sviðsmyndinni. Ég held að
hlutverkið henti mér ágætlega því það
er alltaf sagt hér að ég sé dálítil norn í
mér. Bæði leikstjóranum og hljóm-
sveitarstjóranum finnst þetta það
ekta hjá mér en ég segi að þetta sé
bara ég sjálf. Kannski er þetta bara ís-
lenska ákveðnin, “ segir Agnes í létt-
um dúr.
Vantar dramatíkina
Námið er fjögur ár í grunnnámi
og mastersnámið er tvö ár og þá er
hægt að velja óperu- eða ljóðasöng og
óratoríur. Líkt og á Íslandi safna nem-
endur einingum og er möguleiki á að
klára námið á styttri tíma. Agnes seg-
ir einstaklingshugsunina skipta máli í
náminu því samkeppnin sé mikil.
„Í uppáhaldi hjá mér eru colorat-
ura-aríur eins og í verkum G.F. Händ-
els. Það er ekki alveg komið á hreint
hvort ég er sópran eða hár messó og
gæti vel verið að seinna verði ég
dramatískur sópran. Þá gæti ég feng-
ið að syngja í Tosca og ég væli ekkert
yfir því enda er Maria Callas auðvitað
átrúnaðargoðið,“ segir Agnes.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012
Annað Föstudagsfiðrildi sum-arsins verður haldið í dagmilli kl. 12-14. Um er að
ræða afrakstur listhópa Hins húss-
ins og koma fram 23 listamenn víðs
vegar í miðbænum.
Verkefnin eru afar fjölbreytt og
verður meðal annars boðið upp á
gjörning, götutónlist, tónlistarhlað-
borð, danssýningu, fatamarkað og
fríar myndatökur fyrir gesti og
gangandi.
Dúettinn Guðmundsdætur saman-
stendur af þeim Chrissie Telmu og
Hrafnhildi Mörtu Guðmunds-
dætrum en samkvæmt bæklingi
Listhópa Hins hússins kynntust þær
stöllur við listnám í Listaháskóla Ís-
lands. Chrissie leikur á fiðlu og
Hrafnhildur á selló en saman munu
þær „leitast við að skemmta sjálfum
sér og öðrum með léttri og leikandi
sumartónlist á götum borgarinnar“
eins og segir í bæklingnum. Guð-
mundsdætur koma fram á Ingólfs-
torgi og við Hitt húsið á Föstudags-
fiðrildinu í dag.
Eins og áður sagði er fjölbreytt
dagskrá í boði og mun danshópurinn
Area of Styles, sem sumir kannast
við úr þáttunum Dans, dans, dans
sem sýndur var á RÚV í haust, sýna
listir sínar á Lækjartorgi í dag. Nán-
ari upplýsingar um dagskrá Föstu-
dagsfiðrildisins má finna á vefsíðu
Hins hússins, www.hitthusid.is, en
viðburðir Föstudagsfiðrildisins fara
fram á Ingólfstorgi, Austurvelli,
Lækjartorgi, Laugavegi, Hjarta-
garði og í Austurstræti. Áhugasamir
geta því rölt um miðbæinn og skellt
sér í sannkallaðan listaleiðangur.
sigyn@mbl.is
Föstudagsfiðrildi listhópa Hins hússins
Fjölbreytt listsköpun
Sumartónlist Chrissie og Hrafnhildur skipa dúettinn Guðmundsdætur.
Ljósmynd/Jorri
Fimir Meðlimir í danshópnum Area of Styles hlæja að þyngdarlögmálinu.
Ábyrgðar- og þjónustuaðilar:
Optical Studio Smáralind - Sími 528 8500
Optical Studio Keflavík - Sími 421 3811
PRADA, MOD OPS 06CV RAY BAN, MOD 3479 FOLDING BULGARI, MOD OBV 4064B
OAKLEY, MOD RADARLOCK, LENS G30 / IRIDIUM GREY OAKLEY, MOD SPLIT JACKET. LENS RED IRIDIUM POL HD
CHROME HEARTS, MOD PETCOCK RAY BAN, MOD ORB 3466 PRADA, MOD OPR 220V
OPTICAL STUDIO
FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ
Verslaðu á hagstæðara verði
í okkar fullbúnu gleraugnaverslun
á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð