Morgunblaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012
Starfshópur sem skipaður var af
Ögmundi Jónassyni innanríkisráð-
herra og gert var að móta heild-
stæða stefnu íslenskra stjórnvalda
í málefnum útlendinga utan Evr-
ópska efnahagssvæðisins hefur
skilað tillögum sínum. Starfshóp-
urinn var settur á fót í júlímánuði í
fyrra og eru tillögur hans settar
fram í alls ellefu liðum.
Réttindi fylgi einstaklingi
Meðal þess sem starfshópurinn
leggur til er að horfið verði frá því
að refsa hælisleitendum fyrir að
framvísa fölsuðum skilríkjum og
að komið verði á laggirnar sjálf-
stæðri úrskurðarnefnd í málefnum
hælisleitenda, sem hugsanlega nái
til allra kærumála á grundvelli út-
lendingalaga.
Að auki leggur hópurinn til að
ein heildarlög taki til dvalar- og
atvinnuleyfa útlendinga, réttindi
fylgi einstaklingi en ekki dvalar-
leyfi og að almennt gildi að rétti til
dvalar fylgi réttur til atvinnu. Við
vinnu sína var hópnum gert að
hafa að leiðarljósi að tryggja
mannúðlega meðferð stjórnvalda í
málefnum útlendinga. Hópnum var
sérstaklega falið að taka til skoð-
unar þann tíma sem afgreiðsla
mála tekur og áhrif málsmeðferð-
artímans á umsækjendur um hæli
og dvalarleyfi.
Við vinnu sína leitaði starfshóp-
urinn m.a. til fjölmargra aðila sem
hafa reynslu af löggjöf um aðgengi
útlendinga á Íslandi og voru
fulltrúar þeirra kallaðir til fundar.
Að auki kynnti hópurinn sér
stefnu stjórnvalda í nágrannalönd-
um í málefnum útlendinga en einn-
ig var farið yfir nýlegar lagabreyt-
ingar og reynslu Dana,
Norðmanna og Svía í málefnum
útlendinga utan Evrópska efna-
hagssvæðisins.
Halla Gunnarsdóttir, aðstoðar-
maður innanríkisráðherra, fór fyr-
ir nefndinni en auk hennar voru
m.a. Haukur Ólafsson, deildar-
stjóri mannréttinda og jafnréttis á
skrifstofu alþjóða- og öryggissviðs
utanríkisráðuneytisins, og Ingvar
Sverrisson, sjálfstætt starfandi
ráðgjafi, í nefndinni.
Vert er að geta þess að hægt er
að kynna sér skýrsluna í heild
sinni á heimasíðu innanríkisráðu-
neytisins.
Ítarlegar tillögur í
málefnum útlendinga
Lagt til að hætt verði að refsa hælisleitendum
Ljósmynd/Innanríkisráðuneytið
Stefna Halla Gunnarsdóttir og Ög-
mundur Jónasson kynntu skýrsluna.
Fjárhagsaðstoð Reykjanesbæjar til
einstaklinga og fjölskyldna í sveit-
arfélaginu fór í rúmar 166 milljónir
króna á síðasta ári og er þegar
komin í 117 milljónir króna nú á
miðju ári 2012, skv. upplýsingum
Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í
Reykjanesbæ.
Í frétt í Morgunblaðinu sl. mið-
vikudag gagnrýndi Ásgerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjöl-
skylduhjálparinnar, sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu og Reykja-
nesbæ fyrir að leggja ekkert til
hjálparstarfsins.
Skv. upplýsingum Árna nam fjár-
hagsaðstoðin í Reykjanesbæ 34,8
milljónum kr. árið 2007, 53,3 millj-
ónum á árinu 2008, árið 2009 var
hún 78,3 milljónir króna og árið
2010 nam hún 108,5 milljónum
króna.
Bærinn hafi því alls veitt um 700
milljónir króna í fjárhagsaðstoð frá
árinu 2007.
Hafa veitt 700 millj-
ónir til aðstoðar
Varaformaður
Birkir Jón Jónsson, þingmaður
Framsóknarflokksins er jafnframt
varaformaður flokksins. Ranglega
var farið með stöðu hans í blaðinu í
gær og er beðist velvirðingar á því.
LEIÐRÉTT
· Brúðkaup
· Fermingar
· Árshátíðir
· Afmæli
· Ættarmót
· Útskriftir
· Erfidrykkjur
Sími 551 4430 · laekjarbrekka.is
Erum staðsett
í hjarta
Reykjavíkur
Bjóðum upp á
veislusali
fyrir allt að
100 manns
Litlabrekka
Kornhlaðan
Er veisla í vændum?
Gallabuxur
3 síddir
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is Ríta tískuverslun
SMÁRALIND - KRINGLUNNI
40%
afsláttur