Morgunblaðið - 28.06.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.06.2012, Blaðsíða 20
Spennandi lausn! 230 volt í bílinn12V í 230V bílar Audi hefur í smíðum sérstaka S-línu af Q5 jeppanum vinsæla. SQ5 er með 8 stiga sjálfskiptingu, fjögur púst- rör og til staðalbúnaðar teljast m.a. 20 tommu álfelgur. Jeppinn kemur á markað næsta vor. „Hin nýju lög þýða að raf- og vetnisbílar munu nálgast bíla knúa hefðbundu eldsneyti í verði. Raf- magnsbílar hafa verið rándýrir og ekki samkeppnishæfir. Þá hefur drægi þeirra verið takmarkað og ekki dugað nema kannski 100 og 200 km. Með nýrri tækni er þetta að lagast og það með öðru gerir rafbílana meira aðlaðandi,“ segir Stefán Ásgrímsson hjá FÍB. Alþingi samþykkti á dögum að fella niður virðisaukaskatt af rafbílum og vetnisbílum. Ísland er ann- að landið í heiminum til að stíga þetta skref, næst á eftir Noregi. Lögin kveða á um að virð- isaukaskattur af raf- og vetnisbílum sem kosta innan við sex milljónir falli nið- ur. Einhver tími mun hins vegar líða þar til rafbílar fara að koma til landsins. Gísli Gíslason, stjórnarformaður fyrirtækisins Northern Lights Energy, sem hefur í nokkur ár unnið að rafbílavæðingu á Íslandi, segir að eftir þetta hafi verið haft samband og pantanir staðfestar á bílum sem koma til landsins næsta vetur. Á þessu ári verða framleiddir um 150 þúsund rafbílar í heiminum. Á næsta ári er reiknað með að framleiðslan verði um 500 þúsund rafbílar. Gísli segir að það geti liðið nokkur misseri þangað til þeir sem panta bíl í dag fá bílinn af- hentan. Þeir sem hafi verið búnir að panta fái hins vegar bíla næsta vetur. Nýsamþykkt lög fella niður virðisauka af raf- og vetnisbílum Gerir bílana meira aðlaðandi Rafbílarnir eru fram- tíðin að mati kunnugra. Þ etta er lúxusrúta og í samræmi við þá stefnu okkar að bjóða farþegum okkar þægindi og örugg- ar ferðir,“ segir Marinó Pálmason. Stjórnendur Bílasmiðjunnar ehf., dótturfélags Dráttarbíla, fengu á dögunum afhenta frá Brimborg nýja Volvo 9500-rútu. Bíllinn tekur 52 farþega auk öku- manns og er vel búinn að öllu leyti. Bíllinn verður gerður út undir merkjum Grand Travel sem er ný eining í rekstri Dráttarbíla sem feðgarnir Pálmi Sigurðsson og Marinó Pálmason reka. Þeir hafa gert út vörubíla og vinnuvélar í mörg ár en nú bætast fólksflutn- ingarnir við. Framúrstefnubíll Bíllinn nýi er framleiddur í Pól- landi; vélin er níu lítra, 380 hestöfl og togkraftur mikill. Yfirbygging er úr ryðfríu stáli og áli þannig að hún ætti að standast tímans tönn. Gírar bílsins eru tólf og gírkassinn rafstýrður og þannig byggður að líkindi eru við sjálfskipt ökutæki. Bíllinn er á loftfjöðrum að framan og aftan auk þess sem hægt er að lækka innstig. Hljóðkerfið er vand- að, tveir 17 tommu sjónvarpsskjáir eru í bílnum sem og kaffiaðstaða, salerni og fleira. „Framúrstefnan í þessum bíl er vökvabremsa á gírkassanum sem gerir það að verkum að bremsurn- ar verða lítið notaðar, ofhitna ekki né fara úr virkni. Þú kemur varla við bremsupedalann á þessum bíl nema rétt þegar þú staðnæmist.“ Marinó segir að rútubílaútgerð- in sé viðleitni Dráttarbíla til að hafa eggin í fleiri körfum. Með fjölgun ferðamanna til landsins þurfi fleiri fólksflutningabíla og þá sé endurnýjun flotans aðkallandi mál. „Okkur hefur verið mjög vel tekið á markaðnum og höfum full- an hug á að hasla okkur völl þarna,“ segir Marinó. Fjárfest í framtíðinni Að sögn Kristins Más Emils- sonar, framkvæmdastjóra hjá Brimborg, hafa nokkur fyrirtæki keypt nýjar rútur að undanförnu. „Nokkur fyrirtæki þurfa að end- urnýja bíla sína; á þessu ári hafa alls átján stærri rútur verið ný- skráðar. Það er greinilega vaxt- arbroddur um þessar mundir í þjónustu við ferðamenn og því fjárfesta menn með framtíðina í huga,“ segir Kristinn sem reiknar með að þessi þróun haldi áfram. sbs@mbl.is Dráttarbílar í rútuútgerð Fengu nýjan framúrstefnubíl Bjartsýnir bílamenn. Á myndinni eru Pálmi Sigurðsson, til vinstri, og Marinó Sigurðsson og á milli þeirra er Ólafur Árnason frá Brimborg. Miklar rigningar hafa verið í Evrópu undanfarnar vikur og Englendingar hafa ekki farið varhluta af vætunni. Hér má sjá ástand vega í Englandi um þessar mundir þar sem bílstjórar þeysast um í rign- ingunni. Hér sést hvar Mazda Coupe Sport klífur polla á veginum utan Winchfield í Hampshire. AFP Blautir vegir í Englandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.