Morgunblaðið - 11.07.2012, Page 32

Morgunblaðið - 11.07.2012, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2012 Ísöld 4 Dýrin úr Ísaldar-teiknimyndunum snúa aftur í fjórðu myndinni um ævintýri þeirra. Sem fyrr er íkorn- inn Scrat að eltast við gómsæta hnetu en í hamaganginum kemur hann af stað landrekinu mikla og myndun heimsálfa. Fyrir vikið verða loðfíllinn Manni, letidýrið Lúlli og sverðtígurinn Dýri strandaglópar á borgarísjaka og rekur þá langt frá heimkynnum sín- um. Þeir reyna að komast aftur heim og lenda þá miklum ævintýr- um. Leikstjóri myndarinnar er Mike Thurmeier. Rotten Tomatoes: 52% Magic Mike Nýjasta kvikmynd leikstjórans Ste- vens Soderberghs. Í henni segir af karlkyns fatafellu, Mike Mart- ingano, sem hefur átt góðu gengi að fagna í faginu og kunna konur vel að meta tilburði hans. Mike kynnist nýliða í faginu, The Kid og tekur hann í læri. Mike ætlar sér hins vegar að hasla sér völl á öðrum vettvangi. Í aðalhlutverkum eru Channing Tatum, Alex Pettyfer, Matthew McConaughey og Olivia Munn. Rotten Tomatoes: 77% Ted Hér segir af John nokkrum Bennet og bangsanum hans sem er lifandi. Bennet óskaði sér þess í æsku að bangsinn hans myndi lifna við og varð að ósk sinni. Nú er Bennet hins vegar kominn á miðjan aldur og býr enn með bangsanum sem hefur mikil áhrif á einkalíf hans, ekki síst vegna þess að bangsinn er bæði frakkur og kjaftfor. Leikstjóri myndarinnar er Seth MacFarlane og í aðalhlutverkum Mark Wa- hlberg, Mila Kunis og Seth Mac- Farlane. Rotten Tomatoes: 68% Bíófrumsýningar Lifandi bangsi, fáklæddir karlmenn og ísöld Stripl Úr kvikmyndinni Magic Mike sem segir af karlkyns fatafellum. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Forsaga Bítlamálsins er að sögn Sig- urðar Eybergs Jóhannessonar, saxafónleikara og söngvara Hinna guðdómlegu Neanderdalsmanna, sú að hljómsveitin hafi upphaflega sam- ið nýtt lag við texta Bítlalagsins „Help“. „Ekki var vanþörf á þar sem lag Bítlanna sjálfra er arfaslakt,“ segir Sigurður og glottir stríðn- islega. „Úr varð þetta fína lag með Bítlatextanum „Help“ en þegar leið að útgáfu plötunnar Fagnaðar- erindið, sem hefur verið í vinnslu í nærri 20 ár, hugðumst við fá leyfi til að notast við Bítla-textann. Allir sem við töluðum við hér á landi sögðu að slíkt væri nærri því ómögulegt enda er vel haldið utan um allt efni Bítl- anna og ekki hver sem er sem fær að nota þeirra efni.“ Notuðu ekki texta Bítlanna Mikill tími fór í það hjá hljóm- sveitinni að nálgast einhvern sem gat gefið þeim leyfi til að nota texta Bítlanna við nýja lagið, að sögn Sig- urðar. „Eftir að hafa verið vísað á hverja umboðskrifstofuna á fætur annarri, fékkst á endanum síma- númerið hjá Sir Paul McCartney og hann veitti leyfi fyrir að nota text- ann, enda hæstánægður með lagið. Þó með því skilyrði að hann og John heitinn yrðu titlaðir höfundar texta og líka lags, án þess að nokkuð yrði minnst á Hina guðdómlegu Nean- derdalsmenn.“ Sigurður segir að í hljómsveitinni séu of miklir töffarar til að fallast á slíka skilmála. Því varð úr að hljómsveitin gerði nýjan texta við eigið lag sem nefnist „Hjálp“. Aðspurður hvers vegna ekki hafi komið út plata fyrr frá Neanderdals- mönnum segir Sigurður að þeir hafi hreinlega verið að byggja upp spennu meðal aðdáenda hljómsveit- arinnar. „Frá því við hófum að spila saman, í kringum 1991 að mig minn- ir, hefur þessi plata verið í smíðum. Við hittumst reglulega til að semja tónlist og taka upp lög og fyrst til að byrja með var allt tekið upp á forláta kassettutæki sem fengið var að láni frá Helga Víkings, trommuleikara í Keflavík. Það tæki þótti okkur svo gott við upptökur að það fór ekki á eftirlaun fyrr en rétt eftir aldamótin þegar við nútímavæddumst og fór- um að nota nýrri tækjabúnað við upptökur.“ Kassettutækinu hefur líklega aldrei verið skilað en Sig- urður telur að það sé niðurkomið hjá Þresti Jóhannessyni, söngvara og gítarleikara hljómsveitarinnar. Á nýju plötunni, Fagnaðarerindið, er helst að finna „alternative pön- krokk“, að sögn Sigurðar „Eitt sinn sögðumst við spila kántrírokk en núna er þetta blandað af pönkuðum lögum og inni á milli er efni í rólegri og ljúfari kantinum.“ Flóðgáttir hafa opnast Sigurður segir ekki jafn langt að bíða eftir næstu plötu enda hyggjast Neanderdalsmenn byrja á nýrri plötu strax í sumar. „Nú hafa opnast flóðgáttir og landinn mun ekki fá frí frá okkur á næstunni.“ Fagnaðarerindi er þó ekki enn komin í verslanir en stefnt er að því að hún verði seld í öllum helstu plötuverslunum landsins og á netinu. Fengu leyfi hjá Paul McCartney  Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn gefa út sína fyrstu plötu í tuttugu ár  Áætla að byrja á nýrri plötu strax í sumar  Sir Paul McCartney veitti leyfi fyrir því að nota lagatexta „Help“ Guðdómlegir Neanderdalsmenn spila fyrst og fremst fyrir sjálfa sig en líka aðra sem vilja njóta tónlistarinnar. TED Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 ÍSÖLD 4 3D Sýnd kl. 4 - 6 THE AMAZING SPIDERMAN 3D Sýnd kl. 10:20 INTOUCHABLES Sýnd kl. 4 - 8 - 10:20 MADAGASCAR 3 3D Sýnd kl. 4 Vinsælasta mynd veraldar! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar MANNI, DÝRI OG LÚLLI ERU MÆTTIR AFTUR Í STÆRSTU FJÖLSKYLDUMYND SUMARSINS! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is MYNDIN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM!ÍSL TEXTI HHHH -FBL HHHH -MBL HHHH -TV, KVIKMYNDIR.IS HHHH -VJV, SVARTHÖFÐI - TV, KVIKMYNDIR.IS - VJV, SVARTHÖFÐI MYNDIN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSÖLD 3D KL. 6 L TED KL. 8 - 10 12 SPIDERMAN 3D KL. 8 - 10.30 10 INTOUCHABLES KL. 6 12 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.5.50 L TED KL.5.40 - 8 – 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL 6 - 9 10 STARBUCK KL. 8 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 WHAT TO EXPECT KL 10.25 L ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.30 - 5.50 L ÍSÖLD 4 3D ENSK. ÓTEXTUÐ KL. 8 L ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L TED KL. 3.30 - 8 - 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 5 - 8 - 10.50 10 SPIDER-MAN 3D LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.50 10 SPIDER-MAN 2D KL. 10.10 10 WHAT TO EXPECT KL. 8 L PROMETHEUS 3D KL. 10.25 16 HLUTI AF HVERJUM SELDUM BÍÓMIÐA ALLAN JÚLÍ - rennur til Barnaheilla VINSÆLASTA MYND VERALDAR! MANNI, DÝRI OG LÚLLI ERU MÆTTIR AFTUR :)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.