Morgunblaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 ✝ GuðbjörgHulda Ragnarsdóttir fæddist á Grund í Vesturhópi 12. mars 1930. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands á Hvamms- tanga 12. júlí 2012. Móðir hennar var Jónína Guð- mundsdóttir f. 25. ágúst 1903, d. 6. apríl 1980. Eig- inmaður Huldu var Guðmundur Axelsson fæddur að Lækjarmóti í Víðidal 3. janúar 1920, d. 20. júní 2010. Sonur Huldu og Guð- mundar er Axel Rúnar, f. 31. maí 1963. Sambýliskona hans er Bo- gey Erna Benediktsdóttir frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði, f. Hulda fæðist að Grund og dvelur þar ásamt móður sinni fyrstu mánuðina. Í desember 1930 flytur Hulda að Lækjarkoti í Víðidal. Þar elst hún upp fyrstu árin hjá móðurforeldrum sínum þeim Ingibjörgu Árnadóttur f. 1873, d. 1955 og Guðmundi Jón- assyni f. 1868 d. 1939 og þeirra stóra barnahóp. Síðar flytur stórfjölskyldan að Dalsbrún í Víðidal og býr þar nokkur ár. Árið 1944 flytur Hulda ásamt ömmu sinni, móður og nokkrum móðursystkinum að Dæli í Víði- dal. Hulda sótti farskóla t.d. að Kistu í Vesturhópi, og dvaldi hluta úr sumri á Ósi við Akranes. Vorið 1953 eða 11. júní það ár hefur Hulda búskap að Valda- rási í Fitjárdal með eiginmanni sínum. Þar býr hún í 59 ár eða allt til júní 2012 þegar heilsan gaf sig. Síðasta mánuðinn dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun á Hvammstanga. Útför Huldu fer fram að Víði- dalstungukirkju í dag, 21. júlí 2012 og hefst athöfnin kl. 14. 15. apríl 1970. Börn þeirra eru Heiðrún Nína, f. 10. febrúar 1997, og Anna El- ísa, f. 9. maí 2004. Uppeldissonur Huldu og Guð- mundar er Grétar Gústavsson, f. 13. júlí 1953. Dætur Grétars eru Linda Björk f. 14. maí 1980 og Lára Björg f. 7. september 1988. Dætur Lindu eru Perla Kristín, Brynja Sól og Saga Lind. Móðir Lindu er Sólveig Jónsdóttir og eldri dóttir hennar er Kristín. Börn Láru eru Grétar Snær og Erika Diljá. Móðir Láru er Guðný Bech og eldri börn hennar eru Anna Ragnheiður og Halldór Rune. Fyrir rúmri viku lést heiður- skonan Hulda Ragnardóttir eða Hulda í Valdarási, eins og hún var alltaf kölluð, eftir um mán- aðar sjúkralegu á Hvamms- tanga. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að hafa þekkt Huldu og Mumma. Sem lítill stubbur var ég í pössun hjá þeim og Nínu, móður Huldu, meðan for- eldrar mínir stunduðu vinnu í sláturhúsinu á Hvammstanga á haustin. Það var alltaf mikið ævintýri að koma í stóra húsið í Valdarási, brattir stigar, ótal mörg her- bergi og skúmaskot með margs konar dóti. Mikið var til af bók- um og sér í lagi bílum sem Rún- ar átti sem gaman var að leika sér að en fyrst og fremst var heimsókn í Valdarás vissa um hlýju og vináttu allra sem þar bjuggu. Hulda var dugleg og gekk í flest verk í sveitinni, bæði innan- húss og utan, líkt og margar hús- freyjur í sveit af hennar kynslóð. Hún var mikill dýravinur, hafði mest dálæti á kúnum en kunni vel við kindurnar líka. Réttar- dagarnir skipuðu stóran sess í sveitalífinu á ári hverju. Þá var Hulda í essinu sínu að taka á móti réttargestum með svignað borð af kræsingum þar sem spurt var frétta úr réttinni og málin rædd. Réttarferðin í Valdarásrétt verður fátækari en áður eftir að þau hjón hafa nú kvatt með ríflega tveggja ára millibili. Hulda var gjafmild með ein- dæmum en hafði líka gaman af fallegum hlutum og fötum, að klæða sig upp á við viðeigandi tilefni þó þau Mummi færu ekki mjög oft af bæ, í seinni tíð í það minnsta. Þau höfðu þó bæði mjög gaman af styttri ferðalög- um, sjá hvernig búskapur gengi fyrir sig á öðrum slóðum en heima fyrir og nutu þess einnig að hitta fólk og spjalla. Hulda og Mummi fylgdust alltaf vel með því sem var að ger- ast í sveitinni á hverjum tíma, bæði á tímum sveitasímans og síðar þegar aðrar tegundir síma komu til sögunnar. Þau nutu þess að fá fólk í heimsókn í Valdarás, þar sem Hulda var jafnan á þönum með veitingarn- ar en Mummi lá á bekknum, spurði frétta og ræddi landsmál- in. Mörg undanfarin ár hefur varla liðið sá dagur að móðir mín, Maja í Tungu, hafi ekki heyrt í Huldu þar sem skipst var á sögum af barnabörnunum, sveitungunum og persónum úr Leiðarljósi, sem var þáttur sem varla mátti missa af. Ég hitti Huldu í síðasta sinn fyrir rúmum þremur vikum á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Þá var hún í raun ótrúlega hress andlega, með allt á hreinu varð- andi nöfn og atburði sem átt höfðu sér stað skömmu áður. Hún var ekki sátt við sjúkra- húsvistina, vildi komast heim í Valdarás hið fyrsta, þar myndi hún ná bata mun fyrr en á sjúkrahúsinu. Við kvöddumst með þeim orðum að næst mynd- um við hittast heima í Valdarási. Af því varð ekki en ég er viss um að þar er hún í dag og líður vel. Við fjölskyldan sendum Rúnari, Grétari og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og minnumst Huldu með þakk- læti og hlýju í huga. Eggert Teitsson. Fyrir nokkru varð vinkona mín Hulda í Valdarási að fara að heiman, fárveik. Hún reyndist sannspá um að ef hún færi á sjúkrahúsið þá mundi hún ekki koma heim aftur. Það kom manni þó á óvart að frétta um lát hennar, kannski vegna væntinga um að þetta sumarið eins og svo mörg önnur gætum við heimsótt nágranna okkar og drukkið með henni kaffi og rætt um daginn og veginn. Nú er sá tími liðinn og mikil eftirsjá að geta ekki notið fleiri samverustunda með Huldu. Ég man þá stund sem við Hulda náðum fyrst saman, eins og sagt er. Ég kúasmali á bæn- um líklega 6 eða 7 ára. Við vor- um að reka kýrnar saman við Valdarástjörn þegar við fórum að ræða saman. Hún, kona Guð- mundar Axelssonar bónda á Syðri-Valdarási. Ég, sveitastrák- ur að sunnan í sveit hjá tengda- föður hennar, Axel Guðmunds- syni. Þarna var rekinn samvinnubúskapur á bæjunum Valdarási, Ytri-Valdarási og Syðri- Valdarási. Samtal okkar Huldu snérist um búrekstur, þar sem við vorum sammála um að ekkert væri að sækja á mölina og hvað þá til Reykjavíkur. Lengi vel steig Hulda ekki inn fyrir borgarmörkin og undi sér hvergi betur en heima á Valdar- ási. Af þessu mætti ætla að Hulda hafi verið skammsýn eða ómeðvituð um heimsins gersem- ar. En því fór fjarri. Hún var víð- lesin og þekkt fyrir að hafa lesið nær allt bókasafnið á Hvamms- tanga. Í samtölum yfir kaffibolla var hún skýr og vissi vel hvað klukk- an sló, hvort sem um var að ræða atburði sveitarinnar eða fyrir ut- an landsteinanna. Það er hins vegar ekki hægt að segja að líf Huldu hafi verið eintómur bók- lestur, meiri dugnaðarforkur til verka þekktist ekki hvort sem um var að ræða innan heimilis eða við bústörf. Hún sinnti mjöltun frá því ég man eftir mér, fyrst í torffjósinu fyrir norðan Brunná, þar sem hún bar mjólk- ina á rekkum heim í votkæli og síðan í fjósinu sunnan við íbúðar- húsið þar sem hún handmjólkaði tugi kúa lengi fram eftir. Hún sinnti þessum þætti búsins af al- úð með manni sínum Guðmundi bónda Axelssyni. Þau voru sam- hent í rekstri búsins og gagn- kvæm virðing einkenndi þeirra samband. Það var þroskandi og skemmtilegt að eiga samleið með Huldu alveg frá því að vera lítill polli í sveit og síðan sem fullorð- inn einstaklingur. Hún var höfð- ingi heim að sækja, veitti það sem hún hafði. Tegundafjöldinn með kaffinu var oft yfirþyrm- andi. Hulda tók vel á móti sveit- ungum sínum ár hvert þegar gáfnamenn komu að fjalli og réttað var í Valdarásrétt. Hún var spurul um hagi fjölskyldunn- ar og sýndi væntumþykju um sína nánustu. Hún var afsprengi kynslóða þar sem uppvaxtarárin voru umlukt óvissu, hún kom ung að Valdarási ásamt móður sinni og náði þar bólfestu. Hún fær góða hvíld þar sem hún er núna en söknuðurinn er hérna megin. Takk fyrir góða samleið Hulda mín. Með samúðarkveðju til Grét- ars og Axels Rúnars og fjöl- skyldna. Karl Friðriksson á Hrísum. Guðbjörg Hulda Ragnarsdóttir ✝ Hrönn Karól-ína Johnson fæddist í Vest- mannaeyjum 21. janúar 1936. Hún lést 29. júní 2012. Foreldrar Hrannar Karólínu voru Óskar Em- anúel Þorsteinn Johnson fæddur í Vestmannaeyjum 15. júlí 1915, látinn 28. júní 1999 og Sigríður Jóns- dóttir fædd á Steig í Mýrdal 16. sepember 1912, látin 21. janúar 2003. Systkin eru Margrét Ósk- arsdóttir f. 1941, Þorsteinn Óskar Johnsson f. 1944 og Kristinn Óskarsson f. 1946. Þann 20. júní 1964 giftist Hrönn Karólína Daníel Péturs- syni flugstjóra sem er fæddur í Reykjavík 1932. Foreldrar Daníels voru Pétur Daníelsson hótelstjóri og Benedikta Jóns- dóttir húsmóðir. Börn Hrannar og Daníels eru fimm. Elísabet fædd 17. nóvember 1955 gift Hallgrími Scheving Krist- inssyni, Oddur fæddur 6. októ- ber 1959 giftur Áslaugu Krist- insdóttur, María Sigríður fædd 8. júlí 1967 gift Sigurði Jóns- syni, Pétur fæddur 28. apríl 1971 kvæntur Sigrúnu Ósk Ólafsdóttur. Þóra Hrönn fædd 28. mars 1975 í sam- búð með Patrik Ahmed. Barna- börnin eru 14 og barnabarnabörn 3. Hrönn Karólína ólst upp í Vest- mannaeyjum og fluttist þaðan fljót- lega eftir fermingu til föðurömmu sinnar, Önnu Margréti Madsen, í Kaupmannahöfn. Þaðan hóf hún nám í Hamborg og fluttist aftur til Kaupmannahafnar og vann þar við skrifstofustörf. Hrönn Karólína fluttist aftur heim til Íslands og vann við verslunarstörf. Ráðin til Loft- leiða hf. sem flugfreyja 1962 og vann þar til 1971. Hóf rekstur á bóka- og ritfangaverslun ásamt eiginmanni sínum í Reykjavík. Í framhaldi stofnaði hún og fjölskylda heildverslunina Danco sem hún vann ötullega við þar til veikindi hömluði henni viðveru. Hrönn Karólína sinnti ritarastörum hjá Sam – Frímúrararreglunni. Var í stjórn Th. Johnson ehf. og Danco ehf. Útför Hrannar Karólínu var gerð í kyrrþey. Nú kveð ég og minnist minnar fögru og yndislegu vinkonu, tengdamóður og ömmu barnanna minna, Hrönn Karól- ínu Johnson. Í hjartanu er sorg og sökn- uður en jafnframt gleði og þakk- læti fyrir að fá að kynnast og eiga yndislegar stundir með þessari frábæru konu. Hennar viska, gleði, góð- mennska, dugnaður og ást hefur gefið mér nýja sýn á lífið, mikinn lærdóm og ómetanlegar minn- ingar. Ég þakka Guði fyrir þennan stutta tíma sem við fengum með henni og ég veit við fáum meiri tíma með henni seinna. Ég hugsa um Hrönn og það eru svo mörg orð sem koma í hugann, móðir, eiginkona, tengdamóð- ir, amma og vinkona, glaðvær, dugleg, vitur, björt, falleg, fynd- in, trú og traust. Kjarninn okkar, kjarni, styrkur og stoð fjölskyld- unnar. Hrönn var ekki… Hún er, þetta allt og svo mikið meira. Hún er í hjarta okkar, í huga og í Guði, þar mun hún lifa og vera alltaf. Drottinn veri með allri fjöl- skyldunni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ( Valdimar Briem.) Sigrún Ósk Ólafsdóttir. Hrönn Karólína Johnson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS JÓNSSONAR frá Patreksfirði. Dröfn Árnadóttir, Árni Freyr Einarsson, Þorbjörg Sólbjartsdóttir, Elín Kristín Einarsdóttir, Haraldur Árni Haraldsson, Atli Már Einarsson, Margrét Hólmfríður Magnúsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir till allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SVEINFRÍÐAR H. SVEINSDÓTTUR. Sveinn Ingvarsson, Katrín Andrésdóttir, Magnús Gunnarsson, Steinunn Ingvarsdóttir, Ólafur Hjaltason, Erna Ingvarsdóttir, Þorsteinn Hjartarson og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Seyðisfirði, áður til heimilis að Smáraflöt 16, Garðabæ. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Starfsfólki og hjúkrunarfólki á Sólvangi í Hafnarfirði eru færðar sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun hennar þar síðustu ár. Guð veri með ykkur öllum. Ásdís Bernburg, Herdís Rut Hallgrímsdóttir, Grétar Guðmundsson, Hallgrímur S. Hallgrímsson, Helga S.L. Bachmann, Óli Svavar Hallgrímsson, Halldóra Gyða Matthíasdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, KARLS M. GUÐMUNDSSONAR, íþróttakennara, Suðurlandsbraut 58, Reykjavík. Sigríður Stefánsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Jens Hilmarsson, Ásta Sigrún Karlsdóttir, Stefán Örn Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs bróður, föður, mágs og frænda, VILHELMS ARNAR OTTESEN, Efstahjalla 13, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu fyrir ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum. Guð veri með ykkur öllum. Ásta Ottesen, Páll H. Jónsson, Gunnlaug Ottesen, Friðrik Diego, Þórhallur Ottesen, Elín Margrét Jóhannsdóttir, Kristín Ottesen, Sigmundur Ásgeirsson, Jón Ívar Vilhelmsson, Ellert Heiðar Vilhelmsson og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.