Morgunblaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
✝ Marinó ÓlasonSigurbjörnsson
var fæddur á Lækn-
isstöðum, Sauða-
neshr., N-Þing. 3.
mars 1923. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 11. júlí
2012.
Foreldrar hans
voru Sigurbjörn
Ólason, f. 30.4.
1888, d. 15.2. 1964, og Guðný
Soffía Hallsdóttir, f. 25.8. 1896,
d. 24.8. 1925. Systkini Marinós
voru Bergur, f. 20.5. 1917, d.
28.7. 2005, Líney Kristbjörg, f.
4.1. 1919, d. 16.7. 1958 og Hallur,
f. 9.11.1921, d. 6.6. 2010. Uppeld-
isbróðir Marinós var Sigurður
Tryggvason, f. 11.2. 1928, d.
18.6. 1988. Fóstra og föðursystir
Marinós var Guðlaug Óladóttir,
f. 3.10. 1898, d. 24.8. 1979.
Eftirlifandi eiginkona Mar-
inós er Margrét Siggerður Ein-
arsdóttir, f. 4.5. 1929. Foreldrar
Margrétar voru Einar Guð-
mundsson, f. 29.2. 1888, frá Skál-
eyjum í Breiðafirði, d. 24.1. 1975
og Steinunn Kristinsdóttir Beck,
f. 1.1. 1899, Kollaleiru í Reyð-
arfirði, d. 19.3. 1997. Marinó og
Margrét giftu sig 6.9. 1951. Börn
þeirra: 1) Steinunn, f. 1948. Gift
Sigurði V. Benjamínssyni, f.
1945. Börn: a) Þórir Marinó, f.
1968. Kvæntur Valdísi Vil-
hjálmsdóttur, f. 1969. Börn: Sig-
urður Ingvar, f. 2009. Brynja
Lísa, f. 1996, móðir hennar er El-
ísabet Björk Björnsdóttir, f.
f. 1986 og Elvar Örn Jóhannsson,
f. 1990. Sambýlismaður Hönnu
Cörlu er Ólafur Víðir Ólafsson.
Sonur þeirra er Elmar Franz. 5)
Guðný Soffía, f. 1961, gift Har-
aldi Kristófer Haraldssyni, f.
1957. Börn: a) Arna, f. 1983, sam-
býlismaður hennar er Hilmar
Egill Jónsson, f. 1978, b) Elfur, f.
1985, barn hennar er Ólíver
Blær Ólafsson, f. 2005, c) Rafn
Andri, f. 1989, d) Hlynur, f. 1992.
6) Gauti Arnar, f. 1967. Kvæntur
Huldu Sverrisdóttur, f. 1967.
Börn: a) Kolfinna, f. 1996, b) Re-
bekka, f. 1999, c) Aþena, f. 2004.
Marinó ólst upp á Staðarseli á
Langanesi hjá föður sínum og
föðursystur og bjó þar til 20 ára
aldurs. Hann stundaði almennt
nám í Laugaskóla í Reykjadal og
í Námsflokkum Reykjavíkur. Á
þessum árum lagði hann einnig
stund á nám í harmonikkuleik.
Árið 1945 fluttist Marinó til
Reyðarfjarðar og hóf störf hjá
Kaupfélagi Héraðsbúa. Starfs-
árin hjá KHB urðu 48 samtals,
verslunarstjóri í 30 ár og fulltrúi
kaupfélagsstjóra í 18 ár. Á Reyð-
arfirði átti Marinó sæti í hrepps-
nefnd samfleytt í 24 ár, sat fjög-
ur ár í sýslunefnd, var formaður
Umf. Vals í 13 ár, sat í stjórn
U.Í.A. í átta ár, var einn af stofn-
endum Björgunarsveitarinnar
Ársólar, ásamt því að eiga sæti í
ýmsum öðrum nefndum. Marinó
var umboðsmaður Flugfélags Ís-
lands og síðar Flugleiða í 30 ár.
Marinó lék á harmonikku í dans-
hljómsveitum í 22 ár, lengst af í
ÍB-kvintett. Hann hafði alla tíð
brennandi áhuga á skotveiðum
og var aðalgrenjaskytta Reyð-
arfjarðar í 50 ár og hreindýra-
eftirlitsmaður til fjölda ára.
Útför Marinós fer fram frá
Reyðarfjarðarkirkju í dag, 21.
júlí 2012, kl. 11.
1975. Sonur Valdís-
ar er Garðar Krist-
jánsson, f. 1995. b)
Einar Björn, f.
1969. 2) Einar, f.
1951. Kvæntur
Ólafíu K. Kristjáns-
dóttur, f. 1953.
Börn: a) Sigríður
Björk, f. 1975, gift
Sveini Guðna Gunn-
arssyni, f. 1975.
Synir þeirra eru
Sólon Birkir, f. 1997 og Sölvi
Freyr, f. 2006, b) Margrét Soffía,
f. 1987, c) Kristján Andri, f. 1993,
d) Katrín Edda, f. 1993. 3) Sig-
urbjörn, f. 1956. Kvæntur Sigríði
Stefaníu Ólafsdóttur, f. 1957.
Börn: a) Íris, f. 1976, sambýlis-
maður Haukur Guðnason, f.
1976. Börn: Rakel Heba Inga-
dóttir, f. 1998, Ísak Elí, f. 2006,
Aron Elvar, f. 2006 og Diljá
Harpa, f. 2009. b) Alma, f. 1980,
gift Aðalsteini Ólafssyni f. 1977.
Þau skildu. Börn: Maron Fannar,
f. 2003 og Nóel Darri, f. 2006.
Sambýlismaður Arnar Már Ei-
ríksson, f. 1979. Sonur þeirra:
Eron Gauti, f. 2012. Börn Arnars
eru Alexander Örn, f. 2001 og
Elín Inga, f. 2005. c) Marinó Óli,
f. 1985, sambýliskona Hjördís
Helga Seljan Þóroddsdóttir, f.
1989. 4) Marinó Már, f. 1959.
Kvæntur Unni Fríðu Halldórs-
dóttur. Þau skildu. Börn: a) Guð-
björg Arney, f. 1993 og b) Einar
Guðjón, f. 1996. Sambýliskona
Marinós Más er Sigríður Lísa
Geirsdóttir, f. 1963. Börn Lísu
eru Hanna Carla Jóhannsdóttir,
Þegar pabbi sagði okkur að afi
væri fallinn frá fannst okkur eins
og okkur hefði dreymt það og bið-
um eftir að vera vakin upp af
draumnum. Þetta var allt svo
óraunverulegt og við trúðum því
ekki að svona yndislegur maður
eins og hann afi okkar var, væri
farinn. Minningarnar frá öllum
okkar heimsóknum til afa og
ömmu á Reyðarfirði hrönnuðust
upp.
Seint munum við gleyma bíl-
ferðunum sem við fórum niður í
búð með afa að versla smotterí
sem vantaði í mat dagsins og þeg-
ar nefnt var að barnabörnin lang-
aði í; þá var afi rokinn af stað til að
kaupa það. Eins þegar hann spil-
aði á harmonikkuna fyrir okkur
eða þegar hann leyfði okkur að
heyra tófugaggið sitt. Afi kenndi
okkur svo margt sem við munum
vera honum ævinlega þakklát fyr-
ir. Hann var úrræðagóður og fann
farsælar lausnir í öllum málum.
Hvort um sig eigum við systk-
ini margar minningar. Í einni af
mörgum heimsóknum okkar á
Reyðarfjörð að sumri til, hentist
afi í kaupfélagið eftir nauðsynjum
fyrir ömmu, ég fékk að skottast
með, og er ég setti vörurnar í poka
þá stoppaði afi mig af og sýndi
mér hvernig raða ætti í innkaupa-
poka svo vel færi. Í hvert sinn sem
ég raða í innkaupapoka í dag
minnist ég þessarar stundar.
Einar upplifði ótalmargt gegn-
um samskipti við afa sinn þegar
við dvöldum á sumrin hjá þeim.
Honum var treyst fyrir mörgum
verkefnum þótt ungur væri, svo
sem að aðstoða við málun og ýms-
ar endurbætur sem voru í gangi í
það skiptið. Tófuveiðisögur afa
munu seint gleymast, Einar bróð-
ir fékk nokkrum sinnum að fara
með honum, Bibba og pabba í
grenjaleit. Einnig er ómetanlegt
fyrir hann að hafa fengið að spila
undir á gítarinn með afa á harm-
onikkunni. Afi var alltaf duglegur
að hvetja okkur í því sem við tók-
um okkur fyrir hendur.
Elsku afi okkar, mikið eigum
við eftir að sakna þín og þeirra
tíma sem við áttum saman, en eft-
ir standa ótal margar góðar
minningar sem aldrei munu
gleymast.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Hvíl í friði.
Guðbjörg Arney Marinós-
dóttir og Einar Guðjón
Marinósson.
Elsku besti afi, það er afar sárt
að kveðja þig.
Allar stundirnar sem við eydd-
um saman voru litaðar af gleði og
einskærri góðmennsku. Þú hugs-
aðir vel um þína, varst tillitssamur
og með eindæmum geðgóður. Það
er svo margs að minnast, til dæm-
is öll hafragrautskappátin á
morgnana, fíflatínslan í garðinum
þar sem þú greiddir krónu á hvern
fífil og matarboðin þar sem enginn
fór svangur frá borði. Þú fórst
með okkur í ófáa bíltúra upp í hér-
að eða í næstu firði og ekki var nú
verra ef við sáum krumma eða
bláber. Stundum settist þú niður
inni í herbergi, tókst lagið á harm-
onikkuna og við nutum þess að
hlusta á þig. Þú kenndir okkur
margt og gerðir það með
skemmtilegum aðferðum, hvort
sem það var að borða matinn,
vinna eða njóta þess að vera sam-
an. Snillingur varstu.
Það hefur alltaf verið gaman og
notalegt að koma á Heiðarveg.
Þar stjanaðir þú við alla, börn sem
fullorðna og erfitt var að mót-
mæla. Þú máttir ekki heyra ís
nefndan þá varstu rokinn af stað
út í búð og mættir með ís stuttu
seinna. Það var þín aðferð við allt,
gera hlutina strax og vel og alltaf
með væntumþykju í fyrsta sæti.
Alltaf bauðstu til þess að keyra
okkur, sama hve stutt var að fara
og tókst þátt í öllu sem var að ger-
ast. Þú varst einstakur og við höf-
um engum öðrum kynnst sem hef-
ur alla þína stórkostlegu kosti. Við
erum þakklát fyrir tímann með
þér og að hafa átt svona góðan afa.
Allir sem fengu þann heiður að
kynnast þér ættu að taka þig til
fyrirmyndar. Þú hugsaðir vel um
okkur, gekkst í öll verk, veiddir í
matinn, eldaðir og bakaðir með
ömmu. Fórst hiklaust með henni í
skó- og fatabúðir og borgaðir svo
reikninginn. Þvílíkur herramaður
sem þú varst og mikið snyrti-
menni. Amma okkar Magga er
klár kona að velja sér svo góðan
eiginmann og við heppin að hafa
átt þau bæði að.
Nú hefur stórt skarð myndast í
fjölskylduna og söknuðurinn er
mikill. En allar góðu og skemmti-
legu minningarnar sem við eigum
öll munu hjálpa okkur í gegnum
sorgina.
Elsku afi Marinó, það eru for-
réttindi að hafa fengið að eiga all-
ar góðu stundirnar með þér. Þú
verður ávallt í hjarta okkar.
Kveðja frá afabörnunum þín-
um.
Elfur, Rafn Andri og Hlynur.
Elsku afi Marinó.
Mikið er sárt að þurfa að kveðja
þig. Eftir standa þó ótal minning-
ar um svo yndislegan og góðan
mann. Þú varst svo hjálpsamur og
hugsaðir til allra. Ég man ekki eft-
ir þér öðruvísi en í góðu skapi og
brosandi. Það einkenndi þig mikil
jákvæðni og dugnaður og stoltur
varstu af allri fjölskyldu þinni og
það fengum við ætíð að heyra.
Að koma í heimsókn austur til
þín og ömmu var alltaf jafn gaman
og við systurnar komum nokkur
sumur bara tvær. Afar skemmti-
legt þótti mér að koma án þess að
við gerðum boð á undan okkur og
spennan við það minnkaði ekkert
þó ég væri orðin fullorðin.
Þú varst mjög sniðugur og í eitt
skiptið baðstu okkur systurnar
um að tína alla fíflana í garðinum.
Krónu fengum við fyrir hvern fífil
og með gróðann fórum við saman í
kaupfélagið og keyptum bland í
poka. Þú snerist í kringum okkur
og þér þótti það ekki tiltökumál að
skjótast í búðina nokkrum sinnum
á dag eftir hinu og þessu. Þú lum-
aðir næstum alltaf á lúxusís með
karamellu í frystinum sem gladdi
litla nammigrísi.
Þú varst mikill reglumaður og
alltaf rokinn á fætur eldsnemma.
Það var aðalsportið hjá okkur
systrunum að reyna að vakna á
undan þér sem var nógu mikil
áskorun en takmarkið var einnig
að ná að klára hafragrautinn á
undan þér. Það hafðist nú ekki oft
enda við líklega þráast við að fara í
háttinn á kvöldin í fríi hjá ömmu
og afa. Ískalda kassamjólkin og
bangsavítamín með morgunmatn-
um minna mig alltaf á dvölina hjá
þér og ömmu.
Mikið hefur verið hlegið af einu
skiptinu þegar við systurnar vor-
um litlar að koma ofan af héraði
með þér og ömmu. Ég var alveg í
spreng eins og gerist og eftir að
hafa létt á mér leist ömmu aldeilis
ekki vel á útganginn á mér, því þú
hafðir girt pilsið ofan í sokkabux-
urnar.
Ég og Hilmar nutum heim-
sóknanna til ykkar síðustu ár í
botn. Þvílíkt sem það var stjanað
við okkur og allir sem þig og
ömmu þekkja vita að það er alltaf
meira en nóg á borðum. Hilmar
var farinn að bregða á það ráð að
segja í léttum tón: „Ég fæ mér
meira ef þið fáið ykkur líka“ þegar
honum var boðið að klára það sem
eftir var enda það með öllu
ómögulegt.
Samræðurnar í eldhúsinu voru
oft mjög athyglisverðar og mikið
grínað. Þú og amma voruð okkur
góð fyrirmynd og okkur leið vel
hjá ykkur.
Hilmar hafði aldrei bragðað
rjúpu áður en hann kom í fjöl-
skylduna og eftir að hann fór að
veiða í jólamatinn þá rædduð þið
oft saman um rjúpnaveiðar. Við
vorum alveg heilluð af þér þegar
við fórum með þér í stuttan dags-
túr í leit að rjúpu. Mér þótti gang-
an í snjónum heldur erfið en þú
gekkst þetta eins og herforingi
kominn á níræðisaldur. Við erum
afar þakklát fyrir þennan tíma
með þér og Hilmar hefur alltaf tal-
að um afa Marinó sem mikinn vin
sinn, þegar á þig er minnst.
Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman og vil að þú vitir hve
mikið mér þykir vænt um þig. Þín
verður sárt saknað en ég er viss
um að þú vakir yfir okkur alveg
eins og þú hefur alltaf gert og þá
sérstaklega elsku ömmu.
Þín afastelpa,
Arna Haraldsdóttir.
Afi Marinó var góður vinur
minn. Hann var alltaf á fullu og
vildi alltaf gleðja alla. Það sem ég
mun sakna mest er hláturinn sem
lét mig alltaf brosa. Það mun aldr-
ei vera eins að koma austur á
Heiðó og enginn afi til að knúsa og
mér mun aldrei líða eins. En hann
mun alltaf eiga stað í hjarta mínu.
Rebekka Gautadóttir.
Það er erfitt að átta sig á að afi
Marinó sé farinn og að hann komi
aldrei aftur. Við munum aldrei
upplifa það aftur að koma á Reyð-
arfjörð eftir langa keyrslu og hitta
afa Marinó. Það er nánast óhugs-
andi að geta ekki fengið að sjá afa
aftur skælbrosandi við hlið ömmu,
heyra hláturinn, sem einkenndist
af hamingju, eða vakna á Heiðó og
fá nýbakað afabrauð.
Þetta er mikill missir, þessi
hrausti, hjálpsami og duglegi og
maður er ekki lengur hérna. Afi
var hæfileikaríkur maður. Hann
var frábær harmónikkuleikari,
var alltaf að baka og fór oft á veið-
ar. Hann lét aldurinn ekki stoppa
sig.
Ég á eftir að sakna afa ofboðs-
lega mikið. Það á alltaf eitthvað
eftir að vanta. Ég get ekki lýst
hversu mikið mig langar að halda
utan um afa, heyra hláturinn hans
eða spjalla við hann einu sinni enn.
Takk fyrir öll þessi yndislegu
ár, elsku afi Marinó minn. Ég mun
halda fast í allar þær minningar
sem ég á um þig.
Kolfinna Gautadóttir.
Nú er elskulegur afi Marinó
fallinn frá. Eftir stendur hinn
helmingurinn hans, hún elskulega
amma Magga, ásamt ótal minn-
ingum sem eru mér eingöngu hug-
ljúfar og fallegar. Hann var mörg-
um kostum gæddur en umfram
allt var hann hlýr og góður afi.
Afi og amma hafa alltaf spilað
stórt hlutverk í lífi mínu og tel ég
það algjör forréttindi að hafa
fengið að alast upp með þau innan
seilingar. Samverustundirnar
hafa alla tíð verið innihaldsríkar
og einkennst af hlýju og velvilja.
Minningar um afa sem alltaf var
ánægðastur með og stoltastur af
öllu sínu fólki. Hann hvatti mann
áfram og sparaði aldrei hrósið
sem varð oft til þess að lyfta
manni upp í hæstu hæðir.
Afi var ávallt flottur í tauinu og
snyrtilegur, alltaf í skyrtu, með
bindi og í vel burstuðum skóm.
Gallabuxur fór hann aldrei í, það
var ekki hans stíll. Hann passaði
upp á að vera greiddur, nýrakað-
ur og ilmaði alltaf svo vel.
Ég hef alltaf litið upp til afa
fyrir dugnaðinn sem einkenndi
hann. Hann sat aldrei auðum
höndum, ef einhver verk biðu
hans þá fengu þau ekki að bíða
lengi, þau skyldu unnin hratt og
örugglega.
Afi Marinó var mjög gjafmild-
ur, greiðvikinn og traustur, ef ein-
hver rétti honum hjálparhönd þá
borgaði hann það margfalt til
baka. Hann hugsaði alveg ein-
staklega vel um hana ömmu
Möggu alla tíð og var það falleg
sjón að sjá hve ástfangin og sam-
heldin þau voru í einu og öllu.
Augljóst var hve vænt honum
þótti um fjölskylduna sína alla því
það sýndi hann svo glöggt með
gjafmildi og umhyggju.
Minningar frá því ég var lítið
stelpuskott, innlit í vinnuna hans
afa, daglegu heimsóknirnar niður
á Heiðó í ömmu og afa hús þangað
sem allir voru alltaf velkomnir,
harmonikkuhljómurinn, lumm-
urnar, allar mörg hundruð skutl-
ferðirnar sem afi lagði á sig þegar
ég var of þreytt (eða löt) til að
labba upp hæðina og heim, jólahá-
tíðirnar með þeim, ásamt öllum
þeim góðu samverustundum og
símtölum sem við höfum átt eftir
að ég flutti að heiman.
Einna minnisstæðast er þegar
þau komu, ásamt fríðu föruneyti, í
heimsóknina til Danmerkur. Þar
naut hann sín vel með fjölskyld-
unni í góðu veðri og fallegu um-
hverfi. Allt þetta og meira til mun
ég varðveita vel um ókomna tíð.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku besta amma Magga mín,
missirinn er mikill og margs er að
sakna. Við erum öll svo sannar-
lega rík að hafa átt hann afa Mar-
inó að. Saman hjálpumst við að, að
halda utan um þig og halda minn-
ingunni um afa Marinó á lofti.
Íris Sigurbjörnsdóttir.
Við kveðjum með söknuði góð-
an afa og langafa. Afi Marinó var
hálfgert ofurmenni og það var fátt
sem hann ekki gat eða kunni,
hvort sem það var að baka brauð
eða fara á veiðar. Hann var upp-
fullur af fróðleik og það var hægt
að tala við hann um allt milli him-
ins og jarðar. Það var alltaf gott
að koma á Reyðarfjörð til ömmu
og afa og Sólon á sérstaklega dýr-
mætar minningar um þær stundir
sem hann eyddi þar í góðu yfir-
læti.
Það er undarlegt að hugsa til
þess að afi taki ekki á móti okkur
með bros á vör og hlýju faðmlagi
næst þegar við komum en minn-
ingarnar um yndislegan mann lifa
áfram.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Úr spámanninum.)
Sigríður, Sveinn,
Sólon Birkir
og Sölvi Freyr.
Elsku langafi.
Ég var mjög heppin að koma
hingað austur í sumar og fá að
eyða með þér síðustu vikunum áð-
ur en þú fórst.
Nú eftir að þú ert farinn er
skrítið að koma á Heiðó og enginn
langafi Marinó kemur og tekur
eins vel á móti mér og þú gerðir,
með klappi á bakið og hlæjandi
þínum glaðlega hlátri.
Þó svo það sé stutt síðan þú
fórst er það samt eins og heil eilífð,
þetta er og verður mikil breyting
fyrir alla sem þekktu þig og allra
mesta breytingin fyrir hana lang-
ömmu.
Ég á eftir að sakna þess að
heyra hláturinn þinn, finna klappið
á öxlina og sjá þig á græna bílnum
keyrandi um göturnar á leið í Mol-
ann eða bakaríið og fá vink og bros
í leiðinni.
Þú átt alltaf stað í hjarta mínu
og mun ég aldrei gleyma þér, takk
fyrir allt.
Þín langaafastelpa,
Rakel Heba.
Með Marinó Sigurbjörnssyni
hverfur á vit feðra sinna síðasti
bróðirinn frá Staðarseli. Þeir
Bergur, Hallur og Marinó ásamt
föður okkar, Sigurði, slitu þar
barnsskónum og setti umhverfi og
uppeldið sitt mark á þá. Allir voru
þeir áhugasamir veiðimenn og með
góð tengsl við uppruna sinn og
náttúru. Það var mikið fjör hjá
okkur systkinunum þegar þeir
bræður komu í heimsókn á haustin
til rjúpnaveiða ásamt fjölskyldum
sínum. Fjölskylduböndin voru
sterk og treystust enn frekar á
ættarmóti á æskustöðvunum sum-
arið 2003. Var þá meðal annars far-
ið í Staðarsel, rifjaðar upp gamlar
veiðisögur, en frásagnargleðin var
þeim bræðrum í blóð borin. Há-
punkturinn var þegar Marinó
greip í nikkuna og spilaði í skúrn-
um hjá Líney og á balli í skólanum
með yngri kynslóðum ættarinnar.
Hann hafði engu gleymt.
Marinó var hress og viðræðu-
góður og Langanesið var honum
ávallt ofarlega í huga. Í eitt skiptið
sem Grettir hitti hann á Reyðar-
firði sagði hann að Langanesið
væri stærsta matarkista landsins
og sá sem sylti þar væri aumingi!
Við kveðjustund er efst í huga
þakklæti fyrir þau forréttindi að
hafa verið hluti af þessum stóra
frændgarði.
Möggu, börnum og öllum af-
komendum sendum við okkar hlýj-
ustu samúðarkveðjur.
Úlfhildur, Líney, Guðlaug,
Guðrún, Gylfi, Birna og
Grettir Sigurðarbörn.
Árið 1945 kom ungur maður
ættaður af Langanesi til Reyðar-
fjarðar og hóf störf hjá Kaupfélagi
Héraðsbúa. Við strákarnir í fót-
boltaliði Vals sáum strax, að þarna
var kominn efnilegur liðsmaður,
enda stóð ekki á pilti, hann reimaði
snarlega á sig skóna og féll vel inn í
hópinn. Marinó Sigurbjörnsson
var meðalmaður á hæð, hærður
vel, bjartur yfirlitum, lipur og lið-
ugur og lék stöðu miðvarðar
öruggur bæði í sókn og vörn. Auð-
fundið var, að þessi 22 ára ungi
maður naut þess í ríkum mæli að
stunda þessa íþrótt.
Þetta voru skemmtilegir tímar,
stríðinu lokið og bjart framundan.
Marinó átti heldur betur eftir að
setja mark sitt á samfélagið. Hann
lauk prófi frá Laugaskóla í Reykja-
dal og var síðan eitt ár í Náms-
flokkum Reykjavíkur og nam þar
m.a. bókfærslu og ensku. Þess ut-
an lærði hann að leika á harmon-
ikku og hvort tveggja var þetta
hagnýtt nám fyrir komandi tíma.
Marinó var kosinn formaður Ung-
mennafélagsins Vals 1948 og
gegndi því til 1957 og aftur frá 1977
til 1982. Hann og félagar hans
héldu uppi merki félagsins um
ræktun lýð og lands.
Í fyrri stjórnartíð Marinós var
stofnað Skógræktarfélag Reyðar-
fjarðar og á árunum 1950-1952
voru gróðursettar tæplega 3.000
plöntur og Grænafellsvöllurinn
nærri fullgerður. En Marinó kom
víðar við. Þegar þeir hjá Slysa-
varnadeildinni Ársól vildu efla
björgunarþáttinn, var Marinó falið
að stofna og veita forstöðu sér-
stakri björgunarsveit. Það gekk
Marinó Ólason
Sigurbjörnsson