Morgunblaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 1. J Ú L Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 169. tölublað 100. árgangur
VEKJA
ATHYGLI Í
BERLÍN
EITT ÁR FRÁ
HRYÐJUVERK-
UNUM Í NOREGI
FJÓRIR VINNUMENN
SINNA DEKRUÐUM
HÆNUM Í MÚLA
SUNNUDAGSMOGGINN BENNI HÆNSNABÓNDI 10ÍSLENSKIR HÖNNUÐIR 38
Morgunblaðið/Golli
Gengisþróun Gengi íslensku krónunnar
gagnvart evru hefur styrkst umtalsvert.
Gengi íslensku krónunnar gagn-
vart evrunni hefur styrkst umtals-
vert á síðustu þremur mánuðum,
þar af um 4,5% á rúmum mánuði.
Má m.a. rekja þetta til ferða-
mannastraumsins hingað til lands
yfir sumarmánuðina.
„Við sjáum það líka þegar krón-
an fer að styrkjast um allt að
fimm prósent yfir svona stutt
tímabil að þá verður ódýrara að
flytja inn vörur og þjónustu og
ódýrara fyrir Íslendinga að
ferðast erlendis,“ segir Davíð Stef-
ánsson, hagfræðingur hjá grein-
ingardeild Arion banka. Hann býst
við því að krónan muni veikjast
aftur í haust. »14
Krónan styrkist
vegna erlendra
ferðamanna
Lægra þorskverð
» Þorskkvóti í Barentshafi
gæti aukist um 189 þúsund
tonn á næsta veiðiári.
» Gæti þýtt um 20% verð-
lækkun á þorski.
» Hætta á að vonir um verð-
mætaaukningu vegna aukins
þorskkvóta gangi ekki eftir.
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Þorskkvóti í Barentshafi mun að öll-
um líkindum aukast um hátt í 190
þúsund tonn á næsta veiðiári, en slík
magnaukning gæti þýtt allt að 25%
verðlækkun á þorski á mörkuðum.
Af þeim sökum er hætt við því að
væntingar um að ríflega 18 þúsund
tonna aukning í þorskafla Íslendinga
eigi eftir að skila sér í 8,4 milljarða
verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið
verði ekki að veruleika.
Jón Þrándur Stefánsson hjá
Markó Partners, sem er ráðgjafar-
fyrirtæki á sviði sjávarútvegs, segir í
samtali við Morgunblaðið að um sé
að ræða allt að 22% aukningu í
þorskmagni sem gæti farið inn á
markaði. „Sú verðmætaaukning,
sem vonast hefur verið eftir með
meiri þorskkvóta, kemur því líklega
ekki til með að skila sér að fullu.
Magnaukning á þorski umfram 2%
hefur leitt til verðlækkunar á síðustu
tólf árum.“
Það eru hins vegar ekki aðeins
væntingar um stóraukinn þorsk-
kvóta á Norðaustur-Atlantshafi sem
gæti sett strik í reikninginn fyrir út-
flutningsverðmæti þorskafurða. Nú
þegar eru uppi vísbendingar um að
efnahagserfiðleikar Spánverja og
Portúgala séu farnir að leiða til
minnkandi eftirspurnar eftir söltuð-
um þorskafurðum, en um helmingur
saltfiskútflutnings Íslendinga og
Norðmanna fer á markaði í þeim
löndum. Að öðru óbreyttu mun sú
þróun því setja enn meiri þrýsting á
verðið til lækkunar. »20
Þorskverð gæti lækkað mikið
Meiri þorskafli skilar ekki þeirri verðmætaaukningu sem vonast er eftir
Kvótinn í Barentshafi gæti aukist um 22% Merki um minnkandi eftirspurn
Morgunblaðið/Ómar
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Þóra Arnórsdóttir segist ekki ætla í
pólitík og er harðorð út í Ólaf Ragn-
ar Grímsson er hún gerir upp for-
setakosningarnar í viðtali í Sunnu-
dagsmogganum. Hún segir að
byrinn sem framboð hennar fékk í
upphafi hafi valdið því að Ólafur
Ragnar Grímsson, „sem er að nálg-
ast sjötugt og búinn að vera forseti í
16 ár og vildi halda áfram, varð auð-
vitað óttasleginn. Hann dró fram allt
sem hann mögulega gat og var alveg
sama hvaða ráðum var beitt. Að því
leytinu er ekki gott að fá svona góða
byrjun, því þá er ógnin orðin svo
mikil.“
Þóra segir að það hafi verið magn-
að að fylgjast með því hvernig hann
brást við. „Hann tímasetti fyrsta við-
talið þannig að ég var komin fimm
daga fram yfir og beið eftir því að
dóttir mín kæmi í heiminn á mæðra-
daginn. Svo var hann búinn að kort-
leggja mína styrkleika, að ég hefði
verið í fjölmiðlum, væri fjölskyldu-
manneskja og hefði engar pólitískar
tengingar, og hann tók það kerfis-
bundið fyrir. Hann hjólaði svo ræki-
lega í fjölmiðlana að við höfum varla
heyrt frá þeim síðan. Svo réðst hann
á Svavar á ótrúlegan hátt.“
Hún er ósátt við viðbrögð RÚV
við ásökunum Ólafs Ragnars. „Og
viðbrögðin hjá RÚV þegar forseti
lýðveldisins sakaði stofnunina um
misnotkun og starfsmenn um óheil-
indi – öh, ekki svaravert. Mér fannst
það lélegt og undarlegt að stofnunin
skyldi ekki bregðast við.“ Hún gagn-
rýnir einnig Morgunblaðið fyrir að
gefa því lögmæti að hún væri fulltrúi
annars stjórnarflokksins.
Ólafur Ragnar varð „óttasleginn“
Þóra Arnórsdóttir er harðorð í garð forsetans Segist ekki ætla í pólitík
Hestaferðir njóta sívaxandi vinsælda, ekki síst
hjá erlendum ferðamönnum, sem hafa áhuga á
að komast í nánari kynni við íslenska hestinn og
íslenska náttúru. Hjá Íshestum, sem er eitt
stærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi,
hafa um 4.500 manns farið í dagsferðir á hest-
baki það sem af er sumri og alls munu um 1.500
manns fara í lengri hestaferðir með fyrirtækinu
í sumar.
Hestaunnendurnir koma flestir frá Þýskalandi
og Bretlandi en þá njóta ferðirnar einnig mikilla
vinsælda meðal Skandinava og Frakka.
Þessi mynd af mönnum og hestum var tekin á
Djúpavatnsleið á Reykjanesi í gær en sú leið er
einnig í miklu uppáhaldi hjá hjólafólki.
Á íslenskum hesti í íslenskri náttúru
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjá nánar á síðu 5
Græddu á gulli
á Grand Hótel
um helgina
lau. sun. mán. og þriðjudag
frá kl. 11:00 til 19:00
Staðgreiðum allt
gull, silfur, demanta
og vönduð úr
Færri ferðamenn voru í Land-
mannalaugum í gærkvöldi en verið
hafa síðustu daga.
Jóhann Kári Ívarsson skálavörð-
ur sagði fólkið færra en vænta
mætti á föstudagskvöldi í júlí. Hann
taldi ekki ólíklegt að slæm veður-
spá ætti sinn þátt í því. Til dæmis
koma venjulega þrjár rútur frá
einu rútufyrirtæki með farþega úr
Reykjavík en í gær kom aðeins ein
rúta. Spáð er versnandi veðri eftir
því sem líður á daginn. »2
Færri ferðamenn
vegna veðurspár