SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 35
grafirnar. Það er vitað um kirkju hérna ár-
ið 1040 sem var tileinkuð Maríu guðs-
móður, þetta var því Maríukirkja. Það
styttist því í þúsund ára afmæli kirkju-
staðarins. Ef að Guð lofar þá fer ég ekki
annað það sem eftir er minnar opinberu
starfsævi, héðan fer ég ekki nema til-
neyddur. Ég hyggst vera hérna þessi átta
ár sem ég á eftir og lít björtum augum til
þess. Það hefur aukið á sæluvist mína hér,
satt best að segja hrein forréttindi, að fá að
þjóna öllu því góða fólki sem hér býr,“
segir séra Önundur S. Björnsson að lokum.
Þjónuðu Breiðabólsstaðarkirkju í 71 ár
Séra Sváfnir Sveinbjarnarson er hvað
kunnugastur manna lífinu á Breiðabólstað
enda er maðurinn fæddur og uppalinn á
staðnum. Auk þess gegndi hann starfi
prests í kirkjunni frá því sumarið 1963 og
til ársins 1998.
„Ég tók við af föður mínum, séra Svein-
birni Högnasyni, þann 1. júní árið 1963.
Hann var prestur á Breiðabólstað frá 1927
og ég var til 1998 þannig að við feðgarnir
vorum þarna samtals í 71 ár,“ segir Sváfn-
ir. Hann segir margt hafa breyst frá þeirri
tíð er hann steig sín fyrstu skref um
kirkjugólfið.
„Það má segja að það hafi margt breyst
með tækninni og þegar útvarpið og sjón-
varpið kom ásamt annarri afþreyingu. Þá
fór fólk að stunda kirkjulífið minna. Þegar
ég var ungur þá var svo sem ekki margt
sem bauðst, fólk kom því ekki einungis í
kirkjuna til að njóta guðsþjónustunnar
heldur kom það til að hitta hvert annað,
njóta samverunnar og fá fréttir. Fólkið
hittist líka inni á prestsetrinu á eftir og þar
var alltaf kirkjukaffi. Prestkonurnar lögðu
líka alltaf mikið til þó að þær væru ekki á
launum. Fólk klæddi sig ætíð í betri fötin
og bjó sig vel er það lagði leið sína í kirkj-
una,“ segir Sváfnir.
Prestur og alþingismaður
„Það voru tvær kirkjur í Breiðabólstaðar-
prestakalli. Auk kirkjunnar á Breiðaból-
stað var ein á Hlíðarenda, faðir minn
messaði yfirleitt til skiptis í kirkjunum.
Það féll að vísu úr einn og einn sunnudag-
ur en oftast nær var messað hvern sunnu-
dag. Fyrstu árin mín voru messurnar mun
fleiri heldur en síðar varð,“ segir Sváfnir
en faðir hans, séra Sveinbjörn, gegndi ekki
einungis starfi prests heldur var hann
einnig alþingismaður.
„Þegar faðir minn var á þingi þá kom
hann nú heim að mig minnir aðra hverja
helgi og messaði þá í báðum kirkjunum,
það var eiginlega reglan hjá honum,“ bæt-
ir hann við. Sváfnir minnist þeirrar tíðar
er menn komu fótgangandi í kirkjuna.
„Það hefur fækkað í sveitinni að und-
anförnu. Fyrst og fremst er orðið svo mik-
ið færra á hverjum bæ heldur en var, það
var yfirleitt mjög margt fólk hérna á bæj-
unum í gamla daga. Fólk kom yfirleitt
bara gangandi til kirkju, þetta var áður en
bílar urðu algengir. Þá voru bara troðnar
götur eftir mannsfætur yfir túnin á milli
bæjanna og þær urðu svo greinilegri eftir
því sem nær dró kirkjunni og prestsetr-
inu, slík var umferðin. Þeir sem komu
lengst að komu þó oft ríðandi,“ segir sér-
ann.
Hestar bundnir á streng
Sváfnir segir þó að hestarnir hafi lítið verið
brúkaðir á veturna.
„Hestar voru ekki hafðir svo mikið á
fóðrum yfir veturinn. Eftir höfuðdag þá
þótti ekki gott að svita reiðhestana. Það
var stundum mikið af hestum þarna á
hlaðinu við kirkjuna og þeir voru bundnir
á streng sem kallað var. Þá voru tveir og
tveir hestar bundnir saman þannig að
taumurinn var bundinn í taglið á hinum,
þannig gátu þeir ekki snúist nema í hring
hvor um annan. Maður gat vorkennt þeim
að þurfa að vera svona, oft hátt í tvo tíma.
Það var oft æði mikið af hestum sem voru
þannig bundnir á streng á hlaðinu fyrir
vestan kirkjuna. Það kom síðan seinna
hestarétt fyrir austan kirkjuna og þar voru
hestarnir hafðir á meðan fólkið var í kirkj-
unni og kirkjukaffinu,“ segir Sváfnir.
Einn merkasti kaleikur Íslendinga
Kaleikurinn í kirkjunni á Breiðabólstað er
ansi merkur og margar sögur sem fylgja
honum.
„Það er talið að hann sé franskrar gerð-
ar frá því um 13-14 hundruð. Það má finna
í gamalli lýsingu á gripum kirkjunnar, frá
dögum Hafliða prests, þar sem getið er um
kaleik sem stóð þar tíu merkur silfurs. Það
er jafnvel talið að það sé sá sami kaleikur,
hann er því mjög gamall. Svo er til önnur
saga um uppruna hans en það er að hann
sé kominn frá álfum. Hann á þá að hafa
fundist á svokallaðri Sölvabreiðu fyrir
suðaustan Þríhyrning. Til marks um það
er dökkur blettur í botni skálarinnar. Ef
kaleikurinn er ekki fægður í nokkurn tíma
þá fellur meira á blettinn í botninum sem
er silfurlitaður en annars er kaleikurinn
gullhúðaður. Þessi blettur mundi maður
þó telja að væri vegna þess að það hefur
einhverntíma verið gert við hann. Skálin
hefur verið fest á fætinum og ekki verið
gyllt aftur yfir,“ segir Sváfnir sannfær-
andi.
„Svo hefur nú alltaf verið talað um að
það fylgi honum lækningarmáttur. Ein-
staklingar, pör og hópar komu eingöngu
til að ganga til altaris og bergja af þessum
kaleik. Það kom nokkrum sinnum fyrir að
fólk hafði samband við mig eftir á og taldi
sig hafa fengið bót meina sinna. Þetta jókst
svolítið eftir að maður sem bjó í Kaup-
mannahöfn, uppfinningamaður að nafni
Jóhannes Pálsson, dreypti á kaleiknum.
Hann skrifaði svo í eitthvert blaðið frásögu
af því að hann taldi sig hafa fengið bót
meina sinna. Ég er helst á því að eftir það
hafi þessi aðsókn aukist svolítið,“ segir
hann.
Kirkjan hefur haldið formi sínu
Sváfnir segir að það hafi alltaf blundað í sér
að feta í fótspor föður síns.
„Faðir minn var fyrst eitt ár prestur í
Laufási við Eyjafjörð og elsta systir mín var
fædd þar. Foreldrar mínir, Sveinbjörn
Högnason og Þórhildur Þorsteinsdóttir,
fluttu sig þó fljótt um set og héldu staðinn
í 36 ár. Þau eru jörðuð í Breiðabólstað-
arkirkjugarði. Þau voru bæði Sunnlend-
ingar, faðir minn var úr Mýrdalnum og
móðir mín úr Vestmannaeyjum,“ segir
Sváfnir. Hann segir kirkjuna hafa haldið
formi sínu frá því á fyrri tíð þó svo ýmis-
legt hafi breyst.
„Kirkjan er alveg í sama formi og hún
var í upphafi. Henni hefur hinsvegar verið
haldið við, til dæmis var einhverntíma
skipt um útihurð og sett ný og breytt hurð
en henni var fljótt skipt út fyrir hurð sem
leit út eins og sú upprunalega,“ segir
Sváfnir.
„Það sem er einna helst ólíkt því sem
áður var er kirkjugarðurinn. Þegar ég man
fyrst eftir þá voru engin tré í kirkjugarð-
inum, nú er það eiginlega að verða um of.
Það er eiginlega ekki næg birta þarna fyrir
miðjan garðinn þannig að grasið á svolítið
erfitt uppdráttar. Að innan hefur kirkjan
breyst að því leytinu til að það er aðeins
einn ljósahjálmur í miðjunni sem var upp-
runalega í henni en svo eru tveir aðrir sem
komu 1935. Kirkjubekkirnir voru upp-
haflega heilir þvert yfir kirkjuskipið og þá
var gengið fyrir enda þeirra við vegginn.
Síðar voru þeir teknir í sundur um miðju
og styttir þannig að breiður gangur
myndaðist fyrir miðju upp að altarinu. Í
fyrstu lýsingu á kirkjunni segir að hún taki
200 manns í sæti en þá hlýtur að hafa ver-
ið ansi þétt setið og eiginlega óskiljanlegt
að það hafi verið taldir út úr henni 365
manns þegar hún var vígð,“ segir Sváfnir
sposkur.
Tilkoma rafmagnsins breytti miklu
Árið 1938 varð geysileg breyting því þá var
virkjaður lækurinn fyrir vestan bæinn og
þá kom rafmagn í kirkjuna og úr varð
mikil ljósadýrð. Það var mikill kirkjukuldi
á veturna því að í fyrstu voru bara tveir
járnofnar, litlir olíuofnar. Svo kom stór
kolaofn sem var hafður í norðausturhorn-
inu og steyptur skorsteinn upp úr þakinu
og það var nú betri hiti eftir þetta. Árið
1952 þegar Sogsrafmagnið kom þá voru
settir rafmagnsofnar undir bekkina með-
fram veggjunum. Breytingin er svipuð og
með öll trén í kirkjugarðinum, nú er farið
að verða of hlýtt inni í kirkjunni,“ segir
Sváfnir með kátínu í rödd.
„Annars er ég er bara guði þakklátur, og
söfnuðinum, fyrir að hafa fengið að vera
hluti af þessu samfélagi svona lengi. Ég er
afskaplega ánægður að það skuli vera hægt
að halda upp á hundrað ára afmæli kirkj-
unnar, og að ég fái að upplifa það. Þetta er
stór áfangi og þessi hátíð verður falleg,“
segir hann.
„Ég óska bara kirkjunni, söfnuðinum,
prestinum og öllum öðrum til hamingju
með þetta,“ segir Sváfnir Sveinbjarnarson
að lokum.
Kumpánarnir Önundur Björnsson og Sváfnir Sveinbjarnarson standa hér í fullum skrúða inn í hinni gríðarfögru kirkju á Breiðabólstað.
Ljósmynd/Hrafn Óskarsson
29. júlí 2012 35