SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 14
14 29. júlí 2012 Tómas Lemarquis hefur verið búsettur í Berlínsíðustu sex ár, þar sem hann býr í fallegri íbúð íausturhluta borgarinnar þar sem hátt er til loftsog vítt til veggja. „Ég kom hingað til að læra þýsku fyrir kvikmyndina Luftbusiness. Ég þekkti marga hér í borginni eins og Egil Sæbjörns, Elínu Hans og fleiri Íslendinga. Mér líkaði svo vel að ég varð eftir,“ segir hann. Staðsetningin er góð hvað varðar vinnuna. „Ég hef verið að vinna ekki aðeins í Þýskalandi heldur líka hér í kring, bæði í Frakklandi og á Spáni. Ég hef notað Berlín sem miðstöð,“ segir hann en starfið hefur tekið hann víðar, eins og til Indlands og Marokkó. „Ég hef verið að fá sífellt meira að gera í Þýskalandi,“ segir hann en hinn vinsæli sjónvarpsþáttur Tatort er nýjasta rósin í hnappagatið þar. Umboðsmenn í Berlín, París og Los Angeles Tómas er með umboðsmenn bæði í Berlín og París, sem útvega honum prufur við hæfi. „Það hefur aukist vinnan upp á síðkastið í gegnum þennan þýska umboðsmann. En svo er ég líka með umboðsmann í Los Angeles,“ segir Tómas, sem var þar um daginn til að vinna með talþjálfa til að laga bandaríska hreiminn því Hollywood- verkefnunum er að fjölga. „Ég hef verið að fara í prufur fyrir Hollywood-verkefni sem eru tekin upp í Evrópu. Þá vantar oft leikara sem eru á staðnum. Maður þarf að vera með græna kortið fyrir það sem tekið er upp í Bandaríkjunum. Það er eitthvað sem ég geri kannski síðar ef ég fæ tilboð en það er flókn- ara ferli. Myndin sem ég var að leika núna í er með Holly- wood-leikurum, leikstjórinn er kóreskur og framleiðslan er kóresk-evrópsk, þannig að maður þarf ekki að vera í stéttarfélaginu eins og í bandarískri framleiðslu,“ segir hann. Ekki einhliða skopmynd Tómas Lemarquis nýtur velgengni sem leikari í Evrópu og eru þau hlutverk sem hann tekur að sér sífellt að stækka. Hann var að klára að leika í kvikmynd með þekktum Hollywood-leikurum, nýjustu myndirnar hans eru með heimsendaívafi og hefur þessi ljúfi maður leikið þá nokkra vondu kallana að undanförnu. Hann nýtur þess að ferðast og fer til staða sem kalla á hann andlega og hjálpa honum að þroskast í starfi. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.