SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 29
29. júlí 2012 29
norðanvindi eða svartaþoku svo vart
mátti sjá út um augu en þess á milli oft
hið besta sumarveður.
„Fyrra sumarið voru með mér Ólöf
Birna Magnúsdóttir frá Háskóla Íslands
og Tancredi Caruso, ítalskur jarðvegs-
dýrafræðingur. Seinna sumarið voru að-
allega vinir og ættingjar dregnir með. Það
var mun auðveldara en þá notuðum við
þyrlu okkur til mikilla þæginda. Dvöl
mín á Kvískerjum ásamt aðstoð frá Kvís-
kerjabræðrum færði mér mikla vitneskju
um svæðið s.s. staðsetningu sprungu-
svæða, ákjósanlegar gönguleiðir og veð-
urfar.“
María segir leiðangrana hafa gengið
mjög vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Hún lagði áherslu á að fylgjast vel með
veðurspám og farsímasamband var með
ágætum á jöklinum og því hægt að vara
leiðangursmenn við slæmu veðri. María
og samstarfsmenn hennar fóru ýmist í
dagsferðir á jökulinn eða lengri ferðir og
þurftu því stundum að finna sér næt-
urstað á framandi slóðum.
„Í Esjufjöllum á Jöklarannsóknafélagið
ágætan skála sem við nýttum vel,“ segir
hún. „En þegar við unnum í Káraskeri
þurftum við að tjalda og það voru ekki
beint hefðbundnar útilegur, þá þurfti að
tína í burtu steina og hnullunga til að
koma tjaldinu fyrir.“
Tileinkuð Kvískerjabræðrum
Eins og áður segir dvaldi María mikið á
Kvískerjum í æsku og segir hún þá dvöl
hafa mótað hennar áhuga á líffræði. Hún
segir framlag Kvískerjabræðra til rann-
sókna á sviði náttúrfræði, líffræði, jarð-
fræði og sögu sé fræðimönnum gríðarlega
mikilvægt. Jafnframt tileinkaði hún
doktorsverkefni sitt Kvískerjabræðrum.
„Bræðurnir vita allt mögulegt um nátt-
úruna á Suðausturlandi. Þeir hafa rann-
sakað og skrásett dýralíf, fuglalíf, far-
fugla, plöntur, jarðfræði og auðvitað
jökla og jökulsker svo eitthvað sé nefnt.“
María bætir við að þeir hafi veitt fræði-
mönnum aðgang að mikilvægum upplýs-
ingum um öræfin og Suðausturland.
Kvískerjabræður eru margfrægir fyrir
framlag sitt til rannsókna á hinum ýmsu
sviðum náttúrufræðinnar en þeir eru allir
sjálfmenntaðir. Systkinin á Kvískerjum
eru fædd á árunum 1906-1927 og María
kynntist fimm þeirra á Kvískerjum. Tveir
yngstu bræðurnir Helgi og Hálfdán eru á
lífi og búa enn á Kvískerjum. Á milli
systkinanna skapaðist verkaskipting að
sögn Maríu: „Flosi var elstur, hann lærði
bæði þýsku og ensku, m.a. með því að
hlusta á málakennslu í útvarpi, ásamt því
að einbeita sér að jöklafræði. Sigurður
einbeitti sér m.a. að sagnfræði. Rúna var
mikil hannyrðakona. Hálfdán sérhæfði
sig í líffræði. Helgi er síðan listasmiður og
aðstoðaði mig mikið, útbjó verkfæri og
önnur tól til að auðvelda mér rannsókn-
ina.“
María segir að rannsóknin hefði aldrei
orðið að veruleika ef ekki væri fyrir Kvís-
ker og bræðurna. Hún segist hafa lært
mikið af þeim, hvernig eigi að horfa á
náttúruna og fylgjast með þróun hennar.
„Það hefði ekki hvarflað að mér að fara
upp á jökul í þessar rannsóknir ef ekki
væri fyrir þá. Þeir hafa stutt við bakið á
mér með sinni þekkingu, meðal annars á
jöklum og jökulskerjum. Auk þess fylgd-
ust þeir með veðrinu fyrir mig og hjálp-
uðu mér á allan mögulegan hátt.“ Það er
vegna þeirra að miklu leyti að jök-
ulskerin og líffræði þeirra er rannsökuð í
dag, að sögn Maríu. „Skráning þeirra á
hvenær jökulsker koma undan jökli og
lífríki þeirra hefur gríðarlega þýðingu
fyrir rannsóknirnar. Hálfdán hefur t.a.m.
skráð niður hvaða smádýr og plöntur
hafa fundist í skerjunum þegar hann hef-
ur farið þangað í gegnum tíðina.“
María segir dásamlegt að vinna með
Kvískerjabræðrum, þeir séu ótrúlega
duglegir að miðla þekkingu sinni og geri
það á þægilegan hátt svo auðvelt sé að
taka það til sín.
Rannsóknir framundan
María segist hafa frekari áhuga á rann-
sóknum og segir það í raun draum sinn
að fá að starfa áfram á þeim vettvangi.
Hún tekur fram að þó doktorsverkefninu
sé lokið þá sé hún ekki búin að vinna úr
nema hluta af þeim gögnum sem hún
safnaði. „Ég hef áhuga á því að halda
áfram með sömu rannsókn og taka hana
lengra m.a. til að nýta þau gögn sem ég
viðaði að mér við doktorsrannsóknina“
Rannsóknin tók um það bil fimm ár en
María skrifaði doktorsritgerðina við Há-
skólann í Lundi í samvinnu við Nátt-
úrufræðistofnun Íslands. María segist
kunna vel við sig í Svíþjóð. „Lífið hér er
mjög ljúft. En ég verð samt að við-
urkenna að ég sakna náttúrunnar á Ís-
landi og auðvitað fjölskyldu og vina.“
María hefur þó ekki hug á því að leggjast í
rannsóknir á náttúru Svíþjóðar enda seg-
ist hún hafa mun meiri áhuga á heim-
skautaumhverfi og náttúru Íslands.
Margir velta því eflaust fyrir sér hvað
doktorar í líffræði taka sér fyrir hendur
en það stendur ekki á svörunum hjá
Maríu. „Það er mjög misjafnt, doktorar
halda margir áfram að starfa við rann-
sóknir en það eru ekki allir sem gera það.
Doktorar ganga í ýmis störf því dokt-
orsnám veitir mikla reynslu í verk-
efnastjórnun og meðhöndlun stórra
gagnasafna svo eitthvað sé nefnt. Minn
draumur er að halda áfram frekari rann-
sóknum en hvort sá draumur verði að
veruleika verður að koma í ljóst.“
Maríuskeri sumarið 2008. Hæglega má sjá hversu jökulskerin stækka hratt.
Ljósmynd/María Ingimarsdóttir
Maríusker í ágúst 2002. Á myndinni má sjá Helga Björnsson frá Kvískerjum.
Ljósmynd/Hálfdán Björnsson
María að setja niður smádýragildrur í Esjufjöllum við stórbrotnar aðstæður.
Ljósmynd/Ólöf Birna Magnúsdóttir