SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 37
efnahagslegu ölduróti vorra daga er ekki óalgengt meðal stjórnlyndra manna að segja fjármálapláguna hafa afsannað efnahagskenningar Friedmans og kollvarpað frjálshyggju þeirri, sem hann boðaði. Þá ganga þeir út frá því, líkt og skoðanabræður þeirra á liðinni öld, að orsaka óskapanna sé að leita í auknu frjálsræði á fjármálamörkuðum, að sjálft frelsið sé vandræðagepillinn. Skoski sagnfræðingurinn Niall Ferguson vék að þessu í grein í breska vikuritinu Spectator á dögunum og sagði einkar varhugavert að halda því fram á opinberum vettvangi að atburðarásin hefði afsannað kenningar Friedmans. Hann minnti á að áður en mönnum var fjármálaplágan ljós hefði nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman haldið því fram í langri grein sinni í New York Review of Books, að peninga- magnskenningar Friedmans hefðu verið afsannaðar af því endalausa góðæri, sem seðlabankastjórar heims með hinn bandaríska Alan Greenspan í fararbroddi fóstruðu með pen- ingainnspýtingu eftir hentugleikum. Slíkt hefði verið eitur í beinum Friedmans. Eftir á að hyggja er erfitt að benda á nokkra einstaka ástæðu fjármálaplágunnar, sem skipti meira máli en einmitt þessi tæra snilld Greenspans. En hvað með frjálsræðið allt, hömluleysi á fjármálamörk- uðum og værukærð í regluverki og eftirliti á þeim víg- stöðvum? Sumir hafa rifjað upp þekkt orð Friedmans um að stjórnendur fyrirtækja hafi engar skyldur aðrar en að há- marka arð hluthafa og talið til marks um að kenna megi hans kaldrifjuðu og siðlausu [ný]frjálshyggju um fjármálapláguna. En þá sleppa þeir lykilatriði í tilvitnuninni, því hann tiltók sérstaklega að þetta ætti við, að því gefnu að menn héldu sig innan laganna. Þar liggur vitaskuld stóri munurinn, því frelsi verður að fylgja ábyrgð. Vanti upp á það er voðinn vís. Að því leytinu gerði Friedman – líkt og Adam Smith forð- um – sér ekki aðeins góða grein fyrir þeim gæðum, sem hljótast af frjálsum mörkuðum, heldur einnig því tjóni, sem breyskir menn geta valdið á þeim. Hvort sem ásetningurinn er góður eða slæmur. Hugmyndafræði frjálsræðis Þrátt fyrir að áhrif Friedmans byggðust á hagfræðirann- sóknum hans voru áhrif hans almennara eðlis. Áratugum saman dældi hann hugmyndum inn í opinbera umræðu, sem allar höfðu frelsið að leiðarljósi. Hann lét sér ekki nægja að vísa til þess að þær hlytu að vera góðar einar og sér fyrst þær vörðuðu frelsið, heldur tók hann ævinlega til raunveruleg dæmi, öllum auðskiljanleg, um hvers vegna þær hlytu jafn- framt að vera skynsamlegar og til almennra hagsbóta. Þessar hugmyndir voru langt í frá allar vinsælar í upphafi, öðru nær. Ekki svo að skilja að þær væru allar beinlínis óvin- sælar heldur, margar þóttu skrýtnar, jafnvel broslegar: hug- myndir Friedmans kynnu að vera röklega réttar en óraun- hæfar, ágætar á hinu akademíska plani en ótækar í mannheimum. Eftir á að hyggja horfir þetta öðru vísi við, því langflestar af þeim pólitísku hugmyndum, sem Friedman barðist fyrir, hafa náð fram að ganga. Hann var ákafur andstæðingur tolla- hindrana í alþjóðaviðskipum, taldi verðstýringu hins op- inbera einkar skaðlega, landbúnaðarniðurgreiðslur rangar, talaði fyrir fjórfrelsi áður en nokkur nefndi það svo, rak áróður fyrir jöfnu en færanlegu framlagi á nemanda, hvatti til framseljanlegra mengunarkvóta áður en nokkur óttaðist hnattræna hlýnun og andæfði herskyldu eindregið. Smám saman urðu þessar hugmyndir ofan á, ein af annarri, en sjálf- ur var hann ánægðastur með þann þátt, sem hann átti í að herskylda var aflögð vestanhafs. Eina stóra málið, sem Friedman barðist fyrir og hefur ekki náð fram að ganga, var lögleiðing eiturlyfja. Hann taldi bannið gagnslaust og bein- línis skaðlegt, rétt eins og áfengisbannið á sínum tíma. Sígilt erindi Snilld Friedmans fólst í því að hann átti afar auðvelt með að orða flókna hluti á einfaldan hátt, svo hver maður skildi. Hann gat því leyft rökunum að ná í gegn í annars flóknum og tyrfnum viðfangsefnum. En hann sannfærði menn ekki um alla hluti og átti til að vera fullkappsamur. Þannig fallast sjálfsagt fáir á að póstþjónusta hins opinbera sé frelsinu bein- línis hættuleg, þótt víða hafi menn fært það verkefni frá rík- isvaldinu af hagkvæmnisástæðum. Arfleifð Friedmans felst enda tæplega í einstökum dæmum af því tagi, heldur fremur í því að menn tóku aftur að spyrja hvaða verkefni þyrftu að vera hjá ríkinu og hver ekki, það væri ekki sjálfgefið að hinu opinbera væri ekkert mannlegt óviðkomandi. Og enn síður að því færust verkefnin betur úr hendi en öðrum. Jafnvel fyrstu hreinu vinstristjórninni á Ís- landi hefur ekki hugkvæmst að endurreisa skipaútgerð rík- isins eða taka upp beint verðlagseftirlit! En Friedman benti einnig á að hið opinbera hefði ekki endilega gott eitt til málanna að leggja. Það dygði ekki að dæma stefnumál og stjórnvaldsaðgerðir eftir yfirlýstum markmiðum þeirra, heldur yrðu menn að horfa til afleiðing- anna, reynslan væri ólygnust. Ætli það eigi ekki jafnvel við í dag, hvort sem horft er til þess vanda sem steðjar að efna- hagslífi heimsins eða hér á litla Íslandi? 29. júlí 2012 37 30% FORSÖLU- AFSLÁTTUR Á JAZZ- HÁTÍÐ REYKJAVÍKUR! Jazzhátíð Reykjavíkur 18. ágúst - 1. september 2012 Bill Frisell spilar John Lennon, Gullöld Glenn Miller með Stórsveit Reykjavíkur, ambassador amerísku söngbókarinnar: Deborah Davis, norska píanó- skáldið Tord Gustavsen og kvartett hans, galdrasöngvarinn Theo Bleckmann ásamt Hilmari Jenssyni og Sigríði Thorlacius, Jim Black’s Alas no Axis, Limousine frá Frakklandi, Brink Man Ship og allir bestu íslensku jasslistamennirnir gera Jazzhátíð Reykjavíkur 2012 að stórviðburði. MOGGAKLÚBBUR FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Glatist kortið sendu þá póst á askrift@mbl.is. KORTIÐ GILDIR TIL 30. september 2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Hvernig nýti ég forsöluafsláttinn? Farðu inn á midi.is, veldu þér miða til kaups og í auða reitinn í skrefi #3 sláðu þá inn eftirfarandi: jazzit Smelltu á „Senda“ og þú sérð afsláttinn koma inn um leið. ATH: Staðfestið EKKI greiðslu fyrr en afsláttur er orðinn virkur. Milton Friedman fæddist í Brooklyn í New York-borg, en foreldrar hans voru gyð- ingar, sem nýlega höfðu flust til Vest- urheims frá Austurríki-Ungverjalandi. Hann var góður námsmaður og lagði stund á tryggingastærðfræði uns tveir kennarar hans leiddu honum það fyrir sjónir að hagfræði, sem þá var í mikilli gerjun sem fræðigrein, kynni að vera leið- in út úr Kreppunni miklu, sem þá geisaði. Chicago-skólinn Árið 1932 var honum boðinn náms- styrkur til framhaldsnáms við Chicago- háskóla, sem hann þáði, en það reyndist mikið örlagaspor. Þar kynntist hann Rose eiginkonu sinni, velflestum vinum sínum og samstarfsmönnum, auk þess sem hann átti sinn þátt í mótun Chicago- skólans í hagfræði, sem er meðal helstu strauma í greininni. Meðal annarra helstu meistara hans má nefna þá Eu- gene Fama, Frank Knight, Gary Becker, George Stigler, Richard Posner, Robert E. Lucas, Robert Fogel og Ronald Coase, sem flestir hafa hlotið Nóbelsverðlaun í hagfræði. Nóbelsverðlaun Árið 1963 skrifaði Friedman fræðirit um peningastefnu Bandaríkjanna og pen- ingamagnskenningu í félagi við Önnu J. Schwarz, en þar var sýnt fram á að pen- ingastefna Seðlabanka Bandaríkjanna hefði mun beinni áhrif á efnahagslífið en áður var talið. Sérstaka athygli vöktu ábendingar um að röng peningastefna og mistök við útfærslu hennar hefðu breytt hefðbundinni efnahagsniðursveiflu í Kreppuna miklu, sem gengu þvert á við- tekin sannindi fram að því. Fyrir þetta rit deildi Friedman Nóbelsverðlaunum með Schwarz árið 1976. Frjálshyggjan Friedman sagði prófessorsstöðu sinni lausri ári síðar, en settist síður en svo í helgan stein. Hann hafði um nokkurt skeið verið áhrifamikill akademíker í op- inberri umræðu, eins og rík hefð er fyrir vestanhafs, en eftir að hann hætti kennslu má segja að frægðarsól hans hafi fyrst tekið að rísa. Þar höfðu Nób- elsverðlaunin mikið að segja, en það var þó fremur fyrir frjálshyggjuskoðanir sínar en hagfræðirannsóknir, sem frægð hans jókst. Friedman var m.a. fenginn til þess að gera 10 þátta sjónvarpsröð, Free to Choose, sem nutu gríðarlegrar hylli, og voru m.a. sýndir hér á landi, ekki allir þó. Á Íslandi Árið 1984 kom Friedman til fyrirlestra- halds á Íslandi, en jafnframt var sýndur í Ríkissjónvarpinu fróðlegur kappræðu- þáttur, þar sem Friedman svaraði þeim Ólafi Ragnari Grímssyni, Stefáni Ólafs- syni og Birgi Birni Sigurjónssyni, sem gagnrýndu bæði frjálshyggjuskoðanir hans og hagfræðirannsóknir harðlega. Horfa má á þáttinn á netinu á url.is/60z Leiðarlok Friedman var virkur þátttakandi í opin- berri umræðu beinlínis til síðasta dags, skrifaði sæg bóka og blaðagreina, og var duglegur við að veita viðtöl og halda fyr- irlestra. Hann og Rose kona hans lýstu lífi sínu í ágætri endurminningabók, Two Lucky People, sem út kom 1998. Milton Friedman lést af völdum hjartaáfalls hinn 16. nóvember 2006, en kona hans lést 2009. Þau eignuðust tvö börn, dótturina Patri og soninn David. David er þekktur heimspekingur, lögfræðingur og hagfræð- ingur, Íslandsvinur og áhugamaður um ís- lenska þjóðveldið. Lífshlaup

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.