SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 34
U m helgina verður haldið upp á100 ára vígsluafmæli kirkj-unnar á Breiðabólstað. Kirkj-an, sem vígð var í febrúar árið 1912, hefur gegnt mikilvægu hlutverki í sveitinni síðustu hundrað árin og margur merkismaðurinn lagt leið sína að kirkju- staðnum. Gríðarlegar breytingar í sveitinni Séra Önundur S. Björnsson er sókn- arprestur í Breiðabólstaðarprestakalli og hefur verið þjónandi þar síðastliðin 14 ár. „Ég var kosinn hingað sóknarprestur 15. júlí 1998. Þá tók ég við af séra Sváfni Sveinbjarnarsyni sem hafði verið hér sóknarprestur í 36 ár auk þess að vera uppalinn hérna á Breiðabólstað. Það sama haust tók ég síðan við embættinu og hef búið hér síðan og þjónað. Hér hefur mér liðið afar vel. Breiðabólstaður er fagur og merkur staður í sögu lands, þjóðar og kirkju. Það er sagt um presta sem þjónað hafa Breiðabólstað að héðan fari þeir ekki nema þá til þess að sinna biskupsembætti, samanber Jón helga Ögmundsson og Ög- mund Pálsson, fari á eftirlaun eða deyi. Breiðabólstaður hefur frá örófi verið mikil hlunnindajörð, ýmsar fjörur suður af staðnum eru í hans eigu. Á árum áður hafði Breiðabólstaður umtalsverðar tekjur af því,“ segir Önundur. Hann segir tals- verðar breytingar hafa orðið í sveitinni að undanförnu, búskapur hafi heldur vikið fyrir ferðaþjónsutu og annarri afþreyingu. „Það á einnig við um Breiðabólstað. Séra Sváfnir var mikill bóndi og rak hér stórt mjólkurbú ásamt því að halda ein- hvern sauðfénað. Aftur á móti þegar ég kom hingað þá tók ég aðeins við fáeinum kindum. Það hafa einnig orðið umtals- verðar breytingar á samsetningu presta- kallsins. Stórólfshvolssókn á Hvolsvelli var tekin út úr Oddaprestakalli árið 1996 og lögð undir Breiðabólstaðarprestakall, en við þá sameiningu fjölgaði um það bil fjórfalt í prestakallinu. Fyrir tveimur árum var síðan gamla Bergþórshvolsprestakall fellt undir Breiðabólsprestakall. Þannig að mitt gamla prestakall stækkaði um tvo þriðju af landflæmi og fjölgaði um tvær sóknarkirkjur og eina kapellu,“ bætir sóknarpresturinn við. Önundur segir bú- skapinn og prestsstörfin hafa annars farið vel saman. „Þótt ég komi ekki mikið að búskapn- um þá er hann bara þjónusta við náttúr- una eins og hún leggur sig, svo eru þær nú ekki kröfuharðar kindurnar á þessum bæ. Þær ganga náttúrlega bara sína haga en góður nágranni minn, vinur og meðhjálp- ari, Kristinn Jónsson bóndi á Stað- arbakka, ber mestan þunga af um- hirðunni. Hann er með stórt bú og nýtir túnin hérna á Breiðabólstað og sér um mínar kindur í staðinn,“ segir Önundur. Fallega í sveit settur „Yfir vetrarmánuðina messa ég þriðja hvern sunnudag á fjórum stöðum að jafn- aði nema náttúrlega yfir stórhátíðir, þá eru messur á hverjum helgum degi. Yfir hábjargræðistíma til sveita er helgihald mun strjálla. Á sumrin hafa vinsældir hjónavígslna við Seljalandsfoss og inni í Þórsmörk farið gríðarlega vaxandi og má geta þess að fólk kemur um langan veg til að ganga í hjónaband á þessum stöðum. Til gamans má geta þess að fólk frá Texas í Bandaríkjunum lét pússa sig saman við Seljalandsfoss í apríl síðastliðinn. Kannski má segja að fyrrgreindir staðir séu ekki síður vinsælir en kirkjurnar til slíkra at- hafna,“ segir Önundur. Kirkjan á Breiða- bólstað er ein fegursta kirkja landsins og að sögn Önundar fer þaðan enginn ósnortinn. „Þetta er algjör drottning. Kirkjan hef- ur fengið mjög gott viðhald í alla staði. Hún er teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni, eins og Húsavíkurkirkja og litla kirkjan í Hjarðarholti í Dölum. Ég held að ég fari rétt með að það eru um það bil 30 ár frá því að hún var tekin í gegn. Til dæmis var turninn tekinn algerlega í gegn og skipt um fúna viði. Síðan hefur hún fengið jafnt og öruggt viðhald í alla staði. Þess má geta að þeir miklu heiðursmenn Jón, Guð- mundur og Elías, bræður sem bjuggu hérna á Uppsölum í Fljótshlíð, arfleiddu kirkjuna að talsverðum fjármunum og það hefur hjálpað mikið til við að viðhalda henni,“ segir Önundur og bætir við að Óskar Magnússon, sem tók við starfi sóknarnefndarformanns af Jóni Krist- inssyni í Lambey, hafi verið mikill hval- reki fyrir kirkjustarfið í Breiðabólstaðar- sókn. „Staðurinn er afar vel og fallega í sveit settur, stendur hátt, fagurt heim að líta og sömuleiðis frá að horfa. Hér blasa beint við okkur í hásuðri Vestmannaeyjar í allri sinni tign og fegurð, og „byggðarbýlin smáu, dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir“ eins og segir í Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar. Þessi staður er paradís og óskaplega góður andi yfir hon- um öllum,“ segir Önundur. Helsta heimilisfang Fjölnismanna Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa lagt leið sína um Breiðabólstað og nefnir Ön- undur sérstaklega þá Fjölnismenn í því samhengi. „Það má auðvitað geta þess að mér finnst Breiðabólstaður vera helsta heim- ilisfang Fjölnismanna. Hér var séra Tómas Sæmundsson prestur um sex ára skeið og hér dvaldi Jónas, vinur hans, Hall- grímsson hjá honum. Ekki er ósennilegt að hér hafi hann ort kvæðið Gunn- arshólma. Séra Tómas lést ungur af brjóstveiki eins og kallað var, líklegast af berklum, 1841 en hann tók við staðnum 1835. Hér í kirkjugarðinum er minnisvarði um séra Tómas sem er gerður úr brúnsteini úr Borgundarhólms- námum. Fjölnismenn efndu til söfnunar til þess að láta gera þennan stein og fengu svo danska myndhöggvarann Herman Vilhelm Bissen til að gera fjórar lágmyndir úr marmara sem felldar voru inn í stein- inn. Steinninn lá til fjölda ára á kajanum í Kaupmannahöfn þar til Jóni Sigurðssyni forseta fannst tími til kominn að koma honum heim þannig að hann borgaði flutninginn til landsins úr eigin vasa. Hann lá svo á Eyrarbakka í nokkur ár þar til einn frostaveturinn að Tómas bóndi á Bark- arstöðum og frændi séra Tómasar fór þangað við nokkra menn og flutti minnisvarðann hingað heim,“ segir Önundur. Hundrað ára vígsluafmæli „Við notum nú bara árið og sumarið til að halda upp á vígsluafmælið, kirkjan var í raun vígð 18. febrúar 1912 og er því orðin hundrað ára nú þegar. Hátíðin heitir Kirkjan og fólkið og við munum aðeins rétta úr okkur og horfa til himins og til víðari átta. Hér munum við efna til mikilla tónleika með öflugu listafólki og hingað eru allir velkomnir. Það verður stórt og mikið svið hérna niðri á túni og svo verður setið í brekkunum og horft og hlustað. Við eigum von á fjölmenni en við rennum svo sem algjörlega blint í sjóinn með fjöldann. Ég tel þó víst að fólkið í sveitinni mun væntanlega láta sjá sig. Ég held að menn sitji ekki af sér svona góða tón- leika og öflugt listafólk,“ segir Önundur en þess má til gamans geta að meðal þeirra sem munu stíga á svið eru Bubbi Mort- hens, Reiðmenn vindanna og Dóri DNA. Spurður út í framtíðina segir Önundur ekkert brottfararsnið á sér. „Hér má ætla að liggi grafnir í kirkju- garðinum átta til tíu þúsund manns. Garðurinn er nú ekki stór en á þessari torfu hefur verið jarðsett í gegnum ald- irnar, væntanlega aftur og aftur í sömu Fögur er hlíðin, kirkjan ekki síðri Kirkjan á Breiðabólstað er fögur að innan sem og að utan. Ljósmynd/Hrafn Óskarsson Kirkjan á Breiða- bólstað á sér merka sögu en hún fagnar 100 ára vígsluafmæli sínu um þessar mundir. Efnt verður til mikillar hátíðar í Fljótshlíðinni um helgina af því tilefni. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Hinn merki kaleikur á Breiða- bólstað. Ljósmynd/Ívar Brynjólfsson 34 29. júlí 2012

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.