Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012
8 VIÐSKIPTI
Við leysum málin á einfaldan hátt
www.iss.is
Starf vetrarins er komið á fullt hjá Opna há-
skólanum í Háskólanum í Reykjavík. Kamilla
Reynisdóttir er þar verkefnastjóri og segir
hún aðsóknina með besta móti í haust. „Allar
lengri námslínur eru farnar af stað og að
vanda fjölbreytt úrval af styttri opnum nám-
skeiðum í gangi allan veturinn. Fullbókað er á
margar námsbrautir og greinilega mikill
áhugi á því sem er í boði.“
Opni háskólinn er deild innan HR helguð sí-
menntun og stjórnendaþjálfun. Kamilla segir
úrvalið verða fjölbreyttara með hverju árinu
en námskeiðin eru öll mótuð í samráði við leið-
andi sérfræðinga á hverju sviði. „Í dag eru
sérstaklega vinsælar ýmsar sérhæfðari náms-
brautir. Nám í verkefnastjórnun og PMD-
stjórnendanám eru mjög vel sótt og eins tölu-
verður áhugi á námi í markþjálfun,“ segir hún.
Námskeiðið Ábyrgð og árangur stjórn-
armanna varð til í kjölfarið á umræðu um
veikleika og vankanta í störfum stjórna fyr-
irtækja hér á landi. „Þar er farið mjög vel í
saumana á ýmsum þáttum, s.s. lagalegri
ábyrgð stjórnarmanna, en einnig litið á við-
skiptasiðferði og þætti er lúta að stjórnun og
fjárhagslegum þáttum sem koma á borð
stjórnarmanna.“ Kamilla segir stöðugan
straum fagfólks á þetta námskeið og að vænta
megi þess að margar konur bætist við nem-
endahópinn á næstunni. „Í september á næsta
ári taka gildi lög um kynjahlutfall í stjórnum
og má þegar greina að konur eru farnar að
sækja í auknum mæli í þetta tiltekna nám-
skeið.“
Eftir stutta niðursveiflu strax eftir hrun
segir Kamilla að símenntun og stjórn-
endaþjálfun hafi sótt aftur í sig veðrið. Fyr-
irtæki eru almennt mjög vel meðvituð um
gildi þess að viðhalda þjálfun og þekkingu
starfsmanna og sömuleiðis eru margar stéttir
hreinlega háðar því að viðhalda og bæta við
þekkinguna með reglulegum hætti. „Háskól-
inn í Reykjavík hefur m.a. byggt upp öflugt
nám á sviði tölvunarfræði og verkfræði og við
sjáum marga úr þeim greinum snúa aftur til
okkar á skólabekk í Opna háskólanum,“ segir
Kamilla. „Í tæknigreinum gildir það alveg sér-
staklega að stöðugt verður að viðhalda og
dýpka þekkinguna með símenntun en það
sama á líka við í auknum mæli um aðrar stétt-
ir enda þróunin æ hraðari og samkeppnin æ
harðari.“ ai@mbl.is
Svipmynd Kamilla Reynisdóttir
Margar námsbraut-
ir þegar fullbókaðar
Morgunblaðið/Golli
Eftirspurn Kamilla segir það eiga við æ fleiri starfsstéttir að stunda þarf símenntun reglu-
lega til að halda í við þróunina og dragast ekki aftur úr á sínu sérfræðisviði.
Fleiri starfsstéttum en leikurum leyfist að mæta
málaðar í framan í vinnuna. Hér getur að líta
fallhlífasveit úr mexíkanska hernum sem fagn-
aði því um liðna helgi að Mexíkó hefði verið full-
valda í 202 ár. Myndin var tekin í Mexíkóborg
sem er höfuðborg landsins og er ein sú fjölmenn-
asta í heimi. Hagkerfi landsins er það 14. stærsta
í heimi, sé litið til landsframleiðslu, samkvæmt
upplýsingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Vinnustaður Mexíkanski herinn
AFP
Björn Jónsson
hefur verið ráð-
inn nýr fram-
kvæmdastjóri hjá
Ísfugli, en félag-
ið var nýlega
keypt af Jóni
Magnúsi Jóns-
syni, eiganda
Reykjabúsins,
sem er stærsti innlagnaraðili til Ís-
fugls. Helga Lára Hólm, fráfarandi
framkvæmdastjóri, sagði við eig-
endaskiptin að hún myndi fljótlega
láta af störfum, en hún hefur
ásamt manni sínum stýrt félaginu í
22 ár.
Björn er menntaður viðskipta-
fræðingur frá Háskóla Íslands og
var áður framkvæmdastjóri hjá
Kötlu í 2 ár. Það áður var hann
framkvæmdastjóri hjá Kraftvélum í
tæp 3 ár og frá 1999 til 2007 var
hann framkvæmdastjóri Miðlunar.
„Ég er mjög spenntur að takast
á við verkefnið. Þetta er rótgróið
fyrirtæki með traustan rekstur og
býður upp á mörg tækifæri,“ sagði
Björn í samtali við mbl.is.
Björn Jónsson
ráðinn til Ísfugls
Tveir nýir
stjórnendur hafa
verið ráðnir til
starfa hjá Orku-
veitu Reykjavík-
ur (OR). Birna
Bragadóttir er
tekin við starfi
starfsþróun-
arstjóra OR.
Birna er með
MBA-gráðu frá
Háskólanum í Reykjavík og hefur
unnið hjá Icelandair undanfarin
12 ár, síðast sem staðgengill for-
stöðumanns flugþjónustudeildar.
Sæmundur Friðjónsson hefur
verið ráðinn forstöðumaður upp-
lýsingatækni hjá Orkuveitu
Reykjavíkur. Hann er með BSc-
gráðu í tölvunarfræðum frá Há-
skóla Íslands og MSc-próf í stjórn-
un frá UPF í Barcelona, og kem-
ur til OR úr starfi sem
deildarstjóri upplýsingakerfa hjá
Vodafone.
Talsverðar breytingar hafa orð-
ið á mannahaldi Orkuveitunnar
síðustu misseri. Starfsfólki hefur
fækkað úr 607 í 423.
Nýir starfsmenn
Orkuveitunnar
Birna
Bragadóttir