Morgunblaðið - 01.10.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2012 Alþingi bað Ríkisendurskoðunum skýrslu og steingleymdi svo beiðni sinni í átta ár.    Nú þykirhenta að láta eins og skýrslubeiðni þessi hafi ver- ið óskaplega merkileg og stórámælisvert að Ríkisend- urskoðun hafi ekki munað eftir henni frekar en þingið sjálft.    Og nú er heimtað að gleymdaskýrslan verði kláruð í hvelli, rétt eins og sama tilefni sé enn uppi og var fyrir átta árum.    En fyrir átta árum var raunarverið að spyrja um eitthvað sem hafði gerst í stjórnsýslunni þremur árum þar á undan!    Meira að segja talsmenn stjórn-arandstöðunnar vilja ekki skera sig úr í þessum bjálfaleik, þótt þeir vilji ekki taka þátt í því að hætta að senda Ríkisend- urskoðun hefðbundið mál til um- sagnar.    Það sem væri réttast að geranúna er að biðja Ríkisend- urskoðun að taka saman skýrslu um hvað Alþingi hafi óskað eftir mörgum skýrslum síðasta áratug- inn. Þar komi fram hvað hafi kost- að að verða við öllum þessum fjölda beiðna um skýrslu og hvað hafi verið gert með hvert mál í framhaldi af skýrslugjöfinni.    Ef Ríkisendurskoðun vandar sigvið þessa skýrslu er líklegt að hneykslunarhellurnar á þinginu muni reyna að gleyma henni eins fljótt og þeir geta, jafnvel áður en þeir fá hana og ekki spyrja um hana aftur næstu áttatíu árin. Alþingishúsið Svo var það fyrir átta árum STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 6 rigning Kirkjubæjarkl. 9 skýjað Vestmannaeyjar 8 skýjað Nuuk 2 skúrir Þórshöfn 8 skúrir Ósló 11 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 12 léttskýjað Helsinki 11 léttskýjað Lúxemborg 16 heiðskírt Brussel 16 heiðskírt Dublin 15 léttskýjað Glasgow 13 léttskýjað London 16 skýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 15 léttskýjað Berlín 16 léttskýjað Vín 17 skýjað Moskva 10 skúrir Algarve 22 léttskýjað Madríd 20 heiðskírt Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 20 þrumuveður Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 20 léttskýjað Montreal 12 alskýjað New York 18 léttskýjað Chicago 17 skýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:39 18:57 ÍSAFJÖRÐUR 7:46 18:59 SIGLUFJÖRÐUR 7:29 18:43 DJÚPIVOGUR 7:09 18:26 Nýtt hefti Þjóðmál – tímarit um stjórnmál og menningu – hefur nú komið út í átta ár undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr. Hægt er að gerast áskrifandi á vefsíðunni www.thjodmal.is eða í síma 698-9140. www.thjodmal.is Ugla Niðurstaða skýrslu KPMG um fram- tíð innanlandsflugsins, verði miðstöð þess færð frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar, kom Júlíusi Vífli Ingvarssyni borgarfulltrúa og full- trúa í skipulagsráði ekki á óvart, að eigin sögn. Hann sagði marga hafa talið að það hefði alvarleg áhrif að flytja innanlandsflugið frá Reykjavík til Keflavíkur. Skýrslan staðfesti það. Júlíus Vífill sagði að gerð hefði ver- ið úttekt á því að byggja flugvöll á öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu. „Þeir kostir sem helst komu til greina reyndust ekki ákjósanlegir,“ sagði Júlíus Vífill. En telur hann vera þörf fyrir flugvallarsvæðið sem bygging- arland vegna fjölgunar íbúa til 2030? „Nei, það tel ég ekki,“ sagði Júlíus Vífill. „En það má nýta jaðarsvæði flugvallarins miklu betur. Þar má auðveldlega byggja um 2.000 íbúðir.“ Hann nefndi að hægt væri að byggja í Skerjafirði, á svæði Fluggarða, þar sem samgöngumiðstöðin átti að vera, og í nágrenni við Háskólann í Reykja- vík. Það hlyti að vera ein grunnfor- sendan fyrir ákvörðun um að fjar- lægja flugvöllinn hvort landið myndi nýtast til uppbyggingar á gildistíma aðal- skipulagsins til 2030. Júlíus Vífill sagði að væri ein- ungis litið til þarf- ar borgarinnar fyrir byggingar- land væri ljóst að hún væri ekki fyrir hendi. Hann benti á að í aðdraganda hrunsins hefði verið mikil þensla í lóðaframboði á höfuðborgarsvæðinu. Mikið væri enn af óbyggðum lóðum. „Það bíður enginn við flugbrautar- endana eftir því að fá að byggja á þessu landi,“ sagði Júlíus Vífill. Hann sagði að léti Reykjavík verða af því að taka flugbrautir undir byggingarlóðir yrði það gert í andstöðu við aðra upp- byggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Það mun leiða til þess að enn fleiri tilbúnar lóðir munu standa auðar og óbyggðar, líka á flugvallarsvæðinu.“ gudni@mbl.is Júlíus Vífill Ingvarsson Ekki þörf fyrir flugvallarsvæðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.