Morgunblaðið - 01.10.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2012
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
Þrír Frakkar
Café & Restaurant
Steiktar gratineraðar
Gellur
Aldur og aldraðir
eru hugtök sem hafa
sannarlega tekið
breytingum í gegnum
tíðina. Árið 1840 voru
meðallífslíkur um 45
ár hér á landi en í dag
þykir fólk kveðja
ungt, látist það fyrir
80 ára aldur. Jafn-
framt hefur orðið mik-
il vakning varðandi
lífsgæði þeirra sem eldri eru.
Í umræðunni um aukinn með-
alaldur verður að hafa í huga að
aðalatriðið er ekki að fólk nái ein-
hverjum tölulegum aldri heldur
miklu frekar að fólki hafi sem besta
möguleika til að viðhalda lífsgæðum
í samræmi við óskir, getu og þarfir
hvers og eins. Það er hollt að minn-
ast þessa á alþjóðlegum degi aldr-
aðra, sem haldin er hinn 1. október
ár hvert.
Þegar málefni eldra fólks hér á
landi eru borin saman við önnur
lönd er ljóst að staða málaflokksins
hér er að mörgu leyti mjög góð.
Þeirri staðreynd má ekki gleyma.
Hins vegar verður í þessum sam-
anburði að hafa í huga að lífsgæði á
Íslandi eru almennt mjög mikil og
sem betur fer finnst mér yfirleitt
ríkja það viðhorf að allir þjóð-
félagsþegnar eigi að fá að njóta
þessara gæða. Í þessu
ljósi eigum við, því
miður, margt ógert og
megum hvergi slaka á.
Annað verkefni sem
blasir við þjóðinni er
fjölgun eldra fólks.
Mannfjöldaspár sýna
að á næstu áratugum
mun fjöldi eldra fólks
margfaldast og að
þessi aldurshópur mun
verða sífellt stærra
hlutfall af þjóðinni.
Baráttunni í mál-
efnum eldra fólks er því hvergi
nærri lokið hér á landi. Síðustu ár
hefur verið töluverður nið-
urskurður í þessum málaflokki.
Ýmis teikn eru á lofti um að við
óbreytt ástand getum við ekki náð
að halda í það sem áunnist hefur,
hvað þá að gera málin ennþá betri.
Þeir sem stjórna landinu í dag
þurfa því sannarlega að bretta upp
ermar og koma tímanlega með
markvissar lausnir.
Þrátt fyrir þetta hefur verið mik-
il gróska í málefnum eldra fólks
hér á landi á síðustu árum. Í þeim
geira sem ég starfa í, umönnun og
þjónustu þeirra sem veikastir eru,
er að verða bylting í aðbúnaði og
þjónustu í takt við nútímakröfur.
Hjúkrunarheimili eru mörg hver að
innleiða nýja hugmyndafræði þar
sem horfið er frá spítalaumhverfinu
yfir í heimilislegri nálganir án þess
þó að slá af kröfum um gæði og
þjónustu. Jafnframt er gaman að
sjá að sérhæfðum starfsstéttum
sem sinna málefnum eldra fólks er
að fjölga en vænst þykir manni um
að sjá að ættingjar og aðstand-
endur þeirra sem veikastir eru eru
sífellt að taka aukinn þátt í daglegu
lífi á slíkum heimilum og vakning
er um mikilvægi samskipta milli
kynslóða.
Að vissu leyti þykir mér miður
að aldraðir þurfi að hafa sérstakan
dag til að vekja athygli á sér og
sínum málefnum, svo sjálfsagður er
þessi málaflokkur í huga mér og
margra annarra. Þetta er hins veg-
ar verkefni fyrir samfélagið til að
vinna að áfram og okkar sem yngri
eru að taka við boltanum af ýmsum
máttarstólpum í baráttunni fyrir
betri hag eldra fólks. Ef rétt verð-
ur á málum haldið er ég viss um að
við getum gert okkar góða land
ennþá betra. Vonandi upplifi ég
þann dag að allt eldra fólk njóti
þeirra lífsgægða sem það á skilið.
Gerum vel við aldraða
Eftir Pétur
Magnússon »Mannfjöldaspár sýna
að á næstu áratug-
um mun fjöldi eldra
fólks margfaldast …
Pétur Magnússon
Höfundur er formaður stjórnar
Öldrunarráðs Íslands.
Þegar ekið er yfir
vetrartímann og allra
veðra er von, þá er
dekkjabúnaður bílsins
mikilvægt öryggis-
atriði. Þetta á sér-
staklega við þegar ekið
er í snjó og hálku.
Dekkin eru eini snerti-
flötur bílsins við veg-
inn og þess vegna eru
þau mikilvægt öryggis-
atriði. Ástand dekkja getur haft bein
áhrif á hversu bíllinn er lengi að
stöðvast. Reynsla Sjóvár er sú að
allt of oft má rekja orsök tjóna til
þess að dekk bílsins voru ekki nægi-
lega góð. Þetta sést greinilega þegar
rýnt er í orsakir umferðaróhappa
sem eiga sér stað yfir vetrartímann.
Núna þegar veturinn er fram-
undan er því ekki seinna vænna að
huga að dekkjabúnaði bílsins. Dekk-
in verða að vera hæf fyrir vetr-
arakstur, með góðu og djúpu
mynstri og yfirfara þarf loftþrýsting
dekkja reglulega. Jafnframt þarf að
hreinsa dekkin reglulega með tjöru-
hreinsi til þess að
tryggja betra grip.
Að lágmarka áhætt-
una
Auðvitað er það svo
að margir þættir hafa
áhrif á hversu vel okk-
ur tekst að bregðast við
óvæntum aðstæðum í
umferðinni. Veður og
ástand vega eru atriði
sem ökumaðurinn get-
ur ekki stjórnað eða
haft áhrif á. Það sem
við ökumenn getum hins vegar gert,
samhliða því að aka eftir aðstæðum,
er að lágmarka hættuna á umferð-
aróhappi með því að tryggja að bíll-
inn okkar sé ávallt útbúinn góðum
dekkjum. Þannig höfum við áhrif á
hemlunarvegalengd bílsins og auk-
um umferðaröryggi. Það er of al-
gengt að við séum ekki viðbúin vetr-
arakstri og langt fram eftir vetri má
sjá bíla á dekkjum sem engan veginn
eru hæf fyrir vetraraðstæður.
Ökumaðurinn
Þegar öllu er á botninn hvolft er
það reynsla, þekking og mat öku-
mannsins á aðstæðum til vetrarakst-
urs sem hefur afgerandi áhrif á um-
ferðaröryggi. Við þetta bætist
viðeigandi búnaður ökutækja eins og
dekk.
Veðrið á Íslandi er umhleypinga-
samt og því hvetur Sjóvá ökumenn
og eigendur bíla til þess að huga sem
fyrst að dekkjabúnaði bílsins, hvort
sem um er að ræða einkabílinn eða
ökutæki hjá fyrirtækjum. Þannig
stuðlum við ekki eingöngu að auknu
öryggi okkar í umferðinni heldur
einnig öryggi annarra.
Skipta dekkin máli?
Eftir Fjólu
Guðjónsdóttur » Ástand dekkja skipt-
ir miklu máli þegar
kemur að umferðarör-
yggi. Dekkin eru snerti-
flötur bílsins við veginn
og því verður gripið að
vera í lagi.
Fjóla Guðjónsdóttir
Höfundur er forstöðumaður
forvarna hjá Sjóvá.
Ríkisstjórnin hefur
markvisst unnið að því
í valdatíð sinni að festa
sósíalisma í sessi á Ís-
landi. Það hefur hún
gert með ýmsum hætti,
svo sem með hækkun
skatta, auknu reglu-
verki, gjaldeyr-
ishöftum, stærra rík-
isvaldi og fleiri
bönnum. Þeir sem hafa
nú ekki þegar flúið land hafa séð lífs-
kjör sín versna, eignirnar brenna upp
og peningana hverfa í botnlausa hít
ríkisins. Menn hafa orðið fyrir
barðinu á jafnaðarstefnu ríkisstjórn-
arinnar, sem gengur út á að fækka
hálaunamönnum þannig að kjör
þeirra sem lægstu launin hafa séu
hlutfallslega betri en áður. Með þeim
hætti næst lokatak-
markið, að ná jöfnuði, en
allir hafa það aftur á
móti verra en áður.
Jöfnuður eykst, mis-
skipting minnkar – en
allir tapa.
Nýverið birti Fraser-
stofnunin vísitölu at-
vinnufrelsis í heiminum
fyrir árið 2010. Vísitalan
sýnir, svo ekki verður
um villst, að atvinnu-
frelsi hefur snarm-
innkað hér á landi sein-
ustu ár. Nú skipum við okkur á bekk
með löndum á borð við Sádi-Arabíu,
Bótsvana og Dóminíska lýðveldið, en
fyrir ekki það mörgum árum vorum
við jafnokar Lúxemborgar og Kan-
ada. Þessi tíðindi hljóma illa í eyrum
flestra – enda eru sterk tengsl á milli
atvinnufrelsis og almennra lífskjara –
nema í eyrum ríkisstjórnarinnar.
Fyrir henni er birtingin fagnaðarefni.
Hún sýnir að ríkisstjórninni hefur
tekist að nokkru það sem að var
stefnt; að koma á sósíalisma í stað
frelsis.
Á fyrstu dögum valdatíðar rík-
isstjórnarinnar sögðu forsvarsmenn
hennar að hún ætlaði sér að verða
norræn velferðarstjórn. Athugum
hvernig það hefur gengið eftir. Frels-
isvísitala Fraser-stofnunarinnar sýn-
ir að Ísland hefur orðið viðskila við
þau lönd, sem ríkisstjórnin vildi líkj-
ast sem mest. Þær Norðurlandaþjóð-
ir, að undanskildu Íslandi, sem stofn-
unin skoðaði eru allar ofarlega á lista
– Finnland í 9. sæti, Danmörk í því
16., Noregur í 25. sæti og Svíþjóð sit-
ur loks í því 30. Hins vegar má finna
Ísland í 65. sæti listans. Á sama tíma
og þessi lönd hafa leitað ofar á
listann, þ.e. í átt að meiri atvinnu-
frelsi, hefur vísitala Íslands hrapað.
Hér kemur margt til, þar á meðal
sókn Samfylkingarinnar út á vinstri
væng íslenskra stjórnmála. Nú á dög-
um líta norrænir jafnaðarmanna-
flokkar út sem hægriflokkar við hlið
Samfylkingarinnar.
Í mælingunni á frelsisvísitölunni
eru fimm þættir skoðaðir sér-
staklega: umfang ríkisins, réttar-
öryggi og friðhelgi eignarréttar, að-
gangur að traustum peningum, frelsi
til alþjóðlegra viðskipta og reglur um
lánamarkað, vinnumarkað og rekstur
fyrirtækja. Rannsóknir hafa og sýnt
að lönd ofarlega á lista þessum búa
við betri lífskjör en þau lönd sem eru
neðar á listanum. Þeir tekjulægstu í
löndum með háa vísitölu hafa alla
jafna hærri tekjur en hinir tekju-
lægstu í öðrum löndum, s.s. Íslandi.
Það kemur heim og saman við fleiri
rannsóknir sem sýnt hafa augljóst
samhengi milli verndar eignarrétt-
arins og velmegunar þjóða. Allt tal
ríkisstjórnarinnar um að hún hafi
hlíft þeim tekjulágu er bersýnilega
blekkingarleikur þegar litið er til alls
þessa. Hún hefur á hinn bóginn rétt
fyrir sér um að jöfnuður hefur aukist
þar sem tekjur hinna tekjuhærri hafa
hríðlækkað. Slíkur jöfnuður hjálpar
samt ekki þeim sem búa við mesta
skortinn. Slíkur jöfnuður er ekki eft-
irsóknarverður nema maður kenni
sig við orðin „sæl er sameiginleg
eymd“.
„Sæl er sameiginleg eymd“
Eftir Kristin Inga
Jónsson
Kristinn Ingi Jónsson
» Allt tal ríkisstjórn-
arinnar um að hún
hafi hlíft þeim tekjulágu
er bersýnilega blekk-
ingarleikur.
Höfundur er formaður Baldurs, fé-
lags ungra sjálfstæðismanna á Sel-
tjarnarnesi.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.