Morgunblaðið - 01.10.2012, Blaðsíða 15
AFP
Vinir Blá- og grænstakkarnir reykja saman
og virðist fara vel á með þeim.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Afganskur öryggisvörður skaut bandarískan
hermann og starfsmann verktakafyrirtækis til
bana í eftirlitsstöð í Wardak-héraði á laugar-
dag. Einn liðsmaður í öryggissveitum Afgan-
istans snerist gegn hermönnunum og skaut
mennina og nokkra afganska hermenn. Ekki
hefur verið staðfest hversu margir þeir voru.
Eftir bardagann er tala fallinna bandarískra
hermanna komin yfir 2.000. Hersveitir á veg-
um Atlantshafsbandalagsins hafa starfað í
Afganistan síðan 2001. Herinn og heimamenn,
sem gegna störfum hjá lögreglu eða hernum,
starfa saman gegn talíbönum.
Bandaríkjastjórn hefur gefið út að hermenn
þeirra verði kallaðir heim fyrir árslok 2014.
Hermenn á vegum Nato eiga að dvelja lengur
til að þjálfa Afgana í öryggissveitirnar. Ólík-
legt er talið að af því verði sökum tíðra árása
sem grafa undan samstarfinu.
Bardagarnir í Afganistan hafa verið nefndir
bardagar blá- og grænstakka sem vísar í
klæðnað þeirra, bláan búning Afgana og græn-
leit herklæði Bandaríkjamanna. Veftímaritið
The Long War Journal hefur tekið saman tölur
frá 1. janúar 2008 til 29. september 2012. Alls
hafa 60 bardagar átt sér stað á þessu tímabili,
þar af rúmur helmingur þeirra, 33 árásir, það
sem af er 2012. Tala látinna á þessu ári er kom-
in í 53 og særðra í 50. Tveir menn féllu í slíkum
bardögum árið 2008.
Skilningsleysi á báða bóga
Skýringin á átökunum er ekki einhlít. BBC
hefur leitað að rótum átakanna meðal afg-
anskra öryggisvarða og bandarískra her-
manna. Tveir ólíkir menningarheimar mætast í
samskiptum þeirra, skilning skortir á báða
bóga og Bandaríkjamenn eru sakaðir um
hroka. Álag hefur verið nefnt til sögunnar og
er það rakið til viðvarandi fátæktar og ofbeldis
í landinu.
2.000 bandarískir hermenn fallnir
Tveir Bandaríkjamenn féllu í bardaga við afganskan öryggissveitamann í Afganistan í gær Átök
milli heimamanna og fulltrúa Nato færast í vöxt 53 hafa látist árið 2012, aðeins tveir féllu 2008
11 ára herseta Nato í Afganistan
» 2.000 bandarískir hermenn hafa fallið.
» 1.066 vestrænir hermenn til viðbótar
hafa fallið.
» Um það bil 20.000 afganskir borgarar
liggja í valnum.
» Afganskir öryggisverðir eru 10.000.
» 53 vestrænir hermenn hafa fallið í 36
innbyrðis átökum á árinu 2012.
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2012
Opinn kynningarfundur SA á Hilton Reykjavík Nordica,
miðvikudaginn 3. október kl. 8.30-10, sal H&I á 2. hæð.
Frummælendur:
Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá SA
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Ari Edwald, forstjóri 365
Heimir Örn Herbertsson, hrl.
Helga Melkorka Óttarsdóttir, hrl.
Fundarstjóri:
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já
Þátttakendur fá afhent nýtt rit SA um samkeppnismál sem kemur út sama dag.
Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8.00.
VIÐHORF ATVINNULÍFSINS
SAMKEPPNISLÖGIN OG FRAMKVÆMD ÞEIRRA
SKRÁNING Á WWW.SA.IS
Afgönsk börn bregða á leik með bleikt tau í flótta-
mannabúðum á Faizabad svæðinu í Afganistan. Um 100
fjölskyldur af túrkmenskum uppruna hafa sest þar að.
Sameinuðu þjóðirnar telja að 5,7 milljónir fólks hafi
snúið aftur til Afganistan eftir fall talibana-ríkisstjórn-
arinnar árið 2001.
AFP
Börn að leik í flóttamannabúðum
Bleikur er flottur
Eitt barn lést í
sprengingu í
sunnudagaskóla
í borginni Naí-
róbí í Kenía í
gær. Sextán börn
slösuðust, þar af
þrjú alvarlega,
við spreng-
inguna og þegar
þau reyndu að
komastu út úr
byggingunni.
Óljóst er hvort sprengjunni hafi
verið komið fyrir inni í kirkjunni
eða henni varpað á hana. Málið er í
rannsókn samkvæmt AFP-
fréttaveitunni en enginn hefur lýst
hermdarverkunum á hendur sér.
Eftir árásina kenndi talsmaður lög-
reglunnar hryðjuverkasamtök-
unum Al-Shabab um ódæðið, en
liðsmenn þeirra eru íslamistar frá
Sómalíu.
Í kjölfarið réðst hópur fólks á
Sómala í Naíróbí. Keníamenn óttast
að samtökin ætli sér að skapa svip-
að ástand í Keníu og skapast hefur í
Nígeríu þar sem ítrekað hefur ver-
ið ráðist á kirkjur undanfarnar vik-
ur. Talið er að Al-shabab-samtökin,
sem tilheyra Al-Qaeda, séu að
hefna fyrir átökin í Sómalíu. Þar
berjast Keníamenn ásamt Afríku-
sambandinu gegn Al-shabab-
samtökunum sem nýverið yfirgáfu
höfuðvígi sitt í Sómalíu.
KENÍA
Barn lést
í sunnudagaskóla
Særður Níu ára
drengur, einn af
mörgum börnum
sem slösuðust.
Kínverski auðjöf-
urinn Zhang
Yue, 52 ára, ætl-
ar að byggja
hæsta skýjakljúf
í heimi á sjö mán-
uðum. Hann vill
að borgin
Changsha verði
þekkt sem Skýja-
borgin. Bygg-
ingin á að verða
hærri en hæsta bygging heims,
Burj Khalifa í Dubai. Að sögn The
Telegraph verður byggingin á 220
hæðum og 2.750 fet eða 838,2 metr-
ar á hæð auk 1.900 metra hás turns.
KÍNA
Hyggst reisa hæsta
skýjakljúf heims
Stærstur Verður
hann jafn flottur?
Minnst 32 létust í átökum í Bagdad,
á svæðunum Taji, Madain og Tar-
miyah í gær. 104 særðust og er ótt-
ast að tala látinna fari hækkandi.
Átökin hófust í gærmorgun. Lög-
reglumenn, óbreyttir borgarar og
hermenn urðu meðal annars fyrir
bílasprengingum. Samkvæmt BBC
lítur út fyrir að markmið hermdar-
verkamannanna hafi verið að ná að
fella þá sem gegna öryggisvörslu í
borgunum.
ÍRAK
Fjöldi lést í árása-
hrinu í Bagdad