Morgunblaðið - 01.10.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Heildverslun með tæknivörur fyrir matvælaiðnaðinn. Ársvelta 80 mkr. • Þekkt blikksmiðja með góða verkefnastöðu. Ársvelta 230 mkr. EBITDA 18 mkr. • Heildverslun með fatnað og vefnaðarvöru. Ársvelta 170 mkr. Góð afkoma. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki tengt byggingariðnaði. Stöðug ársvelta um 150 mkr. og rúmlega 20 mkr. EBITDA. • Rótgróin heildverslun með “konuvörur”, með 60 útsölustaði um land allt. Ársvelta 180 mkr. og góð afkoma. Miklir stækkunarmöguleikar. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með matvæli. Ársvelta um 300 mkr. • Þekktur skyndibitastaður. Ársvelta 70 mkr. • Innflutningsfyrirtæki með tæknivörur á vaxandi markaði. Ársvelta 60 mkr. og yfir 100% álagning. • Lítil en rótgróin bókaútgáfa sem sérhæfir sig á ákveðnu sviði. Stöðug velta allt árið. I•nnflutnings- og framleiðslufyrirtæki með vinsæla fjárfestingavöru fyrir heimili. Stærsta fyrirtækið á þessu sviði og hefur verið með stöðuga veltu (um 130 mkr.) síðustu árin. Góður hagnaður og hagstæðar skuldir sem hægt er að yfirtaka. flutt í Skútuvog 11 Við erum Verslun: Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Glíman á lengstu golfbraut landsins á móti stífri austanáttinni á vellinum í Vík í Mýrdal hefur reynst mörgum kylfingnum erfið. Heimamenn hafa ekki viljað skipta henni í tvær venju- legar holur, en ákváðu þess í stað að gera holuna að fyrstu par sex braut landsins, en áður var hún par fimm. Gagnvart forgjöf kylfings varð glím- an sanngjarnari þó holan styttist ekki. Breytingin hefur vakið athygli á þessu vel varðveitta leyndarmáli sem golfvöllur þeirra Mýrdælinga er. Brautin umrædda er á lengd við sex fótboltavelli og mörgum fannst hún eðlilega strembin. „Þegar aust- anáttin sem er ríkjandi hérna bætt- ist við voru menn endalaust að remb- ast við að ná parinu, sem tæpast var mögulegt fyrir hinn venjulega kylf- ing,“ segir Kjartan Kárason, for- maður Golfklúbbsins Víkur. „Við ákváðum því að gera holuna að par-6. Hjá Golfsambandinu var eitt- hvert hik á mönnum, en eftir að þeir komu hingað og mældu holuna gerðu þeir ekki athugasemd við þessa breytingu.“ Kjartan segir að svo langar golfbrautir finnist í ýmsum löndum og nefnir Bandaríkin, Sviss og Nor- eg. Þá segist hann hafa heyrt af par-8 braut í Japan, en sú sé talsvert yfir 800 metra að lengd. Félagar slá og hirða Í golfklúbbnum í Vík eru um 70 manns, heimamenn, sumarhúsafólk og brottfluttir sem taka þátt í rekstr- inum með greiðslu árgjalda þó þeir noti völlinn ekki mikið. Einn starfs- maður vinnur á vellinum yfir hásum- arið, en félagar skiptast einnig á um að slá og hirða völlinn. „Hópurinn er ekki stór og reksturinn kostar sitt,“ segir Kjart- an. Nú erum við að reyna að kaupa brautarsláttuvél fyrir þrjár millj- ónir, en það er mikið átak fyrir klúbbinn. Við höfum fengið talsvert af vallargjöldum og svo reynum við að kreista hreppinn, en það hafa allir nóg með sitt.“ Ekki bara af gæsku Golfvöllurinn í Vík er í göngu- færi frá þorpinu, girtur hamrabelti með útsýni á Hjörleifshöfða til aust- urs með sjóinn, Reynisdranga og Reynisfjall í suðri. Sex af níu braut- um vallarins eru byggðar í sand- brekku undir Víkurhömrum og með- fram honum er að finna mosa, hvönn, lúpínu og ýmsan annan gróður. „Það var ekki bara af gæsku við kylfinga sem við gerðum þessa breytingu, við vildum líka vekja at- hygli á okkur,“ segir Kjartan. „Þeir sem hafa komið hingað til að spila, hafa flestir verið í skýjunum og margir gleymt sér yfir útsýninu. Ég sá nýlega að útlendingar skrifaði í umsögn á netinu að hann væri tilbú- inn að borga vallargjaldið með glöðu geði fyrir það eitt að fá að labba völl- inn.“ Strembin glíman verður sanngjarnari Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Langt í land „Það var ekki bara af gæsku við kylfinga sem við gerðum þessa breytingu, við vildum líka vekja at- hygli á okkur,“ segir Kjartan Kárason, formaður Golfklúbbsins Víkur, á teig lengstu brautarinnar.  Lengsta golfbraut landsins er 600 metra löng og sú eina sem er par-6  Útsýnið við Vík í Mýrdal truflar kylfinga Par og fuglar » Par holu er sá höggafjöldi, sem góður kylfingur þarf að nota til að koma kúlu í holu. » Hver hola hefur par frá 3 upp í 5, með undantekningunni á vellinum í Vík í Mýrdal. » Par vallar er reiknað út frá pari hverrar holu og miðað við 18 holur er viðmiðunarhögga- fjöldinn yfirleitt 70-72 högg fyrir meistarakylfing. » Að fara einu höggi undir pari er kallaður fugl, örn er tveimur höggum undir og al- batross þremur undir parinu. » Kondór nefnist það þegar kylfingur fer fjórum höggum undir pari. Fimm högg undir pari gæti verið fræðilegur möguleiki í vestanátt í Vík. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Færeyska fyrirtækið Varðin Pelagic var valið fyrirtæki ársins á árlegri samkomu fyrirtækja í Færeyjum um helgina. Þá hlaut það einnig við- urkenningu fyrir átak ársins, m.a. annars fyrir gott verkskipulag og fyrir að hafa reist nýja verksmiðju sína á skömmum tíma. Verksmiðjan sem færeyska fyr- irtækið reisti er keypt af íslensku fyrirtækjunum Skaganum hf. á Akranesi og Kælismiðjunni Frost ehf á Akureyri. Auk þeirra smíðuðu mörg íslensk fyrirtæki búnað sem notaður er í verksmiðjunni eða komu að einstökum þáttum smíðinnar. Allt að 70 Íslendingar, starfsmenn Skag- ans og Kælismiðjunnar Frost, unnu að uppsetningu verksmiðjunnar þegar flest var, auk heimamanna. Verksmiðjan er að mestu sjálfvirk og tæknin sem beitt er í verksmiðj- unni hefur verið þróuð hér á landi á undanförnum árum. Hún sparar mannafla, mikla orku og umbúðir. Bogi Jacobsen, framkvæmda- stjóri Varðin sagði við undirritun kaupsamnings verksmiðjunnar að hún væri sú besta sem hægt væri að fá á markaði í dag. Hún var sett upp í Tvøroyri á Suðurey og er ætlað að vinna uppsjávarafla fyrirtækisins en Varðin P/F er nú með um helming af öllum uppsjávarkvóta Færeyinga og rekur fjögur stór skip. Varðin verðlaunað Verðlaun Varðin fyrirtæki ársins.  Fyrirtæki ársins í Færeyjum verðlaunað fyrir íslenska verksmiðju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.