Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2012 3
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Lögfræðingur Upplýsingar veitir:Þórir Þorvarðarson
thorir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 14. október nk.
Umsóknir óskast fylltar út
á www.hagvangur.is ásamt
upplýsingum er greina frá
menntun og starfsreynslu.
Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir lögfræðingi á skrifstofu bandalagsins í 50%
starf. Ráðið verður í starfið til reynslu í sex mánuði með möguleika á framlengingu.
Starfið felst einkum í eftirfarandi þáttum:
• Ráðgjöf til öryrkja og aðstandenda um réttindi fatlaðra/öryrkja.
•Samskipti við stofnanir er varða hagsmunamál öryrkja.
• Eftirlit með réttindum og hagsmunamálum öryrkja.
• Túlkun laga og reglugerða.
• Álitsgerðir og umsagnir um lagafrumvörp í samstarfi við
stjórn og starfsfólk ÖBÍ.
• Upplýsingagjöf og greinaskrif.
• Önnur verkefni sem snerta málaflokkinn.
Hæfniskröfur:
• Krafist er meistaragráðu í lögfræði.
• Haldgóð reynsla og þekking á málefnum fatlaðra og réttindum
öryrkja er æskileg.
• Þekking á stjórnsýslurétti, almannatryggingum, lífeyrissjóðs-
réttindum og alþjóðlegum mannréttindasamningum er kostur.
• Góð íslenskukunnátta er áskilin. Færni í ensku og einu Norður-
landamáli er æskileg.
• Umsækjandi þarf að búa yfir skipulagshæfileikum, vönduðum
vinnubrögðum, geta tekið frumkvæði og unnið sjálfstætt.
Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum eru nauðsynleg.
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) er heildarsamtök fatlaðra og eru aðildarfélög þess 33 talsins.
Hlutverk bandalagsins er m.a. að koma fram fyrir hönd fatlaðra gagnvart opinberum aðilum
í hverskyns hagsmunamálum er snerta réttindi þeirra. Einnig veitir bandalagið upplýsingar
og ráðgjöf fyrir fatlaða og aðstandendur. Þá tekur ÖBÍ þátt í erlendu samstarfi við félaga- og
heildarsamtök fatlaðra. Nánari upplýsingar um starfsemina eru á heimasíðu www.obi.is.
Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði
og trúnaðarmenn hjá Rio Tinto
Alcan í Straumsvík harma í álykt-
un sem þeir sendu frá sér í vikunni
uppsagnir sem fyrirtækið hefur
gripið til. Sjö fastráðnir menn
misstu vinnuna nýverið og áttu
þeir allir að baki langan feril hjá
fyrirtækinu. Minna Hlífarmenn á
að eldri starfsmenn hafi á síðari
hluta ferils síns hjá fyrirtækinu
gjarnan verið fengið hlutverk í
málum er snúa að heilbrigðis- og
öryggisþáttum hjá Alcan.
„Sérstaklega er gagnrýnt að
ekki hafi verið leitað til fulltrúa
stéttarfélaga starfsmanna eða
trúnaðarmanna þeirra um það
hvernig skuli taka á þeim vanda
sem nú er uppi er varðar fjárhags-
lega stöðu fyrirtækisins og þannig
freistað að hafa hag starfsmanna í
huga við þessar aðstæður,“ segir í
ályktun Hlífar.
Mildari leiðir
Harmað er að ekki hefðu verið
farnar mildar leiðir þegar um-
ræddum mönnum var sagt upp.
Krafan sé að stjórnendur láti af
þeirri ómannúðlegu stefnu að
segja upp mönnum án ástæðu, án
undangenginna aðvarana og án
þess að þess sé freistað að hafa
samráð um það við fulltrúa þeirra
hvernig megi skuli að uppsögnum
þannig að þær valdi sem minnstum
sársauka hjá starfsmönnum. Því er
nú spurt hver sé stefna fyrirtæk-
isins varðandi mannauð, fjölskyldu
og jafnréttismál.
sbs@mbl.is
Harma uppsagnir í Straumsvík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Straumsvík Uppsagnir starfsmanna í álveri Alcan eru umdeildar.