Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2012
Hjúkrunarheimilið Skógarbær
félags- og tómstundastarf
Húsvörður
Staða húsvarðar er laus til umsóknar.
Húsvörður annast eftirlit og viðhald hús-
eignar, að utan sem innan, umhirðu lóðar,
sér um viðhald tækja og búnaðar og sinnir
öryggismálum heimilisins. Æskilegt er að
umsækjandi sé með iðnmenntun eða hafi
þekkingu til að sinna eðlilegu viðhaldi
húseignar og tækjabúnaðar.
Lögð er áhersla á hæfileika í samskiptum og
samvinnu.
Í Skógarbæ eru 6 deildir á 3 hæðum með
samtals 81 hjúkrunarrými.
Staðan er laus f.o.m. 1. desember n.k.,
umsóknarfrestur er til og með 10. október
n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir
framkvæmdastjóri, Hrefna Sigurðardóttir,
hrefna@skogar.is , sími 510-2100.
Lagermaður
Skaginn hf. óskar eftir að ráða lagermann.
Leitað er að einstaklingi sem getur tekið við
sem lagerstjóri fyrirtækisins á næsta ári þegar
núverandi lagerstjóri lætur af störfum.
Við leitum að einstaklingi sem er drífandi, á
auðvelt með að vinna undir álagi og á gott með
að eiga samskipti við fólk.
Æskilegt er að viðkomandi aðili hafi eftirtalið til
brunns að bera:
Hafi reynslu af störfum í málmiðnaði.
Hafi þekkingu á Navision.
Tali og skrifi ensku og norðurlandamál.
Umsóknum um starfið skal skila fyrir kl. 17,00
miðvikudaginn 17. október nk. til Þorgeirs
Jósefssonar, framleiðslu- og þjónustustjóra,
sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.
Netfangið er thorgeir@skaginn.is og
símanúmerið er 430 2000.
Skaginn hf. er leiðandi fyrirtæki í hönnun og þróun ýmissa
framleiðslutækja fyrir matvælaiðnað. Rætur fyrirtækisins liggja
í fiskiðnaðinum en það vinnur einnig í kjöt- og kjúklingaiðnaðinum.
Ýmsir áhugaverðir atburðir eru fram-
undan á næstunni í tilefni af Alþjóða geð-
heilbrigðisdeginum, sem venju sam-
kvæmt er 10. október. Í hádeginu næsta
þriðjudag verður hádegisfundur hjá Geð-
hjálp um hlutverk og markmið rétt-
indagæslumanna fatlaðra. Á miðvikudag
verður opið hús á bráðamóttöku geðsviðs
Landspítalans við Hringbraut í Reykja-
vík þar sem Engilbert Sigurðsson geð-
læknir mun fjalla um þunglyndi og birt-
ingarmyndir þess.
Þungur og
dýr sjúkdómur
Í ár er sjónum sértaklega beint að
þunglyndi. Í fréttatilkynningu segir að
þetta sé einn þyngsti og dýrasti sjúkdóm-
ur sem heimurinn þurfi að mæta. Það sé
jafnt í þróuðum ríkjum sem í þróun-
arlöndum, vegna takmarkaðra lífsgæða
og glataðra vinnudaga. Meira en 350
milljónir manna um allan heim glími við
sjúkdóminn sem oft sé þó læknanlegur. Í
sumum þróunarlöndum fái þó innan við
10% viðeigandi meðferð.
„Efnahagskreppan sem ríður yfir
heiminn með tilheyrandi atvinnuleysi,
auknum skuldum og auknu óöryggi hefur
enn aukið á vandann. Talið er að um 12-15
þúsund Íslendingar séu þunglyndir á
hverjum tíma. Þótt þunglyndi sé svo al-
gengt, gera margir sér litla grein fyrir
eðli sjúkdómsins eða misskilja birt-
ingamyndir hans. Þunglyndi er ekki
merki um dugleysi, ekki fremur en syk-
ursýki eða of hár blóðþrýstingur,“ segja
þeir sem að viðburðum næstu daga
standa.
Dregur úr lífsgleði
og framtaki
Þunglyndi hefur margvísleg einkenni.
Öll hafa þau í för með sér að draga úr lífs-
gleði og framtaki sem og þreki ein-
staklings til að sinna daglegum skyldum,
rækta fjölskyldu og vini og fleira.
„Ef þunglyndið greinist ekki leiðir það
til þjáninga og viðvarandi röskunar á
starfsgetu og lífsnautn. Þegar verst lætur
getur þunglyndið stefnt lífi fólks í óefni,
jafnvel sjálfsvígshættu. Því er mikilvægt
að opna augun fyrir einkennum sjúk-
dómsins,“ segir í tilkynningu.
Mismunandi er milli svæða í heiminum
hverjir eru í áhættuhópum þunglyndis.
Konur eru körlum margfalt líklegri til
þess að veikjast. Fátækt og lítil menntun
getur verið orsakaþáttur og sömuleiðis
erfðir; það er ef einhver nákominn er
þunglyndur er fólk blóðtengt viðkomandi
tvisvar til þrisvar sinnum líklegra en aðrir
til að þróa með sér þunglyndi. Ofbeldi
getur einnig verið ráðandi þáttur sem og
sambandsslit eða hjónaskilnaður. Það á
sérstaklega við um karlmenn.
„Á alþjóðageðheilbrigðisdaginn 2012
verða stjórnvöld og almenningur um heim
allan hvött til þess að ræða um þunglyndi
sem útbreiddan sjúkdóm sem hefur áhrif
á einstaklinga, fjölskyldur þeirra og sam-
ferðafólk, og gera sér grein fyrir að að-
stoð sé fyrir hendi. Við ættum öll að vera
meðvituð um fyrstu merki um þunglyndi
– það getur haft áhrif á alla, bæði unga
sem aldna,“ segja aðstandendur Alþjóða
geðheilbrigðisdagsins á Íslandi.
Sjónum beint að þunglyndi
Morgunblaðið/Ómar
Mannlíf Útivera er góð fyrir sálarheill. Barátta við þunglyndi er mörgum erfið. Ekki
er þó annað í stöðunni en komast yfir hindrunina og klifra upp.
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn haldinn í næstu viku
Erfðir, ofbeldi og skilnaðir algengir orsakaþættir veikinda
Þjóðkirkjan opnaði í vikunni upp-
lýsingavef varðandi þriðju spurn-
inguna í væntanlegri þjóðarat-
kvæðagreiðslu um stjórnarskrár-
mál. Þar er spurt: Vilt þú að í nýrri
stjórnarskrá verði ákvæði um þjóð-
kirkju á Íslandi?
Á vefsetrinu nýja er fjallað er um
þýðingu ákvæðis um þjóðkirkju í
stjórnarskrá, áhrif þess að segja já
eða nei, samband kirkju og ríkis og
fjármálaleg tengsl útskýrð auk þess
sem sagt er frá fyrirkomulagi sam-
skipta ríkis og kirkju í nágranna-
löndum okkar. Á vefsetrinu er og
grein eftir Agnesi M. Sigurðardóttur
biskup Íslands. Þar er kynnt ályktun
kirkjuþings og kirkjuráðs um málið.
Af vefnum er vísað í greinaskrif
sem tengjast efninu og flest hafa
verið birt á vefnum tru.is auk þess
sem lög um stöðu, stjórn og starfs-
hætti kirkjunnar eru aðgengileg
með tengli af vefnum, svo og stjórn-
arskráin og fleiri tengd skjöl.
www.kirkjan.is/stjornarskra
Kirkjan
opnar
stjórnar-
skrárvef
Staða, stjórn og
starfshættir útskýrðir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Guðshús Kirkjan á Fáskrúðarbakka á sunnanverðu Snæfellsnesi.