Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Qupperneq 12
„Ég er að ljúka við að setja
saman hráfæðisbók með eft-
irréttum sem kemur út síð-
ar í haust,“ segir Sólveig
Eiríksdóttir, heilsu- og hrá-
fæðiskokkur, betur þekkt
sem Solla á Gló. „Bókin hef-
ur að geyma uppskriftir að
ómótstæðilegum desertum,
orkukúlum, bökum og ekta
hnallþórum, útbúnum eftir
raw-matreiðsluaðferðinni.
Það þarf auðvitað engan
bakaraofn; bara blandara,
matvinnsluvél eða hrærivél.
Hún bætir við, til útskýr-
ingar: „Hráfæði eða raw-
food er aðferð til að mat-
reiða grænmeti, ávexti,
hnetur, fræ, þara og spírur
á fjölbreyttan hátt. Hráfæði
er aldrei hitað upp fyrir 47
gráður, til að skemma ekki
ensímin í matvælunum, og
inniheldur hvorki mjólk-
urvörur né unninn mat.“
Hrátt í Hafnarborg
Solla heillaðist af hráfæði
þegar hún sótti námskeið á
Púertó Ríkó fyrir 16 árum.
Þegar hún tók ásamt manni
sínum, Elíasi Guðmunds-
syni, við rekstrinum á
heilsustaðnum Gló í List-
húsinu í Laugardal í árs-
byrjun 2010 var strax
ákveðið að þar yrði hráfæði
í aðalhlutverki.
„Gló hefur gengið ótrú-
lega vel frá upphafi. Við
byrjuðum fljótlega að velta
fyrir okkur möguleikanum
á að færa út kvíarnar og
tækifærið kom óvænt upp í
hendur okkar þegar okkur
bauðst að taka yfir veit-
ingasöluna í Hafnarborg í
Hafnarfirði. Við opnuðum
þar nýja Gló síðastliðið vor
og höfum fengið frábærar
viðtökur.“
Hún segist finna fyrir sí-
vaxandi áhuga Íslendinga á
heilsusamlegum mat, bæði
grænmetis- og hráfæði.
„Það tekur fólk auðvitað
ekki langan tíma að komast
að því hvað slíkur matur
veitir mikla vellíðan, bæði
líkamlega og andlega. Jafn-
vel hörðustu kjötætur koma
hingað og uppgötva nýja
tegund matar; hráfæði sem
margir hefðu aldrei getað
ímyndað sér að þeir ættu
eftir að láta ofan í sig eða
verða saddir af.“
Chlorella með lucuma
Solla hefur óbilandi trú á
hinu næringarríka of-
urfæði, superfood, og
blandar því út í alla rétti,
bæði á Gló og heima fyrir.
Ofurfæði verður enda æ
meira áberandi í heilsuvö-
rulínu hennar Himneskt,
sem þekkist af appels-
ínugulu umbúðunum – og
hjartanu.
„Það er skemmst frá því
að segja að ofurfæðislínan
hefur slegið í gegn,“ segir
Solla. „Margir eru orðnir
mjög sólgnir í hráfæði á
borð við hampfræ, maca,
lucuma, chlorella og kakón-
ibbur svo eitthvað sé nefnt.
Úrvalið í vörulínunni er allt-
af að aukast og áður en
langt um líður mun ég
kynna nýjustu viðbótina;
blómafræfla, mórber, hveiti-
grasduft, hrátt kakóduft,
baobab, sem er þurrkaður
súrsætur ávöxtur, og as-
hwaganda, oft kallað ind-
verskt ginseng.“
David með námskeið
Von er á David Wolfe,
einum vinsælasta fyrirles-
ara heims á sviði heilsu- og
hráfæðis, til landsins í lok
október. „David hefur kom-
ið nokkrum sinnum áður og
haldið fyrirlestra í Gló en
nú ætlar hann að bjóða upp
á kvöldnámskeið og kenna
þátttakendum að útbúa
heilsubætandi drykki og
elixíra. Þetta eru nokkurs
konar super-smoothies og
ég er svo heppin að fá að
vera aðstoðarkona.“
beggo@mbl.is
Beðið eftir baobab
Sólveig Eiríksdóttir heilsukokkur sendir frá
sér hráfæðiseftirréttabók Bætir í himnesku of-
urfæðuflóruna nýjungum á borð við ashwaganda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ofurfæði „Margir eru orðnir mjög sólgnir í hráfæði á borð við
hampfræ, maca, lucuma og chlorella,“ segir Sólveig Eiríksdóttir.
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2012
RR Hótel ehf. hefur fest kaup á húsinu
Hverfisgötu 21 í Reykjavík og hyggst
breyta því í íbúðahótel. Innréttaðar
verða tíu íbúðir á fjórum hæðum; sjö
tveggja herbergja og þrjár stúdíóíbúðir.
Byggingafulltrúinn í Reykjavík hefur
samþykkt umsókn um framkvæmdir
sem hefjast í októberbyrjun og lýkur
snemma á næsta ári.
Halda í sögu og list
„Þetta er krefjandi og skemmtilegt
viðfangsefni en við höfum ágæta reynslu
af því að gera upp eldri virðuleg hús þar
sem leitast er við að halda í söguna og
byggingarlistina,“ segir Þórður B.
Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela.
Hann vístar þar til þess að á sl. ári var
Hverfisgötu 45, sem áður hýsti m.a.
sendiráð Noregs og Söngskólann í
Reykjavík, breytt í 15 íbúða hótel. Það
hús var endurbætt í bak og fyrir og hið
sama verður nú gert við Hverfisgötu 21,
þó svo að breytingum þar verði fleiri
skorður settar.
Í húsinu á Hverfisgötu, sem byggt
var árið 1912, bjuggu fyrsta hálfan ann-
an áratuginn Jón Magnússon, bæjarfóg-
eti og síðar forsætisráðherra, og kona
hans, Þóra Jónsdóttir. Hið íslenska
prentarafélag eignaðist félagið á stríðs-
árunum og hafa höfuðstöðvar félaga
prentara og bókagerðarmanna verið þar
æ síðan. Þar var einnig til húsa um ára-
bil Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóð-
vinafélagsins.
Íbúðir tileinkaðar Kristjáni X
Starfsfólk teiknistofu Erlings G. Ped-
ersen hefur umsjón með endurgerð
hússins. Að sögn Þórðar Bogasonar
stendur meðal annars til að tvær hót-
elíbúðir í húsinu verði tileinkaðar minn-
ingunni um konungsheimsóknina árið
1926. Það ár komu Kristján X Danakon-
ungur og Alexandrína drottning í op-
inbera heimsókn til Íslands og var feng-
in gisting á heimili forsætisráðherra –
og segir nokkuð um glæsileika hússins
að það þótti konungi hæfa.
sbs@mbl.is
Íbúðahótel Hverfisgata 21 er eitt af glæsilegri húsum borg-
arinnar sem nú fær nýtt hlutverk sem góður gististaður.
Konungshús
verður hótel
Prentarar selja fasteign Hverf-
isgötuhús fær nýtt hlutverk Tíu
íbúðir á fjórum hæðum Íbúðir
tileinkaðar konungskomunni 1926
Kóngur Kristján X yfirgefur Hverfisgötuna í heimsókn 1926.
2 ½ dl kasjúhnetur,
sem búnar eru að
liggja í bleyti í 2
klst
3 ¼ dl heslihnet-
umjólk
¾ dl hlynsýróp
¾ dl kakóduft
2 msk vanilla, duft
eða dropar
½ dl kókosolía, fljót-
andi
¼ tsk sjávarsalt
Byrjið á að setja
kasjúhnetur, hesli-
hnetumjólk, hlynsý-
róp, kakóduft og
vanillu í blandarann
og blandið vel, best
að láta þetta verða
alveg silkimjúkt.
Bætið kókosolíunni
og saltinu út í og
blandið smá stund
til viðbótar.
Setjið annað hvort
í ísvél (og fylgið
leiðbeiningunum á
vélinni) eða í sílikon-
form og frystið. Ef
þið notið sílikon-
form er gott að
hræra í blöndunni
annað veifið á með-
an hún er að harðna.
Einnig er þetta upp-
lögð blanda til að
setja í íspinnaform.
beggo@mbl.is
Súkku-
laðiís
frá Sollu
Ingimar Jónsson hefur verið ráðinn for-
stjóri Pennans á Íslandi. Starfi þessu
gegndi hann raunar fyrir rúmum áratug en
þá var hann forstöðumaður smásölusviðs
og síðar framkvæmdastjóri.
Að uppruna er Ingimar Skagfirðingur,
viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og
var á árunum 1988-1996 fjármálastjóri
FISK-Seafood á Sauðárkróki. Þá fór hann
til Pennans – og frá 2001 til 003 var for-
stjóri Kaupáss. Frá 2004 hefur Ingimar
sinnt eigin fjárfestingum en er nú kominn í hring og aftur til
Pennans.
Ingimar aftur til Pennans
Ingimar Jónsson
Ólga er meðal bakara vegna
fyrirætlana stjórnvalda um
hækkun vörugjalda á mat-
væli. Landssamband bakara-
meistara, þar sem Jóhannes
Felixsson gegnir formennsku,
ályktaði á dögunum á móti
þessum ráðagerðum en nái
þær fram að ganga eiga þær
að skila ríkissjóði 800 millj.
kr. á ári í auknum tekjum.
Vörugjöldin eiga að beinast
að sykri í matvælum og eru
réttlætt með manneldissjón-
armiðum og aðgerðum gegn
offitu, segja bakarar. Þeir
telja þó litlar líkur á að hærri
vörugjöld á sykruðum vörum
hafi áhrif á heilsu eða holdafar
landsmanna. Ríkisstjórnin
geri enda ekki ráð fyrir
breyttri neysluhegðun heldur
miði við óbreytt innkaupa-
mynstur.
„Auknar álögur á matvæli
um 800 milljónir á ári koma
hart niður bæði á fyrirtækjum
og neytendum. Hækkun vöru-
gjalda hlýtur óhjákvæmilega
að hækka vöruverð, sem aftur
eykur verðbólgu og þar með
greiðslubyrði af lánum, bæði
heimila og fyrirtækja,“ segja
bakarar sem vilja að hug-
myndir um sykurskatt verði
látnar niður falla og vöru-
gjaldamálin skoðuð heild-
stætt. sbs@mbl.is
Vilja ekki
sykurskatt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nostur Bakarar sætta sig illa
við hærri vörugjöld sem
leggjast á sykraðar vörur.
Bakarar mót-
mæla vörugjöld-
um Fer út í
vöruverð og
hækkar lánin