Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2012 Bílar óskast                              Babaria-snyrtivörur loksins á Íslandi. Babaria er fjölbreytt vörulína sem er unnin úr náttúrulegum hráefnum og hentar þörfum allrar fjölskyldunnar fyrir alla daglega umhirðu húðar. Vörurnar fást í netversluninni www.babaria.is Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali. Auk gullhringa eigum við m.a. titanium- og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerða- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, sími 552 0775, www.erna.is Hjólbarðar Kebek-Nama-heilsársdekk 165 R 13 kr. 6.900 195/65 R 15 kr. 13.900 205/55 R 16 kr. 15.900 215/55 R 16 kr. 16.900 205/50 R 17 kr. 18.900 235/45 R 17 kr. 21.390 225/65 R 17 kr. 21.890 Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Húsnæði íboði Stúdíóíbúð við Lokastíg 101 Reykjavík, til leigu. 30 fermetrar með húsgögnum kr 90.000 á mánuði. Tveir mánuðir fyrirfram plús 100.000. trygging vegna skemmda. Laust . osbotn@gmail.cm Snyrting Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Húsviðhald Laga ryðbletti á þökum, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk- efni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Ásgarður, heilsu- og meðferð- argarður við barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans við Dalbraut í Reykjavík, var opnaður í gær. Það voru sex nemendur í mastersnámi í verkefnastjórnun við Háskól- ann í Reykjavík sem tóku að sér að leiða verkefnið frá hug- myndastigi að framkvæmdum. Var málið unnið í nánu sam- starfi við stjórnendur geð- deildarinnar og rekstrarsvið Landspítalans. Leiðbeinandi verkefnisins var dr. Helgi Þór Ingason, dósent við HR. Þrír bakhjarlar Verkefnið fólst m.a. í því að gera þarfagreiningu í sam- vinnu við starfsfólk BUGL, koma með tillögur að endur- bótum, gera kostnaðaráætlun og útvega peninga til fram- kvæmda. Samhliða þessu voru Einar E. Sæmundsen og Kristbjörg Traustadóttir hjá Landmótun kölluð til. Þess má geta að Kristbjörg Trausta- dóttir, sem er landslags- arkitekt og nemi í umhverfis- sálfræði, hannaði og teiknaði garðinn góða. Samhliða hönnunarvinnu var leitað til seljenda leik- tækja, búnaðar og efnis sem hentaði garðinum og uppfyllti allar kröfur og vottun um ör- yggi. Þrjú styrktarfélög koma að stuðningi við verkefnið; Hringurinn kvenfélag, Kiw- anisumdæmið Ísland – Fær- eyjar og Heimilissjóður tauga- veiklaðra barna. Þau studdu verkefnið mjög myndarlega svo ljóst var að hægt væri að hefjast handa. Holl og nærandi áhrif Bakhjarl verkefnisins var rekstrarsvið Landspítala og Aðalsteinn Pálsson, deild- arstjóri fasteignadeildar sem tók við verkefninu fyrir hönd LSH. Hönnun og útboðsgögn voru unnin af Landmótun og verkfræðistofunni Eflu. Lóða- framkvæmdirnar voru boðnar út og fékk skrúðgarðyrkjufyr- irtækið Lóðalausnir verkið en það rekur skrúðgarðyrkju- meistarinn Ragnar Steinn Guðmundsson. „Garðurinn er sá fyrsti sem gerður er sem heilsu- og með- ferðargarður fyrir börn og unglinga á Íslandi. Þar er lögð rík áhersla á að móta umhverfi í samræmi við heilsu og getu einstaklinga þannig að það hafi holl og nærandi áhrif á þann sem nýtur, bæði andlega og líkamlega. Garðurinn býður m.a upp á margbreytilega hreyfingu, frjálsa leiki og boltaleiki. Dvalarsvæði er fyr- ir samstarf, kyrrðarlundi og samverustaði bæði fyrir ein- staklinga og í meðferð stærri hópa,“ segir í frétt frá Land- spítalanum. Umhverfið miðast við heilsu og getu Gleði Leikjagarðurinn við BUGL við Dalbrautina í Reykjavík er góður og býður upp á marg- víslega möguleika fyrir þroskandi starf sem börnum í sálarháska er svo mikilvægt.  Leikgarður við BUGL  Arkitektúr og öryggi  Möguleikar fyrir allskonar hreyfingu og leiki „Yfirleitt batnar atvinnu- ástandið frá ágúst til septem- ber sem einna helst má rekja til hefðbundinnar árstíðar- sveiflu,“ segir Íslandsbanki sem telur líklegt að nú aukist atvinnuleysi aftur. Hefð sé þannig og flestir séu án vinnu febrúar og mars ár hvert. „Þó gæti raunin orðið önnur að þessu sinni ef bráðabirgða- ákvæðið um rétt einstaklinga til atvinnuleysisbóta í fjögur ár í stað þriggja verður ekki framlengt um næstu áramót, en ekki er gert ráð fyrir fram- lengingu þess í fjárlagafrum- varpi 2013 sem lá fyrir í síð- ustu viku. Gæti því atvinnuleysi samkvæmt skráningu Vinnumálastofnun- ar snarminnkað á milli desem- ber og janúar af þessum sök- um, en þess má geta að alls höfðu um 1.700 einstaklingar verið á atvinnuleysisskrá í tvö ár eða lengur í lok ágúst sl. og m.v. að hátt í fjögur ár eru lið- in frá hruni kæmi ekki á óvart að stór hluti þeirra komi til með að missa rétt sinn til at- vinnuleysisbóta,“ segir Ís- landsbanki. sbs@mbl.is Dregið hefur mun hraðar úr skráðu atvinnuleysi á árinu en almennt hefur verið reiknað með. Þetta segir í nýlegum pistli frá greiningardeild Ís- landsbanka. Að mati bankans má þetta að hluta til rekja til tímabundinna verkefna á veg- um Vinnumálastofnunar á fyrri hluta árs en með þeim tókst að útvega mörgum vinnu. Fækkaði um 172 Skráð atvinnuleysi í ágúst sl. mældist 4,8% og var 0,1% meira en í júlí samkvæmt töl- um sem Vinnumálastofnun birti á dögunum. Þrátt fyrir þetta fækkaði atvinnulausum að jafnaði um 172 einstaklinga á milli júlí og ágúst. Er hér um hefðbundin árstíðaráhrif að ræða og má rekja þessa hækk- un til þess að áætlað framboð vinnuafls var minna í ágúst en í júlí. Íslandsbanki spáði því í júní sl. að atvinnuleysi í ár yrði 6,0%, 5,5% á næsta ári og 5,0% árið 2014. Hér hefur bankinn hins vegar reynst hafa farið of bratt í málin – enda hafa fleiri vinnu en gert var ráð fyrir. Fleiri nú með vinnu en spáð var Morgunblaðið/Ómar Fiskur Aðstæður í hagkerfinu eru sjávarútvegi hagstæðar. Þar er nóg að gera og vinnufúsra handa er þörf á ýmsum sviðum.  Vinnumarkaður umfram vonir  Átaksverkefni eru að skila sér

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.