Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Landsmönnum stendur til boða gríð- arlegt úrval tónleika á aðventunni og eru nóvember og desember anna- sömustu mánuðir ársins hjá tónlist- armönnum. „Við erum á haus frá morgni til kvölds,“ segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), en Stein- unn Birna Ragnarsdóttir, tónlistar- stjóri Hörpu, segir marga orðið tengja jólin við hvers konar tónlistar- upplifanir. Alls sóttu 23.688 manns tónleika í Hörpu í nóvember í fyrra og 29.162 í desember. Steinunn segir að mikil eftirspurn sé eftir tónleikarými í hús- inu í jólavertíðinni og að fjölbreytni tónleikaframboðsins hafi aukist. „Það er aukning á minni tón- leikum, þ.e. í minni sölum, og mér finnst eins og flóran sé að verða fjöl- breyttari. Og það er alveg eins erfitt að finna daga fyrir fólk í húsinu og í fyrra, ef eitthvað er þá er það erf- iðara,“ segir Steinunn. Hún segir að það hafi sýnt sig að húsið sé vel sótt og að tónlist- arfólk sjái nú að staðsetning tón- leika í Hörpu hafi hvetjandi áhrif á aðsókn. Hún segir miðasöluna í ár hafa farið vel af stað. „Ég hef ekki orðið vör við annað en að sala gangi mjög vel þrátt fyrir þetta mikla framboð. Ég held að marg- ir tengi orðið jólin við tón- listarupplifanir og að þetta sé Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Hér á landi man ég ekki eftir svona skýru dæmi,“ segir Gísli Víkingsson, líffræðingur, spurður að því hvort algengt væri að hvalir dræpust í skipskrúfum, en hnúfubakur fannst á föstudag fyrir viku í Bakkafjöru og þykir víst að hann hafi lent í skrúfu Herjólfs nokkru áður. „Ein- hver dæmi þar sem menn ályktuðu að það væri hugsanlegt, en ég man ekki eftir fleiri dæmum. Þetta er samt þekkt vandamál úti í heimi þar sem skipaumferð er mikil. Kannski mest við austurströnd Bandaríkj- anna þar sem leifarnar af sléttbaks- stofninum eru í verulegri útrýming- arhættu og þetta talin ein stærsta dauðaorsökin,“ segir Gísli. „Það er kannski ekki alveg hægt að negla það 100% að ég hafi gert þetta og hann fannst þremur dögum seinna,“ segir Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri Herjólfs. „Við fengum högg sem var eins og við tækjum niðri en dýpið var það mikið að svo gat ekki verið. Svo fór skrúfan á yf- irsnúning. Þetta hætti svo og allt virkaði, svo ég fór bara inn. Svo lét ég kafa og hélt að það væri tóg sem hefði farið í skrúfuna en það var ekkert sjáanlegt,“ segir Guðlaugur. Grunur leikur á að hvalur hafi lent utan í Herjólfi fyrir nokkrum árum. Síðar fannst hvalur rekinn í Mýr- dalnum. „Þá vorum við á siglingu á Þorlákshöfn og kom högg á skipið og veltuugginn fór í klessu. Það var á miðri leið í myrkri. Þá héldu menn að það hefði verið hvalur en það er meira afgerandi með þennan því hann er með skrúfuför í sér,“ segir Guðlaugur. Hræið af hvalnum ligg- ur enn í Bakkafjöru. Hnúfubakur lenti í skrúfu Herjólfs Ljósmynd/Sigmar Jónsson Illa skorinn Sex skurðir eru á skrokki hnúfubaksins sem þýðir að skrúfan hefur farið hálfan annan hring utan í hvalnum. Hann liggur enn í fjörunni.  Ekki vitað um svona skýrt dæmi fyrr „Þær eru ennþá í gangi og það er einskis að vænta fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag, þá erum við búin að ræða við bak- löndin og fara yf- ir stöðuna,“ segir Davíð Ásgeirs- son, bæjar- fulltrúi L-listans í Garði, aðspurður hvernig meiri- hlutaviðræðurnar í Garði gangi. Hann vill ekki gefa það upp hverjir koma að meirihlutaviðræð- unum en aðspurður segir hann að sinn vilji sé sá að Magnús Stef- ánsson haldi áfram sem bæjarstjóri. skulih@mbl.is Vill að Magnús verði áfram bæjarstjóri Magnús Stefánsson Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Velferðarráðuneytið og stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) hafa staðfest sameiginlegan vilja um að gera langtímasamning, um að SHS sinni áframhaldandi sjúkraflutningum. Samningurinn mun verða til fimm ára, í það minnsta. Starfshópur um undirbúning lang- tímasamningsins um þjónustuna mun skila tillögunum af sér 15. desember. „Mikil kostnaðaraukning hefur verið hjá ríkinu til rekstrar SHS síð- ustu fjögur ár,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður vel- ferðarráðherra. Hún vísar í skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sem skilaði í október úttekt á SHS. Þar kemur m.a. fram að raunkostn- aður við rekstur SHS hefur minnkað um 19% á tímabilinu 2008 til 2012. Á því tímabili hefur árlegt framlag ráðuneytisins aukist um ríflega 60%. Niðurstaða KPMG um mögulega kostnaðarskiptingu er sú að ríkið greiði 52% og SHS 48%. „Enginn ágreiningur ríkir um þessa skiptingu, fremur um upphæðina á bak við þessi 100%,“ segir Anna. Lokatilraun til sátta „Þetta er lokatilraun til að ná sam- an um sjúkraflutninga og gengur út á að fá aðila til að tala saman. Ennþá ber mikið á milli slökkviliðsins og vel- ferðarráðuneytisins um að greiða fyr- ir sjúkraflutningana,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sem situr í samninganefndinni fyrir hönd SHS. Hann áréttar að langtíma- samningnum verði ekki komið á fyrr en búið er að gera upp rekstur ársins 2012. Hann bendir á ríkið hafi borgað 511 milljónir á árinu 2011 en í fjár- hagsáætlun SHS sé talan 778 millj- ónir. „Það er ekkert mál að stilla rekstrinum upp í excelskjali og fá út einhverjar tölur en raunveruleikinn er allt annar,“ segir Gunnar. Hann telur þau ekki tilbúin að setja nafn sitt við samning sem feli í sér skerta þjón- ustu. Anna segir einnig að lækkun rekstrarkostnaðar megi ekki bitna á gæðum og þjónustu. Aftur að samningaborðinu  Sameiginlegur vilji velferðaráðuneytis og SHS um að ná langtímasamningi  Sátt um kostnaðarskiptingu  Ríkið greiðir 52% á móti 48% slökkviliðs „Þetta hefur alltaf verið háannatími bæði í tónlistarútgáfu og tónleikahaldi hjá tónlistarfólki,“ segir Björn Th. Árnason, formaður FÍH, um jólavertíðina en það var niðurstaða dómnefndar á vegum Rannsóknarseturs verslunar- innar að íslensk tónlist væri jólagjöfin í ár. Björn segir aukinn áhuga á íslenskri tónlist hafa skilað sér í fleiri út- gáfutónleikum í ár en hvað varðar miðaverð segir hann það ekki hafa hækkað nema í undantekningartilfellum. „Ég er ekki viss um að miða- verð hafi farið upp nema hvað varðar einstaka viðburði en það endurspeglar líka umhverfið sem tónleikarnir eru haldnir í, fjölda hljóðfæraleikara og annað,“ segir hann. Björn segir íslenska tónlist vekja athygli út um allan heim og tekur undir með Steinunni að mikil tækifæri liggi í Hörpu, sem enn sé ónumið land, þrátt fyrir að þar séu tónleikar daglega. Íslensk tónlist jólagjöfin í ár JÓLIN HÁANNATÍMI HJÁ TÓNLISTARMÖNNUM orðin hefð hjá fólki að fara á jóla- tónleika,“ segir Steinunn. Hvað miðaverð varðar segir hún það sína tilfinningu að ef eitthvað sé hafi það lækkað en fólk sé mistilbúið til að greiða hátt miðaverð eftir því um hvernig tónleika sé að ræða. „Það er eins og fólk sé búið að raða þessu aðeins niður fyrir sér. Á sin- fónískum tónleikum gerir fólk kröfur um lágt miðaverð af því að það er vant því hjá Sinfóníunni. Óperan má kosta meira, það er bara þannig í hugum fólks, en það eru líka færri sýningar á óperum og uppfærslurnar kosta mikið og verðið endurspeglar það. Síðan eru popp- og rokk- tónleikarnir yfirleitt dýrastir,“ segir Steinunn en fyrir þá sé fólk tilbúið að greiða mun hærra verð en á aðra við- burði. Steinunn segir aðsókn í Hörpu al- mennt hafa farið fram úr björtustu vonum frá opnun en hún segir ís- lenska tónlistarmenn í háum gæða- flokki og að tónleikasókn virðist vera mjög almenn meðal Íslendinga. Þá segir hún mörg sóknarfæri í ferða- þjónustunni. „Húsið býður upp á þessa mögu- leika því hér er svo fjölbreytt starf- semi. Og við höfum svolítið verið að setja saman upplifunarpakka fyrir fólk, t.d. erlenda ferðamenn sem koma hingað og eyða áramótunum,“ segir Steinunn. Þá fari t.d. saman skoðunarferð um húsið, kvöldverður og tónleikar. Tónlistin fastur liður í jólahaldi Íslendinga  Salir Hörpu þéttbókaðir  Lítil breyting á miðaverði *Listinn er alls ekki tæmandi Jólatónleikar* Staðsetning Fjöldi tónleika Miðaverð (kr.) Frostrósir Harpa og Hof 8 6.990-12.990 Nýárstónleikar Garðars Thórs Cortes Grafarvogskirkja og Hof 2 6.900 Jólagestir Björgvins Laugardalshöll 2 5.990-12.990 Jólatónleikar KK og Ellen Harpa og Hof 2 5.900-7.900 Jólatónleikar Siggu Beinteins Háskólabíó 1 5.600 Jólatónleikar Baggalúts Háskólabíó, Hof og Bíóhöllin 9 5.555 Sigurður Guðmundsson og Memfismafían Háskólabíó og Hof 2 4990-5.555 Þorláksmessutónleikar Bubba Harpa, Hof og Bíóhöllin 3 4.900-5.900 Borgardætur Café Rósenberg 7 4.800 Jólin alls staðar Vítt og breitt um landið 20 3.990 Jólaóratoría Bach - Mótettukór Hallgrímskirkju Harpa 2 3.800-11.800 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur Harpa 1 3.500 Jólaswing Stórsveitar Reykjavíkur Harpa 1 3.000 Vocal Project (Poppkór Íslands) Salurinn 2 2.500 Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands Harpa 2 2.200-6.500 Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands Harpa 3 1.900-2.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.