Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 54
54 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012
Það er ljóst að um
leið og ákveðið var á
Alþingi árið 2009 að
hefja formlega aðildav-
iðræður við Evrópu-
sambandið, var farið af
stað með langt ferli
sem að lokum gæti
vegið stórlega að frelsi
okkar og fullveldi.
Þetta ferli hefur nú
þegar, tveimur árum
síðar, verið stjórn-
sýslulega erfitt við að ráða, ein-
kennst af pólitískum og samfélags-
legum átökum og síðast en ekki síst
kostað skattgreiðendur háar fjár-
hæðir.
Félagið Herjan var stofnað í Há-
skóla Íslands árið 2011 og var yf-
irlýst meginmarkmið frá upphafi að
vekja háskólanemendur til umhugs-
unar um afsal fullveldis og stjórnar
eigin mála sem myndi hljótast af
inngöngu í ESB. Félagið vill fræða
háskólanema og ungt fólk um ESB
og stuðla að upplýstri umræðu.
Herjan er systurfélag Ísafoldar, fé-
lags ungs fólks á móti aðild og vinna
félögin náið saman að markmiðum
sínum.
Það er mjög mikilvægt að ungt
fólk sé með í allri umræðu og fái að
hafa skoðun á aðild-
arviðræðunum eða
mögulegri inngöngu.
Rétt eins og fyrri kyn-
slóðir sem tóku við full-
valda og sjálfstæðu ríki
eftir sjálfstæðisbaráttu
Íslendinga, stöndum
við nú frammi fyrir því
að hugsanlega afhenda
næstu kynslóðum Ís-
land sem Evrópusam-
bandsríki. Sú barátta
sem forfeður okkar
háðu fyrir okkur, með
sjálfstæði Íslendinga
að leiðarljósi, hefði þá lítið gildi
nema fyrir stuttan tíma í Íslandssög-
unni.
En hvernig er vegið að sjálfstæði
Íslands? Með inngöngu í Evrópu-
sambandið er ljóst að ákvörð-
unarréttur okkar og löggjafarvald
færist að stóru leyti úr okkar hönd-
um til höfuðstöðva sambandsins í
Brussel. Staða stjórnmálamanna
myndi breytast og þyrftu þeir að
taka tillit til lagasetninga ESB við
lagasetningar hérlendis. Við þyrft-
um að innleiða lög sem í mörgum til-
fellum færu ekki endilega saman við
hagsmuni okkar og séreinkenni. Þó
að við innleiðum lög frá EES-
samningnum nú þegar, er það aðeins
brot af því sem koma skyldi. Við höf-
um umfram allt fullt vald til að ráða
eigin málum og það er mikilvægur
punktur þegar rætt er um fullveld-
ishugtakið. Það er því um að ræða
mikla breytingu á umhverfinu eins
og við þekkjum það í dag.
Við vitum vissulega ekki enn hver
þróunin verður í framtíðinni og
hvort valddreifing milli aðildarríkja
minnkar jafnvel enn frekar. Reynd-
ar hafa á síðustu mánuðum komið
fram raddir stjórnmálamanna meðal
aðildarríkja og lýst yfir áhyggjum
sínum, einmitt út af þeirri staðreynd
að sambandið vill færa til sín völd frá
stjórnvöldum, sem erfitt er fyrir þau
að endurheimta. Hugsanlega verður
þessi þróun enn alvarlegri í komandi
framtíð og meiri miðstýring innan
ESB eftir því sem sambandið eflist.
Hvar stöndum við þá sem lítil þjóð,
sem hefur jafnframt yfir mikil-
vægum auðlindum að ráða eins og
fiski, hreinu vatni og endurnýt-
anlegri orku?
Það er ósk mín að vekja ungt fólk
og háskólanema til umhugsunar um
þær mikilvægu spurningar sem hver
Íslendingur þarf að spyrja sig þegar
kemur að framtíð þjóðarinnar og þá
ekki síst ef kemur til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um inngöngu í ESB.
Það er ekki auðveldlega tekið til
baka þegar svo stórt skref er stigið
eins og með Evrópusambandsaðild
og ófyrirsjáanlegar afleiðingar gætu
haft áhrif á líf og lýðræði komandi
kynslóða. Enda ég greinina á orðum
Jóns Sigurðssonar úr kaflanum
Hugvekja til Íslendinga frá 1848
þegar hann bað Íslendinga um að
hugsa um fullveldi sitt og framtíð-
armöguleika sem fullvalda ríki:
Flestir munu skilja af sjálfs síns
reynslu, hversu nauðsynlegt er bæði
að hver ábyrgist sjálfs síns verk, og
svo hitt, að maður viti að hverjum
aðgangurinn er. Þetta er ekki sízt
nauðsynlegt í stjórnarmálefnum.
Ungt fólk á móti ESB-aðild er
andvígt framsali ríkisvalds
Eftir Huldu Rós
Sigurðardóttur »Ég vil vekja ungt
fólk til umhugsunar
um þær mikilvægu
spurningar sem hver Ís-
lendingur þarf að spyrja
sig þegar kemur að
framtíð þjóðarinnar.
Hulda Rós
Sigurðardóttir
Hulda Rós Sigurðardóttir er
varaformaður Herjans og
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Ég hef undanfarið
hlustað á umræður
um kvótann og þar á
meðal aflagjaldið eða
skattinn eftir því sem
menn vilja kalla þess-
ar álögur á sjávar-
útveginn. Niðurstaðan
er að sú umræða hafi
ekki aukið virðingu
Alþingis eða þing-
manna. Ræðumenn
klifuðu stöðugt á því að fólkið í
landinu væri arðrænt og fengi litla
hlutdeild í auðæfum landsins. Þau
færu öll til útgerðarmanna sem
bröskuðu með kvótann og því þyrfti
að skattleggja útgerðina svo þjóðin
fengi sanngjarna þóknun fyrir auð-
legðina, sem í þessu tilviki er fisk-
urinn í sjónum.
Þarna er talað eins og þeir sem
sækja sjóinn og fái aflahlut séu ekki
þjóðin. Mér finnst þessi fullyrðing
um að þjóðin njóti ekki arðs af auð-
æfum landsins tóm vitleysa. Við
heyrum í útvarpi að Íslendingar séu
með ríkustu þjóðum heims. Hvernig
gat hún orðið það án þess að nýta
sér auðæfi lands og þjóðar?
Þegar ég var sextán ára fékk
pabbi minn pláss fyrir mig sem
netamann á Sæbirni ÍS 16 hjá skip-
stjóra sem var alltaf kallaður Óli
Júll, en ég held að hann hafi heitið
Ólafur Júlíusson. Það var ekki létt
mál að fá pláss á Sæbirni því Óli
var annálaður aflamaður og þetta
því eftirsótt pláss og margir um
plássin. Að ég skyldi vera munstr-
aður netamaður en ekki háseti staf-
aði af því að ég var talinn vanur
netamaður vegna vinnu minnar á
Netagerð Vestfjarða á Grænagarði.
Netamannsstörfin fólust aðallega í
að bensla kork sem losnaði á tein-
inn og rippa saman netið ef rifnaði,
en ekki bæta því að það tók of lang-
an tíma. Kojufélagi minn á Sæbirni
var Jón Finnsson og höfðum við
fremstu koju stjórnborðsmegin í
lúkarnum. Kojan var ekki nema 80
cm breið en okkur kom ágætlega
saman þótt þröngt væri. Við vorum
báðir í sumarvinnu að vinna fyrir
skólagöngu okkar, Jón í Háskól-
anum en ég í Samvinnuskólanum.
Við Jón fengum góðan hlut í vertíð-
arlok og ég er viss um að afli Sæ-
bjarnar ÍS 16 kom þjóðarbúinu til
góða.
Finnur Jónsson, faðir Jóns koju-
félaga, alþingismaður kratanna, var
aðalhvatamaður að
stofnun Samvinnu-
félags Ísfirðinga sem
lét smíða sjö báta af
sömu stærð og Sæ-
björn var. Voru þeir
allir skírðir eftir björn-
um. Þessi framkvæmd
bjargaði atvinnulífinu á
Ísafirði í mörg ár og
skipin reyndust happa-
skip. Þau voru rúmar
40 lestir og báru 700
mál af síld eins og þá
var mælt. Ég gekk í
samvinnufélagið um leið og ég var
munstraður.
Við fórum í fyrsta róðurinn dag-
inn eftir sjómannadaginn. Birgir
framkvæmdastjóri félagsins, sonur
Finns, var mættur niður á bryggju
er við fórum og veifaði til okkar.
Stefnan var tekin á Hornvík en
þangað var sex tíma stím því Sæ-
björn gekk ekki meira en átta míl-
ur. Nú er þetta farið á tveim tím-
um. Við lentum í vaðandi síld er við
komum austur fyrir Horn og köst-
uðum og fengum um 200 tunnur í
einu kasti. Boð komu frá Birgi um
að landa skyldi í þorpunum í kring
og frysta sem mest í beitusíld. Var
því snarlega snúið við og keyrt til
Ísafjaðar með viðkomu í Súðavík,
Hnífsdal og Þingeyri og landað þar
sem frystigetan á staðnum leyfði.
Þannig gekk þetta fyrir sig í nokkra
daga í mjög góðu veðri. Menn voru
kátir og hressir þegar svona vel
gekk. Við fórum alltaf austar þang-
að til við vorum komnir austur að
Málmey og þar var kastað og feng-
um við um 70 til 80 tunnur ásamt
öðru sem við bjuggumst ekki við.
Þegar búið var að þurrka upp úr
nótinni kom í ljós að við höfðum
fengið tvær litlar grásleppur í hana.
Allir voru hissa á því hvernig við
gátum fengið grásleppu í nótina.
Við á Sæbirni vorum með grunnnót
sem var 30 faðmar á dýpt svo þetta
var ótrúlegt. Gísli og Jón, sem báðir
voru þaulvanir sjómenn og höfðu
verið margar vertíðir með Óla Júll,
skildu ekkert í þessu hvernig grá-
sleppa komst í 30 faðma djúpa nót
en niðurstaða fékkst engin. Við
lönduðum síðan þessum afla, þar á
meðal grásleppunum, í Saint Páls-
ríkisverksmiðjunni á Siglufirði.
Ég tel að nú sem fyrr fari mest-
allur afli í vinnslu og nýtist þjóð-
arbúinu. Við þurfum engin ný
skattalög til að skattleggja sjávar-
útveginn. Núgildandi lög tryggja
eðlilega skattlagningu og gjöld til
samfélagsins þótt ýmislegt megi
ávalt færa til betri vegar. Við Ís-
lendingar erum óheppnir því núver-
andi forsætisráðherra hefur alltaf
litið á útgerðarmenn sem andstæð-
inga sem nauðsynlegt væri að berja
á í stað þess að vinna með útgerð-
inni og búa henni aðstöðu til rekstr-
ar og þar með auka hagsæld al-
mennings. Við þurfum fleiri
„sægreifa“ eins og þá sem stofnuðu
samvinnufélögin sem ég nefndi fyrr
í greininni. Menn sem bjarga at-
vinnulífinu á stöðunum þegar á
reynir.
„Sægreifar“ og
aðrir greifar
Eftir Gunnar
Sveinsson
Gunnar Sveinsson
»Mér finnst þessi
fullyrðing um að
þjóðin njóti ekki arðs
af auðæfum landsins
tóm vitleysa.
Höfundur er fv. netamaður
og síðar kaupfélagsstjóri.
Fender kassagít
arpakki
Rafpíanó
Hljóðkort m
eð
Kassagítar
ar
Tilboðsver
ð
Rafgítarpakki 4
9.990
26.990
frá 105.99
0
hugbúnaði frá
18.990
frá 18.99
0
á trommuset
tum
Rafbassapakki
59.990
Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
Geneva XL m/standi
| Ipod/Iphone | CD | Útvarp
Svissnesk verðlaunahönnun
Ótrúlegur hljómburður
180° hljóðdreifing
Engar hátalarasnúrur
3 stærðir - 3 litir