Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 ✝ Pétur Axelssonfæddist á Látr- um á Látraströnd 21. febrúar 1931. Hann lést á Grenil- undi, Grenivík, þriðjudaginn 13. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Axel Jóhann- esson, f. 13. janúar 1896, d. 4. mars 1986, og Sigurbjörg Stein- grímsdóttir, f. 24. september 1904, d. 22. júlí 1969. Systkini Péturs eru Sigríður Helga, f. 8.7. 1934, Steinunn Halla, f. 15.10. 1939, Ásgeir Jóhannes, f. 30.10. 1942, Anna Lísbet, f. 30.10. 1942, og Sigurlína Hólm- fríður, f. 27.5. 1949. Hinn 23. júní 1954 kvæntist Pétur Erlu Friðbjörnsdóttir frá Sunnu- hvoli, f. 21. janúar 1933. For- eldrar hennar voru Friðbjörn Guðnason, f. 30. júlí 1903, d. 2. október 1988, og Anna Jóns- dóttir, f. 14. maí 1911, d. 8. apr- íl 1999. Pétur og Erla byggðu Grenimel og fluttu þar inn 1954 þau bjuggu þar til ársins 1998, en þá fluttu þau í Túngötu 22. Pétur flutti á Grenilund í apríl 2010. Börn þeirra Péturs og insdóttur, f. 12.9. 1984, eiga þau 3 börn, b) Eiríkur, f. 30.11. 1980, í sambúð með Katrínu Maríu Hjartardóttir, f. 28.9. 1979, eiga þau 3 börn, c) Linda Rakel, f. 23.8. 1988, í sambúð með Ívari Erni Leifssyni, f. 13.11. 1983. 4) Friðbjörn Axel, f. 4.4. 1963, hann á 4 börn með fyrrverandi konu sinni Sólveigu Jónsdóttur, f. 25.3. 1964. a) Erla, f. 14.6. 1987, b) Jón Geir, f. 5.4. 1990, c) Bergsveinn Ingvar, f. 6.2. 1995. d) Pétur Trausti, f. 8.10. 1997. 5) Jón Ásgeir, f. 12.5. 1969, giftur Elínu Berglindi Skúladóttur, f. 18.9. 1979. Dæt- ur þeirra eru a) Sóldís Anna, f. 30.12. 2004, b) Elsa Mjöll, f. 8.12. 2006. 6) Guðrún Hildur, f. 1.2. 1973, í sambúð með Helga Teiti Helgasyni, f. 19.11. 1972, börn þeirra eru a) Andri Páll, f. 14.12. 1998, b) Erla María, f. 28.10. 2003, c) Ásdís Halla, f. 11.10. 2007. Pétur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum í Reykjadal eftir hefðbundið skyldunám. Þá vann hann við sjómennsku í nokkur ár. Hann hóf störf sem útibússtjóri KEA á Grenivík 1955 og starfaði við það til ársins 1996. Samhliða starfinu stundaði hann nánast alla tíð kartöflurækt. Hann sat í hreppsnefnd Grýtubakkahrepps í mörg ár, ásamt því að sinna hinum ýmsu félagsstörfum. Útför Péturs fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag, 24. nóv. 2012, og hefst athöfnin klukkan 14. Erlu eru 1) Anna, f. 12.10. 1954, gift Kristni Skúlasyni, f. 12.1. 1954. Börn þeirra eru a) Pétur, f. 31.7. 1975, giftur Irisi Rún Andersen, f. 7.10. 1981, eiga þau 2 börn, b) Guð- rún Ósk, f. 12.7. 1980, d. 24.3. 1981, c) Kolbrún, f. 4.8. 1981, d. 9.4. 1982, d) Guðni Rúnar, f. 29.6. 1985, unnusta Aldís Marta Sigurð- ardóttir f. 9.6. 1993. 2) Birgir, f. 14.3. 1956, í sambúð með Að- alheiði Jóhannsdóttur, f. 4.5. 1953. Synir þeirra eru a) Birgir Már, f. 26.1. 1980, móðir Nanna Kristín Jóhannsdóttir, f. 19.2. 1957, giftur Brynhildi Jónu Helgadóttur, f. 9.9. 1983, eiga þau 2 syni, b) Ægir Adolf, f. 13.2. 1975, faðir Arelíus Viggós- son, f. 2.10. 1956, d. 1978, giftur Ingu Steinlaugu Hauksdóttur, f. 29.7. 1978, eiga þau einn son. 3) Sigurbjörg Helga, f. 24.1. 1960, gift Jóni Braga Skírnissyni, f. 13.5. 1957. Börn þeirra eru a) Kristinn Elvar, f. 24.9. 1977, faðir Gunnar Sigurður Valtýs- son, f. 22.4. 1953, d. 16.1. 2007, giftur Ásdísi Elvu Krist- Ég man ekki lengur hverjum datt fyrst í hug að ég skyldi sækja um vinnu í búðinni hjá Pétri. Kannski var það Billa. Kannski einhver annar. Í öllu falli á ég þeim sem því olli skuld að gjalda. Nú hefur minn góði leiðbeinandi, verkstjóri og vinnuveitandi, Pétur Axelsson, lokið sinni jarðvist og horfið til þess veruleika sem við kristið fólk köllum heim. Þar bíða vinir í varpa, segjum við, í eilífðar bjartsýni kristinnar trúar. Pétur Axelsson er farinn af jörðu. Hann er dáinn. Samt hefur hann stigið frá dauðanum til lífsins, og er alls ekki dáinn í venjulegum skilningi þess orðs, heldur einmitt meira lif- andi en nokkru sinni fyrr. Það er vegna Jesú Krists. Ég man ekki eftir því að Jesús væri nokkru sinni til umræðu í samtölum okkar Péturs í búðinni. Það var heldur aldrei rætt að hann væri jafn ást- fanginn í konu sinni Erlu á mánu- dögum og um helgar. Það var ein- faldlega ekki til umræðu. Hinsvegar var það augljóst, ekki síst þegar ég var fenginn til að vera bílstjóri á jeppanum hans Flosa þegar fullorðna fólkið þurfti að fara í Sjallann. Og einn dag er maður ekki lengur ungur bílstjóri að koma úr Sjallanum, heldur fyr- ir altari í Grenivíkurkirkju og horfir á hinn sama Pétur og sér að það var líka rétt, þetta með Jesús. Þegar æviárum fjölgar og leiðin fram á við er augljóslega orðin styttri en leiðin til baka vakna nýj- ar spurningar sem áður skiptu litlu, eða leituðu alveg alls ekki á hugann. Ein þeirra er þessi: Hvernig verður maður sú mann- eskja sem maður er? Svörin bein- ast að sjálfsögu fyrst til foreldra og systkina eða annars frænd- garðs eftir því sem við á. En svo? Utan sveitar var ég fjósastrákur á Grenjaðarstað, Þverá í Önguls- staðahreppi og á Kárhóli í Reykja- dal, en heima fyrir byrjaði ég á barnsaldri að vinna á sláturhúsinu þar sem Bjössi á Sunnuhvoli var æðstráðandi, og í byggingarvinnu hjá Þóroddi í Akurbakka. En lengst var ég í búðinni hjá Pétri. Engin leið er að telja það allt upp sem ég lærði þar. En það merk- asta af öllu var að læra þjónustu- lund. Alvöru þjónustulund. Hún snýst ekki um að lúta lágt og hlaupa eftir vilja þess sem skipar fyrir. Hún snýst um að rísa hátt og sjá hvað veldur og hvers er óskað og hvers vegna. Að sjá til þess að líka erfiður kúnni, frekur, óþol- andi, tillitslaus og yfirgangssam- ur, fari svo ánægður heim að hann komi glaður til baka, án þess þó að afgreiðslumaðurinn hafi sam- þykkt nokkur rangindi af nokkru tagi og alveg alls ekki þjónað duttlungum eða óbilgirni. Árin hjá Pétri voru mér afar dýrmætur skóli og dásamlegt samfélag með þeim sem mynduðu það teymi verslunarþjónustunnar á Grenivík sem þjónaði byggðinni og fólkinu. Auðvitað var Pétur verslunar- stjórinn og verkstjórinn dag frá degi. En hann var fyrst og fremst félagi og vinur. Að vera í liði með honum á mótunarárum ævinnar var mér dýrmætara veganesti en ég fæ nokkru sinni fullþakkað. Guð blessi líf hans og minningarn- ar um hann og þau öll sem hann syrgja. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholti. Sumir menn eru svo heppnir að fæðast á réttum stað og þurfa þess vegna ekkert að vera að leita fyrir sér á nýjum og nýjum stöðum og finna sig hvergi. Pétur Axelsson var einn af þessum lánsömu mönnum. Hér var hans staður og hann þurfti aldrei að velta fyrir sér öðrum möguleika. Jafnvel sín- um síðustu erfiðu dögum fékk hann að eyða hér. Hann valdi sér sjómennsku að ævistarfi og lærði vélstjórn. Þar tóku forlögin í taumana, gerðu honum bakverk svo hann mátti fara í land. Þá vildi einmitt svo vel til að KEA vantaði útibússtjóra á Grenivík. Og hann sló til. Það var bæði hans lán og okkar. Þar var hann í fjóra áratugi, réttur maður á réttum stað. Til þjónustu reiðubúinn. Pétur Axelsson setti sjálfum sér aldrei háleit markmið. Hafði engan áhuga á klifri í metorðastig- anum. Samt voru honum falin ábyrgðarhlutverk af því honum hafði af náttúrunnar hendi verið svo ríkulega úthlutað tveimur mikilvægum eiginleikum; dugnaði og þjónustulund. Hvar sem svo- leiðis menn fara ganga aðrir á lag- ið að skaffa þeim verkefni. Þegar þurfti að endurreisa Magna eftir nokkurra ára dvala bárust böndin að Pétri hálfþrítug- um að taka forystuna. Mann vant- aði í hreppsnefnd. Auðvitað kus- um við Pétur. Og hvern annan en Pétur átti að tala við þegar velja þurfti góðan mann í skólanefnd á breytingatímum? Hægt væri að búa til langan lista yfir verkefnin sem Pétri voru fengin. Því þótt hann væri alltaf jafn efins um eig- in ágæti og hæfileika var hann alltaf jafn reiðubúinn að gera allt sem í hans valdi stóð til að leysa hvers manns vandræði. Best sannaðist það í búðinni. Þegar einhver áttaði sig á því eftir kvöldmat að hann hafði gleymt að kaupa fírtommu handa smiðunum sem ætluðu að koma í fyrramálið var alveg sjálfsagt að skreppa með honum í búðina. Líka þegar ná- grannakonu vantaði hveiti í pönnukökur handa óvæntum gestum á sunnudegi. Erfitt er að tortíma því sem rík- ast er í eðli manns. Þegar gamli Alzheimer var búinn að kippa næstum öllu úr sambandi síðasta árið hans Péturs á Grenilundi var fátt eftir annað en gamla sinnan; að hjálpa til og gera gagn. Og hann færði til stóla og önnur hús- gögn. Pétur og Erla eignuðust mörg börn. Öll hafa þau fengið nokkuð frá honum og mega vera ánægð með það. (Reyndar skemmir ekki heldur blandið sem þau fengu frá móður sinni.) Erlu og öllu hennar fólki eru þessa dagana sendar hlýjar hugs- anir frá Melgötu 10. Björn Ingólfsson. Pétur Axelsson HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt og allt. Minnig þín lifir. Anna, Birgir, Sigurbjörg Helga, Friðbjörn Axel, Jón Ásgeir, Guðrún Hild- ur og fjölskyldur. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Munið minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Pantanir á www.skb.is eða í símum 588 7555 eða 897 8974.Til minningar um hefur Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna verið færð minningargjöf Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna Hlíðasmári 14 - 201 Kópavogur ✝ Þakka auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, JÓHANNS F. GUÐMUNDSSONAR Sléttuvegi 11. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar L-4 á Landakoti fyrir ómetanlega þjónustu. Fyrir hönd aðstandenda, Lára Vigfúsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JOHANNDINE A. FÆRSETH, áður til heimilis að Hrísmóum 4, Garðabæ. Ólafur Ingi Ingimundarson, Soffía A. Jóhannesdóttir, Sóley Björg Sigurðardóttir, Þorbjörn Guðjónsson, Erla Ósk Sigurðardóttir, Kristján Guðmundsson, Sigríður Hanna Sigurðardóttir, Páll Þórðarson, Petrína Freyja Sigurðardóttir, Böðvar Þórisson, Einar Sigurðarson, Jenniifer Dale Randall, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri DAVÍÐ ÖRN ARNARSSON lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 17. nóvember. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning til styrktar stelpunum hans. Reikningur: 0544 05 402441, kt. 111177-4819. Karen Björk Guðjónsdóttir, Brynja Vigdís, Hrafnkatla Rún, Arnar Sigurbjörnsson, Sigrún Sverrisdóttir, Eva Ösp Arnarsdóttir, Sigurður Óskar Sigurðsson, Arnar Elí, Gunnar Hrafn Arnarsson, Hrannar B. Arnarsson, Heiða B. Hilmisdóttir, Ólafur S. Arnarsson, Ágústa V. Sverrisdóttir, Guðrún S. Jóhannesdóttir, Guðjón Gunnar Þórðarson, Guðrún B. Ásgrímsdóttir. ✝ Ástkær faðir minn, afi og bróðir, FRIÐFINNUR ÁRNI KJÆRNESTED STEINGRÍMSSON, verður jarðsunginn í Bústaðakirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13.00. Kristín Lillý Kjærnested, Ísak Smári Geirsson, Karen Anja Kjærnested Oddgeirsdóttir, Rafael Fannar Oddgeirsson, Svala Þyrí Steingrímsdóttir, Þórarinn Smári, Jónína Steiney Steingrímsdóttir, Annie Kjærnested Steingrímsdóttir, Margrét Lísa Steingrímsdóttir, Nikulás Ásgeir Steingrímsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRMANN J. LÁRUSSON, Digranesvegi 20, Kópavogi, lést miðvikudaginn 14. nóvember. Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni Kefas, Fagraþingi 2a við Vatnsendaveg, mánudaginn 26. nóvember kl. 13.00. Að ósk hins látna eru blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning barnastarfs Fríkirkjunnar Kefas, 0536-26-5598, kt. 640392-2239. Fyrir hönd aðstandenda, Björg Ragnheiður Árnadóttir, Sverrir Gaukur Ármannsson, Helga Ragna Ármannsdóttir, Páll Eyvindsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar kæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR EYJÓLFSSONAR verkfræðings. Margrét Petersen, Eyjólfur Sigurðsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Inga Lára Sigurðardóttir, Arnfinnur Jónasson, Ævar Páll Sigurðsson, Jenny Hansen og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri ÁRNI SIGURÐARSON flugmaður lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 18. nóvember. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 30. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeildina í Kóparvogi. Ína Ólöf Sigurðardóttir, Selma Lind og Sigurður Bjarmi, Sigurður Árnason, Helga Erlendsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Sveinbjörn Dagnýjarson, Margrét Á. Sigurðardóttir, Ólafur Sigurjónsson, Sigurður O. Sigurðarson, Hulda Long, Sigurður Sigurðsson, Svala Sigurgarðarsdóttir, Stefán, Jagoda, Bjarmi og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.