Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 ✝ Þorsteina Sig-urbjörg Ólafs- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. sept. 1920. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 15. nóvember 2012. Foreldrar henn- ar voru: Sig- urbjörg Hjálm- arsdóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum, f. 7. sept- ember 1884, d. 15. ágúst 1937 í Vestmannaeyjum og maður hennar Ólafur Andrés Guð- mundsson, verkamaður í Vest- mannaeyjum, f. 14. október 1888, d. 23. mars 1955 á Ak- ureyri. Systkini hennar voru: Ragnhildur Guðrún, f. 8. apríl 1917 í Vestmannaeyjum, d. 23. febr. 1999 í Reykjavík, Guð- mundur Kristinn, f. 23. ágúst Jónsdóttir, látin 1982, sambýlis- kona hans er Birna Jóhann- esdóttir, 4) Guðbjörg Ólafs- dóttir, f. 1949, hennar maður er Eiríkur Bogason, 5) Sesselja Ólafsdóttir, f. 1951, sambýlis- maður er Gunnar Berg Sig- urjónsson, fyrrverandi maki er Árni Baldursson, 6) Ólöf Erla Ólafsdóttir, f. 1957, sambýlis- maður hennar er Stig Gunn- arsson, fyrrverandi maki var Örn Snorrason. Barnabörn eru 20, langömmubörn 40 og langa- langömmubörn tvö. Hún ólst upp í Vest- mannaeyjum. Árið 1950 byggðu þau sér einbýlishús að Hóla- götu 9, þar sem þau bjuggu meðan bæði lifðu, að und- anskildum skömmum tíma er þau bjuggu í Reykjavík, meðan eldgosið var í Eyjum. Hún starfaði sem húsmóðir meðan börnin uxu úr grasi. Síðar vann hún í Lifrarsamlagi Vest- mannaeyja, á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja og Borgarspít- alanum. Útför Þorsteinu fer fram frá Landakirkju í dag, 24. nóv- ember 2012, kl. 14. 1918 í Vest- mannaeyjum, d. 14. mars 2002 í Vest- mannaeyjum, Ás- munda Ólafía, f. 16. júní 1922, hún dvelur á Grund í Reykjavík. Hún giftist 13. apríl 1941 Ólafi Árna- syni frá Odda í Vestmannaeyjum, f. 31. júlí 1917, d. 26. febrúar 1997. Foreldrar hans voru Árni Jónsson, versl- unarmaður i Vestmannaeyjum, f. 12. apríl 1889 og k.h. Soffía Þorsteinsdóttir, f. 31 júlí 1895. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Ólafsson, f. 1940, hans kona er Erla Kristín Sigurðardóttir, 2) Sigurbjörg Ólafsdóttir, f. 1943, maður hennar er Birgir Páls- son, 3) Sigurður Ólafsson, f. 1946, hans kona var Margrét Nú, þegar ég kveð tengdamóð- ur mína hinsta sinni, kveð ég með söknuði hennar góða æviskeið. Ég kveð líka með söknuði okkar góðu kynni, sem hafa fært mér fjársjóð til varðveislu. Fjársjóð sem hefur myndast og vaxið í okkar samskiptum og orðin að ómetanlegum verðmætum í safni minninganna. Þorsteina Sigurbjörg, tvö stór sterk nöfn, hún var líka sterk per- sóna sem bar þessi nöfn vel. Við nánari kynni var þó aðeins not- aður síðari hluti fyrra eiginnafns og hún kölluð Steina. Meðal sam- ferðamanna í Eyjum var hún, til frekari auðkenningar, kölluð Steina á Hólagötunni. Nú er farið að fækka í hópi frumbýlinga neðri hluta Hólagötu og Brimhóla- brautar, sem var samfélag vina- og frændfólks. Steina naut sín vel í þessum hópi, þar uxu börnin úr grasi, í minningum þeirra var þar sól á sumrin og snjór á veturna. Steina var kröftug persóna, létt í lund, brosmild og ákveðin. Ætíð var stutt í hláturinn og bros- ið, hún brosti með öllum líkaman- um. Mér er í fersku minni fyrsta heimboð mitt á hennar heimili. Ég var rétt komin af unglingsár- um, með þá ætlan í huga að tengj- ast dóttur hennar æviböndum. Ég sé fyrir mér myndina sem tek- in var á brúðkaupsdaginn okkar Guðbjargar. Við varla komin af barnsaldri með okkar eigið barn í fanginu, Steina og Óli horfa á okk- ur brosandi. Í brosinu og bliki augnanna má líka greina ábyrgð og óskir um að þessari nýju fjöl- skyldu muni farnast vel. Segja má að maður sé ekki meira en hálfuppalin þegar kem- ur að stofnun nýrrar fjölskyldu í framhaldi af áhyggjulausum æsku- og unglingsárum. Þá er mikilvægt að viðtakandi leiðsögn sé góð og samskiptin séu af gagn- kvæmri virðingu. Steina hafði þessa eiginleika og gott betur, hún var einlægur leiðbeinandi og góður vinur. Það voru ótal atriði sem ég þurfti að tileinka mér þeg- ar ég hafði tengst nýrri fjöl- skyldu, aðrir lífshættir, nýir siðir og önnur sýn á lífið. Úr þessu hef- ur orðið blanda tveggja Eyjafjöl- skyldna, sem þó voru ekki svo ólíkar. Steina tók mér frá upphafi vel og þannig voru öll okkar kynni. Ég hef víða farið og margar veisl- urnar setið, en ætíð mun mér efst í huga matarboð til Steinu og Óla á nýársdag. Boðið var upp á uppá- haldsmáltíð þeirra, reykt hrossa- grjúpán úr Þykkvabænum. Þetta var fágætur kostur í þá tíð og urðu menn helst eð vera blóð- tengdir Þykkvabænum til þess að geta fengið slíkar kræsingar. Eins og svo margt annað var þetta ný reynsla fyrir mig. Veisl- an verður aldrei betri en þegar boðið er til þess besta sem maður á. Þá lærði ég að meta þessar kræsingar, umgjörðina og gleðina yfir að deila með öðrum því sem manni sjálfum finnst best. Samfélagið í Eyjum var tiltölu- lega einangrað á fyrri árum. Þá þurftu fjölskylduböndin að vera sterk, þar sem samgangur var mikill og nándin því alltumlykj- andi. Steina passaði vel upp á að fjölskyldan næði vel saman. Sam- starf og samvinna var um allt sem gat skapað hagkvæmara heimilis- hald, leitt til betra lífs og styrkt fjölskylduböndin. Ég vil, nú við leiðarlok, minn- ast með þakklæti ánægjulegrar samferðar og góð kynni. Eiríkur Bogason. Að minnast ömmu minnar Steinu eins og hún var oftast köll- uð, er mér í senn ljúft og trega- blandið. Tregablandið þar sem núna er okkar sameiginlega tíma hér á jörðu lokið, en ljúft þar sem fallegar minningar um einstaka konu gera líf mitt ríkara um ókomin ár. Steina amma og Óli afi byggðu sér hús á Hólagötu 9 í Vest- mannaeyjum. Húsið var gulhvítt með grænu þaki og voru gul apa- blóm með vínrauðum doppum meðfram stígnum upp að húsinu. Í bakgarðinum var stórhættuleg- ur brunnur sem krakkar í gamla daga höfði dottið ofan í og horfið og var hann kirfilega lokaður. Svo eins langt og augað eygði voru kartöflugrös, því þar réði Þykkvabæjargenið í honum afa ríkjum. Í minningunni er þar allt- af sól og angan af mold og kart- öflum, en einnig snjór svona eins og jólasnjór, græn skál full af nammi, peruterta og frómas. Lengst af vann Steina amma á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og sinnti starfi sínu af stakri prýði. Hún var mjög stolt þegar ég lærði hjúkrunarfræði og saman áttum við mörg símtölin um vítamín, smyrsl og bætiefni og álagið á spítölum sem virtist alltaf geta versnað þó að ekki skildum við hvernig það væri hægt. Amma var mikil fagurkerfi og hafði gaman af fallegum fötum, snyrtivörum og slæðum. Hún var líka einstaklega örlát og ef við barnabörnin fórum með henni í bæinn brást það ekki að nokkrir pakkar þvældust með okkur heim. Hún gleymdi aldrei afmæl- um og hafði gaman af að gefa og pældi mikið í hvort gjafirnar féllu í réttan jarðveg hjá þeim sem þáðu. Eftir að afi dó kom hún stund- um til Reykjavíkur og gisti þá gjarnan hjá Ásu systur og þangað sótti ég hana gjarnan og fórum við að kíkja á föt og sóttum svo Ásu og fórum á Kentucy og feng- um okkur kjúkling því það fannst þeim systrum best. Ég vil þakka það að fá að vera samferða einstaklega hjarta- hlýrri konu í gengum lífið og fyrir að hafa gefið mér dýrmætar minningar og kenna mér umfram allt, að lífinu er best að mæta með fallegum varalit og með bros á vör. Þú varst sú hetja svo hlý og góð það hugljúfa vildir þú sýna. Ég tíni í huganum brosandi blóm og breiði á kistuna þína. (S.G.) Soffía Eiríksdóttir. Í æskuminningum okkar um heimsóknir á Hólagötuna vakna mjög sterkar tilfinningar, enda var ávallt gaman að koma heim til Steinu ömmu og Óla afa. Amma var alltaf fljót að bjóða okkur upp á nýbakaðar kleinur og kökur, áð- ur en sest var niður og spjallað. Hún gerði allt sem hún gat til þess að sýna okkur stuðning sinn og hversu vænt henni þótti um okkur. Hún var alltaf brosandi, hress og kát, bar höfuðið ávallt hátt og leit alltaf vel út, kom að öllu með opnum og jákvæðum huga og lét engan segja sér fyrir verkum. Jafnvel á sínum síðari ár- um tók hún ávallt á móti okkur með bros á vör og af mikilli gleði. Þess vegna viljum við kveðja Steinu ömmu okkar með þeim já- kvæðu minningum sem við eigum um okkar samverustund, með gleði í hjarta og bros á vör. Óli Sveinn Bern- harðsson, Guðbjörg Birta Bernharðs- dóttir, Eiríkur Bernharðsson. Uppvaxtarár mín í Vestmanna- eyjum hafa fylgt mér inn í fullorð- insárin sem bestu stundir ævi minnar. Forréttindin sem fylgdu því að alast upp í frelsi og faðmi Heimaeyjar eru ómetanlegur partur af lífi mínu. Margar stundir átti ég á Hóla- götunni hjá ömmu og afa. Þar var ég marga morgna, mörg kvöld og margar helgar. Eitt það besta við að vera á Hólagötunni var um- burðarlyndið hjá þér, amma mín. Það var sama hver uppátækin voru, í flestum tilfellum voru þau framkvæmd án þess að nokkuð væri sagt. Sófarnir í stofunni voru oftar en ekki herteknir í húsbygg- ingar með púðunum úr þeim og á góðum dögum voru manni jafnvel færðar þangað veitingar. Lyktin af nýjum kleinum, flat- kökum og rúgbrauðinu sem þú bakaðir rennur mér aldrei úr minni. Einnig sú sjón að sjá þig baka flatkökur, með útidyrnar opnar, kappklædd, með ullar- sokka yfir hné og sundgleraugu til að verjast reyknum sem kom af bakstrinum. Í bakarofninum var oftar en ekki snúður með bleikum glassúr sem ég fékk ekki á neinum öðrum stað en hjá þér. Ég veit ekki um neinn nema þig sem geymdi bak- aríssnúð í bakarofninum. Eitt skiptið þegar Snorri frændi var í heimsókn frá Svíþjóð vildi hann ekki glassúrinn á sínum snúð, var hann bara skafinn af og settur aukalega á minn. Þú lést allt eftir mér. Ófáar bæjarferðir fórum við á SAAB-inum þínum niður á Tanga. Þessi SAAB er líklega sá flottasti sem ekið hefur um götur Heimaeyjar. Í mörgum tilfellum enduðum við ferðina á stuttu stoppi í dótabúð. Hvort sem það var til þess að kaupa eitthvert smáræði eða bara til þess að skoða úrvalið, enda alltaf stutt í afmæli eða jól. Við spiluðum ólsen-ólsen við eldhúsborðið á Hólagötunni ábyggilega milljón sinnum. Ég hugsa að ég hafi unnið í öll þessi skipti, sem er ótrúlegur árangur. Miðað við sigurhlutfallið er ég lík- lega ókrýndur Vestmannaeyja- meistari í ólsen-ólsen. Eftir að ég flutti upp á land kom ég alltaf í heimsókn þegar ég fór til Eyja og þá ræddum við allt milli himins og jarðar. Þú hafðir áhuga á mörgu og sérstaklega okkur í fjölskyldunni. Til þess að fá fréttir af fjölskyldumeðlimum var oftast best að spyrja þig, þú varst með þá hluti á hreinu. Svo sátum við og hlógum eins og svo oft áður. Þú kenndir mér svo margt, stórt og smátt. Þú kenndir mér svo mörg góð gildi sem ná um svo víðan völl. Gildi góðmennsku, kærleika, þakklætis og vináttu. Yndislega eyjan mín, ó hve þú ert morgunfögur! Úðaslæðan óðum dvín, eins og spegill hafið skín; yfir blessuð björgin þín, breiðir sólin geislakögur. Yndislega eyjan mín, ó hve þú ert morgunfögur! Sólu roðið sumarský svífur yfir Helgafelli. Fuglar byggja hreiður hlý, himindöggin fersk og ný glitrar blíðum geislum í glaðleg anga blóm á velli. Sólu roðið sumarský svífur yfir Helgafelli. Yndislega eyjan mín, ó hve þú ert morgunfögur! Líti ég til lands, mér skín ljómafögur jöklasýn, sveipar glóbjart geislalín grund og dranga, sker og ögur. Yndislega eyjan mín, ó hve þú ert morgunfögur! (Sigurbjörn Sveinsson) Takk fyrir sólina, sumarið, hlýjuna, brosið og hláturinn. Góða nótt og Guð geymi þig, amma mín. Karl Eiríksson. Yndislega, fallega vinkona mín og amma, Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir, kvaddi þennan heim hinn 15. nóvember sl. Minning- arnar streyma fram og mig lang- ar að þakka henni fyrir svo margt. Hún amma var alltaf fín og vel tilhöfð. Hún fór aldrei út án þess að setja smá lit á varirnar og gerði það með glæsibrag. Að fá að vera á Hólagötunni í faðmi afa og ömmu voru forréttindi og það var yndislegt að hlusta á þau rökræða um menn og málefni. Afi sat með pípuna sína á meðan amma vann í eldhúsinu og það var alltaf nota- legt að setjast hjá honum og fá sér smá soda-stream. Þá sló afi á létta strengi og náði ömmu stundum upp með einhverri vitleysu. En það var með kærleik í röddu og alltaf stutt í brosið. Amma dekraði barnabörnin sín með ýmsu móti, hún skar t.d. skorpuna af ristaða brauðinu, setti aukaskeið af Nesquik út í mjólkina og keypti dísætt morg- unkorn svo hægt væri að fara kát- ur af stað á morgnana. Það besta var þó að ef manni lá eitthvað á hjarta hlustaði hún og gaf góð ráð ef á þurfti að halda. Amma bjó um tíma á Selfossi eftir að ég varð fullorðin og komin með börn. Við reyndum að kíkja daglega til hennar og þá gaukaði hún einhverju góðgæti að lang- ömmubörnunum og leyfði þeim að horfa á gamlar teiknimyndir. Við vorum duglegar að fara út og skruppum þá í kaffi eða bara í smá búðarferð. Ömmu fannst nefnilega gaman að versla og auð- vitað var hún alltaf vel tilhöfð með varalitinn óaðfinnanlegan hvert sem við fórum. Ég man er við ætl- uðum að skjótast í verslunarleið- angur á heitum degi að ég mætti í stuttbuxum og bol. Ömmu leist ekkert á fatavalið og sendi mig heim með þau orð að ég ætti nú örugglega eitthvað skárra. Hún grínaðist oft með það að dömu- genin hefðu stokkið yfir einn ætt- lið og var fegin að sjá að dóttir mín væri dömulegri en ég. Amma var mikið jólabarn og fyrir jólin skreyttum við íbúðina hennar hátt og lágt. Jólagardínur og -ljós urðu að fara upp fyrir að- ventuna en hún átti ógrynni af gardínum og dúkum sem hæfðu mismunandi tilefnum og auðvitað kerti í stíl. Það var notalegt að setjast svo niður með kaffiboll- ann, horfa á ljósin og spjalla um allt milli himins og jarðar. Við héldum svo góðu sambandi er hún flutti aftur heim til Vest- mannaeyja. Hringdum hvor í aðra og auðvitað kíktum við krakkarnir til Eyja hvenær sem færi gafst á. Hún var ótrúlega dugleg við að fylgjast með hvað krakkarnir voru að bralla hverju sinni, gaf mér góð ráð þegar henni fannst það við hæfi og stappaði í mig stálinu ef þess þurfti. Ég er betri manneskja vegna hennar ömmu minnar og er þakk- lát fyrir að hafa kynnst þessari yndislegu konu og átt hana sem vinkonu í öll þessi ár. Takk fyrir mig og mína amma mín. Ég elska þig. Þín dótturdóttir, Sigrún Árnadóttir. Hún Steina frænka – föður- systir okkar – er farin frá okkur. Hún var þriðja í aldursröðinni af systkinunum í Oddhól, Brekastíg 5b, í Eyjum. Steina var glaðlynd, hafði smit- andi hlátur og sagði alltaf mein- ingu sína. Og það svo, að pabbi – Mundi bróðir – og Ragna, sú elsta, þverneituðu að fara með hana í heimsóknir, eða yfirleitt í önnur hús. Steina var „pjattrófa“ og naut þess. Til þess að vera fín, sem stelpa, notaði hún það sem var hendi næst. Púðraði sig með hveiti, litaði kinnar og varir með bréfi utan af „kaffirót“ og með svertum korktappa gerði hún augabrúnirnar flottar – sagði Ragna og fussaði yfir fínheitun- um. Í þá daga var svo „smart“ að vera „föl og interesant“ eins og stjörnurnar í bíómyndunum. Steina var frekar ung þegar hún hitti hann Óla sinn – Ólaf Árnason. Það gekk á ýmsu, en Óli elskaði Steinu sína og hún hann. Glaðlyndi hennar og hjartahlýja réð alltaf. Það kom best í ljós í „Gosinu“ þegar hún fór að vinna sem gangastúlka á Borgarsjúkrahús- inu. Þar var Steina hvött til þess, af yfirmönnum sínum, að læra til sjúkraliða. Hún gerði það ekki, en vann áfram við umönnunarstörf á spítalanum heima í Eyjum þang- að til eftirlaunaaldri var náð. Steina hugsaði alltaf vel um fólkið sitt og dekraði við það eins og hún mögulega gat. Ekki kæmi okkur systkinunum það á óvart, að þegar hún var búin að hitta hann Óla sinn aftur og hafði vipp- að sér upp í BP-olíubílinn til hans, hefði hún byrjað á því að kæla fyr- ir hann kaffið. Elsku Steina frænka – hafðu þökk fyrir allt. Systkinin á Brimhólabraut 13, Hjálmar, Ólafur, Sigurjón, Guðni og Sigrún. Þorsteina Sigur- björg Ólafsdóttir Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 - 691 0919 athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru GUÐRÚNAR ÖNNU KRISTINSDÓTTUR píanóleikara. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Kjarnalundar/Lögmannshlíðar á Akureyri fyrir hlýja og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. ✝ Öllum er heiðruðu minningu okkar kæru EYGLÓAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hrafnakletti 2, Borgarnesi, og sýndu okkur vinsemd og hlýju við andlát hennar og útför sendum við okkar innilegustu þakkir. Blessun Guðs gefist ykkur öllum. Snorri Þorsteinsson, Margrét Guðjónsdóttir, Davíð Magnússon, Andrea Davíðsdóttir, Eygló Dóra Davíðsdóttir, Snorri Þorsteinn Davíðsson, Linda Björk Bjarnadóttir, Margrét Andreudóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.