Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2013 Samstarfskonu minni blöskraði svo morgunrökkrið í vikunni að hún stakk upp á að við færum að ganga með höfuðljós. Myrkrið væri svo þétt að það borgaði sig fyrir hvern og einn að breyta sér í mannlegan ljósastaur í skamm- deginu til að sjá betur fram fyrir fæturna. Þegar horft er yfir umfjöllunar- efni vikunnar í Kastljósi er auð- velt að sjá fyrir sér líkinguna um mannlegan ljósastaur. Erna Agn- arsdóttir og María Haraldsdóttir settu á sig höfuðljósin og lýstu inn í myrkustu kima mannlífsins þeg- ar þær sóttu Karl Vigni Þor- steinsson heim seint á nýliðnu ári. Þær gerðust mannlegir ljósa- staurar og lýstu þjóðinni áfram í umræðu um skelfileg brot gegn börnum sem þögguð voru niður í áratugi. Margir hafa lagt sitt inn í um- ræðuna síðustu daga. Innlegg Gunnars Hanssonar leikara er sérstaklega athyglisvert. Þrátt fyrir að vera sjálfur fórnarlamb ofbeldis af hálfu Karls Vignis hef- ur Gunnar styrk til að kalla eftir yfirvegun og stillingu í umfjöllun. Hann minnir okkur á að þótt öll heimsins reiði vegna brotanna sé eðlileg þá sé hún ekki endilega gagnleg í þeirri glímu við með- virknina sem framundan er. Talað hefur verið um meðvirkt samfélag, en í raun er meðvirknin í okkur sjálfum. Við þurfum að skoða hverju við getum breytt í okkar samskiptum, hvort við töl- um nógu hátt þegar okkur finnst eitthvað óeðlilegt. Margir vissu um brot Karls, sumir létu í sér heyra en aðrir ekki. Hver einasta stofnun og hver einasti einstakl- ingur þarf að skoða hverju fæst breytt, hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir að sagan endur- taki sig. Setjum á okkur höfuð- ljósin og lýsum upp fleiri Karla – þeir þrífast á myrkrinu. RABBIÐ Ekki einn Karl Eyrún Magnúsdóttir Í janúargrámanum er engu líkara en glæsilegt tónlistarhús – hugsanlega það fallegasta sinnar tegundar – beri við himin þegar komið er að Jökulsárlóni, þeim einstaka stað. Hugsanlega er það sjö stjarna hótel eða konungshöll. Eru tökur ef til vill hafnar á kvikmynd um njósnara hennar hátignar án þess að nokkur viti af því og „vondi karlinn“ búinn að koma sér fyrir? Annað eins hefur nú gerst. Þrátt fyrir smjásjár fjölmiðla er enn hægt að koma á óvart. Var ekki Bowie að senda frá sér lag eftir þagnarbindindi í áratug öllum á óvart? Hve stór er hin tignarlega höll annars? Enginn veit nema ljósmyndarinn og aðrir þeir sem komið hafa á þennan friðsæla og undurfallega stað í froststillunum undanfarið. Er RAX að blekkja okkur? Er það kannski bara lítill svell- bunki? Lesandanum gefst gullið tækifæri til að leyfa ímyndunaraflinu að ráða, frjáls og óháður í heimi þar sem allt er leyfilegt og mögulegt. skapti@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/RAX LISTHÚS Í LÓNINU? NÁTTÚRAN ER ÓLÍKINDATÓL EINS OG ÍSLENDINGAR VITA MÆTAVEL. HÚN GETUR VERIÐ GRIMM EN LÍKA SVO UNDURFÖGUR AÐ ENGIN LISTAVERK ÞOLA SAMANBURÐ ÞEGAR HÚN ER Í ESSINU SÍNU VIÐ AÐ SKAPA. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Samsýningin Home. Hvar? Gallerí Tukt í Hinu húsinu við Póst- hússtræti. Hvenær? Laugardag kl. 13. Nánar: Listsýning sjálfboðaliða á Íslandi, styrkt af Evrópu unga fólksins. Sjálfboðaliðar sýna Hvað? Fyrirlestur. Hvar? Toppstöðinni í Elliðaárdal. Hvenær? Laugardag milli 11 og 13. Nánar: Hallgerður Hallgrímsdóttir ljósmyndari og Dieter Kunz myndlistarmaður halda erindi. Toppstöðin í lagi Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Kvikmyndin High Plains Drifter. Hvar? Bíó Paradís. Hvenær? Sunnudag kl. 20. Nánar: High Plains Drifter er fyrsti vestrinn sem Clint Eastwood leikstýrði og er myndin talin með bestu vestrum allra tíma. Aðeins ein sýning. Frábær vestri Hvað? Vestur- Íslendingar, kynningar- hátíð. Hvar? Icelandair Hót- el Reykjavík Natura. Hvenær? Laugardag milli 14 og 16. Nánar: Menningararfur Íslendinga í Vesturheimi o.fl. Fram koma m.a. Andri Freyr Viðarsson og KK. Vestur-Íslendingar Hvað? Handbolti. Hvar? KEX Hostel. Hvenær? Laugardag kl. 17 og sunnudag kl. 14.45. Nánar: HM verður í beinni á Hlíðar- endagólfinu í Gym & Tonic. HM á Kexinu Hvað? Ásta Fanney Sigurðardóttir opnar myndlistarsýninguna Feigðarfata og/eða ferðabrunnur. Hvar? Kunstschlager, Rauðarárstíg 1. Hvenær? Laugardag kl. 17 Nánar: Þetta er fyrsta einkasýning Ástu en hún útskrifaðist úr LHÍ í vor. Fyrsta einkasýningin * Forsíðumyndina gerði Elín Esther Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.