Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 24
*Heimili og hönnunPostulínsvirkið í bakhúsi við Laugaveg er athvarf keramikhönnuða sem selja eigin framleiðslu »26 Í vor kemur eitthvað af nýju frá okkur, ný mynstur og litir og vonandi eitthvað fleira,“ segir Tinna Pétursdóttir, annar helmingur Dóttur og sonar. „Við Ingvi höfðum unnið mjög mörg verkefni saman, aðallega í tengslum við vefinn, þ.e. ég hannaði og hann óf. Svo þegar ég fór að vinna í þessari línu var hann alltaf með í ráðum með allt sem var gert og upp úr því ákváðum við að stofan D&S skyldi stofn- uð.“ Vörulína fyrirtækisins er fjölbreytt. Litríkt hang- andi loftljós hefur vakið athygli og birst í erlendum hönnunartímaritum auk þess sem púðar, veggfóður og veggspjald með origami-mynstri hafa notið vin- sælda. Vörur D&S eru nú seldar á Norðurlöndunum, víða um Evrópu, í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kór- eu. Tinna segir þeim hjónum ganga mjög vel að vinna saman. „Við höfum alltaf unnið vel saman, hvort sem það er í barnauppeldi eða verkefnum tengdum vinnunni. En svo tökum við líka verkefni hvort í sínu lagi og vinnum í friði eða með öðrum,“ segir hún. Þau hjón eignuðust á dögunum sitt þriðja barn og leggja því drög að nýrri hönnunarlínu á milli bleiuskipta og brjóstagjafa. Tinna segir barnastússið geta veitt innblástur að skemmtilegum hlutum. „Við höfum bæði gaman af hlutum sem eru litríkir og með smáhúmor svo erum við á kafi í barnauppeldi, svo það hefur líka sterk áhrif. Við höfum líka alltaf haft gaman af því að hafa barnalega hluti eins og gömul leikföng í stofunni og svo öfugt; eitthvað fullorðinslegt eða alvarlegt inni hjá krökkunum.“ Hún segir innblástur að vörum D&S koma alls staðar að. „Úr bókum, blöðum og svo þessari frá- bæru borg sem við búum í. Við höfum mikið þrætt markaði og flækst um svo það er alltaf nóg að sjá og stutt í hugmyndirnar,“ segir Tinna. Loftljósið og fleiri vörur frá D&S fást í Aurum í Bankastræti. Veggspjald með origami-mynstri, fæst í stærðum A4 til A0. Einnig framleiða Dóttir og sonur veggfóður með mynstrinu. Púðar frá D&S með origami-mynstri hafa notið mikilla vinsælda. Skuggalímmiðar með dýramyndum á veggi barnaherbergisins. Ingvi Þór er vefhönnuður og Tinna er grafískur hönnuður með meistaragráðu í umbúðahönnun og stundaði nám við Listaháskóla Íslands og Istituto Europeo di Design í Mílanó. Þau hjón kynntust árið 2004 og hafa starfað saman að ýmsum hönnunarverkefnum. TINNA OG INGVI Í DÓTTIR OG SONUR Hönnunarhjón í Berlín TINNA PÉTURSDÓTTIR OG INGVI ÞÓR GUÐMUNDSSON, SEM MYNDA HÖNNUNARTVÍEYKIÐ DÓTTIR OG SONUR, EIGNUÐUST NÝVERIÐ SITT ÞRIÐJA BARN OG UNDIRBÚA NÚ NÝJA VÖRULÍNU FYRIR VORIÐ Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is * „Við höfumbæði gamanaf hlutum sem eru litríkir og með smá húmor.“ Innblásturinn í KR-púðana kemur beint úr Vesturbæ Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.