Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 45
refsivist, miðað við það sem annars staðar þekkist. Manndráp eða morð eru jafnan talin vera á ystu mörkum verka sem refsað er fyrir. Ekki er þó óþekkt að ýmsum öðrum afbrotum sé jafnað til þeirra, oft eftir persónulegu tilfinningamati, sem hvorki þarf að koma á óvart eða að gera lítið úr. Á síðari tímum hafa svokölluð kynferðisbrot, sem er fjölbreyttur mála- flokkur, orðið fyrirferðarmikill í umræðunni og hefur sú umræða orðið til þess að refsiákvæði laga hafa verið þyngd og dómstólar þróað gildandi refsiramma til þyngingar vegna brota af þessu tagi. Jafnvel heyr- ist að slaka verði á almennri kröfu um sönnunar- færslu, vegna eðlis brotanna sem geri sönnunar- færslu mjög mótdræga brotaþola. Lítill vafi er á að mjög stór hluti brota af því tagi komst lengi vel aldrei upp á yfirborðið. Stundum stafaði það af því að brota- menn áttu alls kostar við brotaþola. Stundum stóðu fjölskyldur saman um að þagga niður, jafnvel óhugn- anleg brot sem upp komust, til að firra þær og ættir fjölskyldnanna óbærilegri skömm. Ekki þarf að fjöl- yrða um þann mannlega harmleik sem þar var graf- inn og gleymskunni falinn eða um smælingjann sem einskis réttar naut við þær aðstæður og þá eyðilegg- ingu lífs sem varð. Og víðar en innan fjölskyldna var huliðshjálmi brugðið yfir slík mál. Óhuganleg og trúverðug dæmi slíks hafa verið upplýst á undanförnum árum, verið rannsökuð með þeim takmörkunum sem liðinn tími veldur og af veikum mætti verið reynt að bæta úr. Enginn vafi er á að þjóðfélagið allt er mun varara um sig fyrir vikið. En það er líka fjarlægara og óper- sónulegra af sömu ástæðu. Enginn ábyrgur karlkynsökumaður, sem æki fram á stúlkubarn (eða dreng), sem hann sæi rétt missa af strætó í slengjandi slagviðri, myndi nú stoppa sinn bíl og bjóðast til að skjóta barninu í skóla eða ná vagninum á næstu stoppistöð eða þar næstu. Jafnvel þótt hann sæi að þetta væri telpan úr næsta húsi sem hann kannaðist vel við. Sennilega biti hann á jaxlinn og horfði beint fram fyrir sig á sinni för. Enda hefur væntanlega og vonandi verið brýnt fyrir telpunni, sem í hlut ætti, að þiggja ekki boð „ókunnugs“ um far. Áður fyrr hefði það þótt annarleg framkoma og durtsleg að bjóða ekki far við slíkar aðstæður. Nauð- synlegt þykir nú orðið að vantreysta mönnum, sem aldrei hafa sýnt neitt sem á slíkt kallar, eins og sjón- varpsumræðan um karlkyns leikskólakennara sýndi á dögunum. Ætla verður að næstum óbærilegt sé fyr- ir karla í þeirri stétt að sitja undir slíkri tortryggni. En barn í opinberri gæslu verður að njóta alls vafa, er sagt á móti og fá svör eru auðvitað til við því. Öll er þessi þróun vissulega dapurleg og jafnvel kaldranaleg, en þó er hún betri en þöggunin og felu- leikurinn forðum og það mikla skaðræði sem þreifst í slíku skjóli. En þrátt fyrir óhugnaðinn er aðgátar þörf En þrátt fyrir það sem í húfi er verður ekki komist hjá því að sýna gát, þótt það taki á. Það er sannarlega til fyrirmyndar að varpað sé ljósi á ljóta hluti og þá ekki síst þá sem reynt hefur verið að fela og beinst hafa að þeim sem minnstu möguleika allra höfðu á að verja sig. Slíkt framtak á sannarlega viðurkenningu skilið. En jafnvel svo þýðingarmikill og æruverðugur hlutur krefst í sömu andrá fullnægjandi aðgátar. Upptökusalur er ekki réttarsalur. Það er þess vegna sem ódæðismaðurinn (stundum meintur ódæð- ismaður) hefur þar engan sem gætir hagsmuna hans. Fréttamenn eru ekki síst upplýsendur og stundum framúrskarandi, eins og sést hefur síðustu dagana. En hún getur verið mjó markalínan á milli upp- lýstrar fréttamennsku og æsifréttamennsku. Jafnvel þótt fréttaefnið misbjóði flestöllu fólki og frétta- mönnum þá ekki síður en öðrum, mega þeir aldrei freistast til að taka að sér lögregluvald, svo ekki sé minnst á dómsvald. Þegar menn eru sakaðir um glæp og mæta fyrir dómara þá gilda reglur sem eiga að tryggja þeim réttláta málsmeðferð, hvað sem á hefur dunið. Jafnvel fjöldamorðingjar, sem einskis hafa svifist, búa við slíkar reglur. Og tryggt er að minnsta kosti einn maður í dómsalnum sé á þeirra bandi, í þeim skilningi, að hann gæti þess af fullum þunga að umbjóðandi hans verði ekki sóttur til saka eftir öðr- um reglum en þeim sem gilda, að þær málsbætur, sem jafnvel hinir verstu menn kunna engu að síður að hafa, komi þar fram og að ákæruvaldið komist ekki hjá því að sanna með fullnægjandi hætti, að kröfu laganna, það brot sem ákært er fyrir. Þótt allir hljóti að sameinast um fordæmingu á fyrirlitlegum mönnum, þá er það öllu þjóðfélaginu í hag, í bráð og lengd, að fyrrnefndar reglur séu hafð- ar í heiðri, jafnvel þegar erfiðast er að beygja sig undir þær, og kannski ekki síst þá. Morgunblaðið/Darri Ragnarsson * Ekki þarf að fjölyrða um þannmannlega harmleik sem þar vargrafinn og gleymskunni falinn eða um smælingjann sem einskis réttar naut við þær aðstæður og þá eyði- leggingu lífs sem varð. Íshellir í Fallsjökli í Öræfasveit. 13.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.