Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2013 H in blindaða gyðja réttlætisins hefur mörg mistökin gert í gegnum tíðina, bæði hér á landi sem annars staðar. Það veldur auðvitað vonbrigðum í hvert sinn sem það gerist. En að auki er vafalítið að í fjölmörgum tilvikum verður henni illa á, þótt aldrei verði það opinbert, og jafnvel ekki nokkru sinni nefnt. Í landi eins og okkar er það þó vonarefni og sífelld vörn gegn því að einstök von- brigði takmarki trúna á réttlætið að rammi laga, op- inber vilji og ásetningur dómenda auka líkur á að réttlætisgyðjan rati oftar en ekki á rétta og óvilhalla niðurstöðu. Ennþá býr mikill meirihluti mannkyns ekki við þau mikilvægu skilyrði. Sekir menn sleppa Lítill vafi er á að fjöldi manns í okkar þjóðfélagi hef- ur sloppið við áfelli að lögum, þótt bókstafur þeirra stæði til slíks. Langoftast er þá um að ræða smá- vægilegt brot gegn bannreglum, svo „brotamaður“ telur fjarri því að vera ósanngjarnt að hann hafi sloppið undan hrammi laganna. Hundruð manna, ef ekki þúsundir, brjóta á hverjum degi gegn banni um að talað sé í síma undir stýri bíls. Þó vita flestir að reglan er sett vegna þess að vitað er að bíllinn, þessi mikli þægindaauki nútímatilveru, getur breyst í skaðræðisgrip á augabragði, ef slakað er á athygli við akstur hans. En þótt símabannið sé lögfest með til- heyrandi viðurlögum hefur það ekki enn fundið sam- hljóm í réttarvitund fjöldans. Þess vegna fer hann á svig við það á hverjum degi, án mikillar fordæm- ingar. Sama gilti lengi um öryggisbeltanotkun. Nú eru þau notuð nær undantekningarlaust. Það er ekki vegna aukinnar löghlýðni eða löggæslu. Fólkið hefur einfaldlega sannfærst um að öryggisbeltin séu nauð- synleg fari eitthvað alvarlega úrskeiðis. Notkun ör- yggisbelta snýr nánast alfarið inn á við, að ökumann- inum og farþegum hans, svo æskilegast hefði verið ef náðst hefði að tryggja almenna notkun þeirra með rökum fremur en refsireglum. Bann við notkun á handsíma við akstur er hins vegar sett vegna þeirrar hættu sem slík háttsemi getur valdið öðrum. En þetta eru smámálin í því samhengi sem hér er tekið til umræðu, og einungis nefnd sem dæmi og ekki til að gera minna úr þeim en öðru. Sanngirnismat almennings Stundum er sagt að til sé óskráð „sanngirnismat“ al- mennings um hvaða reglur megi fremur brjóta en aðrar. Bannreglur, sem refsiviðurlög fylgja, fari í gegnum slíkt mat hjá hverjum og einum. Brjóti mað- ur gegn „ósanngjörnum“ reglum eða reglum sem ein- göngu helgast af „stjórnlyndi“ valdhafa hvers tíma, skipti mestu að afbrotið komist ekki upp, svo viðkom- andi verði ekki fyrir persónulegum óþægindum. Menn stæra sig jafnvel af því í góðra vina hópi að hafa komist upp með að hafa slíkar ósanngirnisreglur að engu. Og góðvinirnir kinka kolli vegna þess að „lögbrotið“ stangast einnig á við sanngirnismat þeirra sjálfra. Sumir segja að þegar virðisauka- skattur sé kominn hátt á þriðja tug prósenta sé orðið „réttlætanlegt að koma sér hjá honum“. Áfengisbann var sett á Íslandi snemma á síðustu öld. Ekki er hægt að segja að sú stjórnlynda ákvörð- un hafi verið tekin í „reykfylltum bakherbergjum“ (enda óviðeigandi í slíku tilfelli) því „þjóðin var spurð“ eins og nú þykir fínast. En þeir sem urðu und- ir töldu samt margir að verið væri að setja allsherjar- reglu sem bannaði mannlega hegðun, sem hafði verið hluti af daglegu lífi svo lengi sem mannskepnan hafi þekkt til gerjunar. Að auki væri verið að setja reglu til að bregðast við ógöngum þeirra sem ekki kynnu með vín að fara og reglan bitnaði eingöngu á þeim sem það kynnu og hefði af þeim hollustu og mikinn gleðigjafa. Ekki væri einu sinni hægt að sækja þá siðareglu í heilagan boðskap, eins og svo margar aðr- ar eins og stjórnmálamaðurinn og stórskáldið benti á: „Aldrei sagði þengill þjóða: Þú skalt ekki bragða vín. Öllum vill hann ætíð bjóða ör og mildur gæði sín. Smána jafnt hans gáfu góða „Goodtemplar“ og fyllisvín. Aldrei sagði þengill þjóða: Þú skalt ekki drekka vín.“ Stundum er sagt að íslensk þjóð hafi lengst af verið í betra lagi löghlýðin, en bannlögin hafi kennt henni að skipta slíkum fyrirmælum í tvennt: Þeim sem bæri að virða og hin sem mætti brjóta ef það kæmist ekki upp. Fyrirlitlegu brotaflokkarnir En svo er einn flokkurinn enn. Hann snertir reglur sem allur þorri fólks telur sér skylt að virða og al- mennir borgarar brjóta ekki gegn, nema þá af gá- leysi eða vegna stundarbrjálæðis eða af öðrum sam- bærilegum ástæðum. Flest manndráp á Íslandi hafa fallið undir þennan þátt, a.m.k. lengi vel. Nánast eng- ar líkur stóðu því til að þeir sem slíkan glæp frömdu myndu gera það aftur að lokinni tiltölulega skammri Blinduð gyðja réttlætis er ekki óskeikul, en er önnur betri? Reykjavíkurbréf 11.01.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.