Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 46
Úttekt 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2013 M ikla athygli vakti fyrir jólin þegar björgunarsveitir voru fengnar til að aðstoða við leitina að fanganum sem strauk af Litla-Hrauni enda hafði lögregla lýst því yfir að hann væri álitinn hættulegur og hugsanlega vopnaður. Þorsteinn Þorkelsson, formaður lands- stjórnar björgunarsveita, segir þetta verkefni án fordæmis hér á landi en eftir að hafa ráð- fært sig gaumgæfilega við lögreglu hafi björgunarsveitirnar ákveðið að taka þátt í leitinni enda hafi lögregla ábyrgst öryggi leitarmanna. Lögum samkvæmt er björgunarsveitum skylt að hefja björgun, leit og gæslu ef stjórnvöld óska þess. Svo einfalt er málið þó ekki, að áliti Þorsteins. „Alla jafna þarf ekki að ræða þátttöku okkar í leit að fólki en vegna óvenjulegra aðstæðna í þetta skipti var það gert sérstaklega,“ segir hann. „Við vild- um fá tryggingu fyrir því að okkar fólk væri ekki í hættu við leitina og sannfærði lögregla okkur um að öryggi væri tryggt.“ Þess má geta að lögreglumaður eða -menn fylgdu öllum leitarhópum og þyrfti að leita að fanganum í hellum eða húsum var það gert af sérþjálfuðum mönnum, hinn almenni björgunarsveitarmaður kom þar hvergi nærri. „Það var mjög vel að þessu staðið af hálfu lögreglu,“ segir Þorsteinn. Spurður hvort björgunarsveitarmenn sem tóku þátt í verkefninu hafi verið smeykir eða fundist það óþægilegt svarar Þorsteinn neit- andi. „Þetta snýst á endanum allt um öryggi fólks, fyrst það var tryggt var okkur ekkert að vanbúnaði.“ Björgunarsveitarmenn eru þjálfaðir í að leita að fólki sem er saknað og segir Þor- steinn þá þekkingu hafa orðið til þess að lög- regla komst á spor strokufangans. Hann gaf sig sem kunnugt er fram að morgni að- fangadags. Skýrt ákvæði er um vátryggingar í lögum um björgunarsveitir og björgunarsveitar- menn. Þar segir að björgunarsveitum sé skylt að tryggja björgunarsveitarmenn vegna slysa sem þeir kunna að verða fyrir í störfum sínum á vegum björgunarsveita. Sveitunum er einnig skylt að að kaupa eignatryggingu fyrir tjóni á persónulegum munum björg- unarsveitarmanna sem verða kann í störfum þeirra á vegum björgunarsveita og kaupa ábyrgðartryggingu fyrir tjóni sem björgunar- sveitarmenn kunna að valda þriðja aðila í störfum sínum á vegum sveitanna. Björguðu sauðfé í stórum stíl Annað óvenjulegt verkefni bar að höndum á liðnu ári, þegar björgunarsveitarmenn voru ræstir út í stórum stíl til að bjarga sauðfé sem grafist hafði í fönn í óveðrinu sem gekk yfir Norðurland í september. Þorsteinn segir marga björgunarsveitar- menn hafa reynslu af slíkri leit en umfangið hafi í þessu tilviki verið margfalt meira en áður hefur þekkst. „Björgunarsveitarmenn hafa tekið að sér að bjarga sauðfé fyrir bændur, jafnvel gegn greiðslu, en aldrei áður hefur verið lýst yfir almannavarnaástandi af þessum sökum. Þegar mest var voru á bilinu fimm til sex hundruð manns að störfum fyrir norðan í september,“ segir Þorsteinn og bendir á, til samanburðar, að það séu fleiri menn en tóku þátt í aðgerðum vegna eld- gossins í Eyjafjallajökli. Verkefnið tók líka óvenju langan tíma, svo dögum og vikum skipti voru björgunarsveitarmenn að störfum fyrir norðan sl. haust. Fjölbreytni að aukast Þorsteinn, sem býr að um þrjátíu ára reynslu af björgunarsveitarstarfi, segir verkefni sveitanna verða stöðugt fjölbreyttari og nauðsynlegt sé að fylgjast með í nágranna- löndunum. „Við reynum alltaf að bæta okkar störf og þjálfun og þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með, máta okkur við aðstæður Þurfa að vera við öllu búnar HLUTVERK BJÖRGUNARSVEITA ER AÐ STARFA Í ÞÁGU ALMANNA- HEILLA MEÐ ÞÁTTTÖKU Í BJÖRGUN, LEIT OG GÆSLU Á ÁBYRGÐ STJÓRNVALDA OG Í SAMVINNU VIÐ ÞAU. VERKEFNIN GETA VERIÐ AF ÝMSU TAGI OG FJÖLBREYTNIN EYKST MEÐ HVERJU ÁRINU, SVO SEM LEITIN AÐ STROKUFANGANUM FYRIR JÓL BER VITNI UM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.