Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2013 Heimslið alþjóða knatt-spyrnusambandsins,FIFA, fyrir 2012 var til- kynnt á mánudaginn og er að þessu sinni eingöngu skipað leikmönnum úr spænsku deildinni. Leika þeir bestu í hverri stöðu allir á Spáni? Um 50.000 atvinnu- menn í íþróttinni, hvaðanæva úr veröldinni, kjósa og í ljósi þess er niðurstaðan áhugaverð. Argentínska stjarnan Lionel Messi í Barcelona var kjörinn besti leikmaður heims fjórða árið í röð og kom ekki á óvart. Stórbrotin afrek hans eru vart fréttnæm lengur. Gullboltinn Franska tímaritið France Football stóð fyrir kjöri besta leikmanns Evrópu áratugum saman, fyrst 1956. Afhenti þeim sem íþrótta- blaðamönnum í álfunni þótti skara fram úr Gullboltann, Ballon d’Or, en allt þar til 1995 komu aðeins evr- ópskir leikmenn til greina; ekki út- lendingar sem léku í álfunni. Diego Maradona, innanvallarséníið argent- ínska, átti þess vegna aldrei mögu- leika á að hljóta nafnbótina þótt hann væri án nokkurs vafa besti leikmaður í Evrópu á tímabili er hann var hjá Napoli. Árið 2010 tóku France Football og FIFA höndum saman og standa síðan að kjöri besta leikmanns heims, sem FIFA hafði gert áður. Fyrirliðar allra landsliða, þjálfarar þeirra og einn blaðamaður frá hverju landi kjósa. Heimslið FIFA 2012 er ekki árennilegt en vissulega skondið að allir leikmennirnir skuli búsettir í aðeins tveimur sveitarfélögum! Iker Casilles frá Real Madrid er í markinu; vörnina skipa Dani Alves og Gérard Piquet, báðir hjá Barce- lona, og Real Madrid kempurnar Sergio Ramos og Marcelo. Miðju- menn eru tríóið sem skipar þær stöður í Evrópumeistaraliði Spánar; Xavi Hernandes, Andrés Iniesta (báðir Barcelona) og Xavi Alonso (Real Madrid). Framlínan er „þokkaleg“: Christiano Ronaldo (Real Madrid), Rademar Falcao (Atletico Madrid) og Lionel Messi. Að sjálfsögðu er mjög margir aðrir kallaðir; Neuer hjá Bayern München, Petr Cech úr Chelsea, Gianluigi Buffon hjá Juventus og Joe Hart í Man. City eru allt fram- úrskarandi markmenn en fáir efast þó um að Casillas sé enn bestur. Velta má vörninni fyrir sér. Er Brassinn Marcelo, Spánarmeistari með Real, betri en Ashley Cole, Evrópumeistari með Chelsea? Var réttlætanlegt að horfa fram hjá John Terry, liðsfélaga Cole hjá Chelsea? Piquet og Ramos voru í landsliði Spánar sem varð Evr- ópumeistari í sumar. Valið er því snúið. Fyrstan hefði líklega átt að nefna Vincent Kompany, belgíska fyrirliðann hjá Englandsmeisturum Manchester City, sem var margra manna maki síðasta vetur. Langur listi Talandi um City: Miðjumaðurinn Touré Yaya var stórbrotinn í fyrra- vetur, einnig David Silva. Hægt væri að setja saman langan lista af framherjum: Drogba, bjargvættur Chelsea í Evrópukeppninni; Cavani, Úrúgvæinn hjá Napolí, var gríð- arlega góður, landi hans Luis Suá- rez hjá Liverpool sömuleiðis að ekki sé talað um Hollendinginn Robin van Persie. Hann og Kompany eru e.t.v. þeir einu sem ég sakna virki- lega úr liðinu, en treysti mér þó varla til að taka neinn út í staðinn! Van Persie varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar síðasta vetur með 30 mörk og hefur verið óstöðandi síðan hann flutti sig um set til Manchester United í sumar. Svo mætta benda á ungstirnið Neymar í Brasilíu, til þess að beina sjónum aðeins út fyrir Evrópu. Þetta er það skemmtilega við svona kjör; vangavelturnar sem skapast í kjölfarið! Sumir þeirra sem nefndir eru og komust ekki í „liðið“ verða í eldlín- unni í Englandi í dag, sunnudag. Van Persie mætir Suárez í granna- slag Man. Utd og Liverpool. Touré, Kompany, Silva og félagar þeirra heimsækja Arsenal. Njótið! 2009, 2010, 2011, 2012. Messi; besti knattspyrnumaður í heimi fjögur ár í röð. AFP Hverjir eru bestir? EÐLILEGA VAKNA SPURNINGAR UM ÞAÐ HVERJIR VERÐSKULDA SÆTI Í HEIMSLIÐI ÁRSINS HJÁ FIFA. * „Að þjálfa Svíþjóð er mjög frábrugðið því að stjórna liði Banda-ríkjanna. Fyrir það fyrsta erum við ekki með Abby Wambach.“Pia Sundhagen sem stýrði Bandaríkjamönnum til sigurs á Ólympíu- leikunum í London í sumar en þjálfar nú kvennalandslið Svíþjóðar. Boltinn SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Tveir risaleikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag, sunnudag. Fyrst eigast Man- chester United og Liverpool við á Old Trafford í Manchester og í kjöl- farið mætast Arsenal og Englands- meistarar Manchester City í Lond- on. Fyrri leikurinn hefst kl. 13.30 og sá seinni kl. 16.00. Báðir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport2. Konur í knattspyrnu vekja sífellt meiri athygli, góðu heilli, og ekki kæmi á óvart þótt vinsældirnar yrðu enn meiri á næstu árum. FIFA stóð fyrst fyrir kjöri á bestu knattspyrnukonu heims ár- ið 2001 þegar Mia Hamm frá Bandaríkjunum varð fyrir val- inu. Kjörið fór nú fram í 12. skipti og bandaríski fram- herjinn Abby Wambach varð hlutskörpust í kjöri landsliðsfyrirliða, landsliðs- þjálfara og blaðamanna. Bandaríska liðið varð Ólymp- íumeistari í London í sumar og þar var Wambach í lykilhlutverki. Hún kvaðst viss um að samherji sinn í framlínu bandaríska liðsins, Alex Morgan, hreppti hnossið og flaug í hug þegar nafn hennar sjálfrar var nefnt í Zürich á mánu- dagskvöldið að kynnirinn hefði mismælt sig. Svo var ekki, enda kynnirinn enginn önnur en Hope Solo, markvörður bandaríska liðs- ins. Hún gat ekki ruglast! Sú þriðja sem kom til greina var Marta frá Brasilíu, sem fimm sinnum hefur verið valin best, oftast allra. Þjálfari ársins í karlaflokki var Vincent del Bosque, Spáni, en í kvennaflokki hin sænska Pia Sund- hage, sem var við stjórnvölinn hjá Bandaríkjamönnum þar til eftir ÓL í sumar en er nú tekin við liði Svíþjóðar. Sundhagen vakti mikla athygli þegar hún kom á svið og tók á móti viðurkenningu sinni í Zürich, hélt þakkarræðu og söng bút úr lagi Bobs Dylan, If Not For You! Það kom Wambach ekki á óvart. „Þetta var ekta Pia. Hún er ekki bara frábær þjálfari heldur stórskemmtileg og yndisleg manneskja í alla staði.“ Robin van Persie fagnar einu 20 marka sinna fyrir Manchester United í vetur. AFP Konurnar sækja á Abby Wambach er sú besta í heimi. AFP SÓFA-SUNNUDAGUR FÓTBOLTAFÍKLA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.