Morgunblaðið - 11.03.2013, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 11.03.2013, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 9 2 6 Fundur um séreignarsparnað 12. mars Íslandsbanki ogVÍB bjóða á fróðlegan fund um séreignarsparnað. Fáðu yfirsýn yfir þær fjölmörgu ávöxtunarleiðir sem eru í boði og vertu klár á réttindum þínum varðandi séreignarsparnað. Meniga námskeið 14. mars • Á ég rétt á launahækkun? • Hver er munurinn á séreignar- og skyldusparnaði? • Hvenær og hvernig má ég taka séreignina mína út? • Hvernig er sparnaðurinn skattlagður? • Hvaða ávöxtunarleiðir eru í boði? Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn í útibúi Íslandsbanka á Kirkjusandi. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Þriðjudaginn 12. mars kl. 16.30 - 17.30 Næsta námskeið verður í húsnæði Íslandsbanka á Suðurlandsbraut 14, 3. hæð (inngangur á vesturgafli). Boðið verður upp á samlokur og gos. Nýttu þér ókeypis námskeið Íslandsbanka í Meniga heimilisbókhaldinu. Meniga heimilisbókhaldið, sem nú er hluti af Netbanka Íslandsbanka, hjálpar þér að ná yfirsýn yfir fjármál heimilisins og finna raunhæfar leiðir til sparnaðar. Nánari upplýsingar og skráning á islandsbanki.is/namskeid Nánari upplýsingar og skráning á islandsbanki.is/namskeid Við bjóðum námskeið og fræðslu Fimmtudaginn 14. mars. kl. 17.30 -19.30 Atkvæðagreiðslu félagsmanna um nýjan formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lýkur á hádegi í dag. Sex frambjóðendur eru í kjöri. Elsa B. Friðfinnsdóttir, sem verið hefur formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga undanfarin ár, hættir á næsta aðalfundi og þá verður kjöri nýs formanns til næsta tveggja ára formlega lýst. Á kjörskrá eru 3.686 félagsmenn FÍH. Þeir sex hjúkrunarfræðingar sem bjóða sig fram til formanns eru Herdís Gunnarsdóttir, Ólafur G. Skúlason, Elín Hanna Jónsdóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir. Kjörið fer að mestu fram rafrænt en einnig var unnt að senda at- kvæði með pósti. Kosningin hefur staðið frá há- degi 1. mars og lýkur nákvæmlega kl. 11.59 í dag. Á vef Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga kemur fram að kjör- nefnd tilkynni úrslitin þegar þau liggja fyrir en þó ekki fyrr en 18. mars, í fyrsta lagi. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga er fag- og stéttarfélag hjúkr- unarfræðinga. Stjórn þess skipa átján einstaklingar, fulltrúar fag- og svæðisdeilda og fulltrúar kjörnir á aðalfundi, auk formanns sem kos- inn er í allsherjaratkvæðagreiðslu. Kosningu formanns lýkur í dag  Sex vilja leiða hjúkrunarfræðinga Morgunblaðið/Golli Á vakt Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennir á Landspítalanum. „Þegar eitthvað bjátar á hjá ná- granna hlaupa menn til að hjálpa. Menn eru þá búnir að vinna sér inn hjálp þegar eitthvað gerist hjá þeim,“ segir Böðvar Jónsson í Hraunbæ í Aðaldal. Böðvar var í hópi bænda sem fóru í Klambrasel í Reykjahverfi til að rýja fé bóndans þar. Gunnar Hallgrímsson í Klambra- seli þarf að fara í aðgerð á sjúkra- húsi og getur ekki unnið í nokkrar vikur. Bjarni Eyjólfsson, formaður Fjárræktarfélags Aðaldæla, vissi hvernig á stóð og hringdi í nokkra nágranna. „Þetta tók enga stund, við byrj- uðum klukkan tíu og vorum búnir klukkan þrjú þótt við tækjum klukkutíma matarpásu,“ segir Böðvar. Tíu menn voru að störfum í fjárhúsunum, þegar mest var. Rúið var með fimm klippum og jafn margir lagningsmenn. Ragnheiður í Klambraseli veitti vel í hádeginu og eftir rúning svo rúningsmenn fóru heim vel haldnir. Böðvar segir algengt að menn komi nágrönnum sínum til hjálpar, þegar eitthvað bjátar á. Frétt um málið sem birtist á fréttavefnum 641.is vakti athygli. Þar birtist meðal annars meðfylgj- andi mynd sem tekin var af hópn- um, að loknu góðu dagsverki. helgi@mbl.is Vinna sér inn hjálp sveitunga Ljósmynd/Böðvar Jónsson  Nokkrir bændur í Aðaldal tóku sig saman og rúðu fé nágranna síns sem er frá vinnu vegna veikinda Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði akstur 17 ára pilts eftir að bifreið hans var mæld á 171 km hraða á Reykjanesbraut í fyrrinótt. Pilturinn var samstundis sviptur ökuréttindum. Þá var foreldrum piltsins og barnaverndarnefnd gert viðvart um málið sökum ungs aldurs ökumanns. 17 ára piltur stöðvaður á 171 km hraða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.