Morgunblaðið - 11.03.2013, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík
Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is
ilsulausnir hefjast mánudaginn 18. mars
n, mið og fös kl. 07:20, 12:00 eða 17:30
pþjálfun 16-25 ára á mán, mið og fös kl. 15:30
rð kr. 16.900 pr. mán í 12 mán.
ráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is
mskeiðinu standa m.a. hjúkrunarfræðingar,
afræðingar, læknir, næringarfræðingur, sálfræðingar
úkraþjálfarar.
eilsulausnir
a einstaklingum sem glíma við offitu,
asjúkdóma og/eða sykursýki.
búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsuborg í þó nokkurn
var búin að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað
m málum. Ég hef náð góðum árangri, náð að losna við mörg
er bara svo miklu hressari og með miklu meiri orku. Maður
að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það
ra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í
amlegt og andlegt form.“
Helga Einarsdóttir
Ætlar þú að breyta um
Kynningarfundur mánudaginn 11. mars kl. 17:30
– Allir velkomnir!
• He
• Má
• Hó
• Ve
• Sk
Að ná
íþrótt
og sj
H
Hent
hjart
„Ég var
tíma og
í mínu
kíló og
verður
að meg
gott lík
Hvernigvinnumvið
í þáguheimilanna?
Í þágu heimilanna
Umræðufundur með forystu Sjálfstæðisflokksins.
Hótel Selfoss, mánudaginn 11. mars kl. 20.00.
Bjarni Benediktsson,Hanna Birna Kristjánsdóttir
og Ragnheiður Elín Árnadóttir ræða uppbyggingu
og aðgerðir í þágu heimilanna.
Allir velkomnir.
Háskóladagurinn var haldinn há-
tíðlegur í fyrradag og var fjöl-
mennt í byggingum Háskóla Ís-
lands og Háskólans í Reykjavík þar
sem kynningar á starfsemi háskóla
landsins fóru fram. Í HÍ kynntu
kennarar og nemendur gestum
námsleiðir skólans og þá meðal
annars nemendur í efnafræði sem
buðu upp á litríkar sprengingar.
Gestir fengu einnig að sauma gervi-
sár undir handleiðslu lækna og
læknanema, svo fátt eitt sé talið. Í
HR bar margt forvitnilegt fyrir
augu, m.a. eldorgel og þrívídd-
armódel af hauskúpum. Munu gest-
ir hafa sýnt kynningum skólanna
mikinn áhuga en meðal annarra há-
skóla sem kynntu starfsemi sína
voru Háskólinn á Akureyri, Bifröst
og Landbúnaðarháskóli Íslands.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Drekadans Kínverskur dreki steig dans bæði utan- og innandyra í Háskóla
Íslands í fyrradag á háskóladeginum, gestum til yndisauka.
Sprengingar, eld-
orgel og gervisár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Saumað Læknar og læknanemar
hjálpuðu gestum að sauma gervisár.
Fjölmennt var á háskóladeginum
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Leikmannastefna þjóðkirkjunnar
var haldin í 27. sinn á laugardaginn
var í Grensáskirkju. Agnes M. Sig-
urðardóttir, biskup Íslands, setti
stefnuna. Í setningarræðu sinni
sagði Agnes það
mikilvægt að hlúa
að æsku landsins.
Fagnaði biskup
því að barnasátt-
máli Sameinuðu
þjóðanna hefði
verið staðfestur á
Íslandi og sagði
Agnes það mjög
mikilvægt að svo
hefði verið gert.
Sagði Agnes að
þjóðkirkjan hefði lagt sig fram um að
tryggja öryggi barna og ástunda fag-
leg vinnubrögð gagnvart þeim í
starfi kirkjunnar.
Agnes sagði að kirkjunni væri
stundum líkt við skip og á skipi væru
margir sem hjálpuðust að til að stýra
því rétta leið. „Ég vil leggja áherslu
á það að við stefnum öll í sömu átt,
erum öll í sama liðinu, hvert svo sem
hlutverk okkar er í kirkjunni,“ sagði
Agnes og lýsti yfir vilja sínum til
þess að halda leikmannastefnu sam-
hliða prestastefnu til þess að fólk
gæti fundið betur að allir ynnu að
sama markmiði innan kirkjunnar.
Fagnar friðun Skálholts
Á leikmannastefnunni voru sam-
þykktar tvær ályktanir. Í þeirri fyrri
fagnaði leikmannastefnan þeirri
ákvörðun mennta- og menningar-
málaráðherra að friða Skálholts-
kirkju, Skálholtsskóla og nánasta
umhverfi kirkjunnar. Vakti ályktun-
in athygli á því að friðunin næði ekki
til nýlegrar yfirbyggingar yfir frið-
lýstar fornleifar Þorláksbúðar held-
ur einungis fornleifarnar sjálfar. Var
hvatt til þess að yfirbyggingin yrði
flutt á annan stað á svæðinu, fjarri
hinum friðuðu byggingum og stað-
armyndinni í Skálholti og að því
verki yrði lokið fyrir 50 ára vígslu-
afmæli Skálholtskirkju hinn 21. júlí
næstkomandi.
Þá skoraði leikmannastefnan á
stjórnvöld að hlutast til um að sókn-
argjöld verði leiðrétt. Sagði í ályktun
leikmannastefnunnar að ríkið hefði
með einhliða ákvörðunum tekið til
sín sífellt stærri hluta innheimts
sóknargjalds til sín. Lýsti leik-
mannastefnan yfir þungum áhyggj-
um sínum af þessari þróun þar sem
nú væri svo komið að illmögulegt
væri að halda úti grunnstarfi í mjög
mörgum sóknum Íslands. sgs@mbl.is
„Vinnum öll að
sama markmiði“
Kirkja Leikmannastefna þjóðkirkj-
unnar 2013 var haldin um helgina.Agnes M.
Sigurðardóttir
Leikmannastefna þjóðkirkjunnar
vill að ríkið leiðrétti sóknargjöld
Morgunblaðið/Kristinn