Morgunblaðið - 11.03.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013
Veitingastaður / verslun
Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is
Nýr og breyttur matseðill
í veitingahúsinu
Nýtt á matseðli er m. a. nautahamborgari,
humarpizza, kjúklingasalat, matarmiklar
súpur í aðalrétt, langeldaður lambaskanki,
hrefnusteik ofl.
Komið og reynið nýju réttina
Það eru einkum góð afkoma eigna-
stýringarsviðs og fá stór trygginga-
áföll sem skýra að evrópska trygg-
ingafélagið Allianz skilaði tvöfalt meiri
hagnaði á árinu 2012 en árið á undan.
Nam hagnaður Allianz um 5 milljörð-
um evra, jafnvirði um 818 milljarða
króna á gengi dagsins í dag. Til sam-
anburðar má nefna að verg landsfram-
leiðsla Íslands á liðnu ári var 1.708
milljarðar.
Allianz er stærsta tryggingafélag
Evrópu og ein stærsta tryggingasam-
steypa heims með starfsemi í yfir 70
löndum með um 144.000 starfsmenn
og yfir 78 milljónir viðskiptavina. Alli-
anz var stofnað í Berlín árið 1890 en
opnaði skrifstofu á Íslandi árið 1994
og selur landsmönnum persónutrygg-
ingar s.s. líf-, lífeyris- og sjúkdómat-
ryggingar.
Í tilkynningu kemur fram að
ákveðið var á aðalfundi félagsins í
München að greiða hluthöfum arð
sem nemur 4,5 evrum á hlut. Jukust
tekjur samstæðunnar um 3% á liðnu
ári og námu samtals um 106 millj-
örðum evra.
ai@mbl.is
Veldi Skrifstofur Allianz í Berlín.
Hagnaður Alli-
anz tvöfaldast
Risinn græddi 5 milljarða evra Vöxtur iðnaðarframleiðslu í Kína
það sem af er árinu er sá veikasti
síðan 2009, að því er fréttaveita
Bloomberg greinir frá. Þá hefur
hægt á lánamarkaði og smásölu.
Þar með er ekki sagt að kín-
verska hagkerfið sé mjög illa
statt: iðnaður jókst um 9,9% á
ársgrundvelli fyrstu tvo mánuði
ársins og smásala um 12,3%. Þá
jókst útflutningur í janúar og
febrúar um 23,6% m.v. sama
tímabil í fyrra og er það mesta
aukningin fyrstu tvo mánuði árs-
ins síðan 2010. Er aukningin
einkum skrifuð á vaxandi eft-
irspurn á Bandaríkjamarkaði.
Er frammistaðan þó undir
væntingu flestra markaðs-
greinenda og gæti torveldað þau
verkefni sem bíða nýrra leiðtoga
landsins.
ai@mbl.is
Árið fer rólega af stað í Kína
AFP
Afköst Þó vöxturinn sé hægari en vonir stóðu til er samt uppgangur í kín-
verska hagkerfinu. Starfsmenn dytta að tækjum í kínverskri textílverksmiðju.
Vöxtur undir væntingum fyrstu tvo mánuði ársins
Eftirspurn í BNA skýrir ágæta aukningu í útflutningi
Samningar hafa náðst um kaup Ný-
sköpunarsjóðs atvinnulífsins á
hlutafé í snyrtivörufyrirtækinu
Andrea Maack Parfums (AMP ehf.).
Kaupverð fæst ekki gefið upp.
Í tilkynningu frá AMP og Ný-
sköpunarsjóði kemur fram að
Andrea Maack Parfums er hugar-
fóstur myndlistarmannsins Andreu
Maack og er fyrirtækið sjálfstætt
framhald myndlistarsýninga henn-
ar. Hefur AMP sett á markað 6 mis-
munandi ilmvötn sem seld eru í lúx-
usverslunum víða um heim. Meðal
annars má finna vörur frá Andrea
Maack Parfums í Harvey Nichols í
London, Woodley and Bunny í New
York og Printemps í París.
Erlend tískutímarit hafa sýnt
vörum Andreu Maack mikinn
áhuga og m.a. hefur verið skrifað
um ilmina í franska og ítalska
Vogue, sænska Elle, Wallpaper og
AnOther magazine.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
er óháður áhættufjárfestingar-
sjóður í eigu íslenska ríkisins. Er
sjóðnum ætlað að taka virkan þátt í
þróun og vexti atvinnulífsins með
fjárfestingum í vænlegum nýsköp-
unar- og sprotafyrirtækjum.
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ilmir Listakonan á vinnustofu sinni. Andrea Maack-merkið er fáanlegt í
nafntoguðum lúxus-tískuverslunum í London, París og New York.
Nýsköpunarsjóður
kaupir í Andreu Maack
Selur ilmvötn í þekktum verslunum
Fasteignafélagið Reitir var með
7.880 milljónir króna í rekstrar-
tekjur á liðnu ári
sem er hækkun
frá árinu 2011
þegar rekstrar-
tekjur voru 7.658
milljónir.
Rekstrarhagnað-
ur fyrir fjár-
magnsliði, ein-
skiptiskostnað og
matsbreytingu
(NOI) var 5.686
milljónir árið
2012 en var 5.550 milljónir árið
2011.
Í tilkynningu frá Reitum kemur
fram að þrátt fyrir ágætan rekstr-
arhagnað hafi tap liðins árs verið
6.553 milljónir króna. Stafar það
einkum af því að eignasafn félags-
ins rýrnaði mjög í virði. Er safnið
metið á gangvirði samkvæmt al-
þjóðlegum reikningsskilastölum og
nam matslækkunn 5.904 milljónum
á árinu. Árið 2011 hækkaði matið
um 1.018 milljónir en það ári nam
tap félagsins 628 milljónum.
Kemur fram í tilkynningunni að
það er mat stjórnenda Reita að
virðismat eignasafns félagsins í
árslok 2012 sé varfærið. Virði fjár-
festingareigna var 88.639 milljónir
króna, eigið fé í árslok 12.948
milljónir og eiginfjárhlutfall
14,2%.
Í rekstraráætlun þessa árs er
gert ráð fyrir bættri reksraraf-
komu frá fyrra ári. Er átlað að
rekstrarhagnaður fyrir fjármagns-
liði (NOI) verði tæpir 6 milljarðar
króna og sjóðstreymi jákvætt. For-
senda áætlana félagsins er jákvæð
þróun í efnahags- og atvinnumál-
um, stöðugleiki á vinnumarkaði og
að gengi krónunnar veikist ekki
verulega gagnvart erlendum gjald-
miðlum.
Til stóð að skrá hlutabréf Reita í
kauphöll fyrir lok árs 2012. Gengu
þau áform ekki eftir m.a. vegna
víðtækrar skoðunar á áhrifum
hæstaréttardóma sem féllu í árslok
vegna gengislána á Reiti og forvera
félagsins. Þá hafa Reitir átt í við-
ræðum við erlendan lánveitanda fé-
lagsins um hugsanlega uppgreiðslu
lánsins og hafa þær viðræður tekið
lengri tíma en ætlað var. Er stefnt
að kauphallarskráningu á þessu
ári.
ai@mbl.is
Rekstrarhagnaður Reita 5.686 milljónir
Lækkun á mati eignasafns leiðir til
6.553 milljóna taps Stefna að skrán-
ingu í kauphöll síðar á þessu ári
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Mannlíf Meðal fasteigna í eignasafni Reita er verslunarmiðstöðin Kringlan.
Hér eru viðskiptavinir Kringlunnar í kunnuglegum rúllustiga.
Guðjón Auðunsson,
forstjóri Reita.