Morgunblaðið - 11.03.2013, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013
✝ Ármann Ei-ríksson fædd-
ist í Reykjavík 9.
október 1946.
Hann lést á Land-
spítalanum í Kópa-
vogi 3. mars 2013.
Foreldrar hans
voru Eiríkur Ró-
bert Ferdinands-
son sjúkraskó-
smiður, f. í
Reykjavík 14.6.
1924, d. 4.9. 2008 og Steinunn
Eiríksdóttir húsmóðir, f. í
Reykjavík 27.2. 1925, d. 5.10.
2011. Systkini Ármanns eru
Ferdinand Róbert Eiríksson
sjúkraskósmiður, f. 30.6. 1951
og Jóhanna Erla Eiríksdóttir
iðjuþjálfi, f. 20.7. 1957.
Fyrri kona Ármanns var
Erla Guðrún Gestsdóttir leik-
skólastjóri, f. 22. október 1948,
d. 28. júní 1992. Börn þeirra
eru: a) Jón Gestur, f. 1969,
kvæntur Ástu Birnu Ingólfs-
dóttur. Þeirra börn eru Erla
Guðný, Davíð Arnar og Magn-
ea; b) Steinunn Eir, f. 1974,
gift Timothy William Bishop.
Þeirra börn eru Alfa Karitas,
Mariam Katla og Benjamín
Markús; c) Hermann, f. 1976,
kvæntur Birnu Rut Björns-
viðhélt dönskunni alla tíð. Síð-
ar fór hann í Öldungadeild VÍ
og lauk þaðan stúdentsprófi
vorið 2000. Hann rak Skóbúð
Suðurvers um árabil og stund-
aði ýmis verslunarstörf þar á
eftir. Hann starfaði hjá Gler-
borg, Olíufélaginu hf. og Sölu-
félagi garðyrkjumanna. Hann
vann hjá Hafnarfjarðarbæ frá
1993-2012 er hann hætti störf-
um vegna veikinda. Ármann
átti sér mörg áhugamál í gegn-
um tíðina. Hestamennska var
eitt af hans fyrstu áhuga-
málum og stundaði hann hana
frá því hann var ungur dreng-
ur í sveit. Ármann fékkst alla
tíð við félagsstörf og var m.a.
meðlimur í JC og Lionshreyf-
ingunni. Hann var áhugamað-
ur um kórsöng og söng í ýms-
um kórum, þá síðast í Kór
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði
þar sem hann var m.a. fyrsti
formaður kórsins. Garðyrkja
átti hug hans um langt árabil.
Hann ræktaði tré og plöntur
og var með heimaræktun sem
fékk heitið: Úr garði í garð,
nutu margir góðs af. Hann
hafði yndi af ferðalögum og
ferðaðist víða, en síðast en
ekki síst naut hann þess að
vera í góðra vina hópi og í
faðmi fjölskyldunnar.
Útför Ármanns fer fram frá
Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, í
dag, 11. mars 2013, kl. 15.
dóttur. Þeirra
börn eru Emil Ís-
ar, Dagur Fannar
og Toby Sól.
Þann 5. október
1996 kvæntist Ár-
mann Sigrúnu
Gísladóttur, f. 16.
júní 1950. Börn
hennar eru: a)
Hildur, f. 1971,
gift Ingólfi Níelsi
Árnasyni. Synir
þeirra eru Hinrik Leonard og
Felix Helgi; b) Helgi, f. 1972,
kvæntur Bryndísi Fanneyju
Guðmundsdóttur. Þeirra synir
eru Breki Þór, Elías Hrafn og
Kári Freyr; c) Gísli Pétur, f.
1979, kvæntur Kristjönu Vign-
isdóttur. Þeirra börn eru Ari
Eðvald og Amelía.
Ármann fæddist og ólst upp
í vesturbæ Reykjavíkur. Hann
fluttist til Hafnarfjarðar þegar
hann hóf búskap með Erlu
fyrri konu sinni og bjó þar til
dauðadags. Hann gekk í Mela-
skóla, Hagaskóla og Versl-
unarskóla Íslands, þaðan sem
hann lauk verslunarprófi. Eftir
útskriftina fór hann til Kaup-
mannahafnar og vann þar
skrifstofustörf um tíma. Hann
heillaðist af landi og þjóð og
Og þegar dauðinn kemur segi ég ekki:
komdu sæll þegar þú vilt
heldur segi ég:
máttu vera að því að bíða stund-
arkorn?
Ég bíð aldrei eftir neinum
segir hann
og heldur áfram að brýna ljáinn sinn.
Þá segi ég:
æ lof mér að lifa fram á vorið segi ég
bara ofurlítið fram á vorið
því þá koma þessi litlu blóm þú veist
sem glöddu mig svo mikið í vor eð
leið
og hvernig get ég dáið án þess að fá
að sjá þau
einu sinni enn
bara einu sinni enn?
(Jóhannes úr Kötlum)
Stundum verður vetur, ver-
öld hjartans í, það er sárt að sjá
á bak eiginmanni, við áttum
mörg sameiginleg áhugamál, en
undir það síðasta tók eitt yfir,
við vorum orðin hálfgerðir
blómabændur í rokrassinum á
Hvaleyrarholtinu í Hafnarfirði,
nutum þess að vera með nefið
oní moldinni, hann var stórhuga
og langaði að gera alvöru úr
áhugamálinu, kom með nafn á
hugmyndina: Úr garði í garð, al-
gjör snilld og segir allt sem þarf.
Þakka honum samfylgdina,
hlýjuna, húmorinn. Kveðja frá
eiginkonu,
Sigrúnu Gísladóttur.
Þó þú hafir verið veikur lengi,
pabbi, þá er þetta samt svo
óraunverulegt að þú sért farinn
frá okkur hérna í þessu jarð-
neska, þú ert búinn að standa
þig svo vel á móti þessum ill-
kvittna mótherja sem þessi sjúk-
dómur er, læknirinn þinn kallaði
þig „Evrópumeistara“ í að lifa
með þessa sjúkdómsgreiningu,
12 ár sem við erum endalaust
þakklát fyrir, elsku pabbi, eigum
samt erfitt með að sætta okkur
við að stundirnar verði ekki fleiri
og okkur finnst ósanngjarnt að
loksins þegar þú áttir að fara að
hafa tíma til að gera allt sem þú
vildir og var þér kærast þá
varstu hrifsaður á brott frá okk-
ur. Við getum yljað okkur við
hlýjar og góðar minningar um
samverustundirnar með þér á
liðnum árum, frá í gamla daga í
Kjósinni þar sem þú naust þín
svo vel í að rækta landið sem þið
mamma áttuð saman, sem núna
er paradís okkar barnanna og
barnabarnanna og vina, og
gæðastundirnar í heimsóknum
ykkar Sigrúnar til mín fyrst og
svo okkar Birnu og barnanna í
Danmörku. Ég vil þakka þér,
elsku pabbi minn, fyrir að hafa
verið mér fyrirmynd í lífinu þó
svo að ég hafi oft fetað aðrar og
ótroðnar slóðir og þurft að
brenna mig til að læra. Minning
þín er ljós í lífi mínu og
barnanna minna sem aldrei mun
slokkna. Elska þig, pabbi minn.
Þinn sonur,
Hermann.
Hann pabbi er dáinn er stað-
reynd sem mér þykir afskaplega
óraunveruleg og súr. Í fyrsta
lagi var hann bara ekki þess
háttar persónuleiki, að deyja
bara og í öðru lagi hafði hann
ekki tíma til þess. Þar fyrir utan
var hann ekki kominn á aldur.
Hann átti eftir að áorka svo
miklu. Síðasta áratug eða svo
hefur hann glímt við erfið veik-
indi en hann stóð alltaf í fæturna
(þó hann legði sig við og við) og
hugleiðingar um hann sem deyj-
andi mann náðu aldrei neinu
flugi, hjá mér allavega. Sjálfsagt
bægir maður slíku frá sér sem
er bara hluti mannlegs eðlis.
Þess vegna verður skellurinn
svo harður þegar kallið loks
kemur. Segja má að við höfum
fengið langan aðdraganda að því
sem koma skyldi en aldrei er
maður þó undirbúinn undir þá
köldu staðreynd sem dauðinn jú
er.
Elsku pabbi, nú þegar þú ert
farinn á vit feðranna gerast
minningarnar áleitnar. Sannar-
lega ertu eftirminnilegur. Þó þú
hafir ekki verið risavaxinn þá
varstu afskaplega stór og mikill
persónuleiki. Slíkir menn skilja
líka eftir sig stórt skarð. Þitt
skarð verður ekki fyllt en von-
andi lærum við að lifa með missi
okkar sem eftir sitjum og syrgj-
um. Alltaf var ég stoltur af þér
því þú varst flottastur. Á hest-
baki varstu ígildi John Wayne
og í ræðupúlti stóðst þér enginn
snúning, enda maður orðsins og
mikill ræðuskörungur. Fé-
lagslyndur varstu og sóttist fólk
eftir samskiptum og samneyti
við þig enda kímnigáfa þín rík og
gerði þig að afburðaskemmtileg-
um manni. Maður verður einmitt
þess var að fólk minnist þín ekki
síst fyrir húmorinn og tvíræðu
brandarana. Hver man svo ekki
eftir spurningaþættinum Gesta-
leik í sjónvarpinu 1977? Þar sló
karlinn í gegn að mér fannst. Ég
finn það núna að ég var ekki
nægilega duglegur við að segja
þér hve ég mat þig mikils og
þykir mér það afskaplega sárt.
En mér hefurðu alltaf verið mik-
il fyrirmynd. Alltaf öryggið upp-
málað og gast talað við alla,
unga sem aldna og skorti aldrei
umræðuefni enda vel heima á
flestum sviðum. Svona vildi ég
verða. Í lífinu skiptast á skin og
skúrir og síðasta haust kom í
ljós að lyfin sem höfðu allan tím-
ann virkað svo vel voru hætt að
virka. Þér tilkynnt að önnur lyf
væru bara ekki fyrir hendi í
lyfjaskápnum. Endalaust get ég
dáðst að æðruleysi þínu við þær
aðstæður. Vissir nákvæmlega
hvað það þýddi. Enda mættir þú
örlögum þínum sáttur, ókvíðinn
og af miklu æðruleysi. En þar
áður fengum við nokkrar dýr-
mætar vikur með þér inni á
deild 11-E, þar sem þú lást mik-
ið veikur en tókst þó engu að
síður að skemmta okkur kon-
unglega. Það gerði þennan tíma
bærilegan fyrir okkur. Þú varst
einstakur. Tvöfaldur eplasafi á
klaka í háu glasi með röri, það er
málið. Hjúkkunum snérirðu í
kringum þig enda þær orðnar
miklar vinkonur þínar og reynd-
ust þér vel.
Pabbi minn. Takk fyrir
skemmtunina í gegnum árin,
takk fyrir hjálpina, takk fyrir að
vera svona góð fyrirmynd, takk
fyrir að vera þú, eins og þú
varst.
Takk fyrir mig.
Elsku pabbi. Hvíldu í friði og
Guð blessi þig og veri sál þinni
náðugur.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Jón Gestur.
Elsku Ármann. Þakka þér
fyrir allar yndislegu stundirnar
sem við áttum saman yfir kaffi-
bolla. Þakka þér fyrir öll hollu
ráðin sem þú gafst mér. Þú varst
ómetanlegur sem afi barnanna
okkar og yndislegur fósturfaðir
minn. Við eigum eftir að sakna
þín svo óendanlega mikið. Mig
langar að segja þér að mér þykir
vænt um þig og fannst svo ynd-
islegt hvernig þú náðir að passa
hana móður mína og varst alltaf
sú stoð og stytta sem hún þurfti
á að halda. Þú gekkst í gegnum
erfið veikindi fullur æðruleysis
og án þess að kvarta. Þú varst
svo sterkur og magnaður. Ég
man eftir því þegar ég sat hjá
þér og þú yrtir á mig í hinsta
sinn. Þú varst í rauninni að tala
við hjúkkuna sem var að reyna
að troða ofan í þig mat. Þú sagð-
ir við hana: „Bíddu, bíddu. Við
skulum … stríða honum Gísla
Pétri aðeins.“ Svo sá ég kímnina
í stóru, fallegu brúnu augunum
þínum bak við þessi þykku gler-
augu. Þú varst ómetanlegur
húmoristi og herramaður. Fyr-
irgefðu að ég skuli hafa komið
illa fram við þig sem unglingur.
Ég var bara ekki móttækilegur
fyrir því að vera alinn upp. Það
var bara orðið of seint. Aðstæð-
urnar voru slíkar að hvorugur
okkar gat unnið. En á seinni ár-
um náðum við að tengjast sterk-
um böndum og mér þótti svo
vænt um að fylgjast með þér
með Ara og svo Amelíu í fanginu
þar sem þú leyfðir þeim að
skoða allt pipar og salt-fígúru-
safnið ykkar mömmu. Ari brest-
ur í grát öðru hverju. Og veit
ekki af hverju. En við vitum það
báðir að þessi litli fimm ára
drengur veit ekkert hvað er að
gerast og ég vil biðja þig um að
fylgjast aðeins með honum og
styrkja hann þegar hann þarfn-
ast þess mest. Mér þótti vænt
um þegar þú baðst mig um hjálp
við ýmis verkefni. Ég sé það
núna að þessar litlu stundir voru
svo mikilvægar. Þú átt stað í
hjarta mínu og ég tek ofan fyrir
þér kæri vinur. Ég bið að heilsa
öllum.
Þinn fóstursonur,
Gísli Pétur Hinriksson.
Elsku Ármann minn er farinn
eftir stutta lokabaráttu. Hann
byrjaði að gera hosur sínar
grænar fyrir mömmu fyrir 20
árum, kom á hverjum föstudegi
með fallegt bros og blómvönd
handa henni og annan handa
mér, vissi að hann yrði að heilla
einkadótturina líka og það gerði
hann svo sannarlega og reyndist
mér yndislegur stjúpfaðir. Hann
var með mjúkan faðm og knúsi
frá honum fylgdi alltaf góð lykt.
Hann var grallari, spjallari og
grúskari. Hann var svo mikill
sælkeri og það var hrein unun að
horfa á hann með rjómaspraut-
una á lofti.
Takk Ármann fyrir að reynast
mömmu góður eiginmaður, mér
góður stjúpi, Ingó góður tengda-
pabbi og strákunum ljúfur og
þolinmóður afi. Hér eftir verða
allar pönnukökur sem bakaðar
verða í kastalanum kallaðar afa-
pönnsur, því enginn gerði betri
pönnukökur en afi Ármann.
Þín
Hildur.
Elsku afi minn, ég sakna þín
mjög mikið og er illt í hjartanu
mínu. Þú ert farinn frá okkur og
ég hugsa mikið um stundirnar
okkar þegar við heimsóttum þig,
og þegar þú varst hjá okkur í
Danmörku og við fengum vín-
arbrauð og djús síðasta sumar,
og við fórum að skoða gömlu
húsin, myllur og sáum líka hesta
og kindur, svo fórum við saman
og keyptum ís. Það verður skrít-
ið að koma til Íslands í heimsókn
og þú ert ekki lengur hér, en
vonandi líður þér nú betur og ert
búinn að hitta alla hina sem eru
farnir frá okkur og ég trúi því,
afi minn, að þú sért í góðum
höndum þar sem þú ert, hérna
er bænin sem við fórum með
saman á hverju kvöldi þegar þú
varst hjá okkur í sumar.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Þinn afastrákur,
Emil Ísar Hermannsson.
Elsku afi okkar. Við trúum
því ekki að þú sért ekki lengur
hérna hjá okkur. Þú varst alltaf
svo sterkur og barðist svo lengi
við krabbameinið og við erum
ótrúlega þakklátar fyrir tímann
sem við fengum með þér. Við
vitum samt að núna ertu á góð-
um stað, kannski hjá ömmu
Erlu. Þegar við hugsum til baka
munum við allar góðu stundirn-
ar. Þegar við Davíð vorum að
hjálpa þér með blómasöluna.
Það var mjög skemmtilegt, sér-
staklega pásurnar þegar við fór-
um inn og fengum okkur eitt-
hvað gott úr bakaríinu eða
jafnvel litla kók í gleri og Eli-
tesse.
Við vorum alltaf stoltar af því
að eiga þig sem afa. Það eiga
ekki allir afar vespu og facebo-
ok. Meira að segja þrjú, því þú
gleymdir alltaf lykilorðinu þínu
og þurftir að búa til nýjan að-
gang. Þú varst alltaf svo glaður
og góður, knúsaðir mann og
hrósaðir í bak og fyrir. Takk fyr-
ir að koma að horfa á okkur á
öllum ballettsýningunum og
þverflaututónleikunum. Við eig-
um alltaf eftir að hugsa um þig
þegar við fáum okkur sérbökuð
vínarbrauð eða Vesturbæjarís.
Við eigum eftir að sakna þess að
koma í heimsókn til ykkar ömmu
þar sem þið tókuð alltaf vel á
móti okkur. Þið voruð alltaf að
bjóða okkur að koma í heimsókn
ef við þyrftum frið frá öllu til að
læra eða æfa okkur eða bara
spjalla. Þín er sárt saknað
hérna, en við vitum að þú ert að
passa okkur af öðrum stað. Við
skulum passa ömmu Sigrúnu
fyrir þig.
Þínar afastelpur,
Erla Guðný og Magnea.
Jæja afi minn, þá ert þú far-
inn úr þessum heimi og ert kom-
inn til himna. Hér á jörðu ríkir
mikill söknuður vegna fráfalls
þíns. En nú ertu kominn á betri
stað og ert meðal allra ættingj-
anna sem farið hafa á undan þér.
Ég mun sakna þín endalaust, en
þennan söknuð má fylla upp með
öllum dýrmætu minningunum
okkar saman í þessu lífi. Mér
hefur alltaf þótt gaman að vera
hjá þér, hvort sem það var bara
að kíkja í heimsókn eða hjálpa
þér við allskonar garð- eða önn-
ur heimilisstörf, og ég hef alltaf
notið þess að vera með þér. Öll
þessi skipti hélt ég samt að ég
væri að hjálpa þér en í raun var
ég í kennslu hjá þér bara að
læra um lífið. Þú kenndir mér
svo margt sem ég mun nota í lífi
mínu og ég er þér svo þakklátur
fyrir það. Þú varst líka alveg frá-
bær afi og ég veit ekki hvernig
ég á eftir að komast af án þín.
Við eigum ógleymanlegar minn-
ingar í þessu lífi sem ég mun
nota við að hugga mig þegar
mikill söknuður kemur yfir mig.
Ég mun alltaf eiga þessar ynd-
islegu minningar um það sem við
gerðum saman í þessu lífi en við
eigum bara eftir að gera fleira í
því næsta, sjáumst þá, afi.
Ástarkveðja,
Davíð.
Elsku Ármann, minn kæri
vinur, er fallinn frá. Margar
minningar koma upp í hugann.
Við kynntumst fyrst þar sem
við unnum saman í Glerborg,
Ármann sem sölumaður og ég á
símanum Helgu til aðstoðar í af-
greiðslunni. Þarna kynntist ég
fjölskyldunni hans. Pabbi hans
var húsvörður í Glerborg,
mamma hans vann í mötuneyt-
inu og bróðir hans í skósmíðum í
sínu fyrirtæki í næsta húsi við
Glerborg. Ég fékk svo að gista
hjá systur hans og hennar
manni, þegar ég var á leið í
íþróttalýðháskóla í Danmörku.
Kær vinskapur tókst síðan
með okkur eftir að við unnum
saman að verkefnum fyrir Hafn-
arfjarðarbæ. Við höfðum bæði
mikinn áhuga á umhverfismálum
og þar hófst samstarf okkar. Ég
sem formaður stýrihóps um
Staðardagskrá 21 og hann sem
atvinnumálafulltrúi að leysa
tímabundið af starfsmann Stað-
ardagskrár. Ármann þekkti alla
og virkjaði ótrúlega marga verk-
efnahópa í Vistvernd í verki.
Með stuðningi og hvatningu
hans var mótaður grunnur að
vistvænu heimilishaldi á mörg-
um heimilum. Slíkt er talið
grunnur að sjálfbærri framtíð. Á
þessum tíma voru langflestir
visthópar að störfum í Hafnar-
firði á landinu.
Ármann hafði ekki síður
stuðning heima fyrir í þessu
áhugamáli þar sem Sigrún kona
hans hafði mikinn áhuga á um-
hverfismálum, enda voru þau
hjónin komin á kaf í plöntufram-
leiðslu síðustu árin. Reyndust
fingur þeirra sérstaklega grænir
í ræktun við erfiðar aðstæður og
ýmsar uppgötvanir gerðar þegar
verið var að planta út græðling-
unum. Á einum stað breiddi
skyndilega úr sér blómstrandi
breiða hádegisblóma, þar sem
Ármann hafði misst niður nokk-
uð af fræjum.
Ármann var mér ómetanlegur
stuðningur, þegar ég bauð mig
fram til prófkjörs fyrir bæjar-
stjórnarkosningar árið 2002.
Ármann var þeim kostum bú-
inn að vera skemmtilegur, hvetj-
andi og einstakur mannvinur.
Hann hvatti fólk áfram með orð-
um og skemmtilegum kveðjum.
Eins og lagt var upp með í
þessari kosningabaráttu minni
sem fékk heitið Alparósin og var
stjórnað af Burkna eða fyrirlið-
anum í keppninni, var markmið-
ið að fara út á meðal fólksins.
Skipulagðir voru síðustu laugar-
dagsmorgnarnir fyrir kosningar
og hist í blómabúð Betu, þar
sem gestir upplýstu okkur hin
um ýmis málefni. Ákveðið var að
leika sem mest á léttu nótunum
og hafa gaman af að sjá mann og
annan. Síðustu laugardagana
hittumst við síðan á Gaflinum og
enduðum á þvílíkri hátíð á kosn-
ingadaginn, þar sem Ármann
mætti með kórnum sínum og
söng m.a. lagið um Alparósina.
Þessi undirbúningur var mér
ógleymanlegur og sérstaklega
ánægjulegur þar sem fundar-
menn kepptust við að segja
skemmtilegar sögur og farið var
með ljóð og upplestur og vina-
böndin styrkt.
Um leið og ég kveð minn góða
vin og sendi Sigrúnu og fjöl-
skyldu Ármanns innilegar sam-
úðarkveðjur, geri ég hans kveðj-
ur til mín að kveðjum til ykkar.
Munum að maður er manns
gaman og hláturinn lengir lífið,
það er „lífsmedesín“ morgun-
dagsins. Munum eftir að rækta
frændgarðinn og hlúa að þeim
sem okkur eru kærastir. Guð
geymi ykkur og megi framtíð
ykkar verða farsæl.
Steinunn Guðnadóttir
og fjölskylda.
Minn góði vinur og félagi í yf-
ir hálfa öld, Ármann Eiríksson,
er horfinn til austursins eilífa
rúmlega sextíu og sex ára. Við
vorum Vesturbæingar. Fengum
hvolpavitið á svipuðum tíma með
tilheyrandi hormónaflæði og
fengum kvenfólk á heilann.
Stunduðum rúntinn og kíktum á
stelpur og fórum í Breiðfirðinga-
búð í stelpuleit – en urðum fyrst
að drekka í okkur kjarkinn. Vor-
um komnir varanlega á fast áður
en okkur óx almennilega grön.
Ármann varð ástfanginn af
stúlku úr Hafnarfirði, Erlu
Gestsdóttur fóstru. Við félagarn-
ir vorkenndum honum svolítið af
því Erla átti heima í Hafnarfirði,
en þá tíðkaðist að herrarnir
fylgdu dömunum heim eftir
dansleik upp á smá kelerí. Auk
þess spurði leigubílstjórinn allt-
af, þegar keyrt var yfir Kópa-
vogslækinn, hvort einhver færi
til baka með bílnum. Þetta var
ótímabær spurning á viðkvæmu
augnabliki sem endaði alltaf með
því að daman svaraði – já hann.
Við vorum af sextíu og átta
kynslóðinni með hár niður á
herðar og skegg og klæddum
okkur í skrýtin föt. Glaumbær
var okkar staður. Þar kynntust
Ármann og Erla.
Við giftum okkur á sama degi
og héldum nánu sambandi m.a.
með heimsóknum flestar helgar
og spiluðum kana út í eitt. Við
Ármann vorum við öllu búnir á
þeim samverustundum, ef til
dæmis brysti á með söng, og
Ármann Eiríkssonmeðgan
lis-
erl-
æli
mti-
nda
oða
yrir
tist
um
aldi
rin.
ina
Eig-
ðist
hún
ans,
nni
að
ótti
egi
tók
um
ldu
an á
dra-
kla
al-
ólki
afa
og
sé
.)
.
að
eil-
nn.
ær-
ður
ka-
gar
og
óð-
ra í
u í
þú
mik-
og
um.
um
em
leið
ltaf
ég
mu í
Ég
ftir
en,
og
gur
ríki
t að
óri.
og
na,
ur í
þú
lan
jöl-
ðist
æla
en
þér
þitt
tíð-
Þú
nur
nn,
hef
yrð-
ar-
mur,
við
nis-
gar
var
kur
og
rta.
em
fa í
.