Morgunblaðið - 11.03.2013, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013
Smáauglýsingar
Gisting
Gisting Akureyri
Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm
einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að-
staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að
hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri
orlofshús við Akureyri og öll með
heitum potti.
orlofshus.is Leó 897 5300
Rafvirkjun
AH-Raf. Dyrasímakerfi, töfluskipti og
öll almenn raflagnavinna. Tilboð/
tímavinna. Vönduð vinnubrögð.
ahraf@ahraf.is - Hermann, sími
845 7711, og Arnar, sími 897 9845.
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir,
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - sími 551 6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Skattframtöl
Skattframtal 2013
Framtalsþjónusta fyrir einstaklinga
og rekstraraðila. Mikil reynsla - hag-
stætt verð. Uppl. í síma 517 3977.
www.fob.is. Netfang: fob@fob.is.
Bílaþjónusta
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
laga ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni
og hreinsa veggjakrot.
Sími 847 8704,
manninn@hotmail.com
✝ Sigrún Björg-vinsdóttir
fæddist á Hrafn-
kelsstöðum í
Fljótsdal 20. maí
1931 en ólst upp á
Víðilæk í Skriðdal.
Hún lést í Nes-
kaupstað 4. mars
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Níels
Björgvin Sigfinns-
son, bóndi á Víðilæk, og Aðal-
björg Metúsalemsdóttir Kjerúlf
húsfreyja. Sigrún átti ellefu
systkini. Maður Sigrúnar var
Sigbjörn Magnússon, f. 21.5.
1919, d. 19.3. 1993. Börn þeirra
eru: 1) Víðir, f. 6.5. 1958, maki
Helga Magna Eiríksdóttir, f.
20.6. 1961, börn þeirra a) Vikt-
or Sigbjörn, b) Vignir Sær. 2)
Björk, f. 6.5. 1958, maki Valur
6.7. 1963, börn Lindu Hlínar
eru a) Steinunn, sambýlismaður
hennar er Hafþór Haraldsson
og b) Þórarinn.
Sigrún lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Laug-
arvatni 1959 og stundaði
kennslu á Eiðum frá 1961-1971.
Síðan starfaði hún lengi við
mötuneyti skólanna á Eiðum.
Hún var blaðamaður hjá
Austra og fréttaritari hjá DV í
nokkur ár. Einnig starfaði hún
hjá Gróðrarstöðinni Barra á
Egilsstöðum auk ýmissa ann-
arra starfa. Sigrún var rithöf-
undur og komið hafa út eftir
hana þrjár bækur auk smá-
sagna og ljóða í tímaritum og á
liðnu ári kom út ljóðabók eftir
Sigrúnu. Einnig vann hún mik-
ið við listsköpun úr ull og hélt
fjölda sýninga. Sigrún stundaði
skógrækt, bæði á Víðilæk og í
Hamragerði í Eiðaþinghá, en
það að yrkja jörðina var henni
afar hugleikið.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag, 11.
mars 2013, og hefst athöfnin
kl. 14.
Stefánsson, f. 16.4.
1957, börn þeirra
a) Hafþór Máni,
sambýliskona hans
er Margrét Páls-
dóttir og sonur
þeirra er Ivan
Myrkvi, b) Hafrún
Sól. 3) Hlynur, f.
19.6. 1960, maki
Elísabet Þóra Pét-
ursdóttir, f. 22.8.
1960 börn þeirra
a) Davíð Logi, sambýliskona
hans er Valdís Vaka Kristjáns-
dóttir og dóttir þeirra er Bryn-
dís Hekla, b) Lovísa Ösp, maki
hennar er Karl Fannar Gunn-
arsson. 4) Lára Heiður, f. 31.7.
1962, maki Bjarni Gunnarsson,
f. 4.6. 1959, börn Láru Heiðar
eru a) Brynja Sóley, b) Hilmir
Örn. 5) Linda Hlín, f. 4.9. 1963,
maki Páll Arnar Ólafsson, f.
Elsku mamma mín litla. Svo
snöggt og óvænt ertu farin. Farin
frá okkur og komin í Sumarland-
ið sem þú varst búin að tala svo
mikið um. Búin að hitta alla ást-
vinina sem farnir eru, móður þína
sem þú misstir aðeins 18 ára
gömul og saknaðir alla tíð óend-
anlega mikið, föður þinn, Dísu,
Birgi og Sala og síðast en ekki
síst hann pabba sem fór fyrir
réttum 20 árum.
Ég á eftir að sakna þín svo
óskaplega mikið. Nú er enginn til
að hringja í og fá ráðleggingar og
leiðbeiningar hjá. Þú varst svo
vel gefin, fróð og víðlesin og ég
kom aldrei að tómum kofunum
hjá þér. Þú unnir íslenskri tungu
og hafðir svo fallegan framburð.
Skáldagyðjan var vinkona þín, öll
ljóðin sem þú ortir höfðu sál og
voru svo falleg, og sögurnar þín-
ar sömuleiðis. Bragfræðina hafð-
ir þú í blóðinu og heyrðir undir
eins ef vísa var vitlaust kveðin.
Þú varst mikill náttúruvernd-
arsinni og unnir náttúrunni og að
róta í mold var þitt uppáhald og
þér leið aldrei betur en þegar þú
varst að planta og rækta skóg,
bæði uppi á Víðilæk og úti í
Hamragerði.
Þú varst sjálfstæð, ákveðin og
hreinskiptin með sterkar skoðan-
ir á lífinu og tilverunni og lést
ekki aðra hafa áhrif á þig, fórst
þínu fram af dugnaði og atorku
og lést aldrei neitt bíða til morg-
uns sem hægt var að gera í dag.
Þú hafðir yndi af ferðalögum
og varst búin að fara svo víða, til
Ástralíu og Indlands, Bandaríkj-
anna og Kanada svo eitthvað sé
nefnt og þetta fórstu ein á efri ár-
um og fórst létt með. Einnig elsk-
aðir þú fósturjörðina sem þú
þekktir svo vel af öllum ferðalög-
unum og eins af landakortinu
sem við skoðuðum svo oft saman.
Þær eru ómetanlegar stund-
irnar þegar við komum öll saman
í Hamragerði og við systur sung-
um bæði lög við ljóðin þín og ann-
arra. Þér fundust þetta yndisleg-
ar stundir og ekki má gleyma
hvað þú varst stolt og ánægð þeg-
ar við systur sungum fyrir þig
þegar ljóðabókin þín kom út í
ágúst sl.
Þú varst snillingur í höndum,
hvort sem var að sauma, vefa,
spinna, þæfa, prjóna eða hlúa að
móður jörð. Eftir þig liggja mörg
listaverk og þú hélst sýningar á
listverki þínu víða.
Elsku mamma, kostir þínir
voru ótal margir. Þú varst laus
við alla fordóma, hvattir okkur öll
til góðra verka, ótrúlega réttsýn
og á undan þinni samtíð í svo
mörgu.
Hér fylgir eitt af ljóðunum þín-
um sem mér finnst svo fallegt.
Vestanvindur,
veistu hvað mig langar
austur yfir fjöll að fylgja þér?
Hvaðan komstu,
hvert er för þín búin?
Vestanvindur,
viltu dvelja andartak hjá mér?
Vestanvindur,
veistu að fyrir handan
er mín bjarta, ljúfa bernskusveit?
Lítill dalur
luktur bláum fjöllum.
Vestanvindur,
veistu hvað mín þrá er djúp og heit?
Vestanvindur,
vertu hlýr og mildur,
syngdu þar með söngvablíðum hreim.
Kysstu tún
og kjarri vaxnar hlíðar.
Vestanvindur,
viltu bera kveðju mína heim?
Ég kveð þig að sinni, elsku
mamma, með orðunum sem við
notuðum þegar farið var í lengri
ferðir: Þú gáir að þér elskan.
Þín dóttir,
Björk.
Elsku amma Sigrún. Fyrir
mörgum árum sagðir þú við mig
að þegar kæmi að þér að kveðja
þennan heim yrði óþarfi að
syrgja og gráta. Það skyldi held-
ur gleðjast með þér, því þá værir
þú komin á draumastaðinn. Þar
sem allt er í blóma, grasið er
grænt og myrkur er eitthvað sem
fyrirfinnst ekki. Þessi orð þín
höfum við hjónin reynt að hafa í
huga frá því að fréttirnar bárust
okkur og við höfum leitað hugg-
unar í viðhorfi þínu til lífsins og
dauðans. Hvorugt okkar var þó
undirbúið undir þá sorg sem ríkir
nú í hjörtum okkar. Hvorugt okk-
ar var viðbúið þeim tómleika sem
við finnum fyrir, því þrátt fyrir að
hafa verið búsett fjarri þér þá
varst þú alltaf hluti af okkar lífi.
Það sem veitir okkur þó huggun
er hversu viðbúin þú varst þess-
um næsta kafla. Við viljum því
virða þitt viðhorf og reyna að
gleðjast með þér.
Okkur langar að gleðjast yfir
öllum stundunum sem við höfum
átt saman. Okkur langar að gleðj-
ast yfir þeim dýrðarstað sem þú
skilur eftir handa okkur, Hamra-
gerði. Betri gjöf er ekki hægt að
gefa og þar munum við ætíð finna
fyrir nærveru þinni. Við viljum
gleðjast yfir öllum þeim stuðn-
ingi sem við höfum ávallt fundið
frá þér í hverju því sem við tök-
um okkur fyrir hendur. Þú hefur
alltaf og munt áfram standa upp
við bakið á okkur og styðja okkur
í lífsins raunum. Við viljum gleðj-
ast yfir því hversu fagnandi þú
tókst Kalla inn í fjölskylduna og
hversu mikla hamingju það færði
okkur að þú tækir þátt í brúð-
kaupinu okkar síðastliðið sumar.
Við gleðjumst einnig yfir þeirri
birtu sem sá dýrðardagur færði
þér þinn hinsta vetur. Við mun-
um ætíð geyma þær minningar
sem þar voru búnar til, og ekki
síst þann titil sem Kalli hlaut eft-
ir tveggja daga dvöl í Hamra-
gerði að brúðkaupi loknu: Óðals-
bóndinn í Hamragerði, sem hann
ber nú enn stoltari en áður. Okk-
ur langar að gleðjast yfir öllum
þeim hlutum sem minna á þig,
elsku amma, en helst af öllu lang-
ar okkur að gleðjast yfir því að
hafa fengið heiðurinn af því að
eiga þig að sem ömmu og tengda-
ömmu. Mér þér var lífið ríkara,
yndislegra og umfram allt
skemmtilegra. Á þinn einstaka
hátt hafðir þú áhrif á okkur og
snertir við okkur, meira en þig
sjálfa grunar. Ég, Lovísa, var eitt
sinn spurð að því hver væri mín
fyrirmynd í lífinu og svarið var
einfalt: Sigrún Björgvinsdóttir.
Þín verður sárt saknað, elsku
amma, en við gleðjumst yfir öllu
því sem þú hefur gefið okkur, því
þannig lifir þú áfram innra með
okkur öllum. Við gleðjumst yfir
allri þeirri birtu sem nú umlykur
þig, allri þeirri blómadýrð og
gleði sem fyrirfinnst í Sumar-
landinu þínu. Við verðum að
gleðjast með þér, elsku amma, en
um leið getum við ekki annað en
syrgt, hugsað til baka og óskað
þess að hafa fengið meiri tíma
með þér. Þú munt ætíð eiga stór-
an stað í hug okkar og hjarta.
Við þökkum þér allar góðu og
fallegu stundirnar sem við höfum
átt saman og óskum þér góðrar
ferðar í hinu hinsta ferðalagi sem
þú leggur nú í.
Ástarkveðjur til þín elsku
amma.
Frú Lovísa Ösp, húsfreyja í
Hamragerði, og herra Karl,
óðalsbóndi í Hamragerði.
Elsku amma mín. Nú ertu lögð
af stað í ferðalagið sem þú þráðir.
Nú ertu búin að sjá landið sem þú
þráðir, Sumarlandið. Nú ertu bú-
in að hitta allt fólkið sem þú þráð-
ir að hitta.
Amma mín, ég þakka þér fyrir
samfylgdina öll þessi ár. Ég
þakka þér fyrir allt sem þú
kenndir mér, sagðir mér og gerð-
ir fyrir mig. Ég á margar minn-
ingar um þig í geymsluhólfinu
mínu. Þú varst ótrúlega dugleg
og allt lék í höndunum á þér. Þú
fylgdir alltaf eigin sannfæringu
og lést aldrei stjórnast af öðru
fólki, ég ætla að fylgja í þessi fót-
spor þín og taka þig til fyrir-
myndar. Við vorum og verðum
alltaf góðar vinkonur.
Ég reyndi alltaf mitt besta í að
hjálpa þér og láta þér líða vel.
Það verður leiðinlegt að geta ekki
farið til þín í Árskóga 5, eins og
ég gerði svo oft, bara til að
spjalla, spila, horfa á sjónvarpið
eða bara hvað sem er. Þú hafðir
alltaf svör við öllu, og það var
mjög gott að eiga þig að til að fá
svör við ýmsum spurningum eða
ráð við vandamálum.
Amma mín, við ferðuðumst
mikið saman, hvort sem var á Ís-
landi eða í öðrum löndum. Síðasta
ferðalagið okkar fórum við í síð-
asta sumar. Við vorum þá nokkra
daga á Vestfjörðunum, þræddum
firðina, skoðuðum litlu sjávar-
þorpin og fengum æðislegt veður.
Toppurinn á ferðinni var svo þeg-
ar við komum á Rauðasand, því
þangað hafðir þú aldrei komið.
Við fórum út á sandinn í glamp-
andi sólskini og þú tókst með þér
sand í poka til að hafa heima við.
Svo skoðuðum við Dynjanda
seinna sama dag. Ég keyrði og þú
varst á landakortinu. Mikið ofsa-
lega er ég glöð í mínu hjarta yfir
að hafa farið með þér í þessa ferð,
og ánægðust er ég með hve ham-
ingjusöm þú varst með ferðina.
Amma mín, nú skilur leiðir í
bili en ég er alveg viss um það, að
við munum hittast á ný. Þú varst
búin að tala svo mikið um líf eftir
dauðann, og því trúi ég, að þegar
minn tími kemur, þá takir þú á
móti mér hinum megin. Þar til
við hittumst aftur ætla ég að
reyna mitt besta í að taka þig til
fyrirmyndar, því betri fyrirmynd
er ekki hægt að hafa. Ég er svo
stolt og þakklát yfir að hafa átt
þig sem ömmu.
Elsku amma mín, ég ætla að
enda þessa grein á sömu setn-
ingu og þú skrifaðir til mín í
ljóðabókina þína sem þú gafst
mér, og svo hef ég eitt ljóð úr
bókinni þinni, sem mér finnst
eiga svo vel við þig: Ástarþakkir
fyrir allar yndislegu samveru-
stundirnar fyrr og síðar. Einkum
og sér í lagi ferðalögin.
Handan við ljóshraðann
er landið sem ég þrái.
Þar sem tíminn er leikfang
og líður aftur á bak
ef maður vill.
Ef maður bara vill.
Og þá getum við tínt blómin
sem urðu eftir í brekkunni.
Og máð út víxlsporin
sem vildu ekki hverfa
en settust að
í sálinni.
Við sjáumst seinna amma mín,
og þangað til mun ég ætíð heiðra
minningu þína og halda henni á
lofti.
Þín ömmustelpa og vinkona,
Hafrún Sól Valsdóttir.
Þeir horfnu
bíða okkar
í landi morgunroðans.
Við hin
bíðum eftir fari.
(Sigrún Björgvins.)
Sigrún kom til náms í 2. bekk
Menntaskólans að Laugarvatni
haustið 1956 og sat með okkur
þann vetur, las 3. bekk utan skóla
og eignaðist tvíbura vorið 1958.
Kom aftur í 4. bekk skólans um
haustið og lauk stúdentsprófi
vorið 1959, fjórum árum eftir
landsprófið eins og við hin. Það
er ekki víst að ungt fólk í dag
skilji hvílíkan kjark og einbeitni,
auk námsgáfna, þurfti til að kona
lyki stúdentsprófi við slíkar að-
stæður þá. Bekkjarsystkinin
skildu það reyndar ekki heldur,
hún var bara ein af okkur. For-
eldrahúsin austur í Skriðdal voru
of fjarri til að veita skjól, enda
móðirin fallin frá, en vissulega
átti Sigrún góða að, eins og hún
sagði okkur.
Sigrún settist svo að austur á
landi í sínum heimahögum við
kennslu og fleiri störf og börn-
unum fjölgaði. Heimahögunum
unni hún og minntist oft á skóg-
ræktina á Víðilæk og sumardval-
arstaðinn í Hamragerði. Eins og
gengur var minna um samskipti
bekkjarsystkina meðan lífsins
annir voru mestar, en sambandið
slitnaði aldrei, og á síðari árum
fjölgaði fundum og forn vinátta
dafnaði. Eftirminnileg verður
heimsókn á Egilsstöðum sl. sum-
ar og skoðunarferð í Hamra-
gerði.
Sigrún Björgvinsdóttir var
listræn og draumlynd en gat
brugðið fyrir sig tvíræðni, jafnvel
kaldhæðni þegar svo bar undir.
Hún virti það sem vel var gert en
lét ekki mikillæti né frægðar-
ljóma slá ryki í augun. Fór sínar
eigin leiðir. Sigrún unni gróðri og
fagurri náttúru, og sú ást flétt-
aðist inn í ljóðlist hennar og
myndlist. Sýningar hélt hún
a.m.k. tvær í höfuðborginni og
voru henni til sóma, ljóðræn tján-
ing í náttúrulegum efnum eins og
ullarflóka var einlæg og oft með
blæ dulúðar. Ljóðlistin var Sig-
rúnu í blóð borin, eins og glöggt
má sjá í bókinni sem kom út í
fyrra, Handan við ljóshraðann.
Ljóðin eru mótuð af lífsreynslu,
stundum tregablandin, jafnvel
reiðiþrungin, en yfirgnæfandi er
næmi fyrir fegurð og þeirri gleði
sem skyndilega vaknar. Drengur
hjólar fram hjá dapurri konu og
hlær:
Og regnið í huga þínum
varð að þrastasöng.
Á menntaskólaárum þýddi
Sigrún úr þýsku lítið ljóð eftir
Goethe, Unser Herz, sem birtist í
þessari nýju bók. Það sýnir tök
hennar á ljóðlistinni og hvernig
hún dróst að andstæðum:
Okkar hjarta er gullin gígja,
gripi tveggja strengja búin.
Annan gleðikenndir knýja
úr kveinum sárum hinn er snúinn.
Fimir leika um eilífð alla
örlaganna fingur styrkir.
Í dag mun brúðkaups gleðin gjalla,
grafar síðar hljómar myrkir.
Við þökkum vináttu ógleyman-
legrar konu og sendum aðstand-
endum samúðarkveðjur.
Unnur Alexandra Jónsdóttir
og Vésteinn Ólason.
Sigrún
Björgvinsdóttir
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
systir og mágkona,
DAGBJÖRT FJÓLA ALMARSDÓTTIR
frá Hellissandi,
Borgarheiði 14, Hveragerði,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 27.
febrúar.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 14. mars kl. 13.00.
Kittý Arnars Árnadóttir, Pétur Ingi Haraldsson,
Eyrún Arnars Árnadóttir, Þorgrímur Óli Victorsson,
Emanúel Þór Þorgrímsson,
Danelíus Sigurðsson, Margrét Ellertsdóttir,
Alfreð Almarsson, Helga Haraldsdóttir,
Sigfús Almarsson, Sigrún Sigurðardóttir,
Pálmi Almarsson, Vilborg Sverrisdóttir,
Sveindís Almarsdóttir, Kjartan Snorrason,
Vignir Almarsson, Inga Yngvadóttir.