Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013
Sem strákur fór ég í sveit að Vorsabæ á Skeiðum til móðursysturminnar og líkaði vel. Fór í bændaskóla, seinna í líffræði við HÍog tók við búskapnum af henni liðlega tvítugur,“ segir Eiríkur
Þórkelsson sem er fimmtugur í dag, 11. mars. Svo sem vera ber gerir
fólk sér dagamun á tímamótum, Eiríkur og Unnur Lísa Schram, eig-
inkona hans, ætla að bjóða börnunum sínum fjórum út að borða; son-
unum sem eru 19 og 16 ára og tvíburadætrunum sem eru sex ára.
Eiríkur og Unnur búa með sauðfé og hross í Vorsabæ, en búskap-
urinn er þó ekki umfangsmikill. „Búin eru færri og stærri og þar
koma til tæknivæðing og aðstæður á markaði. Á flestum bæjum sækir
fólk vinnu út í frá. Konan mín starfar á hóteli hér á Skeiðunum og
sjálfur starfa ég hjá Matvælastofnun,“ segir Eiríkur sem hóf þar störf
í janúar sl. Hefur þar með höndum eftirlit með innflutningi og fram-
leiðslu á fóðri.
„Starfið er umfangsmikið og verkefnin að aukast og eins skilningur
á mikilvægi þess. Hrossakjötsmálið í Evrópu hefur opnað augu fólk
fyrir því að matvælaframleiðsla þarf aðhald,“ segir Eiríkur. Spurður
um áhugamál segir hann efst á blaði það sem næst sér standi; það er
fjölskyldan og hestamennskan. „Þá höfum við verið að gera upp
gamla íbúðarhúsið í Vorsabæ og það tekur oft lausu stundirnar,“ seg-
ir Eiríkur í Vorsabæ. sbs@mbl.is
Eiríkur Þórkelsson er 50 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bóndinn Eiríkur er bóndi á Skeiðunum en sækir vinnu í þéttbýlið,
eins og hann segir raunina vera á flestum bæjum í sveitum landsins.
Hrossin og fjöl-
skyldan efst á blaði
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Kópavogur Karen fæddist 20. maí kl.
0.46. Hún vó 3.720 g og var 52 cm
löng. Foreldrar hennar eru Sigurlín
Gunnarsdóttir og Koen Kjartan Van
de Putte.
Nýir borgarar
Hafnarfjörður Arnar Breki fæddist
14. júní kl. 1.57. Hann vó 3.455 g og
var 52 cm langur. Foreldrar hans eru
Agnes H. Barkardóttir og Halldór H.
Halldórsson.
J
óna Lísa fæddist á Flögu í
Skaftártungu 11.3. 1963 og
ólst þar upp við öll almenn
sveitastörf. Hún var í
Grunnskólanum á Kirkju-
bæjarklaustri og í Vík í Mýrdal og
stundaði nám við MH.
Jóna Lísa hóf störf við HÍ 1986 og
starfaði þar á skrifstofu Félags-
vísindadeildar til 1990. Þá hóf hún
störf hjá Reykjavíkurborg, hefur
starfað þar síðan og er nú rekstrar-
fulltrúi hjá Barnavernd.
Jóna Lísa hefur verið virk í Skaft-
fellingafélaginu í Reykjavík um ára-
bil, er félagi í gönguklúbbunum
Skálmarar, á vegum Skaftfellinga-
félagsins.
Óbyggðirnar kalla
Jóna Lísa hefur engan venjulegan
áhuga á fjallapríli og gönguferðum.
Hún bókstaflega sækir í bláfjalla-
geiminn eins og þyrstur maður í
vatn. „Ég er sveitabarn, alin upp við
feikilega víðáttu og afar stórbrotna
náttúru. Líklega hef ég aldrei slitið
þessi tengsl við æskustöðvarnar,
enda eigum við sumarbústað austur
á Flögu og þar er ég öllum stundum
ef ég er ekki í vinnunni eða á fjöllum.
Ég tók þátt í smölun á unglingsár-
unum, kynntist þá fjöllunum og hef
þá líklega fyrst upplifað þessa djúpu
kyrrð og unaðslegu víðáttu sem
maður upplifir einungis í óbyggðum.
Þessi tilfinning er að öðru leyti ólýs-
anleg. Hana verða menn bara að
upplifa, hver fyrir sig.
Ég upplifi hana svo sterkt að ég
segi oft við samferðafólk mitt, að ég
sé til í að verða eftir uppi á öræfum.
Vinir mínir og kunningjar hafa oft
velt því fyrir sér hvort ég hafi ekki
verið útilegumaður í fyrra lífi –
kannski Halla. Hins vegar er ekki
nema áratugur frá því ég fékk þenn-
an mikla áhuga á óbyggðunum.“
En þú gengur líka hér í bænum?
„Já, ég geng alls staðar. Við í
Skálmurunum, sem erum um 20
Jóna Lísa Gísladóttir, rekstrarfulltrúi og göngugarpur - 50 ára
Í Aðalvík Skálmarar á Hornströndum sumarið 2011. Afmælisbarnið þriðja frá vinstri í efri röð.
Bergnumið náttúrubarn
Og enn er gengið Frá Hólmsárgöngu Skálmara sumarið 2012.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ
Í GÓÐUMHÖNDUM
Snjallt að
kíkja á okkur
á adal.is
Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í
Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á
þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-0
4
6
7
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is og www.adal.is
Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn
á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með
bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt.
Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900