Morgunblaðið - 16.04.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.04.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Framkvæmdir við Köldukvíslar- virkjun á Tjörnesi eru langt komnar og er stefnt að því að hefja rafmagnsframleiðslu innan skamms, að sögn Péturs Bjarna- sonar hjá Köldukvísl ehf., sem á virkjunina og stendur að fram- kvæmdunum. Í mars 2007 tilkynnti Kaldakvísl ehf. byggingu allt að 2 MW virkj- unar í Köldukvísl til Skipulags- stofnunar. Hreppsnefnd sam- þykkti deiliskipulag virkjunarinnar og að samþykktum breytingum verður virkjunin 2,8 MW. Inntakslónið verður 1,8 ha og stíflan allt að 110 m breið. Um 450 m langur inntaksskurður safnar vatni úr Fellslæk sem áður féll í Köldukvísl neðan Köldukvíslarfoss. Ekki umtalsverð umhverfisáhrif Í febrúar sl. barst Skipulags- stofnun tilkynning um nokkrar breytingar á virkjuninni sam- kvæmt lögum um mat á umhverf- isáhrifum. Á vef Skipulagsstofn- unar kemur fram að í umsögnum Tjörneshrepps, Fiskistofu og Minjastofnunar Íslands sé ekki talið að framkvæmdirnar skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Eins segir þar að Heilbrigðiseft- irlit Norðurlands eystra, Orku- stofnun og Umhverfisstofnun telji ólíklegt að framkvæmdirnar hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Á grundvelli gagna var það nið- urstaða Skipulagsstofnunar að um- ræddar breytingar væru ekki lík- legar til þess að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og því skuli þær ekki háðar mati á umhverfisáhrif- um. Köldukvíslarvirkjun nær tilbúin  Rafmagnsframleiðsla hefst á Tjörnesi áður en langt um líður  Breytingar á virkjuninni ekki líklegar til að hafa umhverfisáhrif Köldukvíslarvirkjun Loftmyndir ehf. Húsavík Tjörnes Ásbyrgi Kópasker Virkjun Kvíslarhóll Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikill tekjusamdráttur hjá Verk- efnasjóði sjávarútvegsins (VS) olli því að ekki var auglýst eftir umsókn- um um styrki til sjávarrannsókna á samkeppnissviði fyrir síðustu ára- mót eins og venja hefur verið und- anfarin ár. Venjulega hefur verið til- kynnt um styrkveitingar hvers árs í marsmánuði. Samkvæmt upplýsingum frá at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- inu verður hægt að auglýsa eftir um- sóknum um styrki upp á 20 milljónir króna á þessu ári úr samkeppnis- deild sjóðsins. Í fyrra voru veittir 27 styrkir til sjávarrannsókna á sam- keppnissviði upp á samtals 150 millj- ónir króna. Frá árinu 2008 og til árs- ins í fyrra var veitt úr sjóðnum samtals rúmlega 523 milljónir króna til sjávarrannsókna á samkeppnis- sviði á verðlagi hvers árs. Styrkir úr samkeppnisdeild VS geta að hámarki verið 50% af áætl- uðum heildarkostnaði verkefna. Því er ljóst að þessi deild sjóðsins stuðl- aði að rannsóknum fyrir meira en einn milljarð króna á árunum 2008- 2012. Samdrátturinn í tekjum sjóðsins mun einnig hafa áhrif til lækkunar á úthlutanir úr almennri deild VS. Peningar þaðan hafa runnið til op- inberra stofnana og opinberra hluta- félaga á borð við Hafrannsókna- stofnunina, Fiskistofu, Veiðimála- stofnun, AVS rannsóknasjóðinn og Matís ohf. Styrkir úr almennu deild- inni voru samtals rúmlega 655 millj- ónir króna í fyrra. Þar af fékk Haf- rannsóknastofnunin samtals 460 milljónir til fjórtán verkefna. Lárus Ægir Guðmundsson, for- maður stjórnar deildar VS um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði, sagði tekjusamdráttinn valda sjóðs- stjórninni miklum vanda. Hann sagði t.d. að verkefni sem voru styrkt í fyrra og voru til meira en eins árs séu upp á 57 milljónir ein og sér. Þótt engin kvöð sé um fram- haldsstyrki nægi peningarnir nú ekki nema fyrir þriðjungi af þessum verkefnum og ekkert sé til nýrra verkefna. Lárus kvaðst hafa hugleitt það með sjálfum sér, en ekki rætt það við ráðuneytið, hvort ekki fari best á því að geyma þessa pen- inga í von um að meira verði til ráð- stöfunar á næsta ári. Tómahljóð í verkefnasjóðnum  Mikill tekjusamdráttur hjá Verkefnasjóði sjávarútvegsins  Ekki var auglýst eftir umsóknum á sam- keppnissviði haustið 2012 eins og venja er  20 milljónir til skipta nú en 150 milljónum úthlutað í fyrra Morgunblaðið/Ómar Rannsóknir Skapa atvinnu. „Um leið og at- vinnuverkefnin taka við sér í Helguvík þá er tiltölulega fljótt verið að snúa við blaðinu,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, aðspurður út í tap á rekstri sam- stæðu en samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir 2012 er það 433 milljónir króna eftir afskriftir og fjármagnsliði. Hinsvegar er afgang- ur af almennum rekstri bæjarins 708 milljónir króna eftir afskriftir og fjármagnsliði. Stór atvinnutækifæri bíða „Það er sterk EBITDA í sam- stæðu, um 2,8 milljarðar eða um 20% af tekjum. Þetta eru sterkar tölur sem koma inn í samstæðuna en breytast hins vegar þegar horft er til Helguvíkur sem tapar um 670 millj- ónum,“ segir Árni og bætir við: „Eina leiðin, og sú sem er mjög fær, er að það fari nú að birta til í þessum málum og við náum að nýta þau stóru atvinnutækifæri sem hér bíða.“ Að sögn Árna hefur bæjarfélagið leitað eftir stuðningi við þessi verk- efni. Bendir hann á að gefið hafi ver- ið í skyn að jafnræði skuli gilda í stuðningi við annars vegar Helguvík og hins vegar Bakka. „Ef það væri jafnræði þá væri þetta mál leyst í eitt skiptið fyrir öll,“ segir Árni og bætir við að bæjarbúar treysti á að það komi ríkisstjórn sem fylgi þessu máli fastar eftir og ljúki verkefninu með bæjarbúum. Aðspurður hvernig sveitarfélagið ráði við þennan kostnað núna, þ.e. hvort tekið verði á þessu með nið- urskurði annars staðar eða með lán- töku segir Árni að einungis sé um að ræða reiknaða liði og því sé ekki eins og sveitarfélagið þurfi að greiða þetta út á næstu dögum. „Til lengri tíma litið þarf þessi tala að verða já- kvæð eins og aðrar og við teljum okkur ekki þurfa að leita frekari lánafyrirgreiðslna.“ skulih@mbl.is Tæplega 700 millj- óna tap Árni Sigfússon  Vilja nýta atvinnutækifæri Skelrækt, samtök skelræktenda, fékk 7,6 milljóna kr. styrk úr Verk- efnasjóði sjávarútvegsins, samkeppnisdeild, í fyrra. Verkefnið, sem er til þriggja ára, snýst um greiningu hrygningar og lirfusets hjá kræklingi við strendur Íslands. Jón Páll Baldvinsson líffræðingur er verkefnisstjóri. Hann sagði óvissuna um frekari úthlutanir valda mörgum erfiðleikum. „Við fengum þau svör í ráðuneytinu að það væru því miður engir pen- ingar til í sjóðnum. Þau verkefni sem sett voru upp til þriggja ára eru líka stopp,“ sagði Jón Páll. Honum var sagt að fengjust peningar þá yrðu langtímaverkefnin sett í forgang. „Menn vona að það verði eitthvað gert til að laga stöðuna og vonandi verður hægt að koma þessum verkefnum sem fengu styrk úr sjóðnum aftur í gang.“ Jón Páll sagði fyrsta ár verkefnisins hafa snúist um lirfumælingar og gengið mjög vel. Að því komu starfsmenn fjögurra rannsóknarsetra sem eru í Sandgerði, Bolungarvík, Skagaströnd og á Eskifirði. Mælt var á ellefu svæðum hringinn í kringum landið og tekin 18 sýni á hverjum stað. Jón Páll taldi þetta vera eitt mikilvægasta verk- efnið í frekari þróun kræklingaræktar við Ísland. Vonar að hægt verði að koma verkefnunum aftur í gang ÓVISSA UM FRAMHALD ÞRIGGJA ÁRA RANNSÓKNARVERKEFNIS Jón Páll Baldvinsson Mývatnssveit | Kór Menntaskólans við Hamrahlíð var hér á ferð um helgina og gladdi Mývetninga verulega með frábærum söng. Fyrst við messu í Reykjahlíðarkirkju þar sem kórinn sá um allan tónlistarflutning, með sóknarpresti okkar, sr. Örnólfi J. Ólafssyni. Um kvöldið hélt kórinn síðan tónleika í Skjólbrekku þar sem hann flutti viða- mikla og bráðskemmtilega dagskrá með ein- söngvurum, kammersveit og leikrænum tilþrifum í bland. Að sjálfsögðu var allt undir styrkri stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og með fulltingi rekt- ors, Lárusar H. Bjarnasonar, sem fyrir löngu var rannsóknamaður við Kröflu eitt sumar. Þessi heimsókn kórs MH mun vera sú fimmta sem Þorgerður Ingólfsdóttir leiðir kórinn sinn frábæra í til að gleðja Mývetninga með heimsókn í Sjólbrekku. Þorgerður gat þess sérstaklega að sóknarprestur okkar, sr. Örnólfur J. Ólafsson, söng með kórnum fyrir meir en 30 árum, einnig að hún sjálf og Jón Stefánsson organisti stund- uðu saman kantornám fyrir löngu. Loks sagði hún félagsheimilið Skjólbrekku framúrskarandi tónleikahús þar sem ætíð væri gaman að syngja. Fjölmenni var á tónleikunum og rífandi stemmn- ing. Að morgni mánudags lauk síðan þessari góðu heimsókn með því að kórinn kom við í grunnskólanum í Reykjahlíð þar sem sungið var fyrir nemendur og sveitin þar með kvödd. Hafi þau öll úr Hamrahlíðinni kæra þökk fyrir kom- una. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Hamrahlíðarkórinn gladdi Mývetninga Fjölmenni og rífandi stemmning á tónleikum í Skjólbrekku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.