Morgunblaðið - 16.04.2013, Síða 6

Morgunblaðið - 16.04.2013, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Fáskrúðsfirði | Hoffell SU kom til Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun með 1280 tonn af kolmunna sem skipið veiddi suður af Færeyjum. Fimm sólarhringar voru síð- an skipið hélt til veiða, en siglingin tók tvo sólarhringa. Veiðarnar gengu mjög vel að sögn Bergs Einarssonar skipstjóra á skipinu. Kolmunninn fer í bræðslu hjá Loðnuvinnslunni sem gerir skipið út. Í gær voru all- mörg íslensk uppsjávarskip að kolmunnaveiðum suður af Færeyjum. Hákon EA kom til löndunar í Neskaupstað s.l. laug- ardag, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnsl- unnar. Aflinn var um 750 tonn af frystum kolmunna sem landað var í frystigeymslur Síldarvinnslunnar og 230 tonn sem fóru í mjöl- og lýsisvinnslu. Allmörg íslensk uppsjávarskip á miðunum suður af Færeyjum Morgunblaðið/Albert Kemp Afli glæðist á kolmunnaveiðum Björn Jóhann Björnsson Þorsteinn Ásgrímsson „Verkefnið er enn í fullum gangi. Tengt þessu hefur sveitarfélagið staðið að ýmsum undirbúningsverk- efnum, eins og varðandi plast- og trefjanám. Það er að rofa til í þessu á heimsvísu og miklir möguleikar framundan,“ segir Sigfús Ingi Sig- fússon, verkefnisstjóri hjá Sveitar- félaginu Skagafirði, um stöðu und- irbúnings koltrefjaverksmiðju á Sauðárkróki. Sveitarfélagið kom að stofnun fé- lagsins UB Koltrefjar vorið 2008 ásamt Kaupfélagi Skagfirðinga og Gasfélaginu, sem er í eigu Bjarna Ármannssonar. Hefur félagið unnið að því að kanna rekstrarmöguleika fyrir koltrefjaverksmiðju og reynt að afla tengsla við framleiðendur á koltrefjum erlendis. Bakslag kom í verkefnið í hruninu 2008 en því hef- ur verið haldið lifandi áfram. Koltrefjar eru notaðar sem styrk- ingarefni í iðnframleiðslu, m.a. við framleiðslu á bílum og flugvélum, og er ætlað sökum minni þyngdar og mikils styrks að leysa af hólmi ýmis þekkt efni á borð við ál og stál. M.a. notaðist Boeing við koltrefjar í framleiðslu á Dreaml- iner. Fríverslun við Kína mikilvæg „Vonir okkar standa til þess að bílaiðnaðurinn muni teyma þennan markað áfram á næstu árum,“ segir Sigfús Ingi en fram kom á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga fyrir helgi, í erindi Kristins Hafliða- sonar hjá Íslandsstofu, að fram- leiðsla þýska bílarisans BMW á bíl- unum i3 og i8 gæti leitt til upp- byggingar koltrefjaverksmiðju hér á landi. Taldi Kristinn að mögu- legur sparnaður framleiðenda vegna uppsetningar verksmiðju hér á landi gæti numið um 50 milljónum dollara, jafnvirði um sex milljarða króna. Nefndi Kristinn jafnframt að fríverslunarsamningur Íslands við Kína gæti reynst vel. Þar með yrði hægt að selja tollfrjálst allar fram- leiddar koltrefjar hérlendis til Kína. Sigfús Ingi tekur undir með Kristni. Mikil og vaxandi eftirspurn sé eftir koltrefjum í Asíu og þar fel- ist mörg tækifæri fyrir félag eins og UB Koltrefjar. Einnig hafi fram- leiðsla á basalttrefjum verið skoðuð.  Miklir möguleikar taldir fyrir koltrefjaverksmiðju hér á landi  Undirbún- ingsfélag í Skagafirði enn að störfum  Talið léttara og sterkara efni en ál Bílar BMW notast við koltrefjar í framleiðslu á i8 sportbílnum. Undirbúningur á fullu í koltrefjunum Akureyrarbær og félagið Strokkur Energy undirrituðu rammasamning í ársbyrjun 2010 um undirbúning koltrefja- verksmiðju á Akureyri. Eyþór Arnalds hjá Strokki segir sam- komulagið ekki hafa verið fram- lengt á meðan markaðs- aðstæður séu þungar, verkefnið sé í salti. „Framleiðsla á há- gæða koltrefjum er engu að síð- ur mjög áhugaverð viðbót við iðnaðinn á Íslandi, enda orkurík hátækniframleiðsla,“ segir Ey- þór, sem vonast til að aðstæður skapist í framtíðinni til að ráð- ast í svona verkefni hér á landi. Akureyri í salti STROKKUR ENERGY Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Það er ekki komin nein niðurstaða um það. Þetta mál er bara í umfjöll- un hérna hjá sjóðnum og það er ákveðin krafa sem fjármálaeftirlitið gerir til þessara hluta. Við erum að fara í gegnum þetta safn hjá okkur og að bíða eftir viðbrögðum okkar lögmanns. Síðan fer þetta til umfjöll- unar hjá stjórn,“ segir Kristján Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins um þær hugmyndir að fara einskonar 110% leið til lausnar á skuldavanda láns- veðshóps hjá lífeyrissjóðunum. Morgunblaðið hefur eftir heimild- um að málið þyki viðkvæmt og vildu fáir fulltrúar lífeyrissjóða tjá sig um það í gær þegar eftir var leitað. Með- al þess sem nefnt var er hið pólitíska ástand, en nú eru einungis tæpar tvær vikur til þingkosninga. Þá voru ekki allir vissir um lögmætið. „Það er það sem óvissan er með, því það er alveg klárt að mönnum er óheimilt að gefa eftir innheimtanleg- ar kröfur. En síðan er það spurn- ingin hvort aðgerðin sé þess eðlis að hún geti talist lögleg. Þegar menn fóru 110% leiðina þá töldu menn að það væri verið að gefa eftir lán sem væru komin út fyrir eðlilegan veð- rétt. Þar af leiðandi væru ekki trygg- ingar til staðar og krafan ekki inn- heimtanleg,“ segir Kristján. Samstaða allra nauðsynleg Hann segir að hjá Sameinaða líf- eyrissjóðnum séu sjóðsfélaga lán 8% af eignum sjóðsins, en lánsveðin 15% af þeim lánum eða 1,2% af eignum. „Við áætlum að um helmingur af lánsveðum sé vegna íbúðarkaupa eða 0,6% af eignum sjóðsins,“ segir Kristján. „Þetta byggist á því að allir sjóð- irnir séu sammála í þessum aðgerð- um,“ segir hann og að það taki tíma að fara í gegnum allt lánasafnið eins og Fjármálaeftirlitið mælist til. Málið sagt á viðkvæmu stigi  Fáir fulltrúar lífeyrissjóða vilja tjá sig um 110% leiðina  Óvissa um lögmætið  Tillögurnar eru nú til skoðunar og stjórnir taka afstöðu til þeirra á næstunni Lánsveð lífeyrissjóða » Lífeyrissjóðir sem eiga aðild að Landsambandi lífeyrissjóða skoða nú grundvöll fyrir leið- réttingu veðlána eftir 110% leiðinni svokölluðu. » Óvíst er hvort slíkt er lög- legt þar sem sjóðunum eru settar þröngar skorður varð- andi afskriftir. » Málið þykir á viðkvæmu stigi og menn vilja forðast að gefa of miklar vonir. » Mestur kostnaður vegna af- skrifta mun falla á ríkissjóð gangi þessi leið eftir. Morgunblaðið/Golli Veðlán Lífeyrissjóðir skoða nú hug- myndir um 110% leið með veðlán. MMR kannaði fylgi stjórn- málaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 11. til 14. apríl. Fylgi Framsóknarflokksins mæld- ist nú 32,7%, borið saman við 30,2% í síðustu mælingu. Sjálfstæðisflokk- urinn bætir við sig fylgi og mælist hann nú 22,9% borið saman við 21,2% í síðustu mælingu. Pírataflokkurinn eykur fylgi sitt og mælist nú 9,0%, borið saman við 7,8% í síðustu mælingu. Dögun bæt- ir einnig við sig fylgi og mælist nú 3,6%, borið saman við 1,9% í síðustu mælingu. Fylgi Vinstri grænna dregst nokkuð saman og mælist nú 6,7% borið saman við 8,1% í síðustu mælingu. Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Samfylkingin mælist með 10,4% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 24,6%. Aukið fylgi Sjálf- stæðisflokksins í könnun MMR Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Kristinn Hafliðason. Gunnar Dofri Ólafsson Skúli Hansen „Eins og þetta kemur við mér þá finnst mér þetta vera svona almanna- tengslagjörningur hjá ASÍ. Það koma hér fimm aðilar; tveir lögfræðingar, einn ljósmyndari og tveir menn með möppur,“ segir Jón Gerald Sullenber- ger, eigandi matvöruverslunarinnar Kosts, en hann reyndi í gær að meina starfsfólki verðlagseftirlits ASÍ að framkvæma verðkönnun í versluninni og krafðist þess að fólkið yfirgæfi verslunina. Jón Gerald segir alla aðila á mat- vörumarkaði ósátta við vinnubrögð verðlagseftirlitsins. „Ég er búinn að óska eftir því að þeir geri ekki verð- könnun hérna hjá okkur. Ég vil ekki taka þátt í þessu af því að ég tel að það sé verið að fara með röng skilaboð út á markaðinn,“ segir Jón Gerald. Hann bendir á að þegar verið sé að gera þessar kannanir þá séu sömu vörurnar ekki bornar saman, þá sé oft á tíðum ekki sama verð skrifað á raf- rænum merkingum uppi í hillum og á kassa. „Mér finnst að ef þeir ætla sér að gera hér verðkannanir þá sé lág- markskurteisi að þeir hafi nú sam- band við okkur og við reynum að finna einhverja heilbrigða og eðlilega leið til að gera þessar kannanir,“ segir Jón Gerald. Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér í gær kemur m.a. fram að Jón Gerald hafi óskað eftir aðstoð lögreglu til að vísa verðlagsfulltrúunum á dyr. Lög- reglan hafi mætt á staðinn en ekki tal- ið ástæðu til að aðhafast neitt. Þá hafi Jón Gerald hrifsað gögn eins fulltrú- ans, hindrað för þeirra og haft í frammi ógnandi tilburði. Hindraði för verðlagseftirlits  Jón Gerald segir könnun virka eins og almannatengslagjörning af hálfu ASÍ Kostur Jón Gerald kallaði til lög- reglu í gær vegna verðlagseftirlits.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.