Morgunblaðið - 16.04.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 16.04.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Allt á sinn tíma.    Á köldu vori ber-ast fréttir um að svartþrösturinn, nýbúinn snotri, sé byrjaður að verpa.    Hrafninn, fuglFlóka, er fyrir löngu farinn af stað.    Og nú er glanstíðþeirra sem kanna skoðanir.    Það er kraftur í þeirra varpi einsog hinna.    Ný könnun birtist næstum annanhvern dag.    Fjölmiðlungar horfa á þær einsog gestir á matseðil og velja svo sinn rétt úr.    Ríkisstjórn landsins, fyrsta„hreina vinstristjórnin,“ hafði stuðning meirihluta þingmanna, þegar lagt var úr vör.    Síðasta skoðanakönnun MMR seg-ir að stjórnarflokkarnir tveir hafi nú samanlagt 17,1 % fylgi.    Flokkur Steingríms er nú meðrúman helming fylgis Pírata, sem er með svo svipað fylgi og Sam- fylkingin að telst vera innan skekkjumarka.    Af hverju spyr enginn hvort Sam-fylkingin hefði meira fylgi ef Birgitta væri formaður hennar og Árni Páll formaður Sjóræningjanna?    Væri ekki gott að upplýsa það? Árni Páll Árnason Vinsamlega spurja STAKSTEINAR Birgitta Jónsdóttir Veður víða um heim 15.4., kl. 18.00 Reykjavík 6 léttskýjað Bolungarvík -1 alskýjað Akureyri 1 slydda Kirkjubæjarkl. 9 léttskýjað Vestmannaeyjar 6 heiðskírt Nuuk 1 heiðskírt Þórshöfn 8 þoka Ósló 6 þoka Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 6 skýjað Helsinki 6 skúrir Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 16 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 skýjað London 15 léttskýjað París 18 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 17 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 18 heiðskírt Moskva 13 heiðskírt Algarve 20 heiðskírt Madríd 25 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 21 heiðskírt Róm 21 heiðskírt Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -2 snjókoma Montreal 8 léttskýjað New York 11 léttskýjað Chicago 15 alskýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:51 21:05 ÍSAFJÖRÐUR 5:47 21:19 SIGLUFJÖRÐUR 5:29 21:02 DJÚPIVOGUR 5:18 20:37 ALLT Á BAÐIÐ! YFIR 30 GERÐIR INNRÉTTINGA Í SÝNINGARSAL VERÐ FRÁ KR. 12.900 TIL AFGREIÐSLU AF LAGER! WWW.I-T.IS Baðhlutir í settum frá kr. 3.900 Sturtustangarsett frá kr. 1.900 Innbyggt WC með öllu frá kr. 33.900 Sturtuhorn m. botni frá kr. 21.900 Baldur Óskarsson, ljóðskáld, er lát- inn, 81 árs að aldri. Baldur fæddist í Hafnarfirði 28. mars 1932, sonur hjónanna Óskars Eyjólfssonar, verkamanns, og Ingi- gerðar Þorsteinsdóttur. Fósturfor- eldrar hans voru hjónin Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi á Ásmundar- stöðum í Holtum, og Sigríður Ólafs- dóttir, húsfreyja. Baldur stundaði m.a. nám í spænskum bókmenntum og lista- sögu í Barcelona á Spáni. Hann var blaðamaður á Tímanum 1957-64 og starfaði síðar sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Hann var skóla- stjóri Myndlistarskóla Reykjavíkur 1965-73. Baldur sendi frá sér ljóðabækur, skáldsögur og smásögur. Fyrsta verk hans var smásagnasafnið Hita- bylgja sem kom út árið 1960. Þrem- ur árum síðar kom út eftir hann skáldsagan Dagblað. Árið 1966 sendi hann frá sér sína fyrstu ljóðabók (Svefneyjar) og upp frá því einbeitti hann sér að ljóðagerð. Síðast kom út bókin Langtfrá öðrum grjótum, árið 2010. Baldur fékkst einnig við ljóðaþýð- ingar og þýddi m.a. ljóð eftir Fed- erico García Lorca. Hann skrifaði einnig talsvert um myndlist í bækur og tímarit, t.d. um myndlistarmann- inn Jón Engilberts. Baldur hlaut verðlaun úr rithöfundasjóði Ríkis- útvarpsins árið 2011. Eiginkona Baldurs var Gunn- hildur Kristjánsdóttir. Þau skildu. Þau eignuðust þrjú börn, Sigrúnu, Árna og Magnús. Andlát Baldur Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.