Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 9

Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 9
FRÉTTIR 9 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Innlent Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Hugmyndir um að taka upp milli- dómstig hér á landi hafa verið kynnt- ar dómurum við Hæstarétt, sem hafa sýnt þeim áhuga. Þetta kemur m.a. fram í svari Markúsar Sigur- björnssonar, for- seta Hæstaréttar, við spurningum Morgunblaðsins um viðbrögð við því sem fram kemur í ritgerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fv. hæstaréttar- dómara, um brýna nauðsyn þess að stofna milli- dómstig þegar í stað. Þau svör fengust ennfremur að Hæstiréttur myndi ekki tjá sig um þá gagnrýni sem Jón Steinar setur fram á störf dómara við Hæstarétt né hvernig varadómarar og dómarar eru valdir til réttarins. Fjölgun dómara gefist vel Jón Steinar bendir einnig í sinni ritgerð á aukið álag á Hæstarétti. Árið 2003 hafi fjöldi mála verið 497 og dómar 440 en árið 2012 hafi 770 mál borist réttinum og 710 dómar verið kveðnir upp. Um þetta atriði segir Markús í sínu svari: „Tölulegar upplýsingar um fjölda innkominna og afgreiddra mála bera að sjálfsögðu með sér að álag á Hæstarétti er mikið, en rétturinn hefur staðið það vel af sér í störfum sínum. Við auknu álagi hefur m.a. verið brugðist með því að dómurum var fjölgað úr níu í tólf á árinu 2011 og hefur þetta gefið góða raun, en sú ráðstöfun er þó aðeins tímabundin. Mér er kunnugt um að unnið hefur verið í réttarfarsnefnd og innanríkis- ráðuneytinu að stefnumörkun í þess- um efnum til lengri tíma, þar á meðal með tilliti til hugmynda um að taka hér upp millidómstig.“ Hjörtur O. Aðalsteinsson, héraðs- dómari og formaður Dómarafélags Íslands, segist persónulega vera hlynntur því að komið verði á fót millidómstigi og að Hæstiréttur dæmi í þýðingarmestu málunum. „Ég held að þetta sé almenn skoðun meðal dómara,“ segir Hjörtur. Jón Steinar segir í ritgerð sinni að heimild í dómstólalögum til að skipa varadómara í Hæstarétt hafi verið meira notuð en ráð var fyrir gert. Gagnrýnir hann að varadómarar hafi haft ríka tilhneigingu til að fylgja meirihluta dómaranna sem fyrir eru að málum. „Ég hef aldrei verið kallaður inn sem varadómari í Hæstarétti og veit ekkert um það hvernig þeir eru vald- ir eða um störf þeirra þar að öðru leyti,“ segir Hjörtur. Brugðist við auknu álagi Hann tekur hins vegar undir með Jóni Steinari um að álag á dómstól- ana sé gífurlegt en nú sé verið að leita leiða til að bregðast við því. Vís- ar Hjörtur þar til vinnu sem staðið hefur yfir í innanríkisráðuneytinu og hjá réttarfarsnefnd. Ekki náðist í innanríkisráðherra í gær, til að bera undir hann það sem kemur fram hjá Jóni Steinari og var tíundað ítarlega í blaðinu sl. laugar- dag í tilefni af útkomu ritgerðar hans, Veikburða Hæstiréttur – veru- legra úrbóta er þörf. Dómarar sýna milli- dómstiginu áhuga  Formaður Dómarafélagsins tekur undir með Jóni Steinari Morgunblaðið/Sverrir Hæstiréttur Fjöldi mála hefur nær tvöfaldast frá árinu 2003. Markús Sigurbjörnsson Rubi verkfæri á tilboði 3. flokkur, henta vel utanhúss, á svalirnar, sameignir, bílskúr, geymsluna, iðnaðarhúsnæðið og nánast hvar sem er. Stærðir 20x20, 30x30, 30x60. Af hverju lenda flísar í 3. flokki? Flísarnar hugsanlega hornskakkar. Eitthvað að yfirborði flísanna. Litatónar etv. ekki alveg réttir. Kannski aðeins kvarnað úr hornum. Afgangar af framleiðslu frá 1. og 2. flokk. ATH! 3. flokkur er aðeins seldur í í heilum pakkningum og ekki er hægt að skila afgöngum. Allar stærðir og áferðir í 3. flokki á sama verði 2.290 kr pr m2 Rubi flísaskeri basic-60 nr 25956 Tilboðsverð 6.900 Rubi sög mb 180 nr 25925 Tilboðsverð 18.800 Tilboðsverð 9.990 Rubi slípirokkur BLA 115 nr 25950 Tilboðsverð 12.900 Rubi flísasög ND 180 smart nr 24976 Tilboðsverð 26.900 Rubimix-9-plus hrærari 1600W nr 24960 Tilboðsverð 10.990 Verkfærakista Tilboðsverð 23.900 Rubimix-9 hrærari nr 25940 Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Tilboðsverð 10.900 Rubi flísasög Happy Cutman nr 10970 Mjög ÓDÝRAR flísar SJÓN ER SÖGU RÍKARI Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is GALLABUXUR HÁAR Í MITTIÐ Verð kr. 10.900 3 síddi r Laugavegi 63 • S: 551 4422 GARDEUR GALLABUXUR margir litir, mörg snið laxdal.is Vertu vinur á Svartar klassískar Tilboðsverð 17.900 Flugstjórinn var kvæntur Í frásögn af Hrímfaxaslysinu 14. apríl 1963, sem var í Morgunblaðinu á laugardaginn var, láðist að geta þess að Jón Jónsson, flugstjóri flug- vélarinnar, var kvæntur. Hann lét því eftir sig eiginkonu og dóttur. Beðist er afsökunar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.